Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 25
stað. Aðspurður sagðist hann vera að flýta sér
yfir götuna – í þykjustunni.
Jón Gunnar var fagurkeri, nákvæmur og ein-
stakt snyrtimenni. Hann var til dæmis það eina
af systkinunum sem hægt var að klæða í hvít föt
og þau voru jafn hvít að kvöldi og þau höfðu
verið um morguninn. Snyrtimennskan og ná-
kvæmnin birtust meðal annars í því hvernig
hann umgekkst veiðitækin. Hann hafði ánægju
af því að eiga og nota góð og vönduð tæki og
þau voru alltaf eins og ný, vel smurð og hver
fluga á sínum stað. Stundum var nákvæmnin og
nostrið kringum veiðiskapinn svo mikið að veiði-
félagar sem voru ef til ekki jafn nákvæmir,
gerðust óþolinmóðir – hvort það væri ætlunin
að veiða eða sitja og raða flugum? Hann tók sér
alltaf góðan tíma í undirbúning og að njóta þess
þegar vel gekk, til dæmis með því að taka ljós-
myndir af fiskum og veiðifélögum. Hann um-
gekkst veiðiskapinn af mikilli virðingu og fyrir
honum voru fluguveiðar ekki bara sport, heldur
vísindi. Og hann var alltaf að læra. Veiðifélag-
arnir voru margir og úr ýmsum áttum, en flest-
ar veiðiferðirnar voru þó farnar með nánum
skyldmennum. Í þeim hópi gekk félagsskap-
urinn oft undir nafninu „Sá gamli“, eftir afanum
sem hafði smitað Jón Gunnar af veiðibakt-
eríunni. Jón Gunnar var liðtækur í íþróttum og
virkur meðal annars í handbolta, þar sem hann
tileyrði hópi sem var kallaður ljósastauraklíkan
– trúlega mest eftir vaxtarlagi félaganna. Með
aldrinum beindist íþróttaáhuginn meira að úti-
vist, gönguferðum og veiðiskap. Eins og í flestu
því sem hann tók sér fyrir hendur, voru áhug-
inn og útgeislunin þannig að hann var kallaður
til forystu. Þegar hann hafði gert allmarga sjón-
varpsþætti um gönguferðir og gönguleiðir, tók
hann að sér afleysingar á fréttstofu sjónvarps,
sem átti síðan eftir að verða starfsvettvangur
hans til æviloka. Meðal vinnufélaganna naut
Jón Gunnar mikils trausts og virðingar og þeir
fólu honum forystu í sínum félagsskap. Jón
Gunnar fylgist vel með íþróttaiðkun barnanna
sinna og hvatti þau til dáða. Á þeim vettvangi
voru honum einnig falin vandasöm trún-
aðarstörf og hann var formaður Íþrótta-
bandalags Hafnarfjarðar síðustu árin. Á upp-
vaxtar- og unglingsárunum stefndi Jón Gunnar
alltaf að því að verða arkítekt, þótt hann hafi
skipt um kúrs áður en til þess kom og lært
sagnfræði. Hann var góður teiknari og dundaði
sér gjarnan við það að teikna bíla. Hann hafði
raunar mikinn áhuga á bílum sem barn, sat iðu-
lega úti á tröppum, taldi bíla og lagði á minnið
tegundir og útlit. Gaf síðan skýrslu um það sem
fyrir augu bar við kvöldmatarborðið og teiknaði
síðan bílana sem honum leist best á. Raunar var
bílaáhuginn í æsku svo mikill að þriggja ára
gamall týndist hann um tíma og eftir að búið
var að kalla út lögregluna og allt nánasta um-
hverfi til að leita, fannst hann við Miklatúnið,
þar sem hann var að stjórna bílaumferðinni með
fagmannlegum hreyfingum.
Fjölskyldan skipaði stærstan sess í huga Jóns
Gunnars. Hann var mikill fjölskyldumaður.
Sambandið við foreldrana og systkinin var alla
tíð sérstaklega gott. Það var lítið rifist og hann
var sjaldan skammaður. Það voru yfirleitt engin
tilefni til þess. Sambandið breyttist ekkert þó
að hann sjálfur og systkinin eignuðust sínar eig-
in fjölskyldur, né heldur þótt Jón Gunnar og
Anna byggju í Svíþjóð í sex ár. Þau buðu
mömmu Jóns Gunnars að vera hjá sér um jól og
pabba sínum bauð hann oftar en einu sinni að
veiða í þeirri frægu stórlaxaá „Mörrums ánni“,
þar sem þeir lentu í miklum ævintýrum sem
ekki verða rakin hér. Þegar yngri systirin eign-
aðist soninn Grétar á afmælisdegi Jóns Gunnars
sagði hann: „Gott, nú þarf ég ekki að halda af-
mælisboð, ég mæti bara í afmælið til frænda
míns sem ég fékk í afmælisgjöf.“ Þegar vantaði
einhvern til að stýra stórum mannamótum í fjöl-
skyldunni, eins og brúðkaupsveislum, þá þótti
sjálfsagt að leita til Jóns Gunnars. Og fyrir hon-
um var „já“, jafn sjálfsagt þegar hann var beð-
inn um að taka að sér slíkt verkefni eins og þeg-
ar hann var beðinn um eitthvað annað. Svarið
var alltaf „já“. Jón Gunnar var ljúflingur. Hann
var meira en sonur og bróðir. Hann var frábær
félagi. Fjölskyldan hefur misst mikið. Sárastur
er missir Önnu og barnanna. Þau taka fallegar
og góðar minningar með sér inn í framtíðina og
vonandi getum við stutt þau á einhvern hátt.
Mest hvílir þó á Önnu. Hún hefur staðið eins og
klettur við hlið Jóns Gunnars í gegnum veik-
indin. Styrkur hennar og æðruleysi hafa verið
aðdáunarverð. Börnin þeirra eiga bestu mömmu
sem hægt er að hugsa sér.
Það er ekki mikið skipulag á hugsunum okkar
og tilfinningum á þessari stundu. Þess vegna
söfnuðum við saman örfáum minningabrotum til
að reyna að lýsa því hvern mann Jón Gunnar
hafði að geyma, frekar en að reyna að taka sam-
an æviágrip.
Við erum ríkari einstaklingar fyrir það að
hafa átt Jón Gunnar að syni og bróður – og fé-
laga. Fyrir það erum við þakklát. Við erum
þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem
fylgja okkur áfram. Þær munu hjálpa okkur að
lifa með þeirri staðreynd að Jón Gunnar verður
ekki virkur þátttakandi í daglegu lífi fjölskyld-
unnar á sama hátt og hingað til. Við vitum samt
að hann verður ekki langt undan – ljóslifandi í
bjartri minningunni.
Mamma, pabbi, Nína Karen,
Hjörtur Þór og Selma Björk.
ru reknir „eins og hvert ann-
rirtæki“. Þetta er öfugmæli:
na pólitísku dagblaða var
n í heild tryggði hann mun
nrýni og málfrelsi en við nú
Og Ríkisútvarpið – einnig eft-
ðinleg tilræði sem þeirri
fa verið sýnd - er skásti fjöl-
sins. Einkum Rás Eitt. Minn-
að að engin íhaldsstjórn í
hefur verið svo vitlaus að
BBC.
st fjölmiðlamenn vakna upp
kkingardraumi og sjá: þeir
jálsir. Og ekki heldur við-
þeirra sem steinþegja nema
sé þeim gulltryggð. Kannski
enn ekki með öllu ófrjálsir
afar varfærnir flestir – enda,
t var líka í þætti Egils
r – hræddir við að fá hvergi
meir ef þeir stíga hálfum
bannsvæði.
blaðinu líst ekki á blikuna og
ndanförnu skrifað ýmislegt
að „þjóðfélag óttans“ sem
a að festast í sessi. Nú síðast
eiðara blaðsins (10. desem-
rs konar þjóðfélag er þetta að
að ætlar Alþingi að gera til
rja stjórnarskrárvarið tján-
landsmanna“?
ætla stjórnmálamenn að gera
geta þeir gert eftir að hafa af-
ga mikið af völdum sínum í
rra stóreignamanna sem allir
r við? Er hægt að tryggja
laðamanna og heimildar-
ð löggjöf? Og hvað vill Morg-
álft til bragðs taka? Er nóg
æmi af óttaslegnum mönnum
ora að koma fram undir nafni
að svo undir höfuð leggjast
þægilegra spurninga, t.d.
Group heldur blaðamanna-
n mál? Ég vísa til heilsíðufrá-
orgunblaðinu þann 5. desem-
um blaðamannafundi, sem er
afar elskulegri stórfyrirsögn:
ður til mikilla hagsbóta fyrir
Ekkert á þeirri blaðsíðu benti
en við séum enn og aftur
ta heimi allra heima með
ukningu, forstjóraskiptum,
u og endurfjármögnun“ og
um fyrirheitum.
ns er sem ekkert hafi gerst.
ölmiðlar
virðast fjölmiðla-
nn vakna upp af
ekkingardraumi og
r eru ekki frjálsir. Og
dur viðmælendur
em steinþegja nema
nd sé þeim gull-
r er rithöfundur og fv. blaðamaður.
Íslenska heilbrigðiskerfið telst tilsvokallaðra félagslegra heilbrigð-iskerfa. Það sem einkennir slíkkerfi er meðal annars að hið op-
inbera skipuleggur þjónustuna, fjár-
magnar hana að mestu leyti og á að
mestu aðstöðuna sem notuð er til að
veita þjónustuna. Þjónustugjöld sjúk-
linga eru lítil eða engin og kerfinu er
ætlað að tryggja öllum
þegnum samfélagsins
jafnan aðgang að heil-
brigðisþjónustunni. Í
gegnum árin hefur það
verið markmið íslenskra
stjórnvalda að standa vörð
um heilbrigðiskerfið sem
félagslegt almannaþjón-
ustukerfi. Fyrsta grein
nýrra laga um heilbrigð-
isþjónustu (nr. 40/2007)
kveður m.a. á um að „allir
landsmenn eigi kost á full-
komnustu heilbrigðisþjón-
ustu sem á hverjum tíma
eru tök á að veita til verndar andlegri,
líkamlegri og félagslegri heilbrigði …“ Í
heilbrigðisáætlun stjórnvalda til ársins
2010 er það meginmarkmið heilbrigð-
isþjónustunnar áréttað að aðgengi að
þjónustunni sé auðvelt og sem jafnast
fyrir alla landsmenn (markmið 2). Um
leið er lögð á það áhersla í áætluninni að
bein útgjöld einstaklinga megi aldrei
vera það mikil að þau komi í veg fyrir að
fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigð-
isþjónustu (markmið 17).
Þær samanburðarathuganir á heil-
brigðiskerfum sem fyrir liggja benda til
að gæði heilbrigðisþjónustunnar á Ís-
landi séu með því besta sem þekkist, og
er þá miðað við algenga lýðheilsu-
mælikvarða. Rannsóknir greinarhöf-
undar á afstöðu sjúklinga til einstakra
heilbrigðisþjónustuaðila benda sömu-
leiðis til almennrar jákvæðni og ánægju
með þjónustuna.
Hvað um einkavæðinguna?
Töluverð umræða hefur verið í fjöl-
miðlum síðustu misseri um einkavæð-
ingu heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi.
Í þeirri umræðu hafa fæstir sagst tala
fyrir einkavæðingu, jafnvel ekki þeir
sem vilja auka einkarekstur í heilbrigð-
isþjónustunni. En hvað er einkavæðing?
Því er til að svara að með einkavæðingu
er í fræðilegri umræðu almennt átt við
þrennt. Í fyrsta lagi getur verið um að
ræða eignasölu, þ.e. sölu á opinberri
stofnun eða fyrirtæki, sölu á hlutafé
hins opinbera, eða sölu á öðrum op-
inberum eignum, til einkaaðila. Dæmi
um slíkt væri ef heilsugæslustöð eða
hjúkrunarheimili í eigu ríkisins væri
selt einkaaðila til reksturs heilbrigð-
isþjónustu. Í öðru lagi felst einkavæðing
í tilfærslu á rekstri starfsemiþátta frá
hinu opinbera til einkaaðila, samanber
einkaframkvæmd. Dæmi um það væri
að ríkið semdi við einkaaðila um rekstur
hjúkrunarheimilis eða endurhæfing-
arstöðvar. Það er einmitt þessi tegund
af einkavæðingu sem meðal annars er
kallað eftir í stjórnmálaályktun seinasta
landsfundar Sjálfstæðisflokksins um
velferðarmál og í stjórnarsáttmála nú-
verandi ríkisstjórnar. Í þriðja lagi getur
einkavæðing falist í tilfærslu fjármögn-
unar frá hinu opinbera til einkaaðila,
þ.e. einkafjármögnun. Aukinn hlutur
sjúklinga á undanförnum árum vegna
kostnaðar við heilbrigð-
isþjónustuna á Íslandi er
einmitt dæmi um einka-
væðingu í formi aukinnar
einkafjármögnunar. Í
framkvæmd getur einka-
væðing í einstökum til-
vikum falið í sér einn, tvo
eða alla framangreinda
þætti. Sérstaka athygli
vekur að sumir þeirra sem
tekið hafa til máls um heil-
brigðismál í fjölmiðlum
hafa kosið að takmarka
hugtakið einkavæðingu við
sölu eigna eða einka-
fjármögnun, en undanskilja einka-
framkvæmdina, sem þó er partur af
hugtakinu. Þeir segjast vilja auka hlut
einkaaðila í rekstri heilbrigðisþjónustu
á Íslandi, en tala samt gegn einkavæð-
ingu þjónustunnar.
Ljóst er að aðgerðir til einkavæð-
ingar færa íslenska heilbrigðiskerfið frá
kjörmynd hins félagslega heilbrigð-
iskerfis sem áður er getið. Þá geta slík-
ar tilraunir haft afleiðingar sem ekki
samrýmast markmiðum félagslegra
heilbrigðiskerfa. Ýmsar þessara afleið-
inga eru þekktar úr alþjóðlegri heil-
brigðismálaumræðu. Bent hefur verið á
að ef komið er upp blönduðu kerfi op-
inberra aðila og einkaaðila til að þjón-
usta ákveðin svæði eða hópa, verði
heildarkostnaður þjónustunnar oft
hærri (m.a. vegna stóraukins stjórn-
unar- og umsýslukostnaðar og minna
kostnaðaraðhalds gagnvart kerfinu í
heild). Þá hefur verið bent á tengsl milli
einkaframkvæmdar heilbrigðisþjónustu
og tilhneigingar til aukinna sjúklinga-
gjalda og lagskiptingar heilbrigðisþjón-
ustunnar. Jafnframt eru vísbendingar
um að einkareknir þjónustuþættir
þjappist gjarnan saman í stærsta þétt-
býlinu, sem getur takmarkað aðgang að
þjónustunni meðal þeirra sem búa utan
stærstu þéttbýlisstaðanna. Eins hefur
komið fram að ósveigjanleiki getur orð-
ið í heilbrigðisþjónustunni með föstum
þjónustusamningum hins opinbera við
einkaaðila, sem reynir á þegar þjón-
ustuþarfir einstaklinga og hópa breyt-
ast á samningstímanum. Loks hefur
verið bent á skort á samhæfingu og
samfellu í heilbrigðisþjónustunni þegar
hún er rekin gegnum opinbera aðila auk
margra einkaaðila sem keppa hver við
annan. Við þær aðstæður getur orðið
erfitt fyrir sjúklinga að rata réttar leiðir
inn og gegnum kerfið, og aukin hætta á
að þarfir þeirra týnist í götóttu þjón-
ustukerfi.
Viðhorf almennings
Rannsóknir sýna að almenningur í fé-
lagslegum heilbrigðiskerfum er mun
líklegri til að styðja aukin opinber út-
gjöld til heilbrigðismála en almenningur
í öðrum heilbrigðiskerfum. Rannsóknir
í Skandinavíu benda til að almenningur
styðji almennt hið félagslega heilbrigð-
iskerfi sem þar hefur verið byggt upp.
Flestir vilja að það sé einkum hið op-
inbera sem bæði fjármagni og reki heil-
brigðisþjónustuna og er þetta sjón-
armið jafnvel enn ákveðnara þegar um
stærri rekstrareiningar (s.s spítala) er
að ræða. Í heild virðist sem lítill stuðn-
ingur sé í Skandinavíu við einkarekstur
í heilbrigðisþjónustunni.
Í landskönnun meðal Íslendinga á
aldrinum 18-75 ára sem fram fór haustið
2006, voru þátttakendur meðal annars
spurðir um viðhorf sín til reksturs og
fjármögnunar heilbrigðisþjónustunnar
(Morgunblaðið, 23. mars, 2007). Mikill
meirihluti svarenda taldi að það ætti
fyrst og fremst að vera verkefni hins op-
inbera að reka (starfrækja) spítala,
heilsugæslustöðvar, lýðheilsustarfsemi
og tannlækningar barna. Meirihluti
taldi einnig að hið opinbera ætti fyrst og
fremst að annast rekstur hjúkr-
unarheimila, heimahjúkrunar, og end-
urhæfingarstarfsemi. Aðeins lítill
minnihluti taldi að einkaaðilar ættu
fyrst og fremst að koma að einstökum
þáttum heilbrigðisþjónustunnar á Ís-
landi. Þegar spurt var um fjármögnun
heilbrigðisþjónustunnar vildi yfirgnæf-
andi meirihluti að hið opinbera legði
meira fé til heilbrigðisþjónustunnar, en
einungis 13% vildu að sjúklingar legðu
meira fé af mörkum. Í heild má segja að
þessar niðurstöður bendi til að almenn-
ingur vilji standa vörð um félagslegt
heilbrigðisþjónustukerfi á Íslandi. Og
það sem meira er, almenningur virðist
kalla eftir félagsvæðingu fremur en
einkavæðingu þjónustunnar í ýmsum
þáttum sem nú eru nær eingöngu í
einkarekstri.
Niðurlag
Íslenska heilbrigðiskerfið er á kross-
götum. Undanfarna áratugi hefur ríkt
almenn sátt um að í landinu sé rekið fé-
lagslegt heilbrigðiskerfi þar sem hið op-
inbera skipuleggi heilbrigðisþjón-
ustuna, greiði að mestu fyrir hana, og
starfræki helstu rekstrareiningar. Hins
vegar hefur einkafjármögnun aukist á
undanförnum árum í formi aukinnar
kostnaðarhlutdeildar sjúklinga. Þetta
má telja áhyggjuefni í ljósi rannsókna
sem leiða í ljós að samband er milli
kostnaðarbyrði sjúklinga og ákvörð-
unar þeirra um að fresta eða fella niður
heilbrigðisþjónustu sem talin er þörf
fyrir. Þá vekur athygli, að þó Ísland
teljist til félagslegra heilbrigðiskerfa er
umfang einkareksturs nú þegar meira
hér en almennt tíðkast í slíkum kerfum
og má þar nefna þjónustu tannlækna,
sjúkraþjálfara, sálfræðinga og sér-
fræðilækna utan spítala.
Ýmis vandi getur tengst einkavæð-
ingu heilbrigðisþjónustunnar. Vandinn
getur bæði varðað hærri heildarkostnað
þjónustukerfisins, tengsl einka-
framkvæmdar heilbrigðisþjónustu við
aukin sjúklingagjöld og lagskiptingu
heilbrigðisþjónustunnar, landfræðilega
samþjöppun einkarekinnar þjónustu,
ósveigjanleika í heilbrigðisþjónustunni
sem getur leitt af föstum þjónustusamn-
ingum hins opinbera við einkaaðila, og
skort á samhæfingu og samfellu í heil-
brigðisþjónustu sem rekin er gegnum
opinbera aðila auk margra einkaaðila
sem keppa hver við annan. Full ástæða
er til að staldra við áður en stigin eru
skref í átt til frekari einkavæðingar
heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi.
Aukin einkafjármögnun og aukinn
einkarekstur eru tvö form einkavæð-
ingar. Slík einkavæðing samræmist
ekki þeirri kjörmynd af félagslegri heil-
brigðisþjónustu sem getið var um að
framan. Krossgötur íslenska heilbrigð-
iskerfisins felast í því að annars vegar
stendur valið um að treysta eða efla hið
félagslega kerfi heilbrigðisþjónust-
unnar með óbreyttri eða aukinni hlut-
deild hins opinbera í fjármögnun og
starfrækslu þjónustunnar, og hins veg-
ar um að stefna í átt til aukinnar einka-
fjármögnunar (s.s. gegnum not-
endagjöld eða einkatryggingar) eða
aukins einkareksturs heilbrigðisþjón-
ustunnar. Íslenskur almenningur virð-
ist almennt styðja fyrri kostinn. Ekki er
þó sjálfgefið að stjórnvöldin í landinu
fylgi þeim sjónarmiðum eftir. Nægir að
nefna í því sambandi, að hags-
munahópar meðal atvinnurekenda og
heilbrigðisstarfsmanna, sem hallir eru
undir einkavæðingu heilbrigðisþjónust-
unnar, hafa beitt sér gagnvart stjórn-
málaflokkunum og stjórnkerfinu, og
sjónarmið einkaeignarhalds og einka-
rekstrar í heilbrigðisþjónustunni njóta
áberandi fylgis innan þess stjórn-
arflokks sem nú fer með heilbrigð-
ismálin. Þá stendur stjórnarsáttmáli
nýrrar ríkisstjórnar til þess að stigin
verði skref í átt til aukins einkareksturs
heilbrigðisþjónustu. Tíminn einn getur
leitt í ljós hve langt verður farið frá
kjörmynd félagslegs heilbrigðiskerfis á
Íslandi næstu misserin.
Íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum
Eftir Rúnar Vilhjálmsson »… almenningur virðistkalla eftir félagsvæð-
ingu fremur en einkavæð-
ingu þjónustunnar í ýms-
um þáttum sem nú eru
nær eingöngu í einka-
rekstri.
Rúnar Vilhjálmsson
Höfundur er prófessor í
heilsufélagsfræði við Háskóla Íslands.