Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 17
MENNING
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
MYNDIR á þili heitir nýútkomin
plata Bryndísar Höllu Gylfadóttur
sellóleikara og Steinunnar Birnu
Ragnarsdóttur píanóleikara. Tit-
ilverk útgáfunnar er eftir Jón Nor-
dal og er platan jafnframt tileinkuð
honum.
Auk fyrrnefnds verks leika þær
Bryndís og Steinunn sónötur fyrir
píanó og selló, nánar tiltekið Ar-
peggione eftir Schubert, Brahms-
sónötu í e-moll, Nocturne eftir
Chopin og loks Debussy-sónötu fyr-
ir selló og píanó. Blaðamaður náði
tali af Bryndísi Höllu og forvitn-
aðist um verkið.
Hvernig er íslenska verkið,
„Myndir á þili“ eftir Jón Nordal?
„Það er frábært verk í fjórum
köflum sem við höfum alltaf mjög
gaman af að spila. Verkið er mjög
myndrænt með mjög ólíkum en
sterkum stemningum, eins og stutt,
áhrifaríkt ljóð.“
Skiptir það máli að íslensk verk
heyrist í samhengi við erlend?
„Það skiptir miklu máli að flytja
íslenska tónlist með verkum er-
lendra höfunda. Ekki eingöngu
vegna þess að þau eru hluti af okk-
ar menningu og tónsköpun heldur
líka til að undirstrika gildi þeirra í
stærra samhengi,“ svarar Bryndís
Halla.
Bryndís hefur hlotið ýmsar við-
urkenningar fyrir sellóleik. Má þar
nefna Tónvakaverðlaun Rík-
isútvarpsins og Íslensku tónlist-
arverðlaunin, sem hún hefur hlotið
þrisvar sinnum. Steinunn Birna
hefur einnig hlotið viðurkenningar
fyrir leik sinn og lof gagnrýnenda.
Hljómplata þeirra Bryndísar Höllu,
Ljóð án orða, hlaut Íslensku tónlist-
arverðlaunin í flokki klassískra
hljómplatna 1998.
Smekkleysa sér um útgáfu og
dreifingu Mynda á þili.
Morgunblaðið/Sverrir
Á þili Bryndís Halla Gylfadóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
Tileink-
að Jóni
Nordal
HINIR árlegu jólatónleikar Gra-
duale Nobili fóru fram á föstudags-
kvöld. Að venju voru flutt verkin
„Dancing Day“ eftir John Rutter og
„A Ceremony of Carols“ eftir Ben-
jamin Britten. Hvort tveggja fyrir
samkynja raddir og hörpu og byggt á
enskum jólahymnum eða þjóðlögum,
sumum eldfornum. Afar heillandi
verk; ýmist hugljúf, dularfull, æsku-
spræk, angurvær eða ágeng.
Það þarf í rauninni ekki að hafa
mörg orð um flutninginn. Elísabet
Waage lék af yfirvegaðri snilld, og
hvað Graduale nobile kvennakór Jóns
Stefánssonar Langholtskantors varð-
ar eru allir lofrollulistar löngu tæmd-
ir. Eftir stendur aðeins sú fróma ósk
að álíka raddgæði, ögun og innlifun
verði einhvern tíma ungum körlum
nægilegt keppikefli til að rífa megi
blandaða kóra landsins upp úr ára-
tuga lægð.
Heillandi jólaforneskja
TÓNLIST
Langholtskirkja
Verk eftir Rutter og Britten. Graduale no-
bile og Elísabet Waage harpa. Stjórn-
andi: Jón Stefánsson. Laugardaginn 8.
desember kl. 22.
Kórtónleikar bbbbb
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Eggert
Við hörpuna Elísabet Waage lék af yfirvegaðri snilld.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
SÆNSKA plötuútgáfan Bis sendi í ár frá sér hljómdisk
með verkum tónskáldsins Hauks Tómassonar. Á diskn-
um eru tveir flautukonsertar og konsert fyrir tvo
kontrabassa, í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Haukur segir vissulega andstæður í því að hafa slík verk
saman á diski en menn eigi ekki endilega að hlusta á
diskinn frá upphafi til enda.
„Ég held það sé í rauninni betra að hlusta á hvert verk
fyrir sig, bara eitt á dag,“ segir Haukur. Þetta sé ákveðið
varðveisluform, diskurinn sé ekki hugsaður sem eitt
konsept. Honum hafi þótt það skemmtilegar andstæður
að hafa diskantinn og bassann saman.
Bis hefur áður gefið út verk Hauks, óperuna Fjórða
söng Guðrúnar (sem hann hlaut Tónlistarverðlaun Norð-
urlandaráðs fyrir árið 2004) og svo disk með fiðlukons-
ert og öðrum kammerhljómsveitarverkum. Haukur seg-
ist mjög ánægður með samstarfið við útgáfufyrirtækið.
„Þeir hafa góða dreifingu út um allan heim, gefa út
alls konar tónlist. Það var nú bara í einhverju bríaríi sem
ég og forsprakkar Caput-hópsins sendum forstjóranum
fax á sínum tíma, það er svo langt síðan að þetta var á
tímum faxins. Sendum honum upptöku og honum leist
svona vel á þetta,“ segir Haukur.
Er ekki óalgengt að tónskáld fái nýleg hljómsveit-
arverk gefin út?
„Jú, það er nú ekkert mjög algengt. Þetta er nátt-
úrlega meiriháttar framkvæmd,“ svarar Haukur, að
vonum ánægður með diskinn og fína gagnrýni í erlend-
um fjölmiðlum.
Best að hlusta á eitt verk á dag
Morgunblaðið/Kristinn
Tónskáld Haukur Tómasson gefur út disk í Svíþjóð.
HINIR árlegu aðventutónleikar
Skálholtskórs voru haldnir í tví-
gang sl. laugardag fyrir fullri
kirkju. Á efnisskrá leyndust m. a.
gullfallegar perlur sem áður voru
ókunnugar undirritaðri, m. a. „Ave
María“ eftir Sigurð Bragason og
„Finnast mun ljós“ eftir Ragnar
Kristin Kristjánsson. Að auki var
frumflutt árlegt jólalag kórsins, að
þessu sinni lagið „Rökkurstundir“
eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, heil-
steypt hátíðarverk sem vitnar í
þjóðlagaarfinn og stóð sennilega
hlustendum næst með kunnuglegu
tónmáli sínu.
Einsöngvarar voru Egill Árni
Pálsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir
sem heiðruðu gesti fyrst og fremst
með notalegri nærveru. Söngur
þeirra hljómaði þó allajafna best
með Skálholtskórnum sem söng af
miklu öryggi. Karladeild kórsins
var sérstaklega sannfærandi í
hljómarúmi kirkjunnar en hlýr
söngur tenórs og bassa var yfirleitt
í góðu jafnvægi við kvenraddir.
Þrátt fyrir sáran skort á söng-
textum í efnisskrá á meðan á tón-
leikum stóð var ekki hægt annað
en dást að því góða tónlistarstarfi
sem ríkir í Skálholtskirkju. Ljóst
er að Hilmar Örn á mikið lof skilið
fyrir það uppeldis- og hvatning-
arstarf sem hann vinnur þar að.
Ofursæt innkoma barna- og kamm-
erkórs yfir laufléttum djassund-
irleik við upphaf tónleika var loks
meira en nóg til að festa hátíð-
arskapið kirfilega í meðvitund und-
irritaðrar, en ég var örugglega ekki
ein um það. Morgunblaðið/Kristinn
Jólaleg Sigrún Hjálmtýsdóttir.
Ánægjuleg aðventustund
Alexandra Kjeld
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Skálholtskórinn og Barna- og kammerkór
Biskupstungna fluttu jólatónlist. Ein-
söngvarar: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill
Árni Pálsson og Henríetta Ósk Gunn-
arsdóttir. Stjórnandi: Hilmar Örn Agn-
arsson.
Laugardaginn 8. desember kl. 15.
Kórtónleikar bbbnn