Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FYRIRFRAM var talið að erfiðasta verk- efni loftslagsfundarins á Balí, sem nú er lok- ið, yrði að ná samkomulagi um framtíð al- þjóðasamvinnu í loftslagsmálum. Það er hvað við skuli taka eftir að skuldbinding- artímabil Kýótóbókunarinnar rennur út árið 2012. Niðurstaða náðist á ráðstefnu aðildarríkja Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á Balí í lok síðustu viku og var samþykkt að stefna að gerð nýs allsherjarsamkomulags fyrir árslok 2009 um hertar aðgerðir til langs tíma gegn loftslagsbreytingum. Þær taki mið af Kýótó-bókuninni. Í fréttatilkynningu frá umhverfisráðu- neytinu kemur fram að hið nýja samkomu- lag eigi bæði að taka til aðgerða til að draga úr losun og auka bindingu gróðurhúsaloft- tegunda og aðgerða til að aðlagast loftslags- breytingum. Talið er óhjákvæmilegt að veruleg hlýnun verði, eins þótt takist að draga verulega úr losun. Sérstaklega er fjallað um lykilaðgerðir til að ná þessum markmiðum á sviði tækni og fjármögnunar. „Auk samkomulagsins um framtíðarsam- vinnu voru gerðar ýmsar samþykktir á Balí um að efla framkvæmd Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og Kýótóbókunarinnar. Þar ber hæst samþykkt um sérstakan sjóð til að auðvelda þróunarríkjum að aðlagast loftslagsbreytingum og aðgerðir til efla þró- un og yfirfærslu loftslagsvænnar tækni. Einnig var stigið skref áleiðis til að hvetja til aðgerða til að draga úr skógareyðingu, sem talin er valda um fimmtungi af losun gróðurhúsalofttegunda. Miklar sviptingar voru í lok fundarins og mátti litlu muna að samkomulag næðist, þrátt fyrir að forseti Indónesíu, Yudhyono, og framkvæmdastjóri SÞ, Ban-Ki Moon, mættu á fundinn og hvettu fulltrúa til að ná samkomulagi á elleftu stundu. Eftir nætur- langa samningafundi var boðað til fundar um morguninn og samningstexti lagður fram, en þá kom í ljós að örlítið vantaði upp á orðalag svo að þróunarríkin teldu sig geta sæst á það. Bandaríkin lögðust fyrst gegn breytingartillögu þróunarríkjanna og leit þá út fyrir að grunnur samkomulags væri hruninn, en eftir tilfinningaríka umræðu og uppnám í fundarsal sneri fulltrúi Bandaríkj- anna við blaðinu og ljóst var að sátt næðist og „Balí-vegvísirinn“ var samþykktur með lófaklappi.“ Balí-vegvísir samþykktur á 11. stundu Reuters Á fundi Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, Michael Somare, forsætisráðherra Papúa Nýju Gíneu, Yvo de Boer, framkvæmdastj. UNFCCC, og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ. MIKILVÆG- ASTA niðurstaða loftslagsráðstefn- unnar á Balí er að allir eru nú með, að mati Helga Hjörvars, for- manns umhverf- isnefndar Alþing- is og fulltrúa Samfylking- arinnar. „Eins og íslensk stjórnvöld sögðu þá er Balí upphaf viðræðnanna en ekki endapunktur. Það að allar þjóð- irnar sameinist um að viðurkenna vandann, að hann sé af mannavöld- um og grípa þurfi til róttæks nið- urskurðar losunar gróðurhúsa- lofttegunda, er stærra skref en menn hefðu trúað fyrir örfáum ár- um að hægt væri að ná,“ sagði Helgi. Hann benti á að vissulega væri umfang niðurskurðarins ekki tölu- sett. Helgi taldi að það hefði verið óraunsætt að ætla að menn næðu fram tölum um niðurskurð í upphafi viðræðnanna. „Nákvæmar tölur og hvernig árangrinum skuli náð og hann deilast niður á þjóðirnar er það sem viðræðurnar hljóta að snúast um. Annars hefðu menn bara getað klárað þetta á Balí, en það stóð aldr- ei til,“ sagði Helgi. Það er áhyggjuefni að mati Helga hve Bandaríkjamenn hafa verið ein- angraðir í umræðunni um loftslags- málin, líkt og á sumum öðrum svið- um alþjóðamála á undanförnum árum. Hann sagði vaxandi þrýsting á Bandaríkjastjórn, ekki aðeins al- þjóðlega, heldur einnig innanlands, að breyta áherslum sínum. Ef til vill muni afstaða þeirra breytast frekar vegna breytinga í kjölfar forseta- kosninga á næsta ári en fyrir alþjóð- legan þrýsting. Balí var upphaf en ekki endir Helgi Hjörvar „Það er mjög mikilvægt að all- ar þjóðir heims eru komnar sam- an og ætla að feta þessa leið áfram saman, það finnst mér helstu tíðindin,“ sagði Kjartan Ólafsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og varafor- maður umhverfisnefndar Alþingis, þegar hann var inntur álits á nið- urstöðu loftslagsráðstefnunnar á Balí. Kjartan sagði Íslendinga vera í góðum málum með endurnýjanlega náttúruorku. „Ég tel að við eigum að halda áfram skynsamlegri nýt- ingu þeirra auðlinda, bæði fall- vatna og jarðgufunnar.“ Mikilvægt að þjóðirnar eru samstiga „ÉG tel að þetta hafi verið góður árangur, miðað við þá stöðu sem við erum í,“ sagði Árni Finns- son, formaður Náttúruvernd- arsamtaka Ís- lands, en hann sat loftslags- ráðstefnuna á Balí. Árni segir það hafa haft mikil áhrif að Banda- ríkjastjórn leggist alfarið gegn til- lögum um tölu- og tímasett mark- mið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Þess í stað varð að tala um „verulegan samdrátt“ og síðan er vísað í neðanmálsgrein í skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar. Þar kemur fram nauðsyn þess að iðn- ríkin dragi úr losun [miðað við árið 1990] um 25-40% fyrir árið 2020. Það er farið í kringum þetta eins og heitan graut en þannig er stað- an,“ sagði Árni. Hann sagði það hafa legið í loftinu á Balí að menn byggjust við breyttri afstöðu Bandaríkjastjórnar eftir forseta- kosningar þar í landi á næsta ári. Árni sagði mikilvægt að flest ríki heims, þar með talin Bandaríkin, Kína, Indland, Suður-Afríka, Evr- ópusambandið og Japan, væru að- ilar að samningaviðræðum um hvernig tekist skyldi á við lofts- lagsvandann og komist að nýju samkomulagi árið 2009 í Kaup- mannahöfn. „Þetta eru þröng tíma- mörk og hér eru miklir hagsmunir í húfi,“ sagði Árni. Það að Bandaríkjamenn skyldu hafa ákveðið að vera með í sam- komulaginu á Balí var stór áfangi, að mati Árna. „Síðasta daginn kom fram mjög rík samstaða allra ríkja, fyrst og fremst Evrópusambands- ins og þriðja heimsins – ég tel Ís- land og Noreg með ESB – um að það þyrfti að taka á málinu. Það var ekkert annað að gera fyrir Bandaríkin en fallast á að taka þátt. Það hefði ekki verið hægt fyr- ir þau að fara úr salnum án þess að vera með. Það er gríðarlegur þrýstingur á samningaviðræður og það er jákvætt þótt það hafi ekki náðst sá tæknilegi árangur sem við hefðum viljað sjá til að fá skýrari vegvísi.“ Árni taldi að aðildarþjóðir sam- komulagsins þyrftu að taka veru- lega á til að ljúka vinnu sem fyrir liggur á næstu tveimur árum en það yrði að takast. „Tíminn er ákaflega naumur,“ sagði Árni. Tíminn er naumur Árni Finnsson ÁRANGUR sem menn vonuðust eftir á loftslags- ráðstefnunni á Balí náðist ekki úr því ekki voru sett inn nein markmið varð- andi magn eða tíma, að mati Kolbrúnar Hall- dórsdóttur, full- trúa Vinstri grænna í umhverf- isnefnd Alþingis. Hún sagði að viðbrögð sín við niðurstöðunni væru blendin en vissulega væri ágætt að Bandaríkjamenn skyldu ekki ákveða að hverfa frá samn- ingaborðinu. Kolbrún taldi skelfilegt til þess að vita að ríkisstjórn Bandaríkj- anna skyldi geta haldið aðild- arþjóðum Sameinuðu þjóðanna í þeim heljargreipum sem raun bæri vitni. Hún sagði að Bandaríkin hefðu verið erfið allt frá 1992 þeg- ar loftslagssamningurinn var upp- haflega gerður. Þau hefðu verið enn erfiðari í Kýótó 1997 þegar þau ákváðu ásamt fleirum að vera ekki með. Nú væru allir sem máli skipti komnir inn á Kýótóbók- unina, úr því Ástralía væri komin líka. Í þriðja skiptið í þessu ferli héldi ríkisstjórn Bandríkjanna að- ildarþjóðum SÞ í heljargreipum og þvingaði í raun út af borðinu markmið sem aðrir hefðu komið sér saman um. „Ég er sannfærð um að banda- ríska þjóðin er annarrar skoðunar en bandaríska ríkisstjórnin og þessi niðurstaða endurspeglar ákveðinn innanríkisvanda hjá þeim. Ég held að almenningur sem er upplýstur í öllum þessum lönd- um viti að það er engin önnur leið en í gegnum svona samning eigi að ná einhverjum árangri og til þess þarf að setja tímasett og tölu- leg markmið,“ sagði Kolbrún. Árangur sem vonast var eftir náðist ekki Kolbrún Halldórsdóttir ÞAÐ sem máli skiptir í nið- urstöðu lofts- lagsráðstefn- unnar á Balí er að allir ætla að vera með í að semja um lofts- lagsmálin, að mati Kristins H. Gunnarssonar, áheyrnarfulltrúa Frjálslynda flokksins í umhverf- isnefnd Alþingis. „Það er auðvitað mikið eftir og það er alveg óvíst hvort allir verða með þegar samið verður. Það er líka óvíst að það verði yfirhöfuð eitthvað samið. Þetta er allt á byrj- unarreit,“ sagði Kristinn. „Var það ekki markmiðið með þessum fundi að fá öll lönd til að samþykkja að vera með í samkomulagsferli Það má segja að sá árangur hafi náðst. Það er ekki hægt að biðja um meira.“ Allir ætla að vera með Kristinn H. Gunnarsson Kjartan Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.