Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 43 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is DAN Í RAUN OG VERU S T E V E C A R E L L ALL YO U NEED I S LOVE ALHEIMSFERÐ Kauptu bíómiða í Háskólabíó á eeee - H.S. TOPP5.IS eee METNAÐARFULL SKRAUTSÝNING - A.S. MBL.IS eee ÁST ER EINA SEM ÞARF - R.V.E. FBL eee BÍTLALÖGIN FÆRÐ Í NÝJAN BÚNING - T.S.K. 24 STUNDIR Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó Alvin og íkornarnir kl. 6 - 8 Duggholufólkið kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Butterfly on a Wheel kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 14 ára Across the Universe kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára Rendition kl. 10 B.i. 16 ára Veðramót Síðustu sýningar kl. 5:40 B.i. 14 ára ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU! Sýnd kl. 4 með íslensku tal ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára eee - V.J.V., TOPP5.IS ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF! SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA OG JÓLAMYNDIN Í ÁR. Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tal ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ. HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU! Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10 -bara lúxus Sími 553 2075 FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG MADAGASCAR KEMUR JÓLAMYNDIN Í ÁR eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF SÝND Í REGNBOGANUM eee - H.J., MBL “Töfrandi” eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” SÝND Í REGNBOGANUM SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Stærsta kvikmyndahús landsins SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUNUM ÁÐUR en þessi leik- ur kom út var maður búinn að sjá myndir úr honum á netinu og í blöðum. Allt útlit virtist fáránlega vel gert, persónurnar flottar og leit út sem hér væri á ferð topp- leikur. En því miður er af- urðin sjálf frekar gallaður skotleikur sem hefði auðveld- lega verið hægt að laga. Sagan fjallar um Kane, fanga á dauðadeild sem er á leið til aftöku þegar honum er bjargað af sinni gömlu klíku. En það er ekki af um- hyggju sem klíkan er að þessu held- ur vilja þeir að hann nái til baka ein- hverju sem þeir segja að hann hafi stolið frá þeim, annars drepa þeir fjölskyldu hans. Til þess að sjá til þess að Kane standi við loforð sitt um að sækja þennan dularfulla hlut þá láta þeir hinn snargeðveika Lynch fylgjast með honum. Saman þurfa þeir að ferðast um nokkrar heimsálfur og fremja rán og drita niður herdeildir af lögreglumönnum, hermönnum og fleiri sem eru svo óheppnir að verða á vegi þeirra. Leikurinn er þriðju persónu skot- leikur þar sem þú stjórnar liðs- mönnum þínum með skipunum og getur sent þá hingað og þangað til þess að hjálpa þér að murka lífið úr andstæðingunum. Það hljómar hel- víti vel – ef það bara virkaði. Gervi- greindin í leiknum er ekki sú skarp- asta og liðsmenn þínir eiga það til að drepast ef þeim er ekki gefin skipun – og ef þeir deyja er leik- urinn búinn. Þá á maður að geta notað hluti og staði í umhverfinu sem skjól fyrir skothríð, en af ein- hverri ástæðu hafa framleiðendur ákveðið að notast ekki við neinn takka til þess að koma manni í skjól, heldur verður maður að staðsetja persónuna á sérstakan hátt uppi við vegg og vonast til þess að hún komi sér í stellingar. Einnig er óþarflega erfitt að hitta andstæðinginn og mun auðveldara að nota miðið, en það þýðir að maður þarf að stoppa og skjóta, sem gerir mann að auð- veldu skotmarki. Þetta verður þreytandi til lengdar og það er leið- inlegt að sjá svona flotta hugmynd og vel útlítandi leik fara í súginn. Grafík er stórgóð og öll útlits- hönnun er vel úr garði gerð. Leik- lestur er einnig vel heppnaður, kannski óþarflega mikið blótað en samt enginn ofleikur á ferð. Niðurstaðan er því mikil von- brigði því maður var farinn að trúa því að svona flottur leikur gæti bara ekki verið gallaður. Tveir á toppnum TÖLVULEIKIR PS3 Io Interactive Kane & Lynch: Dead Men  Vonbrigði Flott grafík en slappur leikur. Ómar Örn Hauksson HÉR er á ferðinni hljómsveit sam- kvæmt opinberu vefsetri, en í fyrra- sumar læddist kynningarskífan People Forget You út og þá voru einnig gerð þrjú myndbönd sem öll er hægt að nálgast á youtube.com. Steini átti þá lag í kvikmyndinni Astrópíu, fleiri myndbönd hafa verið gerð og allt að gerast hjá þessu dularfulla bandi. Myndböndin eru hæfilega víruð, eins og þau komi úr einhverjum handanheimi, og sam- kvæmt nefndri vefsíðu er þessi sjö laga plata hugmyndafræðilegt verk í anda helvíti Dantes. Tónlistin sem slík stendur þó illa undir öllum þessum háleitu hug- myndum. Einfalt kassagítarpopp sem rennur of tilþrifalaust framhjá manni. Sum lögin virðast eiginlega hálfköruð, eins og vinnan við þau sé bara hálfnuð, og eiga það til að enda snögglega, nánast eins og endann vanti. Hljómur er þó þekkilegur og söngrödd ágæt, minnir dálítið á Morrissey á köflum. En kannski er þetta allt saman úthugsað og þessi lágstemmda, tilþrifalitla tónlist hluti af stærri heildarhugmynd? Og kannski ekki. Í spjalli við Morg- unblaðið lýsti forsprakkinn því að miklar pælingar lægju á bak við Steina, og hef ég enga ástæðu til að ætla annað. Sá er skrifar hreifst all- tént ekki af í þetta skiptið en hann er meira en til í að leggja við hlustir aft- ur, þegar næsta verkefni verður á borð borið. Hálfkarað Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST Geisladiskur Steini – Behold  BAT Out of Hellvar er fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Hellvar sem er skipuð þeim Elvari Geir Sævars- syni, Ragnheiði Eiríksdóttur, Alex- öndru Sigurðardóttur og Sverri Ás- mundssyni. Þetta er einnig fyrsta breiðskífan sem hin nýstofnaða norðlenska plötuútgáfa Kimi Rec- ords gefur út, en það verður spenn- andi að fylgjast með gangi mála hjá Kima á næstunni enda margt í píp- unum. Ragnheiður Eiríksdóttir er engin önnur en Heiða úr Unun, sú mæta söngkona sem ávallt hefur verið Dr. Gunna til halds og trausts. Heiða er ekki allra þegar kemur að sönglist- inni og ég verð að viðurkenna að ég er í hópi þeirra sem hafa alltaf átt ör- lítið erfitt með að meta hana að fullu. Hins vegar er það nú raunin að í stafni með Hellvar rokkar hún feitt og er svo sannarlega á heimavelli – allur flutningur hennar passar eins og flís við rass, virkilega glæsilegt. Bat Out of Hellvar er búin að vera lengi á leiðinni en biðin var þess virði og hún kemur á óvart. Hellvar er uppá- tækjasöm hljómsveit sem lætur hjartað ráða ferðinni og því er gleðin sönn. Hér er þó alls ekki um að ræða plötu fyrir alla – markmiðin eru skýr, það er rokk og ról á boðstólum með nettri nýbylgjugreddu bræddri saman við vel smurðan trommuheil- ann. Þetta sánd sem Helvar hefur tileinkað sér er ansi heillandi og fyll- ir hjartað af fortíðarþrá því lögin kallast á við níunda áratuginn og jafnvel þann áttunda án þess þó að hljóma gamaldags – þetta er bara gaman og nokkuð frumlegt. Sykur- molarnir koma upp í hugann (í laginu „Give Me Gold“) en einnig Kolrassa krókríðandi, Curver og að sjálfsögðu Dr. Gunni, en hann hefur verið ókrýndur meistari trommuheilans um árabil. Einnig má greina áhrif drungarokks í anda The Cure og jafnvel ofsa The Birthday Party. Flosi Þorgeirsson, fyrrverandi gítar- leikari Ham, á feiknagóða innkomu en hann leikur á bassa í þremur lög- um; „Electric Toy“, „Speedmental“ og „Ice Cream Drum Machine“. Annars á Sverrir heiðurinn af öðrum bassaleik á plötunni, Alexandra leik- ur á gítar en Heiða og Elvar sjá um annan hljóðfæraleik – allt frísklegt, taktfast og töff. Hellvar er mætt og hefur stimplað sig inn með glæsi- brag – Bat Out of Hellvar er hörku rokkplata og hana nú! TÓNLIST Geisladiskur Hellvar – Bat Out of Hellvar  Jóhann Ágúst Jóhannsson Sönn gleði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.