Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 22
heilsa 22 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Fyrir börn hefur kertaljós sérstakt aðdráttarafl. Brýnið fyrir börnunum að fara ætíð varlega með eld og gætið þess að börn leiki sér ekki án umsjónar nálægt logandi kertum. Munið að slökkva á kertunum i Ef fólk yfir sextugt er í góðulíkamlegu formi skiptirminna máli að maginn séekki lengur sléttur og felldur. Þannig lifa þeir, sem eru með hjarta- og æðakerfi í góðu lagi, lengur en kyrrsetufólk, óháð líkams- fitu þeirra. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem forskning.no grein- ir frá. Of mikil líkamsþyngd og -fita eykur hættu á fjölda sjúkdóma hjá ungum sem öldnum. Hins vegar þurfa nokkur aukakíló hér og þar ekki að vera mikið áhyggjuefni þeg- ar menn eru að nálgast efri ár. Vísindamennirnir á bak við rann- sóknina starfa við Háskólann í Suð- ur-Karólínu og könnuðu samhengið milli ástands hjarta- og æðakerfis, mismunandi líkamsfitu og dauðsfalla hjá konum og körlum. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að fólk sem var yfir sextugt og var feitt en í formi átti síður á hættu að fá sjúkdóma sem gætu leitt það til dauða, en þeir sem voru grannir en í engri þjálfun. Þannig telja þeir hægt að draga úr andlátstíðni eldri borgara – líka þeirra sem eru feitir – með því að ýta undir hreyfingu hjá þeim. Og það þarf ekki mikið til. Til dæmis dugar hálftíma röskur göngutúr flesta daga vikunnar til að koma í veg fyrir afleitt form hjá stærstum hluta eldra fólks. Þeir sem voru í besta líkamlega forminu voru almennt ólíklegir til að búa yfir áhættuþáttum fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, s.s. að hafa syk- ursýki, háþrýsting eða of hátt kól- esteról. Rannsóknin tók til 2.603 ein- staklinga 60 ára og eldri sem voru undir reglulegu heilbrigðiseftirliti á árunum 1979-2001. Meðalaldurinn var 64,4 ár og hlutfall kvenna 19,8 prósent. Líkamsform þeirra var metið með þrekprófum og líkams- fitan út frá líkamsþyngdarstuðlinum BMI, mittismáli og fituprósentu. Í form eftir sextugt Morgunblaðið/GolliHreyfing Golf er aldeilis frábær aðferð til að halda sér í formi. að gefa þeim heilan helling. En börnin verða bara stressuð,“ hafði danska dagblaðið Politiken eftir sálfræð- ingnum. Hansen telur að börnum sé ekki hollt að fá fleiri gjafir en sjö í einu. x x x Þótt það sé gamanað gleðja börnin um jólin er ekki síður mikilvægt að kenna þeim að gleðja aðra í anda jólahátíðarinnar. Til að mynda er hægt að hvetja börnin til að nota hluta af peningunum sínum til að styrkja hjálpar- eða líknarstofnanir eða til að gerast sjálfboðaliðar. Þegar börn spyrja foreldra sína eða aðra nákomna ættingja hvað þau geti gefið þeim gætu þeir til dæmis beðið um eitthvert góðverk fyrir aðra sem jólagjöf í staðinn fyr- ir einhvern fánýtan hlut. Jólagjöfin til afa gæti til að mynda falist í því að gera eitthvað fallegt fyrir gamla konu í næsta húsi. Víkverja líst líka vel á þá hug- mynd að styrkja hjálparstofnanir í nafni barna í stað þess að gefa þeim hefðbundna jólagjöf. Til að mynda er hægt að skrá börnin sem heims- foreldri hjá UNICEF eða styrkt- arforeldri, barnaþorpsvin eða barnavin hjá SOS-barnaþorpum. Börnin fá þá reglulega upplýs- ingar um hvernig peningarnir eru nýttir og læra að þótt framlag þeirra sé ekki risastórt geti það skipt sköpum fyrir fátæk börn í löndum þar sem fæstir þurfa að hafa áhyggjur af því að börnin fái of margar jólagjafir. Dekur er eitt af vin-sælustu orðunum sem heyrast í auglýs- ingum þessa dagana og það er mjög freist- andi að dekra við blessuð börnin um jól- in með því m.a. að sjá til þess að þau fái stór- an haug af jólagjöfum. Danski barnasálfræð- ingurinn Margrethe Brun Hansen telur hins vegar að það sé í flestum tilvikum bjarnargreiði við börn- in að gefa þeim of margar gjafir í einu. „Við trúum því sjálf að það gleðji börnin að fá margar gjafir. Og núna þegar við erum flest rík – en líka önnum kafin – viljum við bæta börnunum það upp að við höfum ekki tíma fyrir þau með því     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.