Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 21
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Tíminn líður hratt á gervi-hnattaöld og þá sér-staklega á aðventunni.Það er kannski ekki að undra að Jón og Gunna hamist í verslunum eins og þau eigi lífið að leysa síðustu vikurnar fyrir jól því einhvernveginn tekst þessum jólum alltaf að bruna upp að hliðina á þeim á leifturhraða án þess að nokkur fái rönd við reist. Fyrr en varir eru þau stödd í verslun á Þor- láksmessu og finna hvernig hjartað hamast á meðan þau leita logandi ljósi að síðustu jólagjöfunum eða rétta kjötinu í jólasteikina. Ef fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þeir sem bíða með ákveðin innkaup fram á síðustu stundu geta hugsanlega hagnast á því. Útsölurnar eftir jól eru löngu þekkt staðreynd og þeir allra hag- sýnustu hafa gjarnan notað þetta tækifæri, til dæmis til að gera kostakaup á jólaskrauti sem er svo spánnýtt þegar það er tekið upp úr kössunum ellefu mánuðum síðar. Þegar orðið ódýrara Síðustu ár hefur hins vegar brugðið svo við að kaupmenn hafa ekki beðið eftir því að jólin gangi um garð áður en þeir setja jóla- skrautið á útsölur. Þetta þekkir Kristín Einarsdóttir, fulltrúi hjá Neytendasamtökunum, sem segir verð á jólavörum lækka nokkru fyr- ir jól, og það töluvert. „Ég sé til dæmis núna á bækl- ingum að jólavörurnar eru þegar farnar að lækka í verði. Kaupmenn- irnir vilja auðvitað losna við þær fyrir jólin því það er vont að sitja uppi með þær eftir hátíðirnar.“ Þeir sem eru ekki uppteknir af því að hafa heimili sitt í fullum skrúða alla aðventuna geta því hugsanlega sparað dágóðan skilding á því að kaupa og setja skrautið upp síðustu dagana fyrir jól, eða hvað? „Jú, örugglega, en ef þú vilt vera viss um að fá nákvæmlega það sem þig langar í borgar sig að kaupa það snemma,“ heldur Kristín áfram. „Ef þú ert hins vegar meira upptekinn af því að fá vöruna á góðu verði getur hentað þér að bíða.“ Bækur lækka En hvað þá um aðra hluti, eins og jólagjafirnar? Er til dæmis hægt að kaupa rafmagnstæki á útsölum fyrir jól? „Ég hef ekki orðið vör við það,“ segir Kristín. „Bækur lækka hins vegar alltaf. Þær eru dýrastar fyrst og verða svo alltaf ódýrari eftir því sem nær dregur jólum.“ Þeir sem hafa hugsað sér að gefa harða bókapakka þessi jólin að ís- lenskum sið gætu því þénað nokkr- ar krónur á því að bíða með kaupin á þeim. Þá getur borgað sig að hafa þol- inmæði varðandi kaup á jólamatn- um ef marka má Kristínu. „Ég hef orðið vör við það undanfarin ár að ákveðin matvara lækkar þegar nær dregur jólum. Þegar kaupmenn- irnir átta sig á því að þeir eiga fullt af hamborgarhrygg viku fyrir jól lækka þeir gjarnan verðið.“ Hún segir því jafnvel hægt að spara með því að gera innkaupin á síðustu stundu, a.m.k. í einstaka vöruflokkum. Almennu línurnar séu hins vegar þær að vörur séu seldar fullu verði alveg fram að jólum. Svo vilji maður gera jólainnkaupin í heild sinni á útsöluverði verður sennilega að bíða með þau fram í janúar. Jólainnkaup á útsölu Morgunblaðið/Sverrir Bókajól Það getur borgað sig að bíða með kaupin á hörðu pökkunum fram að síðustu stundu því reynslan hefur sýnt að bækurnar eiga til að lækka meira í verði eftir því sem nær dregur jólum. Morgunblaðið/Jóra Jólavörur Sé ætlunin ekki að skreyta jólatréð fyrr en á Þorláksmessu er góð hugmynd að hinkra með kaup á skrautinu. fjármál fjölskyldunnar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 21 Gleðileg jól Glæsilegar jólagjafir M b l 9 48 71 2 Undirföt • náttföt • náttkjólar • sloppar Frábært úrval (í sama húsi og Bílaapótek og NC Næs Connection) Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355 Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Ný ver slun Opið kl. 10-21 alla daga til jóla! Opið kl. 11-18 mánudag-laugardags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.