Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 16
Uppseld upplög Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „UPPLAGIÐ af bókinni er búið, þriðja prentun á leiðinni.“ Svona fréttir dynja á lesendum fyrir jól en hvað þýða þær nákvæmlega? Hversu stór upplög eru þetta og hve- nær er bók uppseld? Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu og Guð- rún Vilmundardóttir hjá Bjarti- Veröld urðu fyrir svörum um upp- lög, samprent og uppseldar bækur. Íslandsmet Harðskafa Afar misjafnt er hvað hvert upp- lag er stórt en minnstu upplög þeirra bóka sem hafa verið endurprentaðar eru um 2.000 eintök. Stærsta upp- lagið var hins vegar fyrir Harðskafa Arnalds Indriðasonar, en þar var fyrsta upplag 22 þúsund. „Upplagið af Harðskafa er búið, við erum kom- in á fjórðu prentun. Þessar prent- anir sem eru komnar eða eru á leið- inni slaga upp í 30 þúsund,“ segir Jóhann Páll hjá Forlaginu. „Hún mun slá Íslandsmet, það liggur alveg fyrir.“ Eins og talnaglöggir lesendur sjá þá eru seinni prentanir bókarinnar þó mun minni. Það er þó alls ekki al- gild regla. „Það er allur gangur á þessu. Tökum sem dæmi Sagan um Bíbí Ólafsdóttur – hún hefur verið prentuð fjórum sinnum í 3.000 ein- tökum – og þar með samtals í 12 þús- und eintökum. Þúsund bjartar sólir var prentuð í 5.000, en við erum að endurprenta hana í 3.000 – þetta er svona á þessu róli,“ segir Jóhann Páll áður en ég spyr hann hvaða lög- mál ráði þessum tölum. „Það er nátt- úrlega salan úti í búðum – við fáum upplýsingar í verslunum um hvernig einstakar bækur okkar hreyfast. Það er varasamara fyrir okkur að fylgjast með því sem við afgreiðum út af lager frá okkur, vegna þess að auðvitað liggur alltaf eitthvað óselt í búðum. Svo berum við saman söluna milli daga og vikna og sjáum hver þróunin er. Sumar bækur eru áber- andi að sækja í sig veðrið – umfram það sem eðlilegt er þegar nær dreg- ur jólum – það er eins og ákveðnar bækur taki á mikinn sprett þegar á líður. Bíbí er mjög gott dæmi um þetta, hún seldist vel frá upphafi en svo hefur hún farið á stökk.“ Sem þýðir líkast til að ekki verður nóg af henni fyrir alla. „Við reynum að meta þetta og stillum öllum endur- prentunum ævinlega í hóf, því al- gengustu og hættulegustu mistök sem útgefandi gerir er að endur- prenta að óþörfu eða prenta óþarf- lega stórt upplag. Þetta er sú gildra sem útgefendur um allan heim falla í; eitthvað er í fljúgandi gangi og menn ofmeta möguleikana í áfram- haldinu. En reynslan hefur kennt okkur að fara ákaflega varlega og stilla endurprentunum í hóf,“ segir Jóhann Páll og segir áhættuna venjulega mun meiri á því að prenta of mikið. „Auðvitað geta verið á því undantekningar, en þumalputt- areglan er tvímælalaust sú að útgef- andinn tapar ef hann prentar of mik- ið. Þess vegna höfum við á undanförnum árum farið mjög gæti- lega og prentað frekar minna en meira.“ Kínverskir drekar og sjóræningjar Um endurprentanir segir Guðrún hjá Bjarti-Veröld: „Maður vill auð- vitað að varan sé til fyrir fólk, maður reynir að reikna það þannig að mað- ur vill selja upp sem mest, en það er betra að eiga pínulítinn afgang held- ur en að einhver þurfi sár frá að hverfa. Í fyrra var til dæmis drama í mörgum fjölskyldum með drekabók- ina, það var mjög leiðinlegt að eiga hana ekki til,“ en Drekafræðin mun líklega seljast upp í ár líka, þó ekki nærri því jafn snemma og í fyrra. „Það er ljóst að Drekafræðin og Sjó- ræningjafræðin munu seljast upp, Drekafræðin er farin og Sjóræn- ingjafræðin er að seljast upp. Þetta er prentað í Kína þannig að við pönt- um ekki meira.“ Það var í október í fyrra sem Drekafræðin seldist upp eins og frægt er orðið og kom ekki aftur. En það voru sérstakar ástæð- ur fyrir því. „Þetta er samprent, þannig geta þessar miklu bækur ver- ið á þessu góða verði – það er prent- að fyrir mörg lönd í einu og textinn svo settur á síðast.“ Þetta þýðir að ekki er hægt að prenta sérstaklega bara fyrir Ísland og við þetta bætist langur flutningstími frá Kína. Flöskuháls í prentsmiðjum Ennþá eru nokkrir dagar til jóla en samt þegar ljóst að eitthvað mun seljast upp og ekki koma aftur. Tek- ur þetta svona langan tíma? „Já, það er kominn mikill flöskuháls í prent- smiðjunum og við erum komnir í mikil vandræði með að ná endur- prentunum. Ég er til dæmis viss um að þessi 12 þúsund eintök af Bíbí duga ekki en það er bara ekki hægt að prenta meir, prentsmiðjan – Oddi – kemst bara ekki yfir meira,“ segir Jóhann Páll og segir þetta óvenju slæmt ástand. „Þetta er mjög mis- munandi milli ára. Stundum hefur maður getað verið að panta endur- prentanir fjórum dögum fyrir jól jafnvel, en það eru svo margir minni útgefendur sem voru ofboðslega seint með sínar frumprentanir og þetta hefur síðan valdið mjög mikl- um erfiðleikum uppi í Odda varðandi endurprentanir, þannig að endur- prentanaástandið er mjög erfitt núna.“ Mikið af bókum er vissulega prentað erlendis en endurprent- anirnar segir Jóhann Páll hins vegar nær alfarið vera prentaðar í Odda, þótt fyrsta upplag hafi hugsanlega verið prentað ytra. Það getur líka verið hættulegt að prenta ytra eins og Guðrún tjáir mér, en skipið með aðra prentun Himnaríkis og helvítis hafði enn ekki komist að landi sökum veðurs þegar ég ræddi við hana. Ról- ið hjá þeim virðist vera svipað, Aska og ævisaga Guðna voru tvisvar prentaðar í 5.000 eintökum og loks 2.000 og síðasta bókin um Harry Potter í 15 þúsund eintökum. En eru tölur um aukaupplag sölut- rix? „Nei. Það er algjörlega ófrávíkj- anleg regla hjá okkur að við auglýs- um ekki að bækur séu í endurprentun ef þær eru ekki í end- urprentun. Öll svona ósannindi koma beint í bakið á manni. Ég man að í gamla daga komust svona sögur á kreik – að það væri ekki allt satt sem auglýst væri, en ég hef ekki ástæðu til að ætla að það sé nokkur útgef- andi að segja ósatt um þetta í dag,“ segir Jóhann Páll. Hvað þýða fréttir um endurprentanir og fjölda upplaga bóka? Morgunblaðið/G.Rúnar Gluggað í bók Þótt ösin sé oft mikil í jólavertíðinni gefur þessi herramaður sér góðan tíma í að skoða. 4 upplag Sagan um Bíbí mun líklega seljast upp fyrir jól. Í HNOTSKURN »Bækur stóru forlaganna semhefur þurft að prenta aftur: Gælur, fælur og þvælur, Sagan um Bíbí Ólafsdóttur, Bert og kalda stríðið, Óreiða á striga, Þúsund bjartar sólir, Í öðru landi, Breiðavíkurdrengur, Eng- inn má sjá mig gráta – saga Ar- ons Pálma, Snert hörpu mína: Ævisaga Davíðs Stefánssonar, Englar dauðans, ÞÞ: Í fátækra- landinu, Minnisbók Sigurðar Pálssonar, Harðskafi, Rimlar hugans, Aska, Guðni - af lífi og sál, Söngur steinasafnarans, Blótgælur og Himnaríki og hel- víti. 16 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING UPPLESTUR verður í kvöld á Súfistanum, Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 118. Útvarpsmaðurinn Hjálmar Sveinsson les upp úr ævisögu sinni um Elías Mar heitinn, Nýr penni í nýju lýðveldi, sem Omdúrman gefur út. Þá les Halldóra Kristín Thoroddsen úr bók sinni Aukaverkanir, en hún er gefin út af Ormstungu. Loks er það Ágúst Borgþór Sverrisson sem les upp úr skáldsögunni Hlið- arspor sem kemur út hjá Skruddu, en áður hefur Ágúst Borgþór aðallega skrifað smásögur. Upplesturinn hefst kl. 20. Bókmenntir Þrír höfundar á Súfistanum Hjálmar Sveinsson HÁTÍÐARSTEMNING mun ríkja á Kjarvalsstöðum þegar Tríó Reykjavíkur heldur sína þriðju tónleika í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur. Tríóið skipa þau Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Á efnisskrá eru nokkrar perlur tónbók- menntanna: Sónata fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Haydn, Slá þú hjartans hörpu strengi eftir Bach, Ave María eftir Bach-Gounod og Veturinn eftir Vivaldi. Þá mun tríóið einnig spila nokkur jólalög í lokin. Tón- leikarnir hefjast kl. 12.15 í dag, mánudag. Tónlist Tríó Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari. KÓR Menntaskólans í Reykja- vík heldur jólatónleika í Sel- tjarnarneskirkju í kvöld kl. 20. Á sama tíma verður haldið Vinakvöld á aðventu á vegum kórs Flensborgarskólans í Hafnarfirði og fara þeir tón- leikar fram kl. 20 í Hamarsal Flensborgarskólans. Þeir tón- leikar verða endurteknir á þriðjudagskvöld kl. 20.30, en þegar er uppselt á þá tónleika. Stjórnandi tónleikanna hjá Flensborg er Hrafn- hildur Blomsterberg en hjá kór MR er það Guð- laugur Viktorsson sem stjórnar og fjöldi einsöngv- ara og einleikara kemur fram á báðum stöðum. Tónlist Jólatónleikar framhaldsskóla Menntaskólinn í Reykjavík. FRANSKI þýðandinn Régis Boyer mun þýða Ástarljóð af landi, ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur, á frönsku. Bókin er nýkomin út á ís- lensku og eru því Frakkar snöggir til, en Steinunn býr einmitt í ná- grenni við Mont- pellier og hefur lengi verið vinsæl í Frakklandi. Bo- yer þessi er pró- fessor við Sor- bonne og að auki enn þekktasti og afkastamesti þýðandi franskur úr Norðurlandamálum og segir Stein- unn afköst hans með hreinum ólík- indum. „Maður mundi halda að hann væri fimm manns, minnst.“ Boyer hefur þýtt mörg helstu skáld á Norð- urlöndum, meðal annarra Ibsen og Strindberg, og vinnur nú að þýð- ingum á Kierkegaard. Úr íslensku hefur hann þýtt Íslendingasögur, ým- is verk eftir Halldór Laxness og verk samtímahöfunda á borð við Thor Vil- hjálmsson, auk þess sem hann þýddi Tímaþjófinn eftir Steinunni sjálfa, það verk hennar sem nýtur hvað mestrar hylli Frakka. Þá hefur hann nýlokið við að þýða Þorpið eftir Jón úr Vör og sú bók kemur út í París inn- an tíðar. Eins er von á Sólskinshesti Steinunnar í þýðingu Catherine Eyj- ólfsson, sem meðal annars hefur þýtt verk Guðbergs Bergssonar á frönsku. Ástarljóð af landi verða einnig þýdd á dönsku og er það Mette Fanö sem þýðir, en þetta er fimmta bók Steinunnar sem hún þýðir. Ljósmynd/Lena Roth Í Frans Steinunn Sigurðardóttir gerir það gott í Frakklandi. Ástarljóð til Frakk- lands Ný ljóðabók Stein- unnar Sigurðardóttir gerir víðreist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.