Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 15 ERLENT PORTÚGALAR í jólasveinabúningum reyna að komast í heimsmetabók Guinness með því að efna til fjölmenn- ustu jólasveinagöngu heims. Skipuleggjendur göng- unnar áætla að um 16.000 manns hafi tekið þátt í henni. AP Fjölmennasta jólasveinagangan? UM 90 sendi- nefndir koma saman í París í dag á ráðstefnu ríkja og stofnana sem vilja veita Palestínumönn- um efnahags- aðstoð til að gera þeim kleift að stofna lífvænlegt ríki. Er þetta stærsta ráðstefna um efnahagsaðstoð við Palestínumenn frá 1996. Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínumanna, hyggst óska eftir aðstoð að andvirði tæpra 350 milljarða króna á árunum 2008 til 2010. Bandaríkjastjórn hyggst veita um þriðjung þeirrar aðstoðar sem ráð- gert er að Palestínumenn fái á næsta ári. Þingað um aðstoð Mahmoud Abbas SPÁNVERJAR hafa ekki áttað sig á gengi evrunnar og þeim hættir því til að greiða of mikið þjórfé, að sögn efnahagsmálaráðherra Spán- ar. Hann segir þetta skýra það að hluta hvers vegna mörgum Spán- verjum finnist að verðlagið hafi hækkað við upptöku evrunnar. Örlátir á þjórfé FRANSKA fréttamanninum Gwenlaouen Le Gouil hefur verið rænt í Sómalíu og hafa ræningjar hans krafist 70.000 Bandaríkjadoll- ara í lausnargjald fyrir hann. Hermt er að þrír vopnaðir menn hafi rænt honum. Fréttamanni rænt MIKLAR vetrarhörkur eru í mið- og norðausturríkjum Bandaríkj- anna. Rúmlega 100.000 manns eru án rafmagns í Pennsylvaníu og yfir 200 flugferðum um O’Hare-alþjóða- flugvöllinn í Chicago hefur verið af- lýst vegna óveðurs. Tvö banaslys eru rakin til hálku á vegum en fyrir viku létu 38 lífið í frosthörkum í miðvesturhluta Bandaríkjanna. AP Harður vetur Íbúi bæjar í Maine- ríki burstar snjó af bíl sínum. Hörkur vestra Raipur. AFP. | Nær 300 föngum úr röðum stuðningsmanna uppreisnar- liðs maóista tókst að strjúka úr fangelsi á austanverðu Indlandi í gær. Hermt er að fangarnir hafi yfir- bugað sex verði sem gættu þeirra í matsal fangelsisins og náð af þeim byssum. Fangarnir hófu skothríð á flóttanum og særðu tvo verði og einn fanga. Yfirvöld sögðu að alls hefðu 377 fangar verið í fangelsinu, allir úr röðum stuðningsmanna maóista. Talsmaður lögreglunnar sagði að verðir fangelsisins væru alltof fálið- aðir, þyrftu að vera a.m.k. 120 en væru aðeins um 40. Uppreisn maóistanna hófst í tengslum við bændauppreisn á aust- anverðu Indlandi árið 1967 og hefur breiðst út um stór svæði í mið-, aust- ur- og suðurhluta landsins. Hún hef- ur náð til um helmings 29 sam- bandsríkja Indlands. Manmohan Singh, forsætisráð- herra Indlands, hefur lýst uppreisn maóistanna sem mestu innlendu ógninni við öryggi landsins. Maóistarnir segjast berjast fyrir réttindum landlausra smábænda. Nær 300 fangar struku Polokwane. AP. | Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, hvatti til einingar í stjórnarflokki landsins, Afríska þjóðarráðinu (ANC), á fimm daga flokksþingi sem hófst í gær. Líklegt þótti að Mbeki biði ósigur fyrir keppinaut sínum, Jacob Zuma, fyrr- verandi varaforseta, í leiðtogakjöri flokksins sem hefst í dag. Fari Zuma með sigur af hólmi á flokksþinginu er líklegt að hann verði næsti forseti Suður-Afríku. Zuma er mjög umdeildur og á yfir höfði sér ákæru fyrir spillingu. Mbeki vék Zuma úr embætti árið 2005 eftir að fjármálaráðgjafi vara- forsetans fyrrverandi var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir spillingu. Zuma var sakaður um samsekt, sagður hafa þegið mútur frá suður- afrískum dótturfyrirtækjum franska vopnafyrirtækisins Thales, reynt að koma í veg fyrir rannsókn á meintum lögbrotum þeirra og leggja stein í götu réttvísinnar. Zuma neitaði sak- argiftunum og sakaði andstæðinga sína í ANC um að hafa staðið fyrir ákærunni. Áður hafði Zuma verið sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað konu sem greinst hafði með HIV-veiruna. Fyrir réttinum kvaðst hann hafa haft mök við konuna með samþykki hennar og síðan farið í sturtu í þeirri trú að það hindraði alnæmissmit. Zuma reynir að fella Mbeki AP Keppinautar Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku (t.v.), og Jacob Zuma, fyrrverandi varaforseti landsins, á flokksþingi Afríska þjóðarráðsins. Sulaimaniyah. AFP. | Tyrkneskar her- flugvélar gerðu sprengjuárásir á norðurhluta Íraks í fyrrinótt og fregnir hermdu að þær hefðu orðið að minnsta kosti einni konu að bana, auk þess sem byggingar og brýr hefðu eyðilagst og fólk hefði þurft að flýja heimili sín. Æðsti hershöfðingi Tyrkja, Yasar Buyukanit, sagði í gærkvöldi að stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu heimilað loftárásirnar, leyft Tyrkj- um að rjúfa lofthelgi Íraks og veitt þeim upplýsingar um skotmörk. Tyrkneski herinn sagði að ráðist hefði verið á svæði, þar sem vitað væri að kúrdískir skæruliðar væru með bækistöðvar, og árásirnar hefðu staðið í tæpar þrjár klukkustundir. Stórskotaliðssveitir skutu sprengj- um á svæðið eftir að árásum flugvél- anna lauk. Stjórn sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Norður-Írak mótmælti árásunum. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað uppreisnarhreyfinguna Verka- mannaflokk Kúrdistans um að hafa gert mannskæðar árásir á Tyrkland frá bækistöðvunum í Norður-Írak. Tyrkir hafa hótað að senda fjöl- mennt herlið yfir landamærin til að ráðast á uppreisnarmennina og sent um 100.000 hermenn að landamær- unum. Bandaríkjastjórn hefur lagst gegn því að Tyrkir sendi herlið yfir landamærin. Fréttastofa Kúrda í Norður-Írak sagði að kona hefði beðið bana í árás- unum og fimm aðrir óbreyttir borg- arar særst alvarlega. Miklar skemmdir hefðu orðið á byggingum í einu þorpanna, tveir skólar eyðilagst og nokkrar brýr í grenndinni skemmst. Utanríkisráðherra Tyrklands, Ali Babacan, neitaði því að sprengjum hefði verið varpað á þorp. Írakar taka við Íraskar öryggissveitir tóku í gær formlega við öryggisgæslu í borginni Basra og nágrenni í suðurhluta Íraks. Þetti greiðir fyrir því að Bret- ar geti fækkað verulega í 5.000 manna herliði sínu á þessum slóðum. Her Tyrkja gerir loft- árásir á Norður-Írak Stjórnvöld í Bandaríkjunum sögð hafa heimilað árásirnar AP Bretar víkja Íraskir hermenn marséra eftir að hafa tekið við ör- yggisgæslu af Bretum í Basra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.