Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 23
Svo kötturinn fari ekki í jólaköttinnFuglinn Græn og væn og kræsileg að fásér sopa úr. Drykkjarskál í fuglabúr,Dýraríkið Garðabæ, 1.330 kr. Hvutti Litríkur krabbinn „spjallar“ við Snata með því að gefa frá sér lítið baul þeg- ar hann ýtir á hann. Dýra- líf.is, Stórhöfða, 1.730 kr. Morgunblaðið/G.Rúnar Kisi Inni í stóra hringnum eru tveir boltar sem Snotra getur elt en ekki náð og músin er girnileg á toppnum. Dýra- líf.is, Stórhöfða, 1.995 kr. Hamsturinn Geim- skip fyrir Hermann hugrakka, sniðugt til að pota sér í og úr. Dýraríkið Garða- bæ, 1.308 kr. gæludýr MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 23 Askasleikir kann aftur á móti ekki á því lagið. 17.desember felur hann sig undir rúmi hjá fólki og hugsar bara um hvað því muni bregða mikið, þegar það heyrir einhvern slafra ægilega um miðja nótt. Askasleiki er sama hvort það er súpa, kökudeig eða aðrar matarleifar. Hann slafrar öllu í sig sem hann finnur. Kertasníkir leysir frá skjóðunni - Anja og Markus Kislich Askasleikir – 17. desember Þótt ekki fari miklum sögum af jólaspenningi ferfættra og fiðraða fjöl-skyldumeðlima má ætla að undir jólatrénu á aðfangadag muni leyn-ast einn og einn pakki sem er ætlaður hvutta, kisu eða jafnvel gull-fiskinum. Í gæludýraverslunum borgarinnar má finna fjölbreytt úrval leikfanga og góðgætis fyrir Snata, Snotru, Bíbí og Nemó litla því vissu- lega má enginn fara í jólaköttinn – og það gildir líka um köttinn á heimilinu. Líkt og í öðrum verslunum er jólavarningur áberandi í gæludýrabúðunum og t.a.m. er í flestum þeirra hægt að fá sérútbúna jólasokka, troðfulla af jólagot- teríi, hvort heldur þeir eru ætlaðir hundi, hamstri, páfagauk eða kisa. Hér gefur að líta hugmyndir að jólagjöfum fyrir ólík gæludýr sem ekki flokkast sem sérstakur jólavarningur heldur getur nýst þeim minnsta í fjöl- skyldunni allan ársins hring. Svo geta menn deilt um það hvort gjafirnar séu fyrst og fremst keyptar fyrir dýrin eða eigendur þeirra. Hvað sem því líður tilheyra jólapakkar gæludýrsins jólahaldi eig- enda þeirra, ekkert síður en gjafir annarra í fjöl- skyldunni. Fiskurinn Þarf Nemó litli félagsskap? Skraut- skjaldbaka og fjársjóð- spunt í fiskabúrið. Fiskó Dalvegi, 2.100 kr stk. Kanínan Tvöföld postu- línsskál fyrir mat og drykk fyrir Kalla kanínu. Fiskó, Dalvegi, 1.680 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.