Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 45 / AKUREYRI/ KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK „BEOWULF ER EINFALDLEGA GULLFALLEG...“ ENTERTAINMENT WEEKLY 2 VIKUR Á TOPPNUM Á ÍSLANDI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI Leiðinlegu skóla stelpurnar - sæta stelpan og 7 lúðar! Amanda Bynes úr She‘s The Man er komin aftur í bráðskemmtilegri mynd eeee „American gangster er vönduð og tilþrifamikil“ - S.V., MBL eeee ,,Virkilega vönduð glæpamynd í anda þeirra sígildu.” - LIB, TOPP5.IS „Óskarsakademían mun standa á öndinni... toppmynd í alla staði.“ Dóri DNA - DV SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI JÓLAMYNDIN Í ÁR ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRED CLAUS kl. 8 - 10:20 LEYFÐ HITMAN kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA JÓLAMYNDIN 2007 SÝND Í ÁLFABAKKA NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST! ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA OG JÓLAMYNDIN Í ÁR. FRED CLAUS kl. 3:303D - 83D - 10:303D LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 3:303D - 6D LEYFÐ DIGITAL BEE MOVIE m/ensku tali kl. 8:30 LEYFÐ DIGITAL BEOWULF kl. 5:303D - 83D - 10:303D B.i. 12 ára 3D-DIGITAL AMERICAN GANGSTER kl. 10:30 B.i. 16 ára FRED CLAUS kl. 8 - 10:20 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ DAN IN REAL LIFE kl. 10 LEYFÐ FRED CLAUS kl. 6 - 8 - 10:20 LEYFÐ BEE MOVIE m/ensku tali kl. 10 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SIDNEY WHITE kl. 8 LEYFÐ SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN er tiltölulega ný- komin aftur til Íslands eftir að hafa leikið á íslensku menningarhátíðinni Reykjavík to Rotterdam sem fram fór dagana 21. til 24. nóvember. Þar hitaði hún upp fyrir múm. „Það var frábært,“ segir Árni Þór Árnason, einn fimm meðlima Rökk- urróar, en auk hans skipa sveitina þau Arnór Gunnarsson, Björn Pálmi Pálmason, Hildur Kristín Stef- ánsdóttir og Ingibjörg Elsa Turchi. Öll eru þau í menntaskóla, flest í MR en Björn er í Kvennó. „Þetta voru fyrstu tónleikar okkar utan Reykjavíkur og mikill heiður að fá að leika á undan múm. Okkur var gríðarlega vel tekið og salurinn var troðfullur.“ Harðhausar Hljómsveitin var sett saman í árs- byrjun 2006 að sögn Árna. Hann, Arnór og Björn fóru að dútla á háa- lofti þess síðastnefnda en aðstæður voru slíkar að þeir voru tilneyddir til að spila lágt. Þeir kynntust svo stelpunum og leist vel á að blanda hljóðfærunum þeirra saman við sín. Lög fóru að verða til og auðveldasta leiðin til að fá gigg – eins og svo oft með ungar og óreyndar sveitir – er að taka þátt í Músíktilraunum. „Það gekk nú ekki vel þar en þetta var svo skemmtilegt að við héldum bara áfram og tókum svo upp fjög- urra laga plötu um sumarið.“ Spila- mennskan hélt einnig áfram og Árni nefnir að fyrstu tónleikar sveit- arinnar eftir Músíktilraunir hafi ver- ið á Andspyrnuhátíð ásamt grúanum af harðkjarnasveitum. „Það er einkennilegt að við höfum spilað mikið með þannig sveitum og það hefur fallið vel í kramið. Harð- hausarnir eru alltaf einstaklega ljúf- ir.“ Plötuna tóku meðlimir hins vegar með sér til Hróarskeldu, en þangað fóru þau sem vinahópur, ekki sem hljómsveit. Plötunni var stungið að blaðamönnum og útgáfumógúlum og svo dreift á vini og vandamenn hér heima. „Við gerðum plötuna aðallega til að eiga fyrir okkur. En svo fór allt úr böndunum um haustið, og þá sér- staklega í kjölfarið á tónleikum sem við héldum í 12 Tónum. Við end- uðum á að framleiða yfir 300 stykki, en allt var þetta gert í höndunum.“ Meðbyr 12 Tónar voru um þetta leyti orðn- ir það hrifnir af sveitinni að þeir lögðu að henni að gera plötu í fullri lengd. „Við byrjuðum svo á henni í jólafríinu, svona þegar um hægðist eftir prófin,“ útskýrir Árni. „Hún var svo tekin upp á þessu ári í nokkrum skorpum, og það var frem- ur langt á milli þeirra. Þetta var mikil reynsla fyrir okkur, enda öll sem eitt hundblaut á bak við eyrun í þessum efnum. Við fundum fljótlega að við gátum ekki verið að taka upp hvert í sínu lagi. Þá glataðist eitt- hvað. Við fórum því að leita að hljóð- veri þar sem væri hægt að taka okk- ur öll upp í einu, eða „live“, og við enduðum í Heita pottinum hjá hon- um Finni Hákonarsyni.“ Árni lítur björtum augum fram á veginn, segir að hljómsveitin hafi fengið mikil viðbrögð, bæði á tón- leikum og svo í gegnum myspace- svæði sitt. „Það er ýmislegt í farvatninu á næsta ári. Við erum að fara að búa til tónlist fyrir Herranótt og svo ætl- um við að spila eins og við getum á erlendri grundu. Við finnum fyrir góðum meðbyr og það er hugur í mannskapnum!“ … en hitnar á morgun Ungsveitin Rökkurró gaf fyrir stuttu út plötuna Það kólnar í kvöld … en öfugt við titilinn er allt sjóðandi, bubblandi og snarkandi undir hjá sveitinni ungu Morgunblaðið/Eggert Rökkurró Fóru með plötu til Hróarskeldu þar sem henni var stungið að blaðamönnum og útgáfumógúlum. myspace.com/rokkurro Á plötu sinni Kona á mínum aldri syngur Íris Edda Jónsdóttir lög eftir Hörð Torfason, Halla Reynis og Orra Harð- arson, auk þess sem þeir Bjarni Tryggva og Ingimundur Óskarsson eiga titillagið. Lögin eru ágæt og þá sérstaklega upp- hafslag plötunnar sem nefnist „Vegurinn“, sem er eftir Hörð Torfa. Lagið er skemmtilega mel- ódískur sveita-slagari sem hlýtur að vera stórkostlegt að dansa línudans við. Söngur Írisar er frá- bær í því, hún hefur sérlega gott vald á laginu og gerir það hressi- legum slagara. Því miður er „Veg- urinn“ hápunktur plötunnar. Hin lögin eru ágæt til síns brúks, sér- staklega framan af plötunni, en því miður eru þau rislág og út- setningarnar ekki jafn kraftmikl- ar og í þessu umrædda fyrsta lagi. Styrkleiki Írisar felst í því hve þýða og fallega rödd hún hefur – auk þess sem hún er gædd þeim góða kosti að vera laus við tildur og tilgerð. Þær eru margar sem vildu geta sungið eins og Ellý, Ír- is er ein af fáum sem tekst það. Sterk söngkona – veik plata TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Íris – Kona á mínum aldri  Helga Þórey Jónsdóttir ÞAÐ er ekki hlaupið að því að skilgreina hljóðverk á borð við Radium. Á samnefndri plötu Ghostigital og Finnboga Péturs- sonar má finna verkið í tveimur út- gáfum. Sú fyrri var tekin upp í Lista- safni Reykja- víkur hinn 10. maí síðastliðinn en sú síðari á Vatnsenda 15. maí. „Radium I“ var flutt á setningu Listahátíðar Reykjavíkur. Efnivið- urinn er spunnin úr umhverf- ishljóðum frá setningarathöfninni, en þau eru hnýtt saman við hljóð- heim Finnboga og Ghostigital. „Radium II“ er unnið úr umhverf- ishljóðum frá Vatnsenda sem einnig er blandað saman við hljóð úr hljóðsarpi listamannanna. Verkin eiga það því sameiginlegt að vera sköpuð bæði úr og í því umhverfi sem þau voru flutt. Gho- stigital og Finnboga hefur tekist að gera þetta á mjög vandaðan hátt, hljóðin vinna vel saman og verða aldrei yfirþyrmandi. Þrátt fyrir að Radium innihaldi sama verkið tvisvar er hvorki um sama né sitthvort verkið að ræða. Það er að segja; verkið sjálf er flutt í mismunandi útgáfum og skyldi önnur þeirra ekki vera tek- in fram yfir hina sem frumútgáfa – það er að minnsta kosti minn skilningur. Hljóðheimur verkanna er ansi fjölbreyttur – í „Radium I“ má heyra skvaldur úr sölum Listasafnsins í bland við dáleið- andi tónlist á meðan „Radium II“ einbeitir sér frekar að náttúrunni og þeim fjölbreyttu röddum sem úr henni heyrast í bland við mel- ódískar laglínur. Fyrra verkið er gefið út í hefð- bundinni mynd, á geisladiski, en það síðara á mynddiski. Ástæða þess er sú að „Radium II“ er hljóðblönduð í fjórhljómi, en þeirra gæða er ekki hægt að njóta í venjulegum græjum heima í stofu. Þess í stað er diskurinn settur í DVD-spilara sem tengdur er við heimabíó og er þannig hægt að njóta verksins í þeim gæðum sem því var ætlað. DVD-diskurinn er því hljóð-DVD en ekki til þess að horfa á. Hugmyndaauðgi lista- mannanna sem koma hér við sögu leyfir hlustandanum því að nálg- ast tónlistarsköpun á sérlega áhugaverða vegu. Radium má njóta saman eða hvoru um sig. Þau eru bæði frek- ar lágstemmd og ekki mjög lík þeim ofsa sem hlustendur eiga að venjast frá Ghostigital. Þau eru mjög þægileg án þess að vera leiðinleg og það er skemmtilegt að heyra frjótt ímyndunarafl Ghost- digital og Finnboga Péturssonar njóta sín. Radium er afskaplega vandað verk sem býður upp á frumlegan frið í skammdeginu. Hljóðveisla Helga Þórey Jónsdóttir TÓNLIST Geisladiskur og mynddiskur Ghostigital & Finnbogi Pétursson – Radium

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.