Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 13 ÚR VERINU Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞAÐ virðist alltaf vera hægt að ganga að henni eins og innleggi í banka,“ sagði Sveinn Guðmundsson, 2. stýrimaður á Jónu Eðvalds frá Hornafirði, um síldveiðarnar á Grundarfirði. Skipið var á föstudag á Faxaflóa, á leið á miðin, í leið- indaveðri, eins og það gerist verst, sagði Sveinn. Sveinn sagði að veiðin hefði geng- ið vel frá því að þeir skiptu stóru síldarnótinni út fyrir loðnunótina enda sækti síldin mikið upp í fjöru. Hún hefur mikið haldið sig í sjö til tíu föðmum þannig að 150 faðma síldarnótin var heldur djúp til að at- hafna sig með í Grundarfirði. Yfirleitt hefur fengist fullfermi í einu til tveimur köstum. Einn dagur hefur dugað til að kasta og dæla upp aflanum og síðan hefur tekið við þrjátíu tíma sigling til Hornafjarðar, löndun og sigling á miðin á ný. „Við finnum okkur ýmislegt til dundurs, erum vel tölvuvæddir og með sjón- varpsstöðvar,“ sagði Sveinn. Jóna Eðvalds var í sínum síðasta túr fyrir jól þegar rætt var við Svein og komin með ríflega 8000 tonn. Út- gerðin á eftir nokkur þúsund tonna kvóta þannig að Sveinn bjóst við að heimsækja Grundarfjörðinn á ný. Eins og að sækja innlegg í banka Ljósmynd/Elvar Örn Unnsteinsson Á miðunum Dælt úr stóru kasti á Jónu Eðvalds inni á Grundarfirði. Skipið tekur um 650 tonn og eitt kast dugar greinilega í þetta skiptið. Eftir Ómar Garðarsson SÍLDARVERTÍÐINNI er að ljúka í Vest- mannaeyjum. Mikið er í húfi fyrir Eyjamenn að vel gangi í síldinni því þeir hafa yfir að ráða fjórðungi síldarkvótans sem í ár er 150.000 tonn. Stærst er Ísfélagið með 20.404 tonn, Vinnslustöðin er með liðlega 16.000 tonn og loks er það vinnsluskipið Huginn VE sem með 3200 tonn. Samtals gera þetta rétt tæp- lega 40.000 tonn og eru aðeins um 4000 tonn óveidd. Reynt hefur verið að vinna síldina til manneldis eins og kostur er. Er hún flökuð og fryst og helstu kaupendur eru lönd í Aust- ur-Evrópu, Pólland, Rússland, Eystrasalts- löndin og Úkraína, og svo Japan. Ánægðir með vertíðina Tvennt hefur einkennt vertíðina, annars vegar að síldin hefur nánast öll veiðst í Grundarfirði og hins vegar mjög erfitt tíð- arfar þar sem hvert stórviðrið hefur rekið annað. Sigurjón Gísli Jónsson, framleiðslustjóri í Vinnslustöðinni, er mjög ánægður með ver- tíðina en þeir áttu eftir sem svarar einum farmi á föstudaginn þegar Sighvatur Bjarna- son VE var á landleið með 500 tonn í kolvit- lausu veðri. „Við höfum unnið á vöktum í haust og reynt að flaka og frysta eins og aldur og gæði síldarinnar hafa leyft,“ sagði Sigurjón Gísli. „Venjulega er um 15 klukkutíma sigling af miðunum og þá höfum við tvo sólarhringa til að vinna síldina.“ Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri í Ísfélag- inu, var ekki síður ánægður með vertíðina. „Þetta hefur gengið mjög vel og við eigum eftir um 2300 tonn óveidd. Aflinn hefur að mestu verið flakaður og frystur,“ sagði Ey- þór. „Við erum með tvo síldarkvóta, 3200 tonn, og eigum um 500 tonn eftir,“ sagði Páll Þór Guðmundsson, útgerðarstjóri Hugins. Reynt að vinna sem mest til manneldis Morgunblaðið/Sigurgeir Síld Sigurjón Gísli Jónsson framleiðslustjóri og Brynjar Guðmundsson verkstjóri hjá Vinnslu- stöðinni eru farnir að sjá fyrir endann á síldarvertíðinni.  Óvenjulegri síldarvertíð að ljúka hjá Eyjamönnum  Skipstjórar og stjórnendur í vinnslunni eru ánægðir ÞEGAR búið var að landa þúsund tonnum af síld úr Álsey VE í Vestmannaeyjum á föstudag hafði skipið borið fjögur þúsund tonn að landi á þessari vertíð og hún hef- ur öll farið til vinnslu hjá Ísfélaginu. Ólafur Einarsson skipstjóri var nokkuð ánægður með magnið, miðað við hvað þeir byrjuðu seint. Segir að veðrið og að síldin skuli halda sig inni á Grundarfirði geri þessa vertíð mjög sérstaka. Tíðarfarið með ólíkindum „Síld var í Grundarfirði í fyrra en það var ekki fyrr en eftir áramót að menn reyndu fyrir sér þar. Þetta er ágætis síld og hentar vel til vinnslu,“ sagði Ólafur. „Maður ímyndar sér að hún sæki þarna í seltuminni og kaldari sjó til vetursetu. Annars verður þú að spyrja fiskifræð- ingana,“ sagði Ólafur spurður um ástæðu þessarar hegðunar síldarinnar sem hann segir að hafi sína kosti og galla. Þarna hafa nótaskipstjórar verið að vinna á svæði sem þeir þekktu ekki fyrir og eru dæmi um að nætur hafi skemmst þegar þær lentu í botni. „Það er grunnt þarna og getur verið varasamt að kasta en á móti kemur að við erum að vinna á sléttum sjó. Við höfum fengið upplýsingar um botninn hjá þeim í Grundarfirði en annars höfum við spilað þetta af fingrum fram.“ Þegar búið er að ná síldinni er fyrir höndum 15 tíma sigling til Vestmannaeyja sem stundum hefur verið erfið í haust. „Tíðarfarið hefur verið með ólíkindum. Við höfum orðið að sæta lagi en allt hefur þetta blessast. Síðustu vikur hefur verið ótrúlega stutt á milli lægða, tvær og þrjár á viku og um og yfir 30 metra vindur í kortunum með hverri lægð.“ – Hafa þetta verið óvenjulega hörð veð- ur? „Maður er fljótur að gleyma, man það góða, en ég er sannfærður um að ekki hefði veiðst mikið af síld hefði hún haldið sig djúpt undan Suðurlandi í haust,“ sagði Ólafur að endingu. Morgunblaðið/Sigurgeir Skipstjóri Ólafur Einarsson, skipstjóri á Álsey VE, segir að tíðarfarið hafi verið erfitt á síld- arvertíðinni. Sjómennirnir hafi orðið að sæta lagi á milli lægða en allt hafi þó blessast. Síldin hefði ekki veiðst djúpt út af Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.