Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
/ ÁLFABAKKA
BEOWULF kl. 83D - 10:303D B.i.12.ára 3D
BEOWULF kl. 5:30 - 8 B.i.12.ára LÚXUS VIP
SIDNEY WHITE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i.16.ára
AMERICAN GANGSTER kl. 10:30 B.i.16.ára LÚXUS VIP
SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
GRÍNLEIKARINN VINCE VAUGHN
ER FRÁBÆR Í HLUTVERKI
STÓRA BRÓÐUR JÓLASVINSINS
JÓLAMYND SEM KEMUR
ALLRI FJÖLSKYLDUNNI Í
SANNKALLAÐ JÓLASKAP
Paul GiamattiVince Vaughn
FRED CLAUS kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
ALVIN OG ÍKORNARNIR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl.6D LEYFÐ
BEE MOVIE m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK OG SELFOSSI
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS
Mánudagur 10. desember
Í dag flugum við frá Guadalaj-ara í Mexíkó til Los Angeles.Gífurleg öryggisgæsla var á
flugvellinum í Guadalajara, meiri
en maður á að venjast. Af hverju
veit ég ekki. Það var leitað vand-
lega í farangri og á tímabili var ég
hálfhræddur um að ég þyrfti að
fara úr buxunum. Sem betur fer
gerðist það ekki.
Síðan túrinn hófst í apríl höfum
við bæði ferðast um í flugvélum og
líka í risavöxnum rútum með rúm-
um. Þótt margir kostir séu við að
fljúga er miklu skemmtilegra að
vera í rútu. Hópurinn er sam-
heldnari og maður er laus við að
standa í endalausum biðröðum.
Flugið frá Guadalajara tók um
fjóra tíma. Ég eyddi megninu af
tímanum í að hlusta á iPodinn
minn. Vinur minn benti mér ný-
lega á frábæra hljóðbókabúð á
Netinu, audible.com. Það er nota-
legt að láta lesa fyrir sig. Af-
þreying er nauðsynleg á löngum
ferðum. Björk sagði mér einu sinni
að túrar einkenndust fyrst og
fremst af því að bíða. Það eru orð
að sönnu.
Þriðjudagur 11. desember
Við erum stödd á hóteli í Vest-ur-Hollywood, nánar tiltekið
á Sunset-breiðgötunni. Los Angel-
es er skemmtileg borg, a.m.k.
finnst mér það. Mörgum þykir hún
þó skelfilega yfirborðsleg og segja
að allt gangi út á útlit og peninga.
Einhver hafði á orði að allir væru
svo grannir hér og það er nokkuð
til í því. Í New York er mikið um
ótrúlega feitt fólk en hér hef ég
enga fitubollu séð enn.
Þrátt fyrir að vera grannholda
gengur enginn í Los Angeles. Allir
eiga bíl. Göturnar eru líka breiðar
og mér er sagt að það sé mjög
auðvelt að keyra í borginni. Af
þessum ástæðum er erfitt að ná
sér í leigubíl, nema hringja og
panta hann. Ég fékk að reyna það
eftir að hafa farið að kaupa jóla-
gjafir í risavaxinni verslunarmið-
stöð sem nefnist Beverly Center.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til
að húkka leigubíl á Cienega-
breiðgötunni tókst mér það ekki
og ég þurfti að labba alla leiðina á
hótelið.
Miðvikudagur 12. desember
Tónleikarnir í Nokia-höllinnivoru í kvöld. Ég gat ekki bet-
ur séð en að það væri húsfyllir, á
milli fimm og sex þúsund manns.
Það var gífurleg stemning, fólk
argaði og dansaði og varð æ tryllt-
ara eftir því sem á leið. Dagskráin
var líka byggð þannig upp, fyrst
komu róleg lög, en svo jókst stuð-
ið.
Fararstjórinn okkar, Shaun
Martin, átti afmæli og það er yf-
irleitt látið töluvert með afmæl-
isbörnin í hópnum. Ef einhver á
afmæli á tónleikadegi fær Björk
tónleikagesti undantekningarlaust
til að syngja afmælissönginn fyrir
viðkomandi. Shaun er búinn að
starfa lengi fyrir Björk og mér
skilst að hann hafi verið far-
arstjóri Sykurmolanna.
Eftir tónleikana var partí eins
og venjulega. Það var skemmtilegt
þar til tónlistin fór að verða held-
ur hávær. Af hverju þarf að skrúfa
allt í botn á slíkum stundum?
Á morgun höldum við til Las
Vegas til að halda síðustu tón-
leikana fyrir jól. Við förum keyr-
andi – gott að losna einu sinni við
flugvellina, biðraðirnar og örygg-
isleitina.
Höfundur leikur á píanó, sel-
estu, orgel og önnur hljómborðs-
hljóðfæri í hljómsveit Bjarkar
Guðmundsdóttur.
Gargandi í Los Angeles
» Þótt margir kostir séu við að
fljúga er miklu
skemmtilegra að vera
í rútu. Hópurinn er sam-
heldnari og maður er
laus við að standa í
endalausum biðröðum.
Frá sjónarhóli flytjandans „Fólk argaði og dansaði og varð æ trylltara eftir því sem á leið.“
senjonas@gmail.com
Í HEIMSREISU MEÐ BJÖRK
Jónas Sen
AÐ kvikmyndinni Hlauptu hlunkur,
hlauptu (Run, Fat Boy, Run) standa
tveir góðir gamanleikarar, sem
starfað hafa beggja vegna Atlants-
ála, þeir David Schwimmer og Sim-
on Pegg. Schwimmer er flestum
kunnur úr gamanþáttunum Vinir, en
Pegg hefur notið talsverðrar vel-
gengni að undanförnu þar sem hann
hefur unnið með Edgar Wright að
myndum á borð við Shaun of the
Dead og Hot Fuzz. David Schwim-
mer reynir sig hér í fyrsta sinn við
leikstjórn kvikmyndar fyrir hvíta
tjaldið, en sýnir enga sérstaka hæfi-
leika á því sviði.
Að upplagi hefur myndin alla
burði til þess að verða skondin og líf-
leg. Leikarar eru góðir, sagan snið-
ug og sögusviðið sjarmerandi, en
hún nær sér aldrei alveg upp úr
þeim stirða fasa sem loðir við. Að
hluta liggur vandinn í handritinu,
sem skrifað er í sameiningu af Sim-
on Pegg og Michael Ian Black. Við
og við glittir í snjallan vitleys-
ishúmor Peggs, en á heildina litið
hjakkar myndin of mikið í klisjum og
andleysi. Leikarar halda þó uppi
merkjum gamanleiksins, Simon
Pegg er skondinn að vanda í hlut-
verki Dennis, metnaðarlauss slúb-
berts sem yfirgaf unnustu sína
ólétta við altarið á brúðkaupsdaginn,
og sér enn eftir því, og Hank Azaria
er afar góður í hlutverki gljáfægðs
amerísks kærasta barnsmóðurinnar
sem Dennis dreymir um að vinna
aftur á sitt band með því að keppa í
Lundúnamaraþoninu. En ef frá eru
talin nokkur skondin og vel leikin
gamanatriði situr eftir fremur metn-
aðarlaus gamanmynd sem minnir á
ótal Hollywood-myndir af sama
sauðahúsi, og á meira skylt við þá
hefð en breska gamanmyndahefð.
Svifasein gamanmynd
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó og Regnboginn
Leikstjórn: David Schwimmer. Aðal-
hlutverk: Simon Pegg, Thandie Newton,
Hank Azaria og Dylan Moran. Bretland /
BNA, 95 mín.
Hlauptu hlunkur, hlauptu (Run, Fat Boy,
Run) Heiða Jóhannsdóttir Hlaupið fyrir ástina Dennis (Simon Pegg) æfir fyrir maraþon.