Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÚTLIT er fyrir að jólaverslunin gangi vel og að hún sé ívið meiri en hún var í fyrra. Er það í samræmi við spá Rannsóknarseturs versl- unarinnar frá því í nóvember þar sem gert er ráð fyrir 9,4% aukningu jólaverslunar frá fyrra ári. Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir aðsókn í verslanamiðstöðina það sem af er mánuðinum hafa verið meiri en á sama tíma í fyrra. „Við gerum ráð fyrir því að það end- urspeglist í aukinni sölu hjá kaup- mönnum og vitum ekki betur en þeir séu ánægðir með hvernig gengur,“ segir Sigurjón. Veðrið ekki til vandræða Segir hann að þá viku sem nú fer í hönd þá stærstu í jólaversluninni og sé ekki útlit fyrir annað en verslunin haldi áfram að aukast þegar nær dregur jólum. „Jólaverslunin er lík- lega dreifðari nú en hún var áður fyrr og hlutur Þorláksmessu líklega minni þótt 23. desember sé enn einn stærsti dagurinn fyrir jólin. Með lengri afgreiðslutíma fleiri daga fyr- ir jól hefur verslunin dreifst á fleiri daga.“ Henning Freyr Henningsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, tekur í sama streng og segir gestum í verslanamiðstöðina fjölga dag frá degi í desember. „Með breyttum verklagsreglum í umferðar- og bíla- stæðamálum getum við annað fleiri gestum en áður og verðum við ekki vör við að þeir eigi í teljandi vand- ræðum með bílastæði eða aðgengi að Smáralind,“ segir Henning. Segir hann að þumalputtareglan sé sú að velta verslana aukist í samræmi við fjölgun gesta í verslanamiðstöðina en hugsanlegt sé að velta aukist jafnvel enn meira því jólagjafir séu almennt ívið dýrari nú en áður. Veðrið segir hann ekki hafa sett strik í reikninginn, nema ef til vill til aukningar. Skúli J. Björnsson, formaður FÍS, segist hafa heyrt það frá öðrum kaupmönnum að verslunin gangi mjög vel. Ef til vill sé eitthvað minni sala á þeim dögum sem veðrið hefur verið hvað verst, en það hafi þá verið unnið upp á öðrum blíðari dögum. Eins og áður segir hafði Rann- sóknarsetur verslunarinnar spáð 9,4% aukningu í jólaverslun í ár og að áætluð velta umfram meðaltal verði um 14 milljarðar króna. Reiknað er með að heildarvelta í smásölu um jólin verði 55,5 millj- arðar króna án virðisaukaskatts, sem er hærri upphæð en nokkru sinni áður. Með virðisaukaskatti er reiknað með að veltan verði að meðaltali um 206.000 krónur á hvert mannsbarn. Morgunblaðið/G.Rúnar Taktu númer Víða er margt um manninn í verslunum og sumar afgreiða viðskiptavini eftir númerum. Annríki Margir eiga enn eftir að ganga frá ýmsum innkaupum fyrir jólin.. Í HNOTSKURN » Útlit er fyrir að met verðislegið í jólaverslun í ár þrátt fyrir að verslunin í fyrra hafi verið afar góð. » Talsmenn kaupmanna segjaverslun hafa gengið mjög vel það sem af er mánuðinum og að ekki sé ástæða til að ætla annað en hún haldi áfram að aukast. » Slæmt veður undanfarnadaga er ekki sagt hafa haft teljandi áhrif á jólaverslunina, nema hugsanlega að gestum verslanamiðstöðva hafi fjölgað fyrir vikið. Stefnir í metár í jólaverslun í ár en gestum verslanamiðstöðva fjölgar dag frá degi Jólaverslunin meiri en í fyrra Kaupmenn segja veðrið ekki hafa haft teljandi áhrif TÖLUVERT var af sel og hval í og við ós Blöndu á laugardag og einnig töluvert af sel norðanmegin við bryggjuna. Gönguna má væntanlega rekja til fiskgöngu inn Húnafjörð en ekki er vitað hvaða fisktegundir hafa þarna verið á ferðinni, gæti hafa verið loðna eða smásíld, segir á hunahornid.is. Selirnir hafa sennilega verið vel á annan tug en hvalirnir rétt innan við tíu. Selir og hvalir í heimsókn Í höfninni Ekki er óalgengt að selir sjáist í nágrenni Blönduóss. Þessi gerði sig heimakominn fyrr í ár. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Í UM helmingi allra fyrirtækja landsins eru starfsmenn sem vinna a.m.k. hálfan dag í viku eða oftar ut- an fyrirtækisins með þeim hætti, að þeir hafa aðgang að tölvukerfi fyr- irtækis síns. Þetta kemur fram í yf- irliti yfir tæknibúnað íslenskra fyr- irtækja í ritinu Landshagir 2007, tölfræðiárbók Hagstofu Íslands, sem er nýkomin út. Í ljós kemur að 49% íslenskra fyrirtækja voru með svo- kallaða „fjarvinnandi starfsmenn“ á síðasta ári, þ.e. þá sem hafa aðgang að tölvukerfi fyrirtækisins og vinna a.m.k. hálfan dag í viku utan þess. Hæst er þetta hlutfall hjá fyrirtækj- um í samgönum og flutningum eða 79% og næsthæst hjá fyrirtækjum sem veita ýmsa sérhæfða þjónustu. Lægst er hlutfallið hjá smásöluversl- unum og fyrirtækjum sem annast sölu, viðhald og viðgerðir á bílum en um 30% þeirra eru með fjarvinnandi starfsmenn í sinni þjónustu. 77% fyrirtækja með innranet Einnig kemur fram að 99% ís- lenskra fyrirtækja voru með net- tengingu á seinasta ári, 35% þeirra með innra tölvunet og 77% með eigin vefsíðu. Tölvunotkun starfsmanna er mis- munandi eftir atvinnugrein og stærð þeirra. Hún er mest í menningar- starfsemi af ýmsu tagi eða 95%. Einnig kemur fram að 52% starfs- manna notuðu tölvur með netteng- ingu í vinnu sinni á seinasta ári. Lægst var hlutfallið í byggingar- starfsemi og mannvirkjagerð þar sem 18% starfsmanna í þeirri grein notuðu tölvur með nettengingu í störfum sínum. Aðgangur að tölvu- kerfi vinnustaðar í 49% fyrirtækja Morgunblaðið/Ásdís Tækni Margir hafa aðgang að tölvukerfi vinnustaðarins heima. ALDURSGREINING með geisla- kolsaðferð á tófubeinum sem fund- ust norður á Ströndum hefur nú sýnt með óyggjandi hætti að beinin voru á bilinu 3.300 til 3.500 ára gömul. Er hér í fyrsta skipti komin sönnun fyrir því að tófa hafði numið hér land löngu fyrir landnám manna að sögn Páls Hersteinssonar, prófessors í spendýrafræði við Háskóla Íslands, sem ritar grein um rannsóknina í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins ásamt fjórum meðhöfundum. Beinin komu í ljós þegar vega- gerðarmenn sprengdu fram berg vegna vegagerðar og opnaðist þá hellir sem hafði að geyma refahaus- kúpur ásamt fugla- og fiskabeinum. „Þó að erfðafræðirannsóknir hafi bent til þess að tófan hafi verið ein- angruð hér mjög lengi hefur aldrei beinlínis verið sýnt fram á þetta,“ segir hann. „Okkur finnst líklegra að tófan hafi komið hingað frá Evrópu en frá Grænlandi. Við vitum að á ísbreið- unum milli Íslands og Evrópu voru hvítabirnir og líklegt að tófur, sem voru í V-Evrópu, hafi þvælst á ísnum í kjölfar bjarnanna. Hinsvegar var mjög þykkur jökull yfir Grænlandi og sömuleiðis yfir kanadísku heim- skautaeyjunum. Vegalengdin frá Alaska, þar sem íslaust var, var miklu lengri en að austan, og leið- irnar lágu yfir jökla og ófærur.“ Tófan lifði á sjófuglum, ýmsum hryggleysingjum og fiskum að sögn Páls „og eftir því sem land klæðist gróðri, eykst fjöbreytni í fæðuvali tófunnar.“ Páll segist oft hafa orðið var við að þjóðsögur um að tófan hafi komið hingað með manninum, hafi verið teknar trúanlegar og því sé mikil- vægt að nú hafi verið tekinn af vafi hvað það snertir. Meðhöfundar hans að greininni í Náttúrufræðingnum eru Veronica Nyström, Jón Hallur Jóhannsson, Björk Guðjónsdóttir og Margrét Hallsdóttir. Íslenska tófan kom þús- undum ára fyrir landnám Líkleg leið á ís- breiðunni milli Íslands og Evrópu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Rannsóknir Forfeður þessara yrðlinga hafa hugsanlega borið beinin norður á Ströndum fyrir 3.300 árum og því verið á ferð löngu á undan manninum. FJÖLDI þinglýstra kaupsamn- inga á höfuð- borgar- svæðinu á tímabilinu 7.- 13. desember var 142 og heildarvelta nam rúmum 5,1 milljarði króna. Er um nokkurn samdrátt frá vikunni á undan, þar sem fjöldi samninga var 171 og velta nam rúm- um 7 milljörðum króna. Samdrátturinn er þó í samræmi við fyrri ár, en venjulega dregur mjög úr húsnæðisviðskiptum á þess- um árstíma, þ.e. frá miðjum desem- ber og fram í janúar, samkvæmt töl- um frá Fasteignamati ríkisins. Kaupsamn- ingum fækkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.