Morgunblaðið - 17.12.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 17.12.2007, Síða 26
26 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TVENNT er það sem ég man glögglega eftir að hafa lært í leik- skóla, annars vegar að ske er ekki íslenska og hins vegar að konur eru líka menn. Danskan sýnist mér á undanhaldi (ef ekki hröðum flótta) en hið síðara virðist mörg- um vera nokkuð beiskari kaleikur á að bergja en sagnaróm- yndin ske. Alltént virðist það í ákveðnum kreðsum vera mikið kappsmál að breyta titlum og starfsheitum sem bera endinguna „mað- ur“ ef um konu er að ræða, að því er virðist til þess eins að breyta kyni nafnorðsins. Þannig eiga hinir ýmsu hlutar sam- félagsins sér talsmenn (af báðum kynjum) en sumstaðar er einvörð- ungu að finna talskonur. Ég tel ýmis rök hneigjast til þess að kyn- greining af þessu tagi feli í sér dul- in skilaboð um að kyn viðkomandi skipti talsverðu máli – sem það á jú alls ekki að gera. Þingkonur? Er það kvenfélag í Þingholtunum? Rangar baráttuaðferðir hafa spillt fyrir mörgum málstaðnum og breytir þá oft litlu hversu göfugur hann kann að vera. Hugmyndir um lögbundinn kynjakvóta sem viðr- aðar hafa verið eru þó líklega eitt það skelfilegasta sem fram hefur komið á þessu sviði enda til þess eins fallnar að breyta konum í lög- verndaðan minnihlutahóp. Jafn- rétti er spurning um hugarfar og því verður ekki breytt með fas- ískum þvingunum. Samfélagið í heild sinni þarf að skilja raunveru- legt jafnrétti, vilja það sjálft og krefjast þess. Að ætla sér að troða eigin hugmyndafræði niður um kok annars með góðu eða illu kann sjaldnast góðri lukku að stýra. Eitt sinn áttu íslenskar konur sér draum um að mega kjósa, sitja á alþingi og jafnvel gegna ráðherradómi. Þessir sigrar náðust í gegn og þykja í dag jafn sjálfsagðir og önnur mannréttindi okkar. Óneitanlega rennir mann þó í grun að hörðustu femínistar sakni gömlu daganna þegar súffragettur, rauðsokkur og aðrar valkyrjur riðu um hér- uð og hjuggu (karl) mann og annan í klof- stað. Í dag er annar tíðarandi á flestum sviðum og því eðlilegt að áherslur breytist, einnig í baráttumálum. Firnamikið hefur áunnist í jafnréttismálum og mikil uppskera er eftir. Þannig eru kon- ur nú meirihluti háskólanema hér- lendis og sjálfsagt víðar en það mun óhjákvæmilega hafa sín áhrif á framtíðina. Bölsýnisfólk hefur hinsvegar þann leiða ávana að hafa óeðlilega mikil áhrif á alla þjóð- félagsumræðu. Þannig hafa nokkr- ir bitrir og frústreraðir framámenn (já, MENN) femínista löngum komið miklu óorði á hreyfinguna og þar með alla jafnréttisumræð- una. Slíkt er vissulega til þess eins fallið að forherða enn frekar þá sem mýkja skyldi og hefur í seinni tíð sennilega fremur hamlað frek- ari framförum en hitt. Nýlegar birtingarmyndir hinna farsa- kenndu útúrdúra jafnréttisbarátt- unnar hafa plagað okkur nú á haustþinginu. Hefur sumum þótt sniðugt en slík vitleysa er þó hugs- andi fólki fyrst og fremst til ar- mæðu enda verið að eyða tíma og fjármunum alls þingheims með glórulausu þvaðri, allt frá ráðfrúm upp í litasamsetningu á fatnaði ný- bura! Þetta er sorglegra en tárum tekur. Orðskrípið framkvæmdastýra (dregið af stúrinn) sást víða fyrir nokkrum árum en virðist nú helst viðhaft þegar rætt er um fram- kvæmdarstjóra Jafnréttisstofu, þykir sjálfsagt tilhlýðilegt. Per- sónulega tel ég að konur (og þess vegna karlar) megi vera stýrur ef þeim sýnist svo. Hins vegar hef ég lúmskan grun um að þorra kvenna hugnist hreint ekki yfirgengileg feminísering af þessu tagi sem þröngur hópur kynsystra þeirra hefur staðið fyrir með tilheyrandi moldviðri. Alltént hafa kvenkyns fangaverðir haft grunsamlega hljótt um sig í þessum efnum enda hætt við að lítil upphefð þætti að titlinum fangaverja. Þá hefur því verið haldið fram að karlmenn myndu aldrei sætta sig við titilinn frú sem er auðvitað alrangt. Það myndum við glaðir gera ef fyrir slíku væri aldagömul hefð eða önn- ur tenging við menningu og siði. Til eru fordæmi fyrir þessu þó ekki séu þau mörg. Sjálfur snæddi ég í Lækjargötunni forðum ljúf- fengt smurbrauð að dönskum hætti, framreitt af karlkyns smur- brauðsjómfrú sem bar iðnréttindi sín með stolti, þrátt fyrir salamíið. Þeir sem gleyma fortíðinni neyð- ast til að lifa hana á ný. Þetta er margtuggin tilvitnun en engu síður sönn. Að mölva öll minnismerki um karlpungasamfélag fortíðarinnar á ekki að vera markmið kvenrétt- indastefnunnar, þvert á móti. Að vera herra einhvers þýðir sam- kvæmt íslenskri málhefð að drottna yfir honum í einhverri mynd. Það hefur ekkert með kyn- ferði að gera nema í sögulegu ljósi. Því hlýtur það að teljast fulln- aðarsigur konunnar á karlrembum fortíðar, nútíðar og framtíðar að geta drottnað yfir þeim sem herra. Táknrænni sigur er ekki til í mín- um huga. Fangaverjur Þórarinn Þórarinsson skrifar um kynjamun og jafnrétti » Að mölva öll minnismerki um karlpungasamfélag fortíðarinnar á ekki að vera markmið kven- réttindastefnunnar, þvert á móti. Þórarinn Þórarinsson Höfundur er vélstjórnunarpersóna. NÚ liggja fyrir niðurstöður enn einnar Pisa-rannsóknar, þar sem borinn er saman námsárangur 15 ára barna í fjölda landa. Enn einu sinni eru niðurstöðurnar fremur óhagstæðar okkur Íslendingum. Enn einu sinni vöknum við og um- ræðan fer á hástig, þó að ekki sé nema um stundarsakir. Hvað er það sem okkur vantar? Hvað hafa aðrar þjóðir í sínu menntakerfi og skóla- umhverfi sem hér er ekki til staðar? Einn er sá þáttur sem okk- ur vantar augljóslega, en hefur ekki verið mikið í umræðunni. Hann er ekki heild- arlausn í þessu efni en á örugglega sinn þátt í hinum óhagstæða samanburði. Ísland er á bekk með vanþróuðustu ríkjum heims hvað varðar skort á mik- ilvægu kennslutæki: Hér er ekki að finna heildstætt tæknisafn eða vísindastofu (e. science center) af þeirri gerð sem er- lendis eru algeng, og þykja þar ómissandi þáttur í skólastarfi, einkum í raungreina- menntun. Hérlendis er umræðan um þenn- an mikilvæga þátt skólastarfsins varla farin af stað, og má það furðu gegna í vel stæðu þjóðfélagi sem vill vera í fremstu röð í menntun. Starfsemi tæknisafna er nokkuð mismunandi, en yfirleitt er þeim sameiginlegt að vera byggð upp til að gagnast skólastarfi. Ferð- ir skólabekkja í slík söfn eru meg- inregla á einhverju skólastigi, gjarn- an í grunnskóla. Fyrir hvert skólaár eru þessar ferðir skipulagðar í sam- vinnu skóla og tæknisafns, og er starfsemi safnsins sett upp með til- liti til kennslu og námskráa. Þeir sem hafa komið á erlend tæknisöfn vita að í megindráttum á starfsemi þeirra lítið skylt við þau minjasöfn sem við eigum að venjast hér. Sum þeirra eiga vissulega mikil minja- söfn úr tæknisögu, en rauði þráð- urinn í starfsemi þeirra allra er vís- indastofan (science center). Hún er í raun stór leiktækjasalur með gagn- virkum og fræðandi tækjum, sem hvert og eitt miðast við prófun á til- tekinni virkni eða náttúrulögmáli. Tækin eru gerð til að standast mikið álag og öryggiskröfur, en skemmtun og fræðsla er í fyrirrúmi. Þarna skemmta börnin sér í leikjum, en um leið síast lærdómurinn inn með reynslunni. Kennarar eða aðrir að- stoða svo barnið að vinna úr þessari skemmtilegu upplifun á staðnum, eða eftir á í kennslustofunni. Gagn- semi slíks áhugavaka er sérlega mikil fyrir börn sem eiga erfiðara með bóknám. Eins og áður sagði er engin heild- stæð stofnun af þessu tagi starfandi hérlendis, og er það einsdæmi í svo þróuðu og velmegandi ríki. Und- anfarin fjögur ár hefur fámennur en ört stækkandi hópur áhugafólks unnið að úrbótum í þessu efni, með undirbúningi stofnunar sem gengur undir vinnuheitinu „Tæknisafn Ís- lands“. Um þá vinnu má lesa meira á vefsíðu verkefnisins; www.tsi.is. Meginþáttur þessarar stofnunar verður vísindastofa, sem hér var lýst, en auk þess er henni ætlað að sýna sögu íslenskrar tækniþróunar í heild sinni, með sérstakri áherslu á framlag hug- vitsmanna og frum- kvöðla. Það er þáttur sem engin önnur stofn- un fæst við í heild, en er einnig mjög mik- ilvægur fyrir skóla- starf. Þriðji meg- inþáttur fyrirhugaðrar starfsemi snýr að kynn- ingu á tækni dagsins í dag. T.d. virkni al- gengra tækja í um- hverfi okkar; aðferðir við orkuframleiðslu; verktækni; þættir í náttúru og umhverfi o.s.frv. Fræðsla, skóla- starf og gagnvirkni er í fyrirrúmi. Ekki er hér verið að feta nýjar slóð- ir, heldur einungis að „flytja inn“ fræðslu- stofnun af því tagi sem tíðkast í nágrannalönd- um okkar. Það er löngu orðið tímabært. Margir áfangar hafa þegar náðst í þessum undirbúningi, og mikið starf áhugafólks að baki. Kannanir hafa verið gerðar á okkar stöðu; stofnað til tengsla við erlend- ar stofnanir af svipuðu tagi; sér- fræðingar hafa gert kostnaðarmat og málefnið hefur verið kynnt fyrir fjölda aðila og einstaklinga. Nýlega var Kennaraháskóli Íslands beðinn um álit á mikilvægi stofnunar af þessu tagi. Niðurstaðan var að „stofnun Tæknisafns Íslands er brýnt og tímabært verkefni“. Fjöl- mörg landssambönd hafa nú skipað sína fulltrúa í undirbúningshóp, ásamt því að álykta um verkefnið. Meira um það á ofangreindri vef- síðu. Unnið hefur verið í nánu samráði við stjórnvöld, enda þarf þessi stofn- un að starfa í takt við skólakerfi og aðrar stofnanir. Skilningur á mál- efninu hefur stöðugt verið að aukast. Ráðamenn geta nú vart litið framhjá sérstöðu landsins í þessum efnum, einkanlega í ljósi síðustu Pisa-rannsókna. Fyrir Alþingi ligg- ur nú áætlun um undirbúnings- starfið á næsta ári. Þar er gert ráð fyrir að lokið verði gerð heildarlík- ans af stofnuninni, sem sýni m.a. starfshætti, markmiðssetningu, fjárfestingarþörf, mannafla, æski- lega staðsetningu og rekstr- arkostnað. Undirbúin hefur verið aðkoma færustu sérfræðinga heims á þessu sviði. Verður að vænta þess að skiln- ingur sé fyrir áframhaldandi vinnu að þessari nauðsynlegu stofnun. Ís- lensk skólabörn eiga ekki að þurfa lengur að búa við lakari námsúrræði en jafnaldrar þeirra erlendis, og sæta fyrir það ósanngjarnri gagn- rýni fyrir sína frammistöðu. Efna- hagsástand hérlendis er þokkalegt um þessar mundir. Eigum við ekki að láta börnin njóta þess? Óhagstæðar Pisa- niðurstöður – tæknisafn vantar Skólabörn eiga ekki að þurfa að búa við lakari námsúrræði en jafnaldrar þeirra erlendis, segir Valdimar Össurarson Valdimar Össurarson » Íslenskskólabörn eiga ekki að þurfa að búa við lakari námsúr- ræði en jafn- aldrar þeirra erlendis og sæta fyrir það ósanngjarnri gagnrýni. Höfundur er rekstrarstjóri og áhugamaður um bætta menntun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.