Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gísli Guð-mundsson fæddist á Egils- stöðum í Vill- ingaholtshreppi í Flóa 1. apríl 1912. Hann lést í Sunnu- hlíð í Kópavogi 11. desember síðastlið- inn. Hann var son- ur hjónana Guð- mundar Eiríks- sonar og Kristínar Gísladóttur. Gísli var þriðji í röð 10 systkina. Gísli kvæntist 20. janúar 1935 Maríu Elísabetu Olgeirsdóttur frá Stykkishólmi, f. 12. júní 1912, d. 25. desember 1994. Þeim varð sjö barna auðið, þau eru Olgeir, f. 9. október 1934, Lilja, f. 18. ágúst 1937, Kristinn, f. 20. sept- ember 1941, María Angela, f. 3. mars 1942, d. 27. sept- ember 1945, Gunnar Már, f. 29. október 1944, Fjóla, f. 20. október 1948, og Guðmundur, f. 4. desember 1950. Guðmundur ólst upp á Hróarsholti í Flóa frá 8 ára aldri, en fluttist til Reykjavíkur 1930. Hann lærði tré- smíði og vann við hana meðan heilsan leyfði. Gísli var mikill hagleiksmaður á allan við, og ná- kvæmur mjög. Útför Gísla fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Minn elskulegi tengdafaðir Gísli Guðmundsson er látinn 95 ára gam- all. Ég kynntist honum 1972. Þegar ég kom inn á heimilið tók hann mér strax eins og dóttur. Hann var liða- giktarsjúklingur og með ólæknandi blóðsjúkdóm sem hrjáði hann alla ævi. Hann vann heima við penslagerð þótt hendur hans þyldu vart þá vinnu en aldrei heyrði ég hann kvarta nema að það væri óttalegur vesældómur í sér að geta ekki gert það sem hann langaði og vildi gera. Það var stutt í grínið hjá honum og voru helgarnar oft fjörugar þegar öll börnin voru saman komin í litla húsinu hjá þeim á Álfhólsveginum. Hann var afar þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann og orð hans voru og stóðu eins og stafur á bók. Hann missti eiginkonu sína 25 des 1994 og var það honum mjög þung- bært, hún hafði verið hans hægri hönd og var áfallið mikið. Elsku tengdapabbi, nú eru allar kvalir að baki og ég trúi að þú sért í faðmi Mæju þinnar og hins algóða guðs. Þakka þér fyrir að hleypa mér að þínum innra manni sem þroskaði mig og gerði mig að betri mann- eskju. Þín tengdadóttir, Sigríður (Sirrý). Elsku afi. Fyrir litla krakka var Álfhólsveg- urinn hjá afa og ömmu heimur út af fyrir sig. Þótt húsið væri lítið fyrir þá fullorðnu var það heil ævintýra- veröld fyrir okkur, sérstaklega kjallarinn þar sem langur gangur lá að borðinu þar sem afi sat og vann við penslana. Þegar við komum á Álfhólsveginn var alltaf tekið hlýlega á móti okkur kossar og knús, ef afi var niðri í kjallar hlupum til hans. Þegar við komum niður fórum við yfirleitt að borðinu hjá honum, rétt sáum upp á borðið og vorum að fylgjast með hvað hann var að gera. Einnig vor- um við að bíða eftir því að hann segði jæja og opnaði skúffuna á borðinu sínu, þar átti hann yfirleitt tópaspakka sem hann gaf okkur úr, ef tópasið var stórt og mikið skar hann það í tvennt og þá höfðum við tvö stykki. Þegar við gistum hjá ömmu og afa fórum við oft niður með afa að aðstoða hann við að kveikja á olíukyndingunni. Afi var alltaf kátur og gantaðist alveg fram á síðasta dag. Hann kenndi okkur að spila ólsen ólsen og sátum við oft tímunum saman í sóf- anum og spiluðum meðan amma prjónaði lopapeysur. Frá eldhúsinu hjá ömmu var allt- af ilmur af kleinum eða vöfflum, amma var alltaf létt og kát. Við hlupum oft fyrir hana í búðina ef eitthvað smávægilegt vantaði. Bak við húsið var risagarður þar sem við lékum okkur mikið, afi sat á stól uppi við húsvegg og amma í eldhús- glugganum og þau fylgdust með. Á haustin hjálpuðum við til við upp- skeruna á kartöflunum og rófunum, við hjálpuðum ömmu líka við að tína rifsber. Afi og amma fluttu síðan í Vogatunguna, þar leið þeim vel og alltaf var jafn gott að heimsækja þau, alltaf glaðleg og hress. Seinna fór afi í Sunnuhlíð þar sem hann hafði sérherbergi. Þar var hann með myndir af öllu sínu fólki, hann fylgd- ist vel með allri fjölskyldunni, hann spurði alltaf frétta af börnunum þegar við komum í heimsókn. Nú er hann kominn til ömmu, það er það sem hann hefur þráð svo lengi, hvíl í friði, elsku afi. Gísli, Kristinn, Guðlaug og fjölskyldur. Ég hafði verið að hugsa til Gísla af og til í síðustu viku og ætlaði svo sannarlega að heimsækja hann að Sunnuhlíð um helgina, en þá hringdi síminn. Það var hann Guðmundur Gíslason (Addi ) og sagði mér að pabbi hans hefði dáið þá um morg- uninn. Ég ásakaði sjálfa mig fyrir að koma ekki til hans eins og ég hafði ætlað mér. En svona er það stund- um, við erum of sein. En Gísli var orðin 95 ára, þreyttur, og oft mikið þjáður með erfiðan sjúkdóm. Gísli var mjög góður vinur okkar. Í meira en hálfa öld á árunum milli ’50 og ’60 byggði hann litla húsið okkar í Kópavoginum með Smára, manninum mínum, og hjálpaði okk- ur á allan hátt, hann var alveg sér- staklega vandvirkur húsasmíða- meistari. Við vorum svo heppin að fá lóð í næsta nágrenni við þau hjónin Gísla og Maríu, konu hans, og yndislegu börnin þeirra. Þarna bjuggum við næstu 14 árin en fluttum þá austur yfir fjall. Hin góða vinátta hélt áfram. Við komum til þeirra og þau komu til okkar. Ég verð að minnast á atvik sem skeði í apríl árið 1982 þegar fjölskyldan kom óvænt í heimsókn. Það var alltaf svo gaman þegar þau komu, en þá var fremur lítið um mat í húsinu. Til að bjarga okkur náðum við í gott skyr og rjóma, flatkökur og hangikjöt og eitthvað fleira. Svo fengum við okkur kaffi og kökur á eftir. Þá kom í ljós að Gísli átti af- mæli þennan dag, var orðinn 70 ára! Ég varð nú eitthvað hálf miður mín yfir þessum veislumat, en það var einmitt þetta sem Gísla þótti vænt um: að vera ekki með umstang sín vegna. Gísli var sá persónuleiki sem ég hef alltaf dáðst að. Hann var svo traustur og öruggur og alltaf svo gaman að tala við hann. Þeir voru miklir vinir, maðurinn minn og hann, og alltaf gat hann leitað til Gísla, þegar hann þurfti ráðlegginga við. Eftir að við misstum – hann kon- una sína Maríu og ég manninn minn þrem vikum seinna – töluðum við oft um gömlu góðu dagana. En það voru fleiri nágrannar. Ásta Thorarensen bjó með fjölskyldu sinni í næsta húsi, og það var oft glatt á hjalla þegar hún var nálægt, en hún er líka farin. Gísli, þessi glæsilegi maður var oft þjáður af liðagigt frá því hann var ungur drengur. Ég hringdi oftast í Gísla 1. apríl til að óska honum til hamingju með daginn þegar hann sagði: – Þú mundir þá eftir mér, og virt- ist vera alveg hissa. En það var ekki hægt annað en muna eftir Gísla. Hann hafði svo oft komið við sögu í minni fjölskyldu. Síðast þegar við Jóhann komum til hans var hann þreyttur, en með sama brosið sem var svo gamal- kunnugt. Ég vil þakka Gísla fyrir góða vin- áttu og votta öllum börnunum og fjölskyldum þeirra samúð og óska þeim öllum Guðs blessunar. Ída Stanleysdóttir og fjölskylda. Gísli Guðmundsson ✝ Stefanía Stef-ánsdóttir fædd- ist 8. september 1920 í Stóra-Lamb- haga í Hraunum, sunnan Hafnar- fjarðar (við Straumsvík ). Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 8. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefán Magn- ússon bóndi í Stóra- Lambhaga, f. í Garðasókn 12.5. 1887, d. 21.9. 1920, og Jóhanna Jóhannsdóttir, f. í Reykjavík 1.4. 1890, d. 27.7. 1985. Jóhanna var húsfreyja í Stóra- Lambhaga og bjó síðan í Nýjabæ, Garðahverfi með seinni eigin- manni sínum, Árna Magnússyni bónda f. 1889, d. 1963. Stefanía ólst upp í Nýjabæ ásamt sex systk- inum sínum. Eftir skólagöngu í barnaskóla og Flensborgarskóla í barnabörn. 4) Magnús, f. 1951, maki Ingunn Jónsdóttir, þau eiga tvö börn. 5) Jóhanna, f. 1954, maki Sigurður Pálsson, þau eiga tvö börn. 6) Sigríður Þyrí, f. 1958, maki Úlfar Hróarsson, þau eiga tvö börn. 7) Árný, f. 1965, fyrrv. maki Heimir Haraldsson, þau eiga þrjú börn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Stefanía og Skúli í Reykjavík, en fluttu til Kópavogs árið 1944 og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau voru meðal frumbyggja í Kópavogi. Þau keyptu sumarbústað við Ný- býlaveg, sem þau byggðu við og varð síðar Nýbýlavegur 36. Síðar byggðu þau sér 3ja íbúða hús á lóð sinni við Nýbýlaveg. Stefanía flutti í Gullsmára 10, Kópavogi, eftir lát eiginmanns síns. Stefanía sinnti húsmóðurstörfum þar til um fimmtugt að hún hóf störf hjá Fé- lagsþjónustu Kópavogs, við heim- ilishjálp, hún lét af störfum vegna aldurs, 67 ára gömul. Síðustu fjög- ur árin dvaldi Stefanía á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð. Útför Stefaníu fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Hafnarfirði stundaði hún ýmis störf, m.a. við saumaskap. Stefanía giftist 9.12. 1939 Skúla Magnússyni, frá Efri- Hömrum, Ásahrepp, Rangárvallasýslu, skrifstofumanni og síðar vörubifreiða- stjóra, f. 1.7. 1915, d. 27.6. 1995. Foreldrar hans voru Magnús Björnsson, 1870-1955 og Stefanía Ámunda- dóttir, 1878-1956, þau bjuggu á Efri-Hömrum, Ása- hrepp. Stefanía og Skúli eignuðust sjö börn: 1) Dóra, f. 1940, maki Þor- varður Brynjólfsson, þau eiga fjögur börn og sex barnabörn. 2) Bergþóra, f. 1943, maki Sigurður Guðmundsson, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. 3) Stefán, f. 1947, d. 1983, átti tvö börn með Elínu Þorsteinsdóttur og fjögur Hvort sem þú ert hér eða þar hef ég þig í hjarta mér. Móðir, sem mig örmum bar margt hef ég að þakka þér. Ég veit að þú munt verma mig vera hjá mér nótt sem dag en sannur Guð nú signir þig og syngur þér sitt gleðilag. Þegar hittumst, mamma mín, mildur faðmur mig mun hylja, þá mun hlýja höndin þín hjarta mitt og sálu ylja. Nú ertu farin frá mér, elsku mamma mín. Þó þú hafir verið að hverfa frá mér smátt og smátt und- anfarin ár þá er erfitt að hugsa sér lífið án þín. Við vorum samrýmdar mæðgur og góðar vinkonur þó að 45 ár væru á milli okkar. Minningarnar hrannast upp, allskonar minningar. Þungt heimili og oft erfitt. Þú aldrei þreytt, alltaf að hugsa um aðra en sjálfa þig. Kvartaðir aldrei. Ofur- kona. Þú að fara til Spánar með okk- ur vinkonurnar. Við pínu villtar en þú alltaf yndisleg við okkur og naust þín vel í þessum ferðum því þú elsk- aðir sól og hita. Síðustu sólarlanda- ferðina fórstu í 79 ára gömul til Tyrklands í yfir 40 stiga hita, ekkert mál fyrir þig. Mikil barnakerling varstu og góð amma enda hændust börnin að þér. Svona gæti ég enda- laust haldið áfram því minningarnar eru margar og góðar, en efst í huga mér er þakklæti fyrir allt það sem þú varst mér og börnunum mínum, elsku mamma mín. Ég sakna þín. Þín Árný. Foreldrar mínir hófu búskap í lok fjórða áratugar síðustu aldar en fluttu árið 1944 í Kópavog þar sem þau bjuggu æ síðan. Móðir mín helg- aði sig barnauppeldi og heimilis- störfum meðan barnahópurinn, sem taldi sjö börn, óx úr grasi. Það var notalegt að koma heim úr skóla og segja henni frá atburðum dagsins og fá eitthvað að borða og drekka við eldhúsborðið. Hún bakaði líka þær bestu kleinur og pönnukökur sem ég hef smakkað. Hún hlúði að okkur í veikindum, hvort sem það voru misl- ingar, hlaupabóla eða hettusótt. Hún fór á fætur eldsnemma að morgni, féll sjaldnast verk úr hendi og var alltaf boðin og búin til þess að rétta öðrum hjálparhönd. Þarfir annarra höfðu forgang fram yfir hennar eig- in. Hún var einstaklega lagin við saumaskap, saumaði kjóla, kápur og jafnvel íslenskan búning. Hún þurfti engin snið og hún gat sprett upp gömlum fötum og saumað ný. Þegar ég var í Kvennó og peysufatadag- urinn stóð fyrir dyrum fór hún á námskeið til þess að læra að sauma íslenskan búning og lagði nótt við dag til þess að sauma handa mér upphlut sem ég skartaði svo á peysu- fatadaginn. Móðir mín var einstaklega lagin og natin við börn. Ef hún tók ung- barn í fangið var engu líkara en þar ætti það heima, ekkert barn grét í faðmi hennar. Hún var alltaf boðin og búin til þess að líta eftir barna- börnunum. Mér er minnisstætt þeg- ar sonur minn var u.þ.b. ársgamall og við komum í heimsókn á Nýbýla- veginn, þá vildi hann alltaf láta hana lyfta sér upp og fá að kíkja ofan í pottana á eldavélinni. Seinna upp- götvuðum við ástæðuna, það var kjötsúpan hennar ömmu sem hann hafði tekið svona miklu ástfóstri við! Dóttir mín dvaldi ósjaldan hjá henni eftir að faðir minn var fallinn frá. Ef vel viðraði fengu þær sér göngutúr í Nóatún til þess að kaupa eitthvað í matinn. Ekki brást það þá að amman keypti eitthvað smáræði handa henni, oftast nær eitthvert hár- skraut, spennur eða teygjur, sem vöktu mikla lukku hjá lítilli hnátu. Þegar móðir mín var komin á miðjan aldur hóf hún að starfa við heimilishjálp. Sá starfsvettvangur átti vel við hana. Að hlú að öðrum, það var það sem hún gerði best og sinnti hún starfi sínu af alhug. Hún öðlaðist aukið sjálfstæði sem má kannski að einhverju leyti tengja kvenréttindabaráttu þess tíma. Hún tók bílpróf, keypti sér bíl og byrjaði að fara í utanlandsferðir, fyrst til Spánar en síðan ferðaðist hún víðar. Hún fór með mér og fjölskyldu minni í nokkrar ferðir, bæði til Bandaríkj- anna og Evrópu. Hún bar aldurinn vel og var lengst af hraust og sterk- byggð. Fyrir sjö árum greindist hún með Alzheimer-sjúkdóm og sl. fjög- ur ár dvaldist hún á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð. Alzheimer er erfiður sjúkdómur, bæði fyrir hinn veika og aðstandendur. Smátt og smátt hvarf móðir mín okkur en þau voru dýr- mæt augnablikin þegar brá fyrir gamalkunnum persónueinkennum í fari hennar. Ég vil þakka hjúkrunarfólki í Sunnuhlíð fyrir góða umönnun um leið og ég kveð móður mína með inni- legu þakklæti fyrir allt það sem hún var mér og fjölskyldu minni. Sigríður Þyrí Skúladóttir. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma, þú varst best og vild- ir gera allt fyrir mig. Ég var mikið hjá þér á Nýbýlaveginum áður en ég flutti til Danmerkur og í Gullsmár- anum eftir að ég kom aftur heim. Oft hljóp ég til þín í hádeginu úr skól- anum og þú bjóst til hafragraut handa okkur eða þá að ég steikti hamborgara. Mér leiddist svo þegar þú þurftir að flytja í Sunnuhlíð, því þá gat ég ekki lengur komið og gist hjá þér sem ég gerði mjög oft. Það var svo gott að koma til þín og alltaf eitthvað gott til í skápunum. Þú varst svo hlý og góð og algjör dúlla. Elsku amma, takk fyrir allt. Þinn Stefán Snær. Alla tíð var amma umvafin fólki enda var hún fædd inn í stóra fjöl- skyldu og sjálf eignaðist hún fjölda afkomenda. Hún var höfðingi heim að sækja, því alltaf var borið það besta fram á kaffiborðið. Þau voru líka ófá skiptin sem hún bakaði pönnukökur fyrir gestina sem alltaf voru jafn góðar. Heimili hennar var alltaf opið fyrir gesti og gangandi. Þannig fannst henni sjálfsagt að bjóða öllum pennavinkonum móður okkar Bergþóru sem heimsóttu hana í gegnum tíðina einnig til sín, jafnvel þótt hún gæti ekki talað við þær. Amma lagði metnað sinn í að halda fallegt og hlýlegt heimili. Hún hélt því hreinu og hlúði að potta- plöntunum sínum sem þrifust vel. Gengið var frá þvotti af svo mikilli natni að maður dáðist af því. Amma var alltaf tilbúin að hjálpa öðrum í fjölskyldunni ef þess þurfti. Hvort sem það var að líta eftir eldri eða yngri kynslóðinni, aðstoða við veik- indi eða til að taka slátur, þá kom hún og lagði hönd á plóginn. Hún spurði einnig frétta af börnum og barnabörnum og tók þannig þátt í því sem var að gerast þá stundina og sýndi okkur umhyggju í stóru og smáu. Á liðnum árum hafa veikindi henn- ar litað samskipti við aðra og það varð hlutskipti fjölskyldunnar að endurgjalda alla þá ástúð og um- hyggju sem hún hafði sýnt öðrum í gegnum tíðina. Minning þín verður geymd í hjörtum okkar, hafðu þökk fyrir samfylgdina. Erla og Stefanía Sigurðardætur. Stefanía Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.