Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING WILLIAM Blake (1757-1827), frá- bært enskt ljóðskáld, listamaður og furðufugl, er aukapersóna í skáldsög- unni Neistaflugi eftir Tracy Cheval- ier, höfund metsölubókarinnar Stúlku með perlueyrnalokk. Sagan gerist í London á átjándu öld og segir frá Kellaway-fjölskyldunni sem flyst til borgarinnar frá Dorsetskíri til að hefja nýtt líf. London á dögum iðn- byltingarinnar er þokuslungin stór- borg með hávaðasömum krám, skít- ugum verksmiðjum, þröngum kolarykugum götum og stækri hlandlykt. Sveitapiltinum Jem Kel- laway og Maggý, sem er örsnauð og kjaftfor borgarstelpa, verður vel til vina. Þau njósna um Blake sem hefur mikil áhrif á líf þeirra, fylgjast með fjörinu í sirkus Astleys, kanna ref- ilstigu borgarinnar í laumi og upp- götva ýmislegt um sig sjálf og heim- inn í kring meðan örlög þeirra ráðast. Persónurnar eru litskrúðugar og margar dálítið Dickens-legar, t.d. Bet Butterfield, móðir Maggýar, en hún er ærleg þvottakona sem þykir sopinn góður; Rosie, unglingsstúlka í vændi, kasólétt og með lekanda, og loks John Astley, tungulipur kvenna- bósi sem kremur hjörtu aðdáenda sinna. Stéttaandstæður eru skýrar í sögunni, bilið milli ríkra og fátækra er gríðarlegt og lífið er gjörólíkt í sveit og borg. Harðsótt er fyrir þýð- anda að gera mállýsku eða „hreimi“ borgarbúa skil á íslensku og við- kvæði eins og „Veitiggi“ á stöku stað eru ekki sannfærandi þegar persón- ur sögunnar tala annars kjarngott mál. Brot úr ljóðum Blakes, Söngv- um sakleysis og lífsreynslu, tengjast sögunni á áhrifaríkan hátt og hefur þýðing þeirra tekist ágætlega (t.d. bls. 90). Titill bókarinnar á ensku, Burning Bright, er úr einu ljóða Bla- kes, „The Tiger“, og bókarkápan er í anda frægra bókaskreytinga hans. Ekki er hægt annað en fyllast áhuga á lífi og skáldskap Williams Blake við lestur Neistaflugs, persóna hans og verk eru með því safaríkasta í bók- inni. Sagan tengist líka Paradísarmissi Miltons og fjallar m.a. um glatað sak- leysi og ást. Í bókarlok er birtur langur listi yfir heimildir og mörgum þakkað liðsinni, en Chevalier und- irbýr jarðveg sögulegra skáldsagna sinna af stakri elju og nákvæmni. Í rauninni er svo mikið er lagt í svið- setningar og umhverfi sögunnar að stundum trosnar söguþráðurinn og týnist. Bókin er samt skemmtileg af- lestrar. Það er örugglega stutt í kvik- mynd eða sjónvarpsþætti (BBC) byggða á bókinni og þá verður spennandi að sjá Blake, hinn enska Æra-Tobba. Ljóðskáld í London Morgunblaðið/Kristinn Tracy Chevalier Persónur hennar eru margar Dickens-legar og William Blake kemur við sögu sem aukapersóna. BÆKUR Þýdd skáldsaga Neistaflug Steinunn Inga Óttarsdóttir Eftir Tracy Chevalier. Sölvi Björn Sigurðsson þýddi. Jentas 2007. 358 bls. HAUKUR Gröndal og Óskar Guðjónsson eru um sumt ansi ólíkir tónlistarmenn en eiga þó margt sameiginlegt. Þeir eru jafnvígir á bíbopp og frjáls- an djass, en þegar Haukur hefur leikið frjálsdjass af ætt Ornette Colemans frá Atlanticárunum hef- ur Óskar gjarnan verið á nótum Hilmars Jens- sonar, þar sem hinn klassíski djasshrynur hefur fokið burt með hljómum og oft melódíu. Þó er Óskar einn melódískasti djassleikari sem við eig- um. Okkur, sem höfum hlustað á Ornette Cole- man í næstum hálfa öld, fannst upphafslag þess- ara tónleika - „Hungarian blues“ eftir Hauk - ansi heimilislegt og ekki laust við að konan einmana læddist inn í verkið. „ASSA“ eftir Óskar rann ljúf- lega fram og þegar altó Hauks og tenór Óskars voru sem bestir í samspilinu var það jafn leikandi og hjá Konitz og Marsh. „7/8 fyrir Pachora“ eftir Óskar, leikið í 8/8, var tileinkað þeim Speed, Black og Skúla Sverris, sem kynntu Óskari Balkan- tónlistina, en Haukur hefur verið handgenginn kletzmertónlistinni, ættingja hennar. Lagið var einfalt eins og „Jean Pierre“ Miles og balk- anskalar í sólóunum. „Brew“ var boppskotinn ópus eftir Hauk; tileinkaður samnefndum ten- órista Moore. Þetta var eina lagið sem var slakt í flutningi á tónleikunum; hefði þurft nokkrar æf- ingar í viðbót. Þeir félagar bættu það svo sann- arlega upp með ballöðu Hauks, „Inbreed“, sem er sérdeilis fallega skrifuð melódía og var fallega blásin. Ornette sneri svo aftur í „Palisander“ Hauks, en Ornette-hlið Hauks má kynnast á Her- bert, frábærri skífu Rodent, kvartetti hans og finnska trompettleikarans Jarrko Hakala. Það er ekki hægt að skiljast við þessa tónleika án þess að geta Valdimars Kolbeins Sigurjónssonar bassa- leikara og Scott McLemore trommara. Þeir gáfu kvartettinum þá fyllingu sem þurfti. Ég hlakka til að heyra þá félaga aftur og þá samæfðari en þetta kvöld. TÓNLIST Kvartett Hauks Gröndals og Óskars Guðjónssonar bbbmn Blástur Haukur Gröndal og Óskar Guðjónsson blása í hljóðfæri sín. Reyndir jaxlar á byrjunarreit Vernharður Linnet Morgunblaðið/Þorkell Múlinn á DOMO. Miðvikudagskvöldið 12.12.2007 EINAR Scheving hefur verið áber- andi í íslensku tónlistarlífi í áraraðir, en stórum hluta ungrar ævi hefur hann eytt í Miami í Florida; bæði sem nemandi, kennari og tónlist- armaður, m.a. í hljómsveit Ira Sul- livans. Þar lék hann harðbopp. Sú tónlist er hvergi í sjónmáli á fyrstu skífunni sem hann gefur út undir eigin nafni, Cycles. Hún var tekin upp í New York í fyrra, en hljóð- blönduð af einum frægasta upptöku- manni djassins, Jan Erik Kongs- haug, í Rainbow hljóðverinu í Osló í september sl. Þá skar Einar ým- islegt burt af upphaflega efninu og hljómurinn var fullkomnaður í hin- um margfræga ECM-stíl. Af þeim norræna/þýska meiði er tónlist þess- arar skífu, sem kalla má svítu í tíu þáttum. Einsog tónlist margra merkustu ECM tónlistarmannanna norrænu; Jan Garbareks, Arild And- ersens og Bobo Stensons, er tónlist Einars af ætt impressjónismans, draumkennd og svífandi og gædd innri fegurð sem sífellt kemur á óvart, eins konar Sigur Rós í æðra veldi, og ætti því að höfða til þrosk- aðri hlustendahóps svonefndrar popptónlistar jafnt sem þeirra sem unna ECM-stílnum og hættu ekki að hlusta á Miles Davis eftir að In A Si- lent Way leit dagsins ljós. Hér verða ekki raktir hinir einstöku þætti svít- unnar eða sólóin, sem falla svo þétt að tónverkum Einars að varla verð- ur munur spuna og skrifa. Slíkt er aðeins á færi þeirra sem búa yfir snilligáfunni, einsog fjórmenning- arnir á Cycles. Einar slær að sjálf- sögðu trommurnar, Eyþór Gunn- arsson píanóið, Skúli Sverrisson bassann og í saxófóna blæs Óskar Guðjónsson. Þetta eru allt menn sem gætu fyrirhafnarlítið leikið með hvaða framsækinni djasssveit sem er á jarðarkringlunni. Á þessari skífu er enginn tónn án tilgangs og þroski þessara pilta er þeirrar gerðar að sýniþörfin er eng- in. Þeir eru þjónar tónlistarinnar. Þetta er tær list og það þarf ekki að smella fingri þegar hlustað er, held- ur hverfa inní þá draumaveröld þar- sem fegurðin ríkir ein, sökkva sér í einsemd í tónaveröld sem auðgar jafnt sem göfgar. Draumur í æðra veldi Morgunblaðið/Sverrir Einar Scheving „Eins konar Sigur Rós í æðra veldi.“ Vernharður Linnet TÓNLIST Geisladiskur Einar Scheving: Cycles  Valrun 0701/Smekkleysa ÞAÐ voru mikil gleðitíðindi þegar Málmblásarakvintett Norðurlands hélt sína fyrstu opinberu tónleika í fyrra og hreif tónelsk eyru með góðum leik. Nú gullu sönglúðrar þeirra á fjórðu vetrartón- leikum Tón- listarfélags Akureyrar í Ketilhúsinu og vonandi er kvintettinn að festa sig í sessi. Vakin skal athygli á því hve með- færilegur slíkur kvintett er og getur glatt með leik sínum fólk við svo fjölmörg önnur tækifæri en á tón- leikum. Þegar málmgjöll hljóma í hreinu samspili, eins og best tókst til í Ket- ilhúsinu að þessu sinni, er samlík- ingin við gulltón og glæstar hallir nærtæk. Hallardans var að mínum dómi best leikinn, en það var hinn líflegi Galliard-þáttur Orustusvítunnar eft- ir Samiel Scheidt. Þarna hélt góð tækni og hljómur þétt í hendur lit- ríkrar túlkunar og styrkleikabreyt- inga. Eitt aðalsmerki góðs málm- gjallaflokks er að geta leikið und- urveikt og ofurmjúkt. Nokkuð skorti á að þessum kröf- um væri fullnægt, og fannst mér sérlega að bassarödd skorti meiri þýðleik. Þetta þarf kvintettinn að bæta, og vonast ég til að honum endist tími og að hann fái næga hvatningu til þess. Leikur kvintettsins féll í góðan jarðveg og klappglaðar hendur löð- uðu fram aukalag sem var listilega útsett og leikið, „Jingle Bell“, sem þrátt fyrrr ofnotkun fékk ferskan blæ. Ég veit ekki hvers vegna gullnir tónar málmgjalla með viðeigandi tónlist gera svo mikið tilkall hjá mér í jólaundirbúninginn, en þessir tón- leikar juku sannarlega við birtuna á mínu aðventukerti. Söng- lúðrar á aðventu Jón Hlöðver Áskelsson TÓNLIST Ketilhúsið Málmblásarakvintett Norðurlands lék ver eftir Scheidt, Clarke, Purcell, Händel, Mozart og Sigvalda Kaldalóns, ásamt ís- lenskum þjóðlögum. Laugardag 7. desember kl. 12. Kammertónleikar Málmblástur Verk eftir Sigvalda Kalda- lóns voru flutt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.