Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 12
Í HNOTSKURN »SnorriFreyr segir að vilji sé til þess úr ýmsum áttum að vernda gömul hús, en á hinn bóginn þurfti að losa um ákveðna skipulagsóvissu sem ríkir í Reykjavík að hans mati. Höf- uðborgin megi ekki missa yf- irbragð sitt úr gamla bænum. Miðbær Reykjavíkur sé auk þess það lítill að ekki megi við því að skerða hann frekar með nið- urrifi. Á ÞEIM reitum, sem þegar hafa ver- ið deiluskipulagðir, þýðir það mögu- legt og jafnvel mjög líklegt niðurrif að minnsta kosti hundrað húsa við Barónsstíg, Laugaveg, Grettisgötu, Njálsgötu og víðar,“ segir Snorri Freyr Hilmarsson, formaður Torfu- samtakanna, um yfirvofandi örlög húsa í austurbæ Reykjavíkur. Annað kvöld, þriðjudagskvöld, verður haldinn fundur á veitingahús- inu Boston sem undirbúningshópur um miðborgina skipuleggur og er ætlað að upplýsa fundargesti um skipulagsmál. Öflug fasteignafélög komin Snorri Freyr, sem mun flytja er- indi á fundinum, segist hafa áhuga á að sýna fólki hversu víðfeðmt deili- skipulagið sé orðið. „Við erum vön því að skipulag sé sett í gang sem síðan verður aldrei að veruleika, s.s. skipulagið frá 1962, sem var mjög stórkarlalegt á sína vísu. En nú eru aðrar kringumstæður með því að það eru miklu öflugri og faglegri fjár- festingarfélög sem eru í kringum húsageirann í heild. Menn líta nán- ast á deiliskipulag sem óafturkræfan byggingakvóta og þá er spurning hvort borgin hafi skipulagsforræði eða ekki.“ Snorri Freyr tekur fram að ekki sé allt ómögulegt í þessum efnum, því húsafriðunarnefnd hafi friðað tíu hús á Laugavegi og þá hafi Samson eignarhaldsfélag ákveðið að rífa ekki tiltekin hús við Vatnsstíg, svo dæmi séu tekin. 100 hús í austurbænum undir skipulagshnífnum Frá Laugavegi að Austurbæjarskóla eru hús sem húsavinir óttast að verði rifin Snorri Freyr Hilmarsson 12 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sektað ritstjóra tímaritsins Gest- gjafans um 200 þúsund krónur fyrir að láta birta auglýsingu um áfengi í blaðinu árið 2005. Ritstjórinn var hins vegar sýknaður af ákæru vegna um- fjöllunar um þrjár bjórtegundir í sama blaði. Ákært var vegna heilsíðumyndar af Amarula-líkjörsflösku, sem birtist í Gestgjafanum. Ritstjórinn sagði að myndin hefði átt að vera hluti af um- fjöllun um Amarula-tréð og hefði um- fjöllunin um tréð átt að vera á vinstri síðunni en myndin á þeirri hægri. Myndin hefði birst en ekki umfjöll- unin. Ástæðan hefði verið sú að um svipað leyti hefði tímaritið verið að opna vefsíðu og af þeim sökum hefði auglýsing um vefsíðuna birst þar sem fjalla átti um tréð og birtast mynd af því og fílum. Innflytjandi áfengisins hefði ekki greitt fyrir þetta. Dómurinn segir í niðurstöðu sinni að myndin hafi verið áfengisauglýs- ing sem brjóti í bága við áfengislög. Einnig var ákært vegna mynda af bjórtegundum. Með þeim myndum fylgdi umfjöllun um bjórinn og sagði ritstjórinn að ritstjórn blaðsins hefði unnið þá umfjöllun upp úr upplýsing- um um bjórinn og innflytjendur hefðu ekki greitt fyrir. Dómurinn taldi að þessi umfjöllun- in væri ekki tilkynning til almennings vegna markaðssetningar heldur um- fjöllun um neysluvöru sem leyfileg væri í landinu. Breytti engu um það mat þótt mynd væri birt af bjórteg- undunum. Var ritstjórinn því sýknað- ur af þessum ákærulið. Sekt fyrir að auglýsa áfengi HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt 16 ára pilt í hálfs árs skil- orðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft samræði við 13 ára stúlku og fyrir að hafa samræði við aðra stúlku, sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Pilturinn var 15 ára þegar brotin voru framin, á árunum 2005 og 2006. Hann var einnig dæmdur til að greiða annarri stúlkunni 500 þúsund krónur í bætur og hinni 100 þúsund krónur. Í dómnum kemur fram, að önnur stúlkan beri merki og ein- kenni um áfallaröskun sem haldi áfram að valda henni sálrænni van- líðan. Í niðurstöðu fjölskipaðs héraðs- dóms kemur fram, að pilturinn búi við væga þroskaskerðingu en undir hana falli þeir sem hafa greindarvísi- tölu á bilinu 50-69. Dómurinn ákvað að binda refsinguna skilorði vegna ungs aldurs piltsins. Braut gegn 13 ára stúlku ♦♦♦ HÓPUR afkomenda Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóðólfs, kom saman í kirkjugarðinum við Suðurgötu á laugardag og minntust þess að þann dag voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns. Jón hvílir við hlið konu sinnar Hólmfríðar Þorvaldsdóttur og nokkurra afkomenda þeirra. Í tilefni af þessu létu afkom- endurnir hreinsa legsteinana við leiðið. Jón Guðmundsson fæddist í Melshúsum í Reykjavík 15. desember árið 1807. Hann var stúdent frá Bessastaðaskóla, nam lögfræði í Kaupmannahöfn og var alþingismaður Skaftfellinga 1845-1867. Hann var í forystu, ásamt Jóni Sigurðssyni, á Þjóðfundinum sumarið 1851, þar sem barist var fyrir lands- réttindum Íslendinga, að því er fram kemur á vef Þjóðskjalasafns Íslands. Jón var eigandi og ritstjóri fréttablaðsins Þjóðólfs 1852-1874. Hann átti til æviloka, 31. maí 1875, bréfaskipti við Jón Sigurðsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg 200 ár frá fæðingu Jóns Guðmundssonar ÞRÁTT fyrir að áhugaleikfélögum hafi fækkað nokkuð á liðnum árum hefur uppfærslum leikverka lítið fækkað milli ára. Flytjendum leik- verka hjá áhugaleikfélögum hefur hins vegar fækkað umtalsvert á seinustu árum. Þannig voru t.d. rúmlega 2.000 flytjendur þeirra leikverka sem áhugaleikfélög færðu upp á leikárinu 1998-99 en á síðasta leikári voru flytjendurnir 1.453. Þessar upplýsingar koma fram í Tölfræðiárbók Hagstof- unnar, Landshagir 2007, sem er ný- komin út. 30 þúsund áhorfendur Á seinasta leikári starfaði 41 áhugaleikfélag í landinu, nokkru fleiri en á árinu á undan en fyrir réttum áratug voru áhugaleik- félögin hins vegar 53 talsins. Á síðasta leikári færðu áhuga- leikfélög landsins upp alls 90 verk, þar af 30 eftir íslenska höfunda. Sýningar á seinasta leikári voru alls 499 og fjöldi sýningargesta 30.113. Miklar sveiflur eru á milli ára á fjölda þeirra sem sækja sýn- ingar áhugaleikfélaga. Voru þeir rúmlega 26 þúsund á leikárinu 2004-05 en 57.200 á leikárinu 2002- 03. Áhugaleikfélög færðu upp 12 leikverk fyrir börn á seinasta ári. Um 500 sýningar áhugaleikfélaga en færri flytja Morgunblaðið/Eggert Mávurinn Frá uppfærslu leikfélagsins Sýna í Elliðaárdalnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.