Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.2007, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 17. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurjón Krist-insson fæddist í Vestmannaeyjum 18. júlí 1922. Hann lést á Landspítal- anum í Fossvogi 8. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Ágústa Arnbjörnsdóttir úr Vestmanneyjum og Kristinn Jónsson frá Steig í Mýrdal. Bræður Sigurjóns eru: Magnús, kvæntur Grétu Bachmann og Arnbjörn, kvæntur Ragnhildi Björnsson. Sigurjón kvæntist 3. október 1953 Jónínu Ingólfsdóttur. For- eldrar Jónínu voru Ingólfur Matt- híasson, stöðvarstjóri loftskeyta- stöðvarinnar í Gufunesi, og Unnur S. Einarsdóttir húsmóðir í Reykjavík. Börn Sigurjóns og Jónínu eru: 1) Kristinn Ingi, kvæntur Sigrúnu Magnúsdóttur, skólann og Iðnskólann í Eyjum. Árið 1948 hóf hann aftur nám við Verzlunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1950. Hann lauk prófi í forspjallsvís- indum frá Háskóla Íslands 1952 og BA prófi í uppeldisfræði, sögu og landafræði árið 1955. Hann stundaði kennslu við Kvennaskól- ann í Reykjavík frá 1951 og einnig stundakennslu við Gagnfræða- skóla verknáms. Sigurjón var skátaforingi í Vestmannaeyjum í 10 ár. Hann ásamt hópi íslenskra skáta sótti heimsmót (Jamboree) í Frakklandi 1947 sem var fyrsta heimsmót skáta eftir seinni heimsstyrjöldina. Árið 1942 var hann var ásamt félögum og vinum úr Vestmannaeyjum einn af stofn- endum Skátaflokksins Útlagar í Reykjavík og var virkur félagi alla tíð. Árið 1961 tók hann við rekstri mánaðarritsins Eldhús- bókin og rak hana til ársins 1985. Eftir það starfaði hann hjá Arn- birni bróður sínum við bókaútgáf- una Setberg í Reykjavík. Sigurjón verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. börn þeirra eru a) Jónína Kristrún, sambýlismaður Hall- dór Óskar Magn- ússon, synir þeirra eru Alexander Ingi Kristjánsson og Magnús Ingi Hall- dórsson, og b) Krist- inn Sigurjón, sam- býliskona Guðrún Lísa Einarsdóttir. 2) Unnur Ágústa, gift Ragnari Sæ Ragn- arssyni, börn þeirra eru Katrín og Gunn- ar Freyr. Sigurjón lauk prófi frá gagn- fræðaskólanum í Vestmanna- eyjum árið 1940. Sat í 1. bekk Kennaraskólans árið1940-41. Þá hóf hann nám við Verzlunarskól- ann í Reykjavík og lauk þaðan verzlunarskólaprófi 1943. Hann fór aftur til Vestmannaeyja og stundaði þar skrifstofustörf ásamt stundakennslu við Gagnfræða- Ekki vissi ég þegar ég kom á heim- ili Sigurjóns og Jónínu haustið 1984 að þar væri ég að hitta tilvonandi tengdaforeldra mína í fyrsta sinn. Mér var vel tekið frá fyrsta degi enda hafði dóttir þeirra, Unnur Ágústa, lagt þeim línurnar um að taka strákn- um vel. Ég fann mig því velkominn og leið fljótt vel á heimili þeirra hjóna og tókst strax með okkur Sigurjóni vin- átta sem hefur haldist æ síðan. Til þeirra hef ég meira sótt en mér hefur auðnast að gefa, þau þekktu lífið og tilveruna af langri reynslu og eigin raun. Sigurjón hafði á löngum vinnu- stundum byggt húsið að Fornuströnd 15 á Seltjarnarnesi enda handlaginn og snjall við lausnir flestra verka. Þegar við Unnur Ágústa höfðum tek- ið þá ákvörðun að hefja sambúð stóð ekki á Sigurjóni að leggja okkur lið. Hann lagði panil í risíbúð okkar í Garðastræti og kom færandi hendi með handriðið fyrir svalirnar. Sigur- jón gat stundum verið sérstakur og hafði sína tækni við að framkvæma hluti. Aðstoðin við uppbyggingu heimilis okkar á þessum tíma verður aldrei fullþökkuð. Bræðurnir þrír frá Vestmannaeyj- um, Sigurjón, Magnús og Arnbjörn voru tengdir sterkum böndum sem aldrei rofna. Í marga áratugi fóru þeir Magnús í sína vikulegu sunnudags- göngu sem veitti þeim nýjan innblást- ur og heilbrigði og hollir lifnaðarhætt- ir voru Sigurjóni ávallt hugleiknir. Eitt sinn skáti, ávallt skáti voru líka orð sem áttu vel við Sigurjón. Tengdapabbi hélt jafnan góðum tengslum við gömlu félagana úr skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyj- um sem flutt höfðu upp á meginlandið til frekara náms eða starfa. Í meira en sextíu ár hafa þeir haldið hópinn og hittast enn. Sigurjón aflaði sér menntunar með því að fara í Verslunarskólann og síð- an í Háskóla Íslands þótt slík mennt- un þætti ekki sjálfsögð á þeim árum. Bækur og bókaútgáfa varð starfsemi sem tengdist Sigurjóni nær alla hans starfstíð. Hann gaf út Eldhúsbókina í fjölda ára og vann síðan við bókaút- gáfuna Setberg langt fram á áttræð- isaldur. Samskipti og samvera við Arnbjörn bróður hans að bókaútgáf- unni tengdi þá saman í vináttu og starfi. Við Sigurjón áttum margar stundir saman jafnt á hátíðum og í gagn- kvæmum matarboðum sem alltaf hafa verið tíð á milli heimila okkar. Margt var skrafað, rætt um menn og málefni og pólitíkin krufin til mergj- ar. Afi Sigurjón, eins og mér er nú tamara að kalla hann eins og börnin mín, var alltaf athugull í samræðum og gætti þess í samskiptum að þekk- ing og hæfni hvers og eins sæti í fyr- irrúmi. Þannig minnast barnabörnin afa síns og upplifa í dag söknuð sem eftir er að vinna úr. Það var ánægjulegt að fá tækifæri til þess að vera með tengdapabba á 85 ára afmælisdegi hans síðastliðið sum- ar þar sem vinir og ættingjar komu saman og glöddust. Jónína, eða amma Ninna, eins og hún er kölluð var hans dyggi lífsförunautur í hartnær sextíu ár. Ég votta þér, elsku tengda- mamma, mína dýpstu samúð. Elsku tengdapabbi, vinir þínir og fjölskylda að Dalhúsum söknum þín og Gunnar Freyr hugsar til þín og veit að nú ert þú hjá guði. Ragnar Sær. Afi Sigurjón og amma Ninna hafa alltaf verið mínir bestu vinir. Ég heimsótti þau oft, fyrst í Espigerði og svo í Trönuhjallann í Kópavogi. Ég var mjög heppin að afi vann við bóka- útgáfu því að þannig eignaðist ég margar bækur sem hafa verið lesnar aftur og aftur. Afi hafði líka ánægju af því að horfa á barnaefni m.a. á Kermit frosk og Prúðuleikarana í sjónvarpinu. Við fórum einnig oft saman í bíó en ein- staka sinnum sofnaði hann þó yfir myndunum. Afi var stundum tilbúinn í að spila við mig 21. Það var uppá- haldsspilið okkar. Afi var oft til staðar og alltaf nálægur. Þegar afi var að gefa mér hnetusmjör þegar ég var yngri kallaði hann það afamysing og það geri ég enn. Á 85 ára afmælinu hans sem var haldið heima hjá mér tók ég myndir af afa sem nú er gott að eiga og skoða þegar ég hugsa til góðu og skemmti- legu stundanna sem við áttum saman. Nú held ég að amma Ninna verði ein- mana og vona að við getum hist ennþá oftar vegna þess að ég á bestu og skemmtilegustu ömmu í heimi. Elsku amma, ég er svo leið að afi er farinn en honum líður vel á nýjum stað. Draumaskýin eru til taks og mig dreymir allar góðu stundirnar með þér og afa. Katrín. Kær og traustur frændi hefur kvatt þennan heim. Sigurjón föðurbróðir okkar var einn af þeim mönnum sem hafa verið okkur systrum fyrirmynd allt frá barnæsku. Hann var góður sonur, eiginmaður, faðir og afi, traustur bróðir og vinur, rómaður kennari og ritstjóri; í orðsins fyllstu merkingu drengur góður. Sigurjón var elstur þriggja bræðra sem með samheldni og vinskap hafa sýnt þeim sem til þekkja hvað bræðraþel er. Eyjapeyjarnir þrír, Sigurjón, Magnús, pabbi okkar, og Arnbjörn hafa alla tíð staðið saman eins og klettar; sannir heimaklettar sem skýldu bæði móður sinni og fjöl- skyldum fyrir veðrum og brotsjó. Að alast upp við slíka fyrirmynd verður veisla í farangrinum um ókomna tíð. Við systur vorum alltaf afar stoltar af þessum myndarlega, víðlesna frænda okkar sem hafði áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Minningar sækja á því þær eigum við margar og ljúfar um Sigurjón frænda og Ninnu, lífsförunaut hans. Fjölmargar tengjast heimsóknum á hlýlegt heimili þeirra hjóna þar sem gagnkvæm virðing og samheldni ríkti. Á Nýlendugötu og Kaplaskjóls- vegi kynntumst við frænda okkar sem traustum eiginmanni og umhyggju- sömum föður. Hjá honum lærðum við ungar að meta gráfíkjur, döðlur, rad- ísur og rauðrófur því áhugi hans á hollu mataræði byrjaði snemma. Um árabil gaf hann út Eldhúsbókina sem virtist til á hverju heimili á þeim tíma. Sú bók hefur einnig nýst okkur betur en margar aðrar góðar bækur – enda hafa mataruppskriftir úr þeirri bók aflað okkur töluverðra vinsælda. Af Nesinu eigum við einnig ljúfar minn- ingar um stoltan föður og afa þegar fjölskyldan hittist þar í höfðinglegum veislum þeirra hjóna og gladdist með börnum þeirra og barnabörnum. Við minnumst einnig skátastráks- ins Sigurjóns, eins af Útlögunum frá Vestmannaeyjum sem hafa fundað saman í rúm sextíu ár. Það voru dýr- mætar kvöldstundir sem við máttum ekki missa af þegar fundur var hald- inn heima hjá okkur. Allir þessir vinir samankomnir og þótt dyrnar inn í stofu væru lokaðar heyrðist ómur af spjalli, hlátrasköll, söngur og oft og tíðum háværar rökræður um þjóð- mál. Því hefur verið hvíslað að okkur að Sigurjón, 105% fjármálastjóri flokksins, hafi oftar en ekki lægt öldu- rót og það voru broshýrir menn sem kvöddust þau kvöld. Þeir sem eiga slíka vini eru ríkir. Minningin um hve Sigurjón var tryggur bræðrum sínum er einnig of- arlega í huga. Hann vann með öðrum þeirra um árabil og með hinum fór hann í gönguferðir hvern sunnudag þar sem nýjar slóðir voru kannaðar, málefni rædd og bræðraböndin styrkt. Þannig var Sigurjón náinn yngri bræðrum sínum, hann var þeim fyrirmynd og sannur vinur. Hann ruddi veginn, fór fyrstur upp á fasta- land og kveður þaðan fyrstur. Við systur, eiginmenn okkar og niðjar þökkum þær stundir sem við höfum átt saman og síðasta samveru- stund okkar á 85 ára afmæli Sigur- jóns frænda er okkur dýrmæt minn- ing. Við vottum Ninnu, Didda, Unni Ágústu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir. Ágústa Kristín og Soffía. Kveðja frá Útlögum Félagi okkar og vinur, Sigurjón Kristinsson frá Hvíld í Vestmanna- eyjum er farinn heim eins og skátar segja. Hann lést að morgni 8. desem- ber eftir langvarandi veikindi. Ungur að aldri gekk Sigurjón til liðs við skátahreyfinguna. Var í hópi skólabræðra sinna í Gagnfræðaskól- anum í Vestmannaeyjum, sem stofn- uðu skátafélagið Faxa, 22. febrúar 1938. Í 10 ár starfaði hann innan fé- lagsins, gekk þar í öll störf og kleif metorðastigann á enda. Varð flokks-, sveitar-, deildar- og félagsforingi. Hann var öflugur leiðtogi og gerði ekki síðri kröfur til sjálfs sín en ann- arra. Eftir gagnfræðapróf í Eyjum hélt Sigurjón til Reykjavíkur og settist einn vetur í Kennaraskólann, en lauk svo prófi frá Verslunarskóla Íslands 1943. Á þessum árum voru allmargir piltar úr skátafélaginu Faxa komnir til Reykjavíkur. Þar stofnuðu þeir skátaflokk 27. október 1942 og nefndu Útlaga. Sigurjón var í hópi 8 stofn- félaga. Að lokinni skólagöngu í Reykjavík hélt Sigurjón aftur til Eyja og starfaði þar næstu ár við ýmis störf, m.a. kennslu. Á þessum árum naut Faxi starfskrafta hans ríkulega. En hugur hans stóð til frekara náms. Hann hélt því aftur til Reykja- víkur. Lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskólanum 1950 og BA-prófi í uppeldisfræði, sögu og landafræði frá Háskóla Íslands 1955. Útlagar eru án efa elsti starfandi skátaflokkur á Íslandi. Menn hafa skipst á að stjórna flokknum þau 65 ár, sem hann hefur starfað. Sigurjón lá aldrei á liði sínu. Piltarnir úr Eyjum voru svo lán- samir að eiginkonur þeirra stóðu vakt um velferð flokksins sem traustir bakhjarlar. Í áratugi voru fundir haldnir á heimili flokksmanna. Þar tók húsfreyjan á móti hópnum. Þau Sigurjón og Ninna voru jafnan sam- hent á slíkum stundum. Auk funda iðkuðu félagarnir úr Eyjum útivist. Fóru í gönguferðir og veiðiferðir og voru náttúruskoðendur. Þeir nutu þess að vera saman og var þá oft glatt á hjalla. Í fjölskylduferð- um var Sigurjón sérstakur vinur barnanna, útdeildi poka með sælgæti til hvers og eins á heimleiðinni. Sá einnig um að hita kakó að skátasið. Hann var næmur á að koma mönnum á óvart. Sá sem hér heldur á penna á Sig- urjóni margt gott upp að unna. Við urðum fljótt vinir, eftir að ég gekk í skátafélagið, náðum vel saman þótt aldursmunur væri nokkur. Og þegar að því kom að ég færi líka til Reykja- víkur átti ég þar góðan hauk í horni. Hann hjálpaði mér að finna leiguher- bergi og koma mér fyrir á nýjum stað. Ég minnist þess, þegar hann bauð mér með sér á Útlagafund í gamla skátaheimilið við Snorrabraut. Þar komu þeir saman, skátabræðurnir úr Eyjum, til funda hálfsmánaðarlega. Eftir áratugi er viðmótið enn hið sama. Hópurinn hittist mánaðarlega á fundi í Norræna húsinu. En nú er skarð fyrir skildi. Við leiðarlok vil ég fyrir hönd Út- laga flytja Ninnu og fjölskyldunni og öðrum aðstandendum, dýpstu samúð okkar Útlaga. Megi minningin um góðan dreng milda tregann á skiln- aðarstund. Óskar Þór Sigurðsson. Sigurjón Kristinsson Elsku pabbi. Nú þegar komið er að kveðjustund sit ég hér ein inni í myrkrinu og get ekki sofið, hef frá svo mörgu að segja, þú pabbi minn, höfuð fjölskyldunnar, mín stoð og stytta og besti vinur. Þegar ég fer til baka í huganum þá eru mínar fyrstu minningar um þig þegar þú klæddir þig í frímúrarafötin og stóðst á stofu- gólfinu í Hlaðbrekkunni svo glæsileg- ur að ég gat ekki haft augun af þér, enginn gat átt fallegri pabba, stoltið var svo mikið. Ófáar veiðiferðirnar fórum við systkinin með þér. Það var alveg sama í hvaða vatn eða á þú renndir, alltaf mokveiddir þú. Þegar heim var komið þurfti að gera að afl- anum og hlaupa með í soðið handa ná- grönnunum. Þú varst mikið jólabarn og útbjóst alltaf greniskreytingar þínar sjálfur, útbjóst heimsins besta jólaís og ananasfrómasinn hennar ömmu sem ég laga enn í dag fyrir mína fjölskyldu. Síðan fórum við í öl- gerðina og létum fylla jólaöl á brús- ana okkar, við stóðum alltaf hljóð hjá, vissum að jólin væru í vændum. Þeg- ar ég var 10 ára gömul þá ákváðuð þið mamma að flytja til Húsavíkur, ekki Gústav Axel Guðmundsson ✝ Gústav AxelGuðmundsson matreiðslumeistari fæddist í Reykjavík 15. september 1937. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 12. nóvember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju 17. nóvember. vorum við öll sátt við þá ákvörðun. Enn hér höfum við verið í 30 ár. Takk fyr- ir, pabbi, að hafa komið með mig til Húsavíkur því hér eignaðist ég góðan mann, fjöl- skyldu og góða vini. Þú varst mikill dellukall, gerðir allt svo vel og skipulagt, vandað og vildir bara eiga það besta, hvort sem það voru veiði- stangir eða myndar- vélar. Þú þoldir ekki fúsk og fljót- færni. Þú hnýttir mikið af flugum í frístundum og gafst vinum og sonum þínum. Þú varst mjög greindur og listhneigður maður og jafnframt skapmikill og ákveðinn. Þú varst unnandi góðra bóka og áttir frábært bókasafn, gluggaðir oft í þær. Það var ávallt bók á þínu náttborði. Þú klippt- ir úr blöðum og safnaðir heimildum. Þú varst mikill unnandi klassískar tónlistar og hafðir nánast áhuga á flestu sem var í kringum þig. Eftir að heilsu þinni fór að hraka fyrir u.þ.b. 5 árum þurftir þú oft að fara á sjúkra- hús og hafa aðstoð heima fyrir. Við áttum margar góðar stundir pabbi minn undir lokin og náðum að halda upp á 70. afmælið þitt, þrátt fyrir að þú værir alveg úrvinda, og gullbrúð- kaup þitt og mömmu. Nafni þinn hélt þér glæsilega veislu sem þú varst svo stoltur af og hann af þér. Þú elskaðir fjölskyldu þína mikið og varst stoltur af þínum barnabörnum. Kvöldið sem þú kvaddir þennan heim þá baðst þú mig að taka mömmu með mér í brúðkaupið hans Halldórs í Álaborg og ég ætla að sjálfsögðu að standa við það. Elsku pabbi, þú ert búinn að vera til staðar fyrir mig og mína allt mitt líf og mér þykir ofboðslega vænt um þig og ég lofa að líta eftir öllu sem við töluðum um. Hvíldu þig nú pabbi minn, nú þarftu ekki lengur að þjást. Og ég vona að þú sért búinn að finna þér góða veiðiá þar sem þú ert núna. Ég hélt í höndina þína stuttu áður en þú fórst, vilt þú lofa taka í mína þegar við sjáumst á ný? Guð geymi þig og minningu þína. Þín dóttir, Hjördís Gústavsdóttir. Mér finnst alveg ótrúlega skrítið að þú sért farinn afi minn. Enginn afi Gústi sem hringir 100 sinnum á dag eða sem hægt er að fara alltaf til eftir skóla og bíða eftir ömmu. Ég á aldrei eftir að gleyma tímanum í sumar þegar amma og mamma fóru til Kaupmannahafnar og ég þurfti að líta eftir þér en í rest- ina vorum við orðin alveg ótrúlega hænd að hvort öðru. Mikið ótrúlega vildi ég að þú hefðir getað verið leng- ur hjá okkur, þá myndi síminn minn allavega hringja oftar. Elsku afi minn, ég sakna þín ótrú- lega mikið, og hefði viljað geta sagt þér miklu meira. Ég vildi líka að þú hefðir getað verið hér þegar ég fengi bílprófið því ég var búin að lofa þér að taka þig í bíltúra og leyfa þér að taka myndir, því það var það sem þú elsk- aðir. Þú verður ávallt í huga mínum elsku afi, þín er sárt saknað. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín, Anna Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.