Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 2
2 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is NÚGILDANDI ákvæði um nálgunarbann eru gölluð, að mati saksóknara hjá ríkissak- sóknara, sem telur kerfið allt of þungt í vöfum og til þess fallið að letja brotaþola að fara fram á nálgunarbann. Marga mánuði getur tekið að fá úrskurð um nálgunarbann. Dómsmálaráð- herra lagði í haust fram á Alþingi frumvarp til laga um nálgunarbann, en á því eru litlar efnis- legar breytingar. Ráðherra vildi ekki tjá sig efnislega um löggjöfina þegar eftir því var leit- að, sagði málið tekið fyrir á þingi og kjörið að ræða það þar. Á fimmtudag staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karl- maður sætti nálgunarbanni í þrjá mánuði gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni. Fallist var á að rökstudd ástæða væri til að ætla að aldrei síðar en innan tveggja vikna. Þrátt fyrir breytingar þykir ekki nægilega langt gengið. Ef litið er til Noregs er það ákærandi sem tekur ákvörðun um nálgunarbann og skal leggja ákvörðunina fyrir dóm í síðasta lagi innan þriggja sólarhringa frá því hún var tek- in. Saksóknari hjá ríkissaksóknara telur slíkt ákvæði vel eiga heima í íslenskum lögum og til mikilla bóta fyrir brotaþola yrði ef lögregla og ákæruvald fengi heimild til að taka ákvörðun um nálgunarbann, a.m.k. til bráðabirgða. Bendir hann á að lögregla hafi heimild til handtöku án þess að dómsúrskurður liggi fyrir, en í handtöku felst almennt mun meiri skerðing á frelsi manns en í nálgunarbanni. Ekki náðist að afla upplýsinga um beiðnir til lögreglu um nálgunarbann á umliðnum árum en árið 2005 var í Héraðsdómi Reykjavíkur enginn úrskurður vegna nálgunarbanns og ár- ið 2004 var einn úrskurður. Dómsmálaráðherra lagði fram í haust tvö frumvörp til laga, annars vegar um meðferð sakamála og hins vegar um nálgunarbann. Nokkrar breytingar eru gerðar á löggjöf um nálgunarbann, t.a.m. skal lögregla taka af- stöðu til beiðninnar svo fljótt sem auðið er – viðkomandi mundi fremja afbrot eða raska á annan hátt friði konunnar. Tíu tilkynningar lágu fyrir hjá lögreglu vegna ófriðar af völdum mannsins, þar á meðal voru tvær kærur vegna líkamsárásar – annars vegar á konuna og hins vegar dóttur beggja. Lögregla eða ákæruvald fái heimild Í núgildandi lögum er fjallað um nálgunar- bann í lögum um meðferð opinberra mála. Lögregla gerir kröfu um nálgunarbann en ekki er gert ráð fyrir að slík krafa sé gerð nema að beiðni þess sem sætt hefur ógn eða ónæði af hendi annars manns. Telji lögregla ekki heim- ild til að leggja fram kröfu getur viðkomandi kært þá ákvörðun til dómsmálaráðuneytisins. Eftir að dómara berst krafa um nálgunarbann ákveður hann stað og stund þinghalds og gefur út kvaðningu á hendur þeim sem krafan bein- ist að. Afar langan tíma getur því tekið að ákvarða hvort nálgunarbanni skuli beitt. Fáir nýta sér úrræði um nálgunarbann  Í núgildandi lögum er fjallað um nálgunarbann í lögum um meðferð opinberra mála  Kerfið þungt í vöfum og mánuði getur tekið að fá úrskurð  Lögregla fái heimild til að beita úrræðinu Í HNOTSKURN »Í 110. gr. laga um meðferð opinberramála er fjallað um nálgunarbann. »Nái ný frumvörp fram að ganga verðurbreyting þar á. »Með nýju lögunum verður lögreglumarkaður tími til að taka afstöðu til beiðni um nálgunarbann. »Saksóknari hjá ríkissaksóknara villganga lengra og veita lögreglu heimild til að taka ákvörðun um nálgunarbann. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „VIÐ erum ekki við samn- ingaborðið að velta fyrir okkur einstaka liðum vísi- tölu neysluverðs,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands, spurður hvort töluverðar matvæla- hækkanir, sem fyrirséð er að kunni að eiga sér stað á næsta ári, verði skoðaðar sérstaklega í komandi kjara- samningum. „Við höfum bent á að mikil óvissa sé framundan í efnahagsmálum almennt. Vextir eru mjög háir, krónan er mjög sveiflukennd og hefur veikst að undanförnu,“ segir hann. Við bætast svo hækkanir á heimsmarkaðsverði, t.d. á korni, og fasteignaverð er hátt. „Þetta þýðir einfaldlega að á næsta ári verður mikil óvissa um framvindu verðlags,“ segir Gylfi sem telur þróunina áhyggjuefni. Hann segir að ASÍ leggi til við stjórnvöld að næstu kjarasamningar verði gerðir til tveggja ára. „Við teljum okkur þurfa að hafa endurskoðunarákvæði eftir ár ef allt fer á versta veg, ef fyrirtækin í landinu velta þessu öllu [hækkunum] út í verðlagið og ekkert kemur á móti til að slá á,“ segir Gylfi. Atvinnulíf og stjórnvöld hafa ýmsar leiðir ASÍ telur reyndar ýmsar leiðir færar til að bregðast við, bæði af hálfu atvinnulífs og stjórn- valda. „Ef hægt verður að ná fram lækkun vaxta mun álagið á húsnæðislið vísitölunnar lækka,“ tekur Gylfi sem dæmi. Hann segir að aðalatriðið sé í raun að stöðva þensluna í hag- kerfinu, en hún ein og sér leiði til hækkana og verðbólgu. „Ef hægt er að létta á þeim þrýstingi verður auðveldara fyrir okkur að takast á við áhrif af hækkandi afurðaverði erlendis frá.“ Óvissa um framvindu verðlags á næsta ári Í HNOTSKURN »Samkvæmt vísitölu Matvæla- og land-búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur matvælaverð hækkað að meðaltali um 40% á árinu. »Uppskerubrestur og ræktun lífrænseldsneytis hefur valdið því að minna framboð er á korni til manneldis. » Í Morgunblaðinu í gær kom fram aðmjólkurvörur hækka um áramót. Verðið verður endurskoðað aftur í síðasta lagi um mitt næsta ár. Líkur séu á frekari hækkunum m.a. vegna hærra áburð- arverðs. Gylfi Arnbjörnsson ASÍ vill endurskoðun kjarasamninga eftir eitt ár vegna óvissunnar SKAÐABÓTAKRAFA Alcan á Íslandi á hendur stóru olíufélögunum þremur nem- ur um 190 milljónum króna. Skaðabótamál Alcans var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna ólögmæts sam- ráðs olíufélaganna. Forráðamenn Alcans telja fyrirtækið hafa þurft að greiða elds- neyti of dýru verði vegna kaupa til álvers- ins í Straumsvík. Alcan fer fram á 190 milljónir Morgunblaðið/Júlíus ÓVENJU þung umferð var á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær. Sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar var ástandið óvenju slæmt, því í gær var þung umferð á öllum stóru umferðaræðunum. Jafnvel Sæ- brautin, sem er alla jafna greiðfær, tepptist. Mikil umferð var einnig við Smáralind. Margir bílstjóranna voru að sögn lögreglu fremur óþreyjufullir. Ekki urðu þó fleiri óhöpp en vanalega á þessum tíma, svo segja má að umferðin hafi gengið vel eftir atvikum. Lögreglan býst við mikilli umferðarös fram að jólum. Morgunblaðið/Eggert Mikill umferðarþungi í höfuðborginni til jóla HÆSTIRÉTTUR hefur úrskurðað tvo karlmenn, litháíska ríkisborgara, í gæslu- varðhald til 31. janúar nk. vegna gruns um gróft kynferðisbrot í miðborg Reykjavíkur í byrjun nóvember. Áður hafði Héraðs- dómur Reykjavíkur úrskurðað mennina í varðhald til 29. febrúar nk. Samkvæmt rannsóknargögnum eru mennirnir undir sterkum grun um að hafa í sameiningu ráðist á konu í húsasundi í miðborginni og nauðgað henni á hrotta- fenginn hátt. Fram kemur í úrskurði hér- aðsdóms að ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur mönnunum. Ákærur gefnar út vegna nauðgunar HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæslu- varðhaldsúrskurð yfir sextán ára síbrota- manni. Hann sætir varðhaldi á meðan mál hans eru til meðferðar fyrir Hæstarétti, en ekki lengur en til 28. febrúar nk. Pilturinn hefur setið í varðhaldi frá 27. apríl sl. Í greinargerð ríkissaksóknara kemur fram að pilturinn hafi verið dæmdur í júlí sl. í 20 mánaða fangelsi fyrir fjölmörg hegningarlagabrot, meðal annars rán. Í ágúst sl. var hann þá dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda lík- amsárás. Báðum dómum hefur verið áfrýj- að til Hæstaréttar. Er talið að yfirgnæfandi líkur séu á því að pilturinn muni halda áfram afbrotum verði hann látinn laus. Sextán ára piltur áfram í gæslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.