Morgunblaðið - 22.12.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.12.2007, Qupperneq 8
8 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMTÖK atvinnulífsins segja að kostnaður við að leggja núverandi raflínukerfi í jörðu gæti numið yfir 300 milljörðum króna. Verði það al- menn stefna að leggja raflínur í jörð muni flutningskostnaður á raf- orku, sem er nú þegar tvöfaldur á við Norðurlönd, margfaldast og reikningurinn verða sendur til ís- lenskra fyrirtækja og heimila. Þingmenn úr öllum flokkum hafa sameinast um að leggja til að ríkis- tjórn Íslands skipi nefnd til að móta stefnu um hvernig leggja megi á næstu árum og áratugum raflínur í jörð sem nú eru ofanjarðar. Á heimasíðu SA segir að þessi kostn- aður muni hindra stofnun nýrra fyrirtækja og draga úr hvata til ný- sköpunar auk þess að draga úr lífs- gæðum landsmanna. Dýrir strengir ORKUVEITA Reykjavíkur hefur að vanda verulegan viðbúnað til að tryggja góða þjónustu við við- skiptavini um jólin. Vakt er á varð- stofu Orkuveitunnar allan sólar- hringinn allt árið, en um hátíðarnar verður fjölgað á vöktunum. Á að- fangadag og fram á jólanótt verður vakt í kerfisstjórn Orkuveitunnar og sjö viðbragðsteymi úti í hverfum tilbúin að grípa inn í ef eitthvað kemur upp á. Teymin verða á Kjal- arnesi og Mosfellsbæ, Árbæjar- hverfi, Kópavogi og Garðabæ, Breiðholtshverfi, Grafarvogi, Vest- urbæ og Seltjarnarnesi og í Sunda- og Vogahverfi. Síminn á bilana- vaktinni er 516 6200. Orkuveitan viðbúin um jólin BÆJARSTJÓRN Bolungarvíkur skorar á ríkisstjórn Íslands að veita aukna fjármuni til minni sveitarfé- laga til að bæta upp tekjumissi vegna niðurskurðar kvótans og segir það mikil vonbrigði að af 1.000 milljónum króna sem ætlaðar voru til viðhalds opinberra bygg- inga skuli einungis 2 milljónir króna koma í hlut Bolungarvíkur. Rót vandans sé kannski sú að í Bol- ungarvík sé lítið af húsnæði í eigu ríkisins. Eðlilegt hefði verið að taka tillit til þess í boðuðum mótvægis- aðgerðum að dæmigert sjávarpláss hefur ekki til að dreifa slíkum byggingum. Ljóst megi vera að ekki verði gengið lengra í að sækja meira fjármagn til íbúanna en þeg- ar er orðið. Vilja meiri mót- vægisaðgerðir SORPHIRÐAN á höfuðborgar- svæðinu hvetur fólk til að fara með pappakassa og jólapappír í endurvinnslu- stöðvar Sorpu. Fólki er bent á að vera með stóran poka við höndina þegar jólagjafirnar eru opnaðar og fylla hann af jólapappír því ekki má setja hann í bláu pappírstunnurnar eða grenndargáma. Jólapappírinn sé yfirleitt svo litaður að hann þurfi að urða með óendurvinn- anlegu sorpi. Jólin er mikill annatími hjá Sorp- hirðunni og verður hafist handa strax á annan í jólum við að tæma sorptunnur og gáma. Jólapappírinn ekki í tunnur STUTT AF 79 sveitarfélögum í landinu munu 64 þeirra leggja á hámarksútsvar á næsta ári en það er 13,03%. Þrjú sveitarfélög leggja á lágmarksút- svar, sem er 11,24%. Þau eru Skorradals- hreppur, Ásahreppur og Helgafellssveit. Tvö sveitarfélög hafa ákveðið að lækka útsvarshlutfallið frá því sem var á þessu ári, Seltjarnarnes og Kjósarhreppur. Fjögur sveitarfélög munu hækka útsvar- ið, Bæjarhreppur, Skagabyggð, Rangár- þing ytra og Húnavatnshreppur. Meðalútsvar á árinu 2008 samkvæmt fyr- irliggjandi ákvörðunum sveitarfélaga verð- ur 12,97%, sem er það sama og á árinu 2007. Samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu verður tekjuskatthlutfallið 22,75%, eða óbreytt frá yfirstandandi ári. Stað- greiðsluhlutfall ársins 2008 verður sam- kvæmt því 35,72% og helst óbreytt milli ára. Sveitarfélögin geta ákveðið útsvar á bilinu 11,24% til 13,03%. Persónuafsláttur hækkar Lögum samkvæmt skal persónuafsláttur í upphafi hvers árs breytast í takt við breyt- ingu á vísitölu neysluverðs yfir næstliðið tólf mánaða tímabil. Nú liggur fyrir mæling Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs fyr- ir desembermánuð 2007 og reyndist hún vera 281,8 stig samanborið við 266,2 stig í desember 2006. Hækkunin milli ára nemur samkvæmt því 5,86%. Það þýðir að á árinu 2008 verður persónuafsláttur hvers einstak- lings 408.409 krónur, eða 34.034 krónur að meðaltali á mánuði, samkvæmt frétt frá fjármálaráðuneytinu. Víðast hvar hámarks- útsvar Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lækkun Útsvarshlutfall lækkar á Sel- tjarnarnesi og í Kjósarhreppi. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is TÖLUVERÐUR munur er á smá- söluálagningu lyfja á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í samanburði sem lyfjagreiðslunefnd gerði á heild- og smásöluverði 19 veltuhæstu pakkninga sem Tryggingastofnun niðurgreiðir fyrir landsmenn. Samanburðurinn var gerður í des- ember en nefndin gerði einnig samskonar samanburð í nóvem- bermánuði. Verðið á lyfjunum 19 sem um ræðir var borið saman við verð sömu lyfja í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þegar heildsöluverð lyfjanna 19 á Íslandi er borið sam- an við meðalheildsöluverð á Norð- urlöndunum þremur kemur í ljós að verðið á Íslandi er í 5 tilvikum hærra en meðalverð á Norður- löndunum, sem eru 14 sinnum með hærra verð. Hærra verð í 13 tilvikum Staðan snýst hins vegar við þeg- ar smásöluverð lyfjanna er skoð- að. Í 13 tilvikum af 19 er verð lyfjanna í smásölu á Íslandi hærra en meðalverð lyfjanna í smásölu á Norðurlöndunum. Verð í Svíþjóð var uppreiknað með 24,5% virðis- aukaskatti til að auðvelda saman- burð á milli landa, þar sem ekki er lagður virðisaukaskattur á lyfseð- ilsskyld lyf í Svíþjóð. Rúna Hauksdóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, segir ljóst að skýringin felist í mun á álagningu í smásölu. Álagningin sé mismun- andi eftir því um hvaða land sé að ræða. Lyfjagreiðslunefnd ákveður smásöluálagningu lyfseðilsskyldra lyfja og segir Rúna að álagningin hafi minnkað undanfarinn áratug. „En það er töluverður munur á smásöluálagningu á Íslandi og í löndunum í kringum okkur.“ Þetta gildi hins vegar ekki aðeins um verð í apótekum heldur sé álagn- ing almennt meiri á Íslandi en í nágrannalöndunum. Rúna bendir á að álagning og afkoma séu ekki einn og sami hlut- urinn. Ríkisendurskoðun hafi í fyrra skoðað afkomu í apótekum Actavis, en það er samheitalyf. Mikill verðmunur er á heildsölu- verði lyfsins hér á landi og á hin- um Norðurlöndunum. Á Íslandi er heildsöluverð lyfsins 2.307 krónur, en 279 krónur í Danmörku, 1.201 króna í Svíþjóð og 181 króna í Noregi. „Það er ljóst að frumlyfin okkar eru ekki mikið dýrari en í lönd- unum í kringum okkur og alls ekki þegar heildsöluverð er skoðað, en samheitalyfin eru töluvert dýr- ari,“ segir Rúna. Ekki hafi tekist að skapa þá virku samkeppni sem sé ákjósanleg. „Þetta er mjög lítill markaður,“ bendir Rúna á. Samheitalyf skoðuð Hún segir að lyfjagreiðslunefnd muni á næstunni bera sérstaklega saman verð samheitalyfja á Ís- landi og í nágrannalöndunum. „Við munum reyna að skoða upp- byggingu álagningar í smásölu með það að leiðarljósi að skapa hvata í kerfinu til þess að auka hlutdeild samheitalyfja.“ og niðurstöðurnar hafi ekki bent til þess að mikið svigrúm væri til lækkana. „En þetta eru samt hlut- ir sem við munum horfa á.“ Rúna segir nefndina kanna lyfjaverð reglulega, en fyrst í nóv- ember hafi hún farið að birta nið- urstöðurnar. „Við ætlum að gera þetta í hverjum mánuði í framtíð- inni,“ segir hún. Öll lyfin 19 sem lyfjagreiðslu- nefnd hefur kannað eru frumlyf utan lyfsins sivacor, sem er frá Verð lyfja hæst hér          !"! # !$  "#%&'     !"! # !$  "#%&'                          (  (  ) * ) +     ,  ) -    . ( +   (/ ) 0 ,   1  ("  " 0 2++ . ( +  + " 3                                                !     !    "  #  $%&%       $"         $"            $"    $"   #   !      4!564 7!644 68!995 :!9;4 <!6<< 5!;=8 4:!<6= 6!<87 =!<=< =!;<4 ;!7=< 69!==< <!674 =!574 8!49= 69!=:5 6;!<;9 4!=8; 44!9::  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  ! ;!9<8 5!475 66!44< :!679 <!;=4 66!;=; 4:!:8< 6!<;= 5!5<: 4!77< <!649 64!<64 <!6<= =!7:4 <<; 69!7:6 6:!=44 4!58; 44!5;9  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  ! :!;=: 64!57= 65!999 7!:<7 5!;86 64!96= ;5!<6; 4!9<= 66!=7< 66!:8< 5!6:5 6:!95; 5!;=; 68!847 ;!847 6:!9=< 86!6<4 :!4;: ;;!86=  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  ! <!=9< 66!;66 6<!85: 5!<49 =!<:= 6<!;=5 ;5!<54 8!;9< 68!986 <!:=: =!6<5 65!699 =!6:6 69!5:7 6!9<6 6;!=55 88!4<4 <!;6= ;;!558  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  !  ! '% (% )( *) (% (  (% +*(+,-.&& % /,  %( , % /   > & "   ?  6!  !899=?@@@! ! $@@@! 0+   ! $@@@!  " ! $@@@! ! Morgunblaðið/Sverrir Hærra verð Lyf í smásölu eru í flestum tilvikum dýrari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.