Morgunblaðið - 22.12.2007, Page 16

Morgunblaðið - 22.12.2007, Page 16
16 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● Markaðsaðilar á hlutabréfamark- aði voru í jólaskapi í gær og hækkaði úrvalsvísitalan um 0,94% í kauphöll OMX á Íslandi í gær og var lokagildi hennar 6.275,38 stig. Mest hækk- un varð á bréfum Atlantic Petroleum, 7,64%, en mest lækkun varð á bréf- um Flögu, 5,49%, og kosta bréf fé- lagsins nú aðeins 86 aura. Velta í viðskiptum í gær nam 35,2 milljörðum króna, þar af var velta með hlutabréf fyrir 10,2 milljarða. Mest velta var með bréf Kaupþings, 3,7 milljarðar króna. Flaga lækkaði mest ● GENGISÞRÓUN hlutabréfa Existu og Spron sneri við í gær og hækkuðu bréf fyrrnefnda félagsins um 7% og þess síðarnefnda 6,05%. Eins og fram hefur komið á undanförnum dögum hefur gengi félaganna verið á hraðri niðurleið og hefur Exista lækk- að um 25% það sem af er mánuði og Spron um 25,9% á sama tímabili. Gengi Existu og Spron hækkaði í gær ● LÁNSFJÁRKREPPUNNI sem herjað hefur á markaði að undanförnu er hvergi nærri lokið. Þvert á móti mun önnur bylgja hennar brátt ríða yfir. Þetta er mat Christian Tegllund Blaa- bjerg, sérfræðings hjá Saxo Bank samkvæmt frétt dönsku fréttaþjón- ustunnar RB-børsen. Mat sitt byggir Tegllund Blaabjerg m.a. á því að Standard & Poor’s hef- ur lækkað lánshæfiseinkunn trygg- ingafélags sem tryggir skuldabréf stórra fjárfestingarbanka með svo- kölluðum skiptasamningum. Önnur bylgja krepp- unnar ríður brátt yfir 365 miðlar brutu sennilega gegn ákvörðun samkeppnisráðs með því að setja það sem skilyrði fyrir af- hendingu sjónvarpsmerkja sinna að hafa aðgang að viðskiptamannabók- haldi Canal Digital Íslandi ehf. Þetta kemur fram í bráðabirgða- ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna ætlaðra brota 365 miðla á samkeppnislögum og brots gegn ákvörðun samkeppnisráðs frá árinu 2005. 365 miðlar synjuðu Canal Digital Íslandi, sem m.a. hyggst starfa að dreifingu sjónvarpsefnis á Íslandi, um dreifingu á íslenskum sjónvarps- rásum 365 nema gegn því skilyrði að fá aðgang að viðskiptamannagrunni Canal Digital. Yfirburðastaða Það er mat Samkeppniseftirlitsins að krafa 365 miðla um aðgang að við- skiptamannagrunni keppinautarins sé að öllum líkindum verulega sam- keppnishamlandi enda séu 365 miðl- ar með einstaka yfirburðastöðu á markaðnum fyrir áskriftarsjónvarp. Því kunni að vera um misnotkun fyr- irtækisins á markaðsráðandi stöðu að ræða. Bráðabirgðaákvörðun Sam- keppniseftirlitsins gildir til 1. apríl og beinir eftirlitið þeim fyrirmælum til 365 miðla að þeir afhendi þegar í stað sjónvarpsmerki stöðva sinna til Canal Digital á Íslandi gegn því að það uppfylli kröfur sem 365 miðlum sé heimilt að gera. Þá segir að 365 miðlum sé óheimilt að setja það skil- yrði fyrir afhendingu merkja að hafa aðgang að viðskiptamannabókhaldi Canal Digital. 365 braut sennilega gegn samkeppnislögum Óheimilt að krefjast aðgangs að viðskiptamannabókhaldi sárni mjög að missa sjálfstæðu kjarasamningana á markaðnum, sem FÍS var fyrst með árið 1997, aft- ur í taxtakjarasamninga í gegnum miðstýringu hjá SA. Nýtt félag gefur slagkraft Skúli J. Björnsson, formaður FÍS, segir meirihluta stjórnar FÍS hafi það að markmiði að búa til ein heild- arsamtök fyrir verslun í landinu og telur Skúli það mikið framfararspor. „Það kom í ljós þegar þessi vinna var nánast á enda að hlutfallsleg vigt á félagsmönnum FÍS var ekki eins há og menn héldu þegar farið var af stað. Hún er um 26%.“ Hann vísar því á bug að hætta sé á samráði innan nýs félags. Sam- keppnislögin séu túlkuð mjög þröngt en fyrirtækin verði þó að geta talað saman. Skúli segir það jafnframt misskilning að hætt verði með mark- aðslaunakerfið heldur frekar að sá möguleiki verði hugsanlega innleidd- ur að einhverju leyti í SA. „Það eina sem vakir fyrir meiri- hluta stjórnar er að vinna að áfram- haldandi hagsmunum og vexti fé- lagsins. Við teljum að það verði best gert innan nýs félags, sem hefur þann slagkraft sem til þarf, bæði gagnvart stjórnvöldum og viðskipta- vinum. En félagsmenn ráða þessu að sjálfsögðu,“ segir Skúli og bendir á að málið sé ekki komið það langt að ákveðið hafi verið að leggja það fyrir aðalfund. Ágreiningur í FÍS um samruna við SVÞ Aðildarfyrirtæki FÍS fengju fjórðung atkvæða í nýju félagi Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is FÉLAG íslenskra stórkaupmanna, FÍS, og Samtök verslunar og þjón- ustu, SVÞ, hafa á síðustu mánuðum rætt samruna félaganna í eitt nýtt félag. Viðræðurnar eru á lokastigum en ekki er eining um samrunann inn- an FÍS og mótmæltu nokkrir fé- lagsmanna fyrirætluninni harðlega á kynningarfundi í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til þess að sameina FÍS og SVÞ en félagsmenn FÍS hafa hingað til spyrnt við fótum og viljað halda sérstöðu síns félags. FÍS starf- ar til að mynda utan vébanda Sam- taka atvinnulífsins, SA, og er með sjálfstæða kjarasamninga byggða á markaðslaunum með lágmarks- launakerfi. Félagsmenn FÍS eru ekki á eitt sáttir en eitt helsta ásteyt- ingarefnið snýr að vægi atkvæða FÍS-félaga í nýju félagi, sem tekur mið af launaveltu aðildarfyrirtækja. Myndu týnast í nýju félagi Birgir R. Jónsson, formaður kjararáðs félagsins og fyrrum for- maður FÍS, segir að félagar í FÍS fái 25% atkvæða á móti 75% atkvæða fé- laga í SVÞ. Þá muni 20 stærstu fyr- irtækin innan SVÞ hafa meira at- kvæðamagn en öll 200 fyrirtækin í FÍS samanlagt. Samt sem áður sé reiknað með að FÍS leggi til helming stofnkostnaðar af nýju félagi en SVÞ hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til sameiningarinnar og fái því styrk fyrir sínu framlagi úr vinnudeilu- sjóði SA. „FÍS er sérgreinafélag og ég tel að hagsmunir fyrirtækjanna myndu týnast í blönduðu félagi. Í nýju félagi á reyndar að starfa ágreiningsnefnd en í FÍS eru lítil og meðalstór fyr- irtæki á meðan stórfyrirtæki eru ráðandi í SVÞ,“ segir Birgir og ótt- ast að stórfyrirtækin fengju öllu sínu framgengt ef ágreiningur kæmi upp. „Hin hliðin er að slík nefnd hlýtur að vera á mörkunum hvað varðar sam- keppnismál. Hvar liggur línan á milli samninga og samráðs?“ Að auki segir Birgir að mönnum EKKI stendur til að breyta núver- andi fyrirkomulagi um kynningu á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands, en kynningarfundir bankans hafa að- eins verið opnir blaðamönnum en ekki fulltrúum greiningardeilda við- skiptabankanna. Heimildarmenn Morgunblaðsins segja greiningardeildirnar ósáttar við að fá ekki að sitja kynningarfund- ina og þá sé óánægja með það að út- sendingar frá fundunum hafa brugð- ist tvisvar í röð. Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabankans, segir sérstaka fundi haldna með greiningardeildunum í kjölfar útgáfu ársfjórðungsrits Seðlabankans, Peningamála. Engin formleg erindi hafi borist frá grein- ingardeildunum varðandi aðgang að fréttamannafundum í kjölfar stýri- vaxtaákvarðana, en óformlegar fyr- irspurnir hafi verið gerðar í þá átt. „Við viljum gefa fréttamönnum kost á að spyrja spurninga á fundunum og teljum þá ekki myndu hafa sama gagn af þeim yrðu fundirnir stækk- aðir.“ Verið að skoða hvað brást Á fimmtudaginn gerðist það í ann- að sinn í röð að vefútsending frá kynningarfundi Seðlabankans brást og var ekki hægt að fylgjast með út- sendingunni beint á netinu. Segir Ei- ríkur að verið sé að kanna hvað hafi komið fyrir. „Við prófuðum útsend- inguna á miðvikudag og aftur klukkutíma fyrir fund og þá virkaði hún eins og hún átti að gera.“ Segir hann það fara eftir niðurstöðu könn- unarinnar hver viðbrögð Seðlabank- ans verði og hvort farið verði aðrar leiðir til birtingar á efninu. „Sem betur fer var fundurinn sl. fimmtu- dag tekinn upp á myndband. Var sú upptaka komin á heimasíðu bankans stuttu eftir fundinn og er enn sjáan- leg þar, sagði Eiríkur Vilja sækja vaxtafundi Morgunblaðið/Ómar Stýrivextir Frá blaðamannafundi Seðlabankans í fyrradag. UMSÓKN Nyhedsavisen um styrk úr dreifingarsjóði dagblaða til að gefa út nýtt áskriftarblað sem á að heita Dagbladet Nyhedsavisen hef- ur verið hafnað enda hafa útgef- endurnir ekki getað sýnt fyrirfram fram á að blaðið muni uppfylla skilyrði sem eru forsenda fyrir styrk. Gerð er krafa um að blað sé selt í áskrift og ekki má dreifa því ókeypis meðfram og þá verður meira en helmingur efnisins að vera skrifaður af ritstjórn blaðsins. Nyhedsavisen hefur nú skotið mál- inu til menningarmálaráðuneyt- isins. Árlega eru veittir um 3,8 millj- arðar íslenskra króna í dreifing- arstyrki til danskra dagblaða og höfðu fríblöðin Nyhedsavisen og MetroXpress áður sótt um fé úr þeim sjóði en fengið afsvar. Málið lyktar nokkuð af áróðursstríði því fram kemur í dönskum fjölmiðlum að útgefendur Nyhedsavisen telji sig geta selt allt að 12 þúsund blöð í áskrift á 6.000-8.400 íslenskar krónur á ári fáist dreifing- arstyrkur, en að án hans verði ekki af útgáfunni. Jafnframt er haft eftir David Trads, aðalrit- stjóra Nyhedsavisen, að ársáskrift- in myndi kosta 12 þúsund krónum meira ef ekki kæmi til styrkur. Vilja dreif- ingarstyrk ! "     "  #$% & ' ()  ) (**+ AB #C "  "#  0 1 &  2 ( 1 &  34   561 &  1  7   ' 3 & 8 9 :% 1 &  ;&, 2   6 7 9    *  2  ) 5-7  <%#  =    D E A ?    0 %   0  0 ># 0  ?% %?5 3 2  5 1 &  5@ #2 :%1 &  A %  BC % -  *?DEB < #     F      ?    G%  #0G  '21   '&-  F +  "                                                            F &   <7 +  ;&* $!$ "!$$ !$! " "!  ""!! "! !""""  "! $$$      ! $ $" !$" " "  $" !  !"$ !" $    " !   $" !  $ !  "    ""   " $!  "" ! !! "" " !   $$!  "$ " $" ! $  "  $   "$   "" $"  $   " $ "! !  "  ! "!   5- ( &    "     "     "         " ! I % ( (%   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   !   ! " !   !   ! ! !  ! EAJ) EAJ     / / EAJ G2J      / / I >K % B     / / 5<*3 I0J       / / EAJ  EAJ     / / ● GENGI hlutabréfa bresku versl- anakeðjunnar Debenhams hefur hækkað um 7,3% frá því á mánudag í kjölfar þess að tilkynnt var um kaup Milestone Resource Group (MRG) á 0,38% hlut í félaginu. Ekki má rugla MRG saman við hið íslenska félag sem einnig er nefnt Milestone enda er fyrrnefnda félagið í eigu arabíska kaupsýslumannsins Mahesh Jagti- ani. Baugur er sem kunnugt er stærsti hluthafi í Debenhams en Baugur og Jagtiani hafa áður starfað saman, m.a. við kaup á hlutafé í bandarísku fatakeðjunni Saks. Kaupir í Debenhams HLUTABRÉFAMARKAÐIR heims- ins voru skreyttir grænu á síðasta viðskiptadegi fyrir jól og er óhætt að segja að hátíðarandinn hafi komið yfir markaðsaðila í aðdrag- anda hátíðar ljóss og friðar. Allar helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu umtalsvert í gær og héldu þar með dampi frá deginum áður. Eflaust hafa skilaboð seðlabanka Bandaríkjanna þess efnis að hann myndi berjast gegn lánaþurrðinni eins lengi og þörf krefur haft áhrif til þess að kæta markaðinn auk þess sem tölur um aukna einka- neyslu vestanhafs hafa dregið úr óróa manna um að samdráttur væri á næstu grösum. Hækkun gærdags- ins vestra var sú mesta á einum degi í þrjár vikur. Markaðir grænir í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.