Morgunblaðið - 22.12.2007, Page 18

Morgunblaðið - 22.12.2007, Page 18
18 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Brussel. AFP. | Fjórtán íslamskir öfgamenn voru teknir höndum í Belgíu í gær eftir að upp komst um áform þeirra um að frelsa stuðningsmann al-Qaeda-hryðju- verkanetsins úr fangelsi með sprengiefnum í vopnaðri árás. Öryggisgæsla hefur verið hert til muna í Brussel en handtökurn- ar komu í kjölfar áhlaups lögregl- unnar á 15 stöðum sem taldir eru tengjast hinum grunuðu og munu flestir þeirra vera í borginni. Guy Verhofstadt, forsætisráð- herra Belgíu, hefur upplýst þegna sín um að upplýsingar leyniþjón- ustunnar bendi til að árás kunni að vera í „undirbúningi“. Gæsla hefur víða verið hert í Evrópu eftir árásirnar í Alsír í síð- ustu viku, af ótta við árásir íslamskra öfga- manna frá N- Afríku. Fjölgað hef- ur verið í ör- yggissveitum um í Brussel um minnst hundrað manns og vildi Alain Lefevre, talsmaður stjórnvalda, árétta að gætt væri ýtrustu varúðar, þótt engar bein- harðar sannanir lægju fyrir um að verið væri að undirbúa hryðju- verkaárás. Mennirnir lögðu á ráðin um að frelsa Túnisann Nizar Trabelsi, 37 ára, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að taka þátt í skipu- lagningu árásar á herstöð í Belgíu þar sem talið er að geymd séu kjarnavopn í eigu Bandaríkjahers. Hann var áður atvinnumaður í knattspyrnu í Þýskalandi en gerð- ist fylgismaður hryðjuverkaleið- togans Osama bin Laden eftir fund með honum í Afganistan. Bráðabirgðastjórn mynduð Stjórnarkreppunni í Belgíu síð- astliðið hálft ár, þeirri lengstu í sögu landsins, lauk fyrir helgi þeg- ar mynduð var bráðabirgðastjórn til næstu þriggja mánaða. Verhofstadt fer fyrir stjórninni og sagði það mundu verða meg- inmarkmið hennar að skapa helstu flokkunum tíma og svigrúm til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefðu verkefni hlaðist upp frá því Belgar gengu að kjörborðinu sem brýnt væri að leysa án tafar. Belgar á varðbergi eftir áform um lausn fanga Í HNOTSKURN »Öryggisgæsla verður sýni-legri á fjölförnum stöðum í Brussel næstu daga, svo sem á lestarstöðvum og við verslanir. »Aðgerðunum lýkur aðóbreyttu 2. janúar nk. þegar hinn annasami tími hátíðanna er liðinn hjá. »Þingkosningar voru haldnarí Belgíu 10. júní sl. og hefur stjórnarkreppa ríkt síðan. Guy Verhofstadt  Fjórtán íslamistar teknir höndum  Ný bráðabirgðastjórn herðir gæslu Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is HERINN á Srí Lanka sagðist í gær hafa fellt þrettán liðsmenn tamíl-tígranna svo- kölluðu, skæruliðahreyfingar Tamíla sem berjast fyrir eigin ríki í norður- og norðaustur- hluta landsins. Þá hefðu 24 fallið í árásum hersins á miðvikudag. Jafnframt hefði leiðtogi tígranna, Velupillai Prabhakaran, særst í loftárásum í síð- asta mánuði. Engin staðfesting hef- ur fengist á staðhæfing- um stjórnarhersins á Srí Lanka en það væri mikið áfall fyrir tígrana ef það reyndist rétt, að Prabhakaran hefði særst. Ekki er nema rúmur mánuður síðan stjórnarherinn felldi pólitískan talsmann tí- granna, S.P. Thamiselvan, og ljóst er að stjórnarhernum hefur tekist að höggva skarð í raðir tígranna. Tígrarnir hafa þó raunar einnig komið höggum á stjórnarher- inn en óttast er að á nýju ári harðni átök enn – en talið er að a.m.k. 5.000 manns hafi fallið í átökum á Sri Lanka á sl. tveimur ár- um. Býr ofan í jörðinni Lítið er vitað um Prabhakaran en um hann ganga hins vegar margar sögur á Srí Lanka, m.a. um miskunnarleysi hans og hörku. Prabhakaran hefur lengi verið í fel- um og er það kannski engin furða því að stjórnvöld í landinu óska einskis heitar en að ráða niðurlögum hans. Hann þarf að beita ýmsum brögðum til að lifa af en Adele Balasingham, eiginkona Antons Balasing- hams, aðalsamningamanns tígranna sem lést af völdum krabbameins fyrr á þessu ári, segir frá því í bók sinni, „The Will to Freedom“, að Prabhakaran búi í híbýlum sem falin eru í jörðinni, meira en tólf til fjórtán metrum undir yfirborði jarðar. Adele Balasingham, sem fæddist í Ástr- alíu, segir frá heimsókn í höfuðstöðvar Prabhakarans í Alampil-frumskógunum en hún kveðst hafa undrast hversu mikil vinna hefði verið lögð í að skera út híbýli ofan í jörðinni. Ískalt var í herbergjunum á nótt- unni, enda náðu geislar sólar ekki þangað, og segist Balasingham hafa undrast hvern- ig hægt væri að búa við slíkar aðstæður í langan tíma. Segja leiðtoga tamíl-tígra særðan Prabhakaran Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is MIKIL barátta er sögð eiga sér stað að tjaldabaki í Kreml nú þegar hillir undir það, að Vladímír Pútín láti af forsetaembættinu. Snýst hún um yf- irráð eða aðgang að ríkiseigum en sagt er, að Pútín sjálfur hafi sankað að sér 40 milljörðum dollara, rúm- lega 2.500 milljörðum ísl. kr. Ef það er rétt, er hann auðugasti maður í Evrópu. Fréttir um ríkidæmi Pútíns komu fyrst fram í síðasta mánuði hjá rúss- neska stjórnmálaskýrandanum Staníslav Belkovskí í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt. Síðan hafa svipaðar fréttir birst í Wash- ington Post og Moscow Times. Belkovskí segir, að eftir átta ár á valdastóli hafi Pútín komist yfir á laun meira en 2.500 milljarða ísl. kr. og í viðtali við The Guardian sagði hann, að auðurinn fælist í ítökum í þremur rússneskum olíu- og gasfyr- irtækjum. Væru þau falin í neti af sjóðum víða um heim. Belkovskí segir, að Pútín ráði í raun 37% af Surgutneftegaz, þriðja stærsta olíuframleiðslufyrirtækinu, og eigi 4,5% hlut í Gazprom. Þá eigi hann „að minnsta kosti“ 75% í Gun- vor, fremur dul- arfullu olíuvið- skiptafyrirtæki, sem er skráð í Sviss. Vegna þessa sé auður hans a.m.k. 2.500 milljarðar ísl. kr. og hugsanlega miklu meiri. Nafn Pútíns komi hins vegar hvergi fram á hluthafaskrám, heldur sjóð- irnir fyrrnefndu, sem margir séu skráðir í Sviss og Liechtenstein. Tveir hópar takast á Sagt er, að hóparnir, sem takist á, séu tveir og annar undir forystu Ígors Setchíns, hins valdamikla starfsmannastjóra Pútíns. Er þar um að ræða menn, sem eiga rætur sínar í her eða leyniþjónustunni. Í hinum hópnum, sem kenndur er við „frjálslyndi“, er meðal annarra Roman Abramovítsj Chelsea-eig- andi, Víktor Tsjerkesov, yfirmaður eiturlyfjaeftirlitsins, og Alísher Úsmanov, milljarðamæringur frá Úsbekistan. Í þennan hóp má síðan bæta Dmítrí Medvedev en sagt er, að val Pútíns á honum hafi verið mik- ið áfall fyrir Setsjín-hópinn. Er Pútín ríkasti maður í Evrópu? Vladímír Pútín, forseti Rússlands. Sagður eiga a.m.k. 2.500 milljarða ísl. kr. PALESTÍNSKUR mótmælandi klæddur í gervi jólasveins reynir að koma í veg fyrir að ísraelskur hermaður handtaki félaga hans, ungan mótmælanda, í þorpinu Um Salamona, nærri Bethlehem, í gær. Voru Palestínumennirnir að mótmæla byggingu aðskilnaðar- múrs á Vesturbakkanum og full- yrtu þeir að nokkrir hefðu slasast í ryskingunum en það fékkst ekki staðfest. Róstusamt hefur verið á svæð- inu síðustu daga og í gær féll Pal- estínumaður fyrir hendi ísr- aelskra hermanna í skotbardaga á Gaza. Daginn áður felldi herinn sjö Palestínumenn á Gaza og að sögn AFP-fréttastofunnar hafa nú alls 5.997 fallið frá síðari upp- reisn Palestínumanna árið 2000. AP Hart tekið á sveinka Ungir Palestínumenn mótmæla múrnum kt. 540291-2259, hefur birt lýsingu vegna skráningar skuldabréfa á OMX Nordic Exchange Iceland (OMX ICE) og gert aðgengilega almenningi frá og með 22. desember 2007. Eftirfarandi skuldabréfaflokkur hefur verið gefnn út: • Skuldabréfaflokkur að heildarfjárhæð ISK 1.500.000.000 sem gefinn var út þann 5. maí 2006. Bréf að fjárhæð ISK 625.000.000 verða tekin til viðskipta á OMX ICE þann 27. desember 2007. Auðkenni flokksins á OMX ICE er LAIS 06 1. Skuldabréfin eru í ISK 5.000.000 nafnverðsein- ingum. Höfuðstóll skuldabréfanna greiðist með einni afborgun þann 7. maí 2013. Þann 10. maí 2013 fá eigendur skuldabréfanna greiðslu tengda hækkun hlutabréfavísitölukörfu og er sú greiðsla í bandaríkja- dollar (USD). Lýsinguna er hægt að nálgast hjá útgefanda Landsbanka Íslands hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, eða á vefsetri útgefanda, www.landsbanki.is fram til lokadags skuldabréfaflokksins. 22. desember 2007 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 40 45 4 12 /0 7 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L B I 40 45 4 12 /0 7 Landsbanki Íslands hf. Skráning skuldabréfa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.