Morgunblaðið - 22.12.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 22.12.2007, Síða 27
gamalt og nýtt og mér þykir sérlega vænt um það sem hefur tilfinningalegt gildi eins og gamalt jólaskraut sem ég fékk frá tengdamömmu eftir að hún dó. Ef ég nefni að ég ætli nú ekki að skreyta mikið fyrir einhver jólin þá bregðast allir við með andköfum og taka það ekki í mál. Vinkonum mínum finnst þetta vera eitt af því sem til- heyrir jólunum. Mér finnst rómantíkin í kringum jólin al- veg yndisleg með öllum sínum kertum og skreytingum. Ég legg meira upp úr því að skreyta fallega heima hjá mér heldur en einhverju öðru tilstandi. Ég stend til dæm- is ekki í því að baka margar sortir af jólakökum en við hjónin dundum okkur frekar við að búa til gott konfekt.“ Lokaflug með Arnarflugi Ransý starfaði í átta ár hjá Árbæjarsafni og var í hópi þeirra brautryðjenda sem fóru af stað með jólasýningar safnsins þar sem gömlu jólin eru sett á svið. Hún er löngu hætt að starfa sem flugfreyja enda var hún aðeins tvítug þegar hún hóf störf í háloftunum. „Ég flaug í átta ár hjá Loftleiðum en tók mér gott hlé þegar ég eignaðist börnin mín. Þegar þau voru orðin stálpuð fór ég að fljúga hjá Arnarflugi. Ég var líka eitt sumar í pílagrímaflugi og það var heilmikið ævintýr. Maðurinn minn flutti á meðan með börnin okkar út á land og tengdamamma hjálpaði honum. En síðasta flug Arnarflugs var líka lokaflug mitt sem flugfreyja.“ Englaskari Jólaenglana bjó Ransý til sjálf. Sveinki Hann er óneitanlega góðlegur ásýndar. Jólabær Húsin koma frá dóttur Ransýar í Ameríku. Jólaandinn Skrautið kemur úr ýmsum áttum og hefur tilfinningalegt gildi. www.svolurnar.is Á Skólvörðustíg 1 fást myndir eftir Ransý. MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 27 Nú kemur að Gáttaþefi. Hann finnur lykt af jóla-bakstri úr mikilli fjarlægð. „Maður rennur bara á lyktina,“ segir hann glaðlega þegar hann þrammar af stað þann 22. desember. En hann gætir sín ekki á leiðinni, þessi klaufi! Já, svona gerast óhöppin … Nú jæja, við notum hann þá bara fyrir brú á heimleið- inni. Ef hann skyldi þó komast alla leið heim til þín, þá er best að allar dyr séu læstar. Annars er hætt við að smákökurnar hverfi! Kertasníkir leysir frá skjóðunni - Anja og Markus Kislich Gáttaþefur – 22. desember Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson. Komin er út bókin Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson. Jólagjöf stangveiðimannsins Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmti- legra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland. Áskrifendum Morgunblaðsins býðst að fá þessa stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur. Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík eða pantað hana á mbl.is. M bl 94 06 02 „Feiknamerkileg bók, stútfull af spennandi upplýsingum um veiðiár- og vötn.“ Bjarni Brynjólfsson, Veiðimaðurinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.