Morgunblaðið - 22.12.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.12.2007, Qupperneq 28
ferðalög 28 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bolvíkingar hafa nýtt aðventuna vel til að undirbúninga komu jólanna, hátíð ljós og friðar. Bærinn er orðin vel skreyttur og ljósum prýddur. Veðráttan hefur verið með ólík- indum hér sem annars staðar á land- inu og ekkert sem bendir til annars en að þetta árið verði snjólétt yfir jólin. Bolvíkingar eru ekkert sér- staklega hressir með það að ekki skuli vera þykk og falleg mjöll yfir grundum um þetta leyti árs, það vantar mikið í jólamyndina ef snjó- inn vantar auk þess sem allt verður miklu bjartara og hreinna.    Komandi ár verður viðburðaríkt á sviði framkvæmda hér í okkar bæ. Fljótlega í byrjun árs verður hafist handa við gerð jarðganga milli Bol- ungarvíkur og Hnífsdals. Loks er í augsýn sá langþráði draumur að komið verði á öruggum samgöngum til byggðarlagsins sem taki af akstursleiðina um Óshlíð sem er með hættulegustu akvegum á landinu en hefur þó verið eina sam- gönguleiðin til og frá Bolungarvík í rúm fimmtíu ár. Þá verður hafist handa við gerð snjóflóðavarnagarðs ofan við byggð- ina, en þessi framkvæmd hefur verið lengi á döfinni og mörg ljón orðið á veginum á þeirri leið en nú er þess vænst að verkið verði boðið úr strax á næsta ári.    Nú á jólaföstunni hefur ungur Bol- víkingur Þórður Vagnsson rekið einkaútvarpsstöð hér í Bolungarvík. Stöðina kallar hann Lífæðina og nást sendingar hennar á svæði Bol- ungarvíkur og Ísafjarðar en auk þess er hægt að ná sendingum henn- ar á netinu og þar með um allan heim. Lífæðin heldur úti metn- aðarfullri dagskrá og er útvarpað frá kl. 13 til kl. 22 alla daga hinum ýmsu þáttum á sviði samfélags- og menn- ingarmála. Útvarpsstöðin Lífæðin hefur svo sannarlega lífgað upp á mannlífið í byggðarlaginu og mörg dæmi þess að menn hafi ekki stillt á höfuð- BOLUNGARVÍK Gunnar Hallsson fréttaritari Mælt er með hlýjum fötumef ferðast er á þessarslóðir í desember.Vindasamt er í Vín og snjókoma þarf ekki að koma á óvart þótt snjórinn hafi orðið sjaldséður gestur á síðustu árum. Auðvelt er að komast leiðar sinnar og haft er á orði að borgin sé hönnuð fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk, en ekki bíla. Almenningssamgöngur virka einnig vel, en í stuttri heimsókn er oft betra að ætla sér að skoða lítið svæði og nota tvo jafnfljóta. Vín er skipt í hverfi sem bera núm- er. Miðbærinn er fyrstur og síðan hækka tölurnar eftir því sem lengra dregur í hringjum út frá miðbænum. Göngutúr um fyrsta hverfið er skylda í fyrstu heimsókn til Vínar en eftir það ætti að leggja áherslu á að vera utan við mesta ferðamannastraum- inn, samkvæmt ráði heimamanna. Í fyrsta hverfi er Óperan, nauðsyn- legur viðkomustaður tónlistarunn- enda. Vínarborg var um tíma heimili Mozarts og Beethovens og fæðing- arstaður Strauss og Schuberts. Í fyrsta hverfi er einnig Stadtpark og skemmtilegt hönnunarsafn, MAK, þar sem er líka góður veitingastaður. Gamlar glæsibyggingar Stefánsdómkirkjan er annar við- komustaður, mikil bygging sem á rætur að rekja til tólftu aldar en var stækkuð og mikið breytt allt fram á sextándu öld. Vinnupallar umlykja nú turninn og bera vott um stöðugt við- hald og hreinsun. Þakið er það sem vekur helst athygli; skrautlegt og mynstrað, og mjög bratt. Þar má líta skjaldarmerki Habsborgaranna, valdamestu aðalsættarinnar í Aust- urríki, í formi tvíhöfða arnar. Habsborgararnir höfðu aðsetur í Vín og réðu þar ríkjum allt fram á nítjándu öld. Margar glæsilegar byggingar eiga rætur að rekja til uppgangstíma Habsborgaranna. Vín- Jólastemning Ljósadýrðin á Christkindlesmarkt markaðinum í Vín. Jólaborgin Vín á aðventu Vínarborg er órjúfanlega tengd jólahátíðinni í huga margra. Jólamarkaðir, glühwein, óteljandi jólaljós og svo vínardansleikir og mikil hátíðahöld um áramót. Það er, segir Steingerður Ólafsdóttir, vissulega gaman að upplifa höfuðborg Austurríkis á aðventunni. úr bæjarlífinu UM árabil hefur Vísbending fengið staðartónskáld sín til þess að semja lítil jólalög, nánar tilgreint Bene- dikt Jóhannesson ritstjóra, og nú fyrir jólin samdi Halldór Blöndal tvær jólavísur fyrir blaðið, hvora af sínu tagi: Brátt á himni hækkar sól hægt en áfram miðar. Haldin eru heilög jól hátíð árs og friðar. Kom sem snöggvast kuldasog, karlinn fingraslyngur inn um gluggann gægðist og gjöf í skóinn stingur. Nú eru flestir komnir í jólafrí, þar á meðal Pétur Stefánsson, sem yrkir í hátíðarskapi: Ég gæfuríkra daga óska öllum sem Ísland byggja, vinna þar og puða, einnig fólki sem auðnudísir snuða, og öryrkjum í lífsins skakkaföllum. Ég óska mönnum fagnaðar og friðar farsældar og heilla á nýju ári. – Hressið ykkur við með vísnapári og veltið skuldaáhyggjum til hliðar. Við lifum bara eina stutta ævi og ættum því að njóta hverrar gleði sem okkur býðst hér nálægt norðurpól. Mér finnst það gott, og vera vel við hæfi – ég veit það hressa og lyfta mínu geði að trúa á guð og halda heilög jól. pebl@mbl.is VÍSNAHORN Af jólum og stuttri ævi Fréttir á SMS Jólagjöfin í ár til þeirra sem þér er annt um Gleðilega hátíð! Starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.