Morgunblaðið - 22.12.2007, Qupperneq 29
borgarstöðvarnar frá því að Lífæðin
fór í loftið.
Nú líður að lokum þessa árs sem
hefur verið Bolvíkingum á margan
hátt hagstætt. Hér um slóðir eru
menn því ekkert á því að bogna við
tímabundna erfiðleika í atvinnuþátt-
um heldur nota niðursveifluna til að
búa sig undir að takast á við nýja
tíma og ný tækifæri.
Bolvíkingar senda öllum lands-
mönnum nær og fjær sínar bestu
óskir um gleðileg jól og farsæld á
nýju ári með góðum þökkum fyrir
árið sem senn kveður.
Morgunblaðið/Baldur Smári
Jólaskemmtan Jólasveinar í heim-
sókn hjá bolvískum börnum.
arborg varð síðan illa úti eftir árásir
seinni heimsstyrjaldarinnar en end-
urbygging gekk hratt og vel. Alls
staðar þar sem nútímalegar bygg-
ingar standa við hlið gamalla, virðu-
legra bygginga má gera ráð fyrir að
sprengja hafi fallið á sínum tíma. Alls
staðar eru jólaljós og skreytingar,
Vín er greinilega jólaborg.
Í fyrsta hverfi er nóg af kaffi-
húsum, sem eru aðalsmerki Vínar-
borgar. Demel er fornfrægt bakarí og
kaffihús og má kalla sig konunglegt
og keisaralegt samkvæmt gömlum
samningi. Þar er fullt út úr dyrum um
miðjan desember þar sem heima-
menn og ferðamenn finna skjól fyrir
kulda og trekki. Lítil sérbökuð
Sacherterta verður fyrir valinu og
veldur ekki vonbrigðum. Mjög sæt að
vísu, en sterkt og gott kaffið vegur
upp á móti. Sumir segja að Sacher-
terta Demels sé betri en hin upp-
runalega frá Hótel Sacher, en það er
erfitt að gera upp á milli. Staðirnir
eru í göngufjarlægð hvor frá öðrum
og auðvelt að gera samanburð.
Vínarborg er staður fyrir sælkera,
þ.e.a.s. þá sem eru mikið fyrir sæt-
indi, súkkulaði og kökur. Patisserie
eða bakarí eru víða í Vínarborg og úr-
valið er erfitt fyrir sælkera; á að velja
sér lítið sérbakað vínarbrauð, sacher-
tertu, konfektmola, mozartkúlu eða
makkarónuköku?
Kaffihúsin bjóða upp á allar gerðir
af kaffi, tei og kakói, sem ekki er óal-
gengt að bragðbætt sé með líkjör.
Þetta eru góðir staðir til að skoða
mannlífið, ekki síst á sumrin þegar
kaffihúsin breiða úr sér um stræti og
torg. Dæmi um það er Kleines café,
sem eins og nafnið bendir til er afar
lítið. Stærðarmunurinn á vetri og
sumri er margfaldur, því á sumrin
hefur kaffihúsið nær allt Franzisk-
anerplatz til umráða.
Jóla- og matarmarkaðir
Fyrir utan fyrsta hverfi eru það
a.m.k. sjötta og sjöunda hverfi sem
þarfnast skoðunar í stuttri heimsókn.
Í sjöunda hverfi er Museums-
Quartier, safnahverfið, þar sem ýmis
söfn eru samankomin á litlu svæði.
Þar er t.d. barnalistasafn og nútíma-
listasafnið MUMOK. Þarna er gaman
að ganga í gegn og í kring er mikið af
kaffihúsum og litlum búðum.
Í sjötta hverfi er Naschmarkt,
skrautlegur matarmarkaður, þar sem
margt er að sjá. Jólamarkaður er við
Karlsplatz sem er sporvagnastöðin
fyrir Naschmarkt. Þar er hægt að
stoppa og fá sér glühwein, heitt,
kryddað rauðvín, ekki ósvipað glögg,
til að hita sig upp fyrir Naschmarkt.
Þar ætti maður frekar að fá sér ostr-
ur og kampavín eins og margir
gæddu sér á þetta laugardagshádeg-
ið.
Á Naschmarkt eru bæði hefð-
bundnar sælkeraverslanir og ávaxta-
og grænmetissalar með varninginn
undir skýlum. Sykraður appels-
ínubörkur, þurrkað mangó eða jarð-
arber, alls konar hnetur og konfekt
og brauð og ostar af öllum gerðum
blasa við og ilma ómótstæðilega. Og
gerir að verkum að enginn fer svang-
ur frá Naschmarkt.
Hnossgæti Á Naschmarkt eru bæði hefðbundnar sælkeraverslanir og
ávaxta- og grænmetissalar með varninginn undir skýlum.
Ljósmynd/Steingerður
Vetur Mælt er með að dúða sig vel fyrir Vínarheimsókn í desember.
Skrautlegar Jólakúlur eru meðal
varningsins á jólamörkuðunum.
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 29
MAK
Stubenring 5
www.mak.at
Stephansdom
Stephansplatz
Demel
Kohlmarkt 14
www.demel.at
Hótel Sacher
Philharmonikerstraße 4
www.sacher.com
MuseumsQuartier
www.mqw.at
Naschmarkt
Á milli Linke Wienzeile og Rechte
Wienzeile