Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.12.2007, Blaðsíða 32
32 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN - kemur þér við Óháðir stjórnarmenn vandfundnir Alba finnur vín með hangikjötinu Sálfræðiþjónusta verður ódýrari Léttur og hollur jólamatur Eru bensínafgreiðslu- menn í útrýmingar- hættu? Sigga Beinteins opnar myndaalbúmið Hvað ætlar þú að lesa í dag? Í GREIN Rögnvaldar Jónssonar fyrrv. umdæmisverkfræðings Vega- gerðarinnar sem birtist í Morg- unblaðinu 14. desember sl. kemur fram mikil vanþóknun á því að ákveð- ið hefur verið að byggja 2 + 2 vegi út frá höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að betra væri að byggja 2 + 1 vegi þar sem þeir vegir séu næstum því jafn öruggir og 2 + 2 vegir, mun ódýrari og verði mun fyrr komnir í gagnið. Allt er þetta gott og gilt ef forsendurnar sem hann gefur sér væru ekki rangar. Þróun umferðarinnar Í fyrsta lagi virðist hann ganga út frá því að meðalumferð um þessa vegi sé um 6000 bílar á dag. Þetta á a.m.k. ekki við um Suð- urlandsveginn því að á árinu 2006 var með- alumferðin á bilinu 6.500 til 9.600 bílar á sólarhring. Umferð- artalning fer fram á 4 stöðum; við Ingólfsfjall, á Hellisheiði, á Sandskeiði og við Geitháls. Þegar á heildina er litið var umferðaraukningin á þessari leið á síðasta ári um 10% og um 30% síð- ustu 4 ár. Áframhald varð á aukningu um- ferðar á milli Selfoss og Reykjavíkur á þessu ári. Frá áramótum til 19. júní sl. eða fyrstu 170 daga ársins var um- ferðaraukningin m.v. sama tíma í fyrra 12,9%. Ef sú aukning helst út árið má reikna með að um 9.300 bílar fari um Sandskeið að meðaltali á sól- arhring á þessu ári. Meðfylgjandi línurit sýnir umferðina á Sandskeiði undanfarin 10 ár. Einnig sést hvernig umferðin verður, annars vegar m.v. þróunina sl.10 ár og hins vegar sl. 5 ár. Sjá línurit. Á síðustu 10 árum hefur umferð á Sandskeiði vaxið um rétt tæp 90% og á síðustu 5 árum um 55%. Ef aukn- ingin verður svipuð næstu 10 árin verður umferðin árið 2017 um 17.500 bílar að með- altali á sólarhring en 22.000 ef þróunin verð- ur eins og síðustu 5 ár. Miðað við sömu for- sendur verður umferðin 2017 á bilinu 15.000 til 19.000 bílar við Ingólfs- fjall, 14.000 til 17.500 á Hellisheiði og 20.000 – 25.000 við Geitháls. Talið er að 2 + 1 veg- ur anni um 20 þúsund bíla umferð á sólarhring og Rögnvaldur heldur því fram í sinni grein að hann muni duga næstu 25 – 30 ár. Ef ofangreind spá gengur eftir, sem miklar líkur eru á, mun slíkur vegur verða kominn að þolmörkum eftir 10 ár. Er skyn- samlegt að leggja út í slíka fjárfest- ingu? Ég tel það álíka skynsamlegt og það var að byggja einbreiðar brýr á vegum landsins framundir síðustu aldamót en læt lesendum að öðru leyti eftir að svara spurningunni. Verður umferðaröryggi fórnað? Hin meginröksemd Rögnvaldar er sú að heillavænlegra sé m.t.t. um- ferðaröryggis að byggja 2 +1 vegi því framkvæmdatíminn sé helmingi styttri, 6 ár í stað 12 ára, og þannig megi koma í veg fyrir um 20 alvarleg slys eða banaslys. Í þeim umræðum sem átt hafa sér stað um tvöföldun Suðurlandsvegar hefur hins vegar verið rætt um að ljúka megi fram- kvæmdinni á 3 – 4 árum og sam- kvæmt upplýsingum samgöngu- ráðherra er stefnt að því að bjóða verkið út, eða fyrstu áfanga þess, næsta haust. Í þessu sambandi má einnig benda á að framkvæmdageta verktakaiðnaðarins er mjög mikil nú í lok stóriðju- og virkjanafram- kvæmda og engin ástæða til að ætla annað en hægt sé að ljúka þessum framkvæmdum á mun skemmri tíma en Rögnvaldur gerir ráð fyrir. Þá er einnig vert að vekja athygli á þeirri breytingu sem varð á slysatíðni á Reykjanesbraut eftir að fyrsti áfangi 4 akreina vegar var tekinn í notkun, en ekkert banaslys hefur orðið þar síðan. Af því má draga þá ályktun að tvöföldun Suðurlandsvegar, sem vafalaust verður framkvæmd í áföng- um, mun að öllum líkindum skila verulega bættu umferðaröryggi strax eftir að fyrstu áfangar verða teknir í notkun. Að lokum Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið er brýn nauðsyn að hefja sem allra fyrst tvöföldun Suðurlands- vegar. Stjórnvöld eru því hvött til að standa fast við þá skynsamlega ákvörðun sem tekin hefur verið. Tvöföldun Suðurlandsvegar nauðsyn en ekki lúxus Þorvarður Hjaltason fjallar um byggingu vega út frá höfuðborgarsvæðinu » Í þeim umræðumsem átt hafa sér stað um tvöföldun Suður- landsvegar hefur hins vegar verið rætt um að ljúka megi framkvæmd- inn á 3 – 4 árum ... Þorvarður Hjaltason Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Umferð um Suðurlandsveg við Sandskeið 0 5000 10000 15000 20000 25000 1997 1999 2001 2003 2005 2007 2009 2011 2013 2015 2017 Ár Meðalfjöldi bíla á sólarhring Spá m.v sl. 10 ár Spá m.v. sl. 5 ár HVATNINGARKERFI eru umb- un fyrir góða hegðun og styrkja hana. Það að gefa stjörnur sem hvatningarkerfi á að gefa auðvelda sýn á markmiðin og fær barnið til að keppa við sjálft sig um að fá sem flestar. Þegar barnið lærir að það fær verð- laun í lok mánaðar er það mjög árangursrík leið til að þjálfa með barninu sjálfsaga og einbeitingu. Með þessu er verið að kenna barninu leiðir til styrkja sig og efla og setja sér markmið, en allt eru þetta mikilvægir þættir fyrir lífsleikni, að sögn Ágústu Thorgils- son sálfræðings. Vilhjálmur Hernandez, þjálfari hjá Hnefaleikafélaginu ÆSIR, notar umbunar- og stuðningstöflu í þjálfun sinni á börnum. Kallar Vilhjálmur kerfið sitt KiNitro-hvatningarkerfið út frá gríska orðinu kinitro sem merkir hvatning. Vilhjálmur þróaði þessa hugmynd við þjálfun á syni sínum fyrir sex árum. Strákurinn var mikið í tölvuleikjum og hafði hann þess vegna stundatöfluna eins og „level“ eða borð í tölvuleik. Hann fékk stjörnu fyrir ástundun og þegar mánuðurinn var liðinn var hann kominn upp um eitt level og fékk hann þá verðlaun. „Þetta þótti hon- um mjög skemmtilegt og þetta kveikti í honum metnað. Í dag er hann mun metn- aðarfyllri og hefur meiri sjálfsaga,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur hefur mikla trú á þessu og vill útfæra kerfið enn frekar en hann hef- ur þá þegar gert og þá á fleiri sviðum en í íþróttum. Vilhjálmur hefur fengið mjög já- kvæð viðbrögð frá for- eldrum vegna áhrifa aðferða hans á börnin. Sem dæmi um það æfir átta ára strákur hjá Vilhjálmi sem greindur er ofvirkur með athyglisbrest og segja foreldrar hans að þau hafi séð breytingu á hegðun hans strax eftir fyrstu tím- ana. Að sögn þeirra gengur honum betur í skólanum, sjálfsagi hefur aukist og hann hefur betur hemil á skapi sínu. Umbunar- og hvatningarkerfi eru notuð á hinum ýmsum stofnunum til þess að styrkja góða hegðun. Við t.d. könnumst öll við það að fá límmiða fyrir að lesa heima í barnaskóla. Sumir skólar hafa útfært þetta hvatningarkerfi enn frekar og byggja kennsluna á því. Seljaskóli er dæmi um skóla sem tekið hefur upp þessar aðferðir. Markmið með umb- unar- og hvatningarkerfi Seljaskóla er að beina athygli nemenda að kost- um þess að leggja sig fram í námi, ástundun og jákvæðum samskiptum við aðra. Umbunað er t.d fyrir fé- lagsstörf, umgengni, námsárangur, kurteisi og prúðmennsku, ástundun og skólasókn. Hvatningar- og stuðn- ingskerfi eru líka notuð á geðheil- brigðistofnunum og í tengslum við fólk sem þjáist af geðsjúkdómum. Meðferðarheimilið Stuðlar notast einnig við hvatningarkerfi til þess að byggja upp aga og metnað í þeim börnum sem koma inn fyrir þeirra dyr. Á öllum þeim stöðum sem hvatn- ingarkerfi er í notkun er það útfært mismunandi en grunnhugmyndin þó ávallt sú sama. Vilhjálmur, þjálfari hjá HFÆ, segir að þetta ætti að vera í notkun alls staðar og líka inni á heimilum til þess að byggja upp metnað, sjálfsaga, einbeitingu, skipulagsfærni og aðra mikilvægi kosti sem fylgja svo barninu í full- orðinsárin og út í lífið. Þetta á að styrkja jákvæða hegðun jafnframt því að vera spennandi og skemmti- legt fyrir barnið. Umbunar- og hvatn- ingarkerfi fyrir börn Sólveig Gunnarsdóttir skrifar um umbunar- og hvatningarkerfi »Hvatningarkerfi eruumbun fyrir góða hegðun og styrkja hana. Sólveig Gunnarsdóttir Höfundur er einn stofnandi HFÆ og eigandi Hnefaleikastöðvarinnar ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.