Morgunblaðið - 22.12.2007, Page 38

Morgunblaðið - 22.12.2007, Page 38
38 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gíslína MargrétSörensen fædd- ist í Vestmanna- eyjum 15. febrúar 1917. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykja- vík laugardaginn 15. desember síð- astliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Sören Sören- sen, f. 24. sept- ember 1891, og Guðný Gísladóttir, f. 8. febrúar 1895. Hálfsystkini Gíslínu sammæðra voru Sigríður, f. 15. september 1918, d. 14. febrúar 1999, Jón- ína, f. 15 júní 1920, d. 25. sept- ember 1992, Helgi, f. 5. febrúar 1923, d. 11. nóvember 1972, Bjarnhéðinn f. 3. nóvember 1924, d. 26. febrúar 1969, Vig- dís, f. 19. maí 1932, d. 24. des- ember 1946, og Hreinn, f. 29. júlí 1934. Hálfbræður Gíslínu samfeðra voru Steingrímur, f. 20. september 1924, d. 9. febr- úar 1946, og Sigurður, f. 9. október 1927, d. 1. október 1942. Eiginmaður Gíslínu var Ólaf- ur Óskar Jónsson, bóndi og mjólkurbifreiðarstjóri, f. í Sleif í Vestur-Landeyjum 29. maí 1909, d. í Reykjavík 15. ágúst 2003. Foreldrar Ólafs voru hjónin Jón Gíslason oddviti og Þórunn Jónsdóttir ljósmóðir, síðustu ábúendur í Sleif. Börn Gíslínu og Ólafs eru: 1) Þór- unn, hún á fimm börn, 2) Ragna, gift Einari Bene- diktssyni, þau eiga einn son, 3) Árni, kvæntur Ester Markúsdóttur, þau eiga tvö börn, og 4) Jón. Gíslína og Ólafur bjuggu á Eylandi í Vestur- Landeyjahreppi frá 1938 til 1998. Þá fluttu þau til Reykja- víkur og áttu heima hjá Jóni, syni sínum. Fyrir tveimur árum vistaðist Gíslína á Hjúkr- unarheimilinu Eir. Unglingur var Gíslína í ýmsum vistum, en á sumrin heima hjá foreldrum sín- um í Fróðholtshjáleigu, þeim Guðnýju Gísladóttur og Árna fósturföður sínum Helgasyni, bónda þar. Á Eylandi bjó hún manni sínum og fjölskyldu fag- urt og hlýtt heimili og hlaut enda viðurkenningu fyrir fal- legan blómagarð, sem hún rækt- aði af elju við heimili sitt. Útför Gíslínu Margrétar fer fram frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Í dag ertu, elsku amma mín, lögð í þína hinstu hvílu en ég kemst ekki til að kveðja þig. Ég komst ekki heldur til að kveðja afa og sennilega eru þetta örlögin að sjá til þess að ég geri ykkur jafnt undir höfði. Ég man að þið lögðuð ykkur fram um að mismuna eng- um og hvað þið voruð alltaf góð. Ég verð að þakka foreldrum mínum það tækifæri sem þau gáfu okkur systkinunum að alast upp í túnfætinum á Eylandi. Þaðan á ég margar af mínum bestu minningum frá uppvaxtarár- unum. Í minningunni fórum við á hverju kvöldi í kaffi til ömmu og afa og oftar en ekki vorum við líka þar um helgar. Stórum hluta af sumrinu var varið í heyskap og annað sem þurfti að sinna í sveit- inni. Ekki má gleyma öllum þeim stundum sem ég átti ein með ömmu og afa í pössun í gamla daga. Það var oft sem öll stór- fjölskyldan var samankomin til að þiggja allar þær góðu veitingar sem amma bar fram á feiknahraða og af einskærri snyrtimennsku. Þá var nú ekki leiðinlegt að hlusta á grínið í afa. Hann var einn mesti háðfugl sem ég hef á ævinni hitt og þú, amma, varst ein af mínum bestu vinkonum. Það verður ekki hjá því komist að minnast á mont- ið sem því fylgdi að vera skyld þessu sómafólki, sem átti þetta fallega sveitabýli, með hvítmáluðu steinunum sem skreyttu heimreið- ina og blómstrandi garðinn um- hverfis húsið. Útihúsin „hvíttuð“ reglulega og ef eitthvað þurfti að laga var það gert strax. Það var alls ekki óalgengt að koma að henni ömmu með hamarinn „Mjölni“ í hendi, þar sem hún tölti um planið á leiðinni heim til að hita kaffi. Hún var þá nýbúin í úti- verkunum og lét ekki hjá líða að reka nokkra nagla þar sem þurfti. Þau amma og afi tóku alltaf á móti okkur með hlýjum kossi og afi klappaði mér og sagði: „Halló frænka.“ Mig langar að þakka þér, elsku amma mín, alla þá gleði, góðu minningar og vináttu sem þú gafst mér á lífsleiðinni. Ég læt ótalið hér allt sem við brölluðum og spjölluðum saman en geymi í hjarta mínu minninguna um ókom- in ár. Berðu elsku Óla afa mínar bestu kveðjur og þakkir fyrir allt. Vertu sæl að sinni elsku amma mín. Ég vil að lokum senda fjölskyld- unni allri hjartkærar samúðar- kveðjur. Þín, Hafdís Þóra, með kveðju frá Jim, Leytoni James og Shelby Raven. Það er gangur lífsins að eldri hlekkjunum í ættarkeðjunum fækkar en nýir bætast við og end- urnýja og viðhalda keðjunni. Gíslína Margrét Sörensen, sem við kveðjum í dag, var kona Ólafs Jónssonar frá Eylandi, sem lést 15. ágúst 2003. Ólafur var sonur sæmdarhjónanna Þórunnar Jóns- dóttur, sem var ljósmóðir í Vestur- Landeyjahreppi í 56 ár og Jóns Gíslasonar, sem var oddviti hreppsins í yfir 40 ár. Ólafur var einn af 12 börnum Þórunnar og Jóns, en 10 komust til fullorðins- ára. Systkinin eru nú öll dáin og er Gíslína, sem við kveðjum í dag, síðasti maki þessa systkinahóps. Gíslína var glæsileg kona, alltaf jafn vel til höfð, hvort heldur hún var við heimilisstörfin eða upp á búin. Heimili þeirra í Eylandi bar smekkvísi og snyrtimennsku í allri umgengni þeim hjónum góðan vitnisburð. Öllu var vel við haldið úti sem inni og vakti athygli allra sem sóttu þau heim eða leið áttu hjá. Mér er minnisstætt frá því ég var lítill drengur, að Ólafur, sem var móðurbróðir minn, kom í heimsókn að Uxahrygg, þar sem foreldrar mínir bjuggu. Með hon- um í för var Gíslína, þá unnusta hans. Ólafur hafði gott tilefni til að heilsa upp á systur sína og hennar fólk og í leiðinni að sýna þeim hina glæsilegu stúlku, sem hann hafði trúlofast og valið sem lífsförunaut. Mér er minnisstætt, þó ég væri ekki nema sjö ára gamall, hversu glæsilegt mér fannst þetta unga par. Um langt árabil stundaði Ólafur akstur hjá Kaupfélagi Rangæinga og flutti mjólk úr Landeyjum til Selfoss. Það var oft langur og strangur vinnudagur hjá Ólafi á þessum tíma. Auk mjólkurflutn- inga voru allar vörur, stórar og smáar, fluttar frá kaupfélaginu út um sveitirnar í hvernig veðrum sem var. Þá voru ekki tæki til að ryðja vegi í ófærð eins og nú er og þá varð að ljúka dagsverkinu hvað sem klukkunni leið. Það gefur augaleið að við þessar aðstæður reyndi oft mikið á hús- móðurina, að sjá um heimilisstörf- in, huga að búfénaði, annast börn- in og hlúa að eiginmanni, þegar hann kom heim oft eftir langan og strangan vinnudag. Gíslína skilaði þessu hlutverki af mikilli sam- viskusemi, en ekki þarf að efast um að þreyta hefur á stundum sótt að henni. En það var ekki siður fólks á þessum tíma, að kvarta undan löngum eða ströngum vinnudegi. Það leit ekki á það sem böl, heldur sem sjálfsagða skyldu að ljúka dagsverki hvers dags svo að sómi væri að, áður en gengið væri til hvílu, og þannig var Gísl- ína. Hún lagði metnað sinn í að gera heimilið að griðastað fyrir fjölskylduna, þar sem hún nyti ör- yggis og hlýju og börnin væru sem best búin undir lífið, sem þeirra biði. Með sanni má segja að það hafi verið yfirskrift yfir lífi Gísl- ínu. Ég vil nú, þegar Gíslína kveður þetta jarðríki, eftir rúmlega 90 ára göngu, þakka henni og manni hennar, Ólafi frænda mínum, fyrir samfylgdina, vináttuna og tryggð- ina sem ég og mitt fólk naut á lífs- ferli þeirra. Ég og kona mín sendum eftirlif- andi börnum og fjölskyldum þeirra dýpstu samúðarkveðju. Magnús L. Sveinsson. Gíslína Margrét Sörensen ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG EINARS ÞÓRISDÓTTIR (LILLÝ), Kringlumýri 29, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri og Heimahlynningu á Akureyri. Tryggvi Gestsson, Þórir Ólafur Tryggvason, Kristín Hallgrímsdóttir Lára Hólmfríður Tryggvadóttir, Ómar Ólafsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR, Hrísalundi 4 c, Akureyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 20. desember. Björn J. Jónsson, Halldóra Steindórsdóttir, Sævar Ingi Jónsson, Elín Gunnarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Rósa Friðriksdóttir, Ólafur Halldórsson, Atli Örn Jónsson, Arnfríður Eva Jónsdóttir, Jón Már Jónsson, Unnur Elín Guðmundsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA LÁRUSDÓTTIR, Miðtúni 72, Reykjavík, lést laugardaginn 15. desember á Elliheimilinu Grund. Útför fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 27. desember kl. 13.00. Inga Gunnarsdóttir, Gylfi Gíslason, Gunnar Gunnarsson, Gerður Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGÞÓR SIGURÐSSON, Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja miðvikudaginn 19. desember. Útförin auglýst síðar. Valgerður K. Kristjánsdóttir, Erla F. Sigþórsdóttir, Yngvi Geir Skarphéðinsson, Anna K. Sigþórsdóttir, Einar Sigfússon, Sigurbjörg Sigþórsdóttir, S. Valþór Sigþórsson, Baldvina Sverrisdóttir, Einar Sigþórsson, Eyrún Ingibj. Sigþórsdóttir, Tryggvi Ársælsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur minn, faðir okkar, afi og bróðir, Árni Guðmundsson, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 19. desember. Útför hans fer fram frá Ísafjarðakirkju föstudaginn 28. desember kl.14.00. Guðbjörg B. Árnadóttir, Örvar Árdal Árnason, Örn Árnason, Aðalsteinn Örn Örvarsson, Kjartan Veturliði Örvarsson, Guðmundur Guðmundsson, Pétur Guðmundsson, Jónína Sesselja Guðmundsdóttir, Ólafur Már Guðmundsson, Einar Valur Guðmundsson og Bergþóra Guðmundsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, bróðir, faðir, afi og langafi, GEORG ÁMUNDASON, andaðist á Háskólasjúkrahúsinu Fossvogi fimmtu- daginn 20. desember. Útför fer fram í Bústaðakirkju þann 4. janúar kl. 13.00. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Gréta María Ámundadóttir, Vilhjálmur Georgsson, Ágústa Sigríður Jóhannesdóttir, Kristján Georgsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Birgir Georgsson, María Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, PETRÍNA SIGRÚN GEORGSDÓTTIR, Hlíf 1, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar fimmtudaginn 20. desember. Salomon Sigurðsson og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.