Morgunblaðið - 22.12.2007, Síða 51

Morgunblaðið - 22.12.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 51 GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Björn Karls- son brunamálastjóri og Kári Kaaber málfræðingur. Á milli þess sem þeir velta fyrir sér m.a. „brunakvæði“ og „dolfallinn“ botna þeir þennan fyrripart: Bráðum koma blessuð jólin, birtir til og hiti vex. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn þessi: Kertasníkir, Giljagaur, Gáttaþefur, Stúfur. Í þættinum botnaði Benedikt Erl- ingsson: Konu sína giljar gaur, gáttir opnar stúfur. Davíð Þór Jónsson: Kaupa fyrir hvern sinn aur kynhlutlausar húfur. Ólöf Eldjárn bjó til jólasveinanöfn á karlmenn sem standa henni næst: Hallakíkir, Höfuðpaur, Hrikalegur, Ljúfur. Meðal hlustenda botnaði Auðunn Bragi Sveinsson: Sökkva nú í sand og aur, með sínar rauðu húfur. Magnús Halldórsson á Hvolsvelli: Og heimilisins höfuðpaur, hann er ekki ljúfur. Halldór Halldórsson: Einnig er þar Stekkjastaur, stórvaxinn og ljúfur. Hallberg Hallmundsson: Fyrstur kom þó Stekkjastaur, sem stalst í ánna júfur. Vegna erfiðleika með tölvupósts- kerfi RÚV eru þeir, sem sendu þætt- inum tölvupóst í desember, beðnir að senda hann aftur, sé þess nokkur kostur. Orð skulu standa Bráðum koma blessuð jólin Morgunblaðið/ÞÖK Hátíð ljóss og friðar Nú fer spenningurinn víða að ná hámarki. Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Ríkisút- varpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykja- vík. EINHVER athyglisverðasti tón- listarmaður landsins er Benni nokkur Hemm Hemm. Eftir tvær ágætar breiðskífur sendir Benni nú frá sér sjö laga stuttskífu, Ein í leyni. Tónlist Benna Hemm Hemm telst óneitanlega til krúttkynslóð- arpoppsins svokallaða, þar sem notkun akústískra hljóðfæra er í öndvegi og allt er dæmalaust af- slappað. Blásturshljóðfæri eru smekklega notuð og kunnuglegt klukkuspil undirstrikar krútt- stemninguna. Á stundum er raun- ar eins og Benni Hemm Hemm, Múm, Hjaltalín og fleiri krúttbönd hafi gleymt sér við músíkfitl í ein- hverri leikfangabúð, með klassísku instrúmentin í farteskinu, eftir annasaman dag í blásara- og strengjadeildum einhvers tónlist- arskólans. Hið akústíska kæruleysispopp krúttkynslóðarinnar er oftast nær ósköp sætt og ber ekki að lasta, þótt líftími þess sem móðins meg- instraums sé orðinn ótrúlega lang- ur. Ýmsa er farið að lengja eftir nýjum nálgunum og telja tíma- bært að lopahúfum verði nú lagt og prímusum skipt út fyrir alvöru eldavélar. En það er önnur saga. Lögin á Ein í leyni renna ljúf- lega í gegn en eru innbyrðis svo- leiðis keimlík. Þau hreyfa lítið við manni þótt haglega séu samin og fallega flutt. „Friðþjófur og Ingi- björg“ ber þó af öðrum og hlýtur að teljast með betri lögum ársins. Þar gengur allt upp í frábærri út- setningu, fögrum texta og ynd- islegri melódíu. Benni Hemm Hemm er tví- mælalaust til afreka fallinn og stuttskífa þessi er því rétt eins og sæmilegasti forréttur fyrir næsta aðalrétt. Sá gæti allt eins orðið að fimm stjörnu veislu. Krútt Orri Harðarson TÓNLIST Geisladiskar Benni Hemm Hemm – Ein í leyni  Fréttir í tölvupósti á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi og í Keflavík um jól og áramót 2007 * Skv. áfengislögum er óheimilt að hafa opið á sunnudögum. E N N E M M / S ÍA / N M 3 0 9 3 8 Afgreiðslutíma vínbúða um allt land má sjá á www.vinbud.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.