Morgunblaðið - 22.12.2007, Side 53

Morgunblaðið - 22.12.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 53 Eftir áramót hefst einn vin-sælasti spurningaþáttur ís-lensku þjóðarinnar, Gettu betur, spurningakeppni framhalds- skólanna. Hún var fyrst haldin árið 1986 og hefur skipað sinn sess hjá landanum síðan, hvort sem hann er á framhaldsskólaaldri eða ekki. Dregið var í fyrstu umferð Gettu betur 2008 á fimmtudaginn í beinni útsendingu í Síðdegisútvarpi Rásar 2. Keppnin sjálf hefst svo í útvarp- inu aðra vikuna í janúar og taka þrjátíu framhaldsskólar þátt í þetta skiptið.    Það er ýmislegt sem gerir Gettubetur að skemmtilegri keppni, til dæmis metnaðurinn hjá unga fólkinu og stemningin, spennandi viðureignir jafningja og þegar skólar sem ekki teljast sig- urstranglegir komast langt og slá jafnvel út skóla sem hafa verið rót- grónir í efstu sætunum í mörg ár í röð. Vissulega eru það sömu skól- arnir sem mæta með hæfustu liðin ár eftir ár, þeir skólar sem hafa líklega mest fjármagn, tíma, nem- endafjölda og metnað í keppnina, en alltaf eru einhverjir sem koma á óvart. Í fyrra var fyrirkomulagi keppn- innar breytt þannig að þeir átta skólar sem komust lengst árið áður fóru ekki í pottinn með hinum skól- unum þegar dregið var í fyrstu umferð heldur var dregið á móti þeim, svo öruggt væri að þeir sem teljast sterkastir lentu ekki á móti hver öðrum strax. Sama fyrirkomulag var haft á úrdrættinum í ár. Sumum finnst það ekki nógu skemmtilegt og segja að þarna sé verið að tryggja ákveðna skóla áfram. Að þetta verði ekki alvörukeppni nema öll liðin séu í sama potti og úrdrátt- urinn geti farið hvernig sem er. Það eigi ekki að gefa neinum betri séns á að komast áfram. Andrés Indriðason hefur séð um Gettu betur fyrir hönd Rík- isútvarpsins frá árinu 1991. Hann segir hugmyndina að þessu fyr- irkomulagi koma frá þeim nem- endum sem sitja í stýrihóp Gettu betur ásamt fulltrúum Ríkisút- varpsins. Nú sitja þar nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík, Verslunarskóla Íslands, Mennta- skólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum í Kópavogi – fjór- um skólum sem voru í undan- úrslitum í Sjónvarpinu í fyrra.    Viktor Hrafn Hólmgeirsson siturí stýrihópnum og er nemandi í Verslunarskóla Íslands. Hann segir aðalhugsunina á bak við það að átta bestu skólarnir frá árinu áður dragist ekki á móti hver öðrum vera þá að gera keppnina skemmtilegri. „Sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum sigraði Borg- arholtsskóli Menntaskólann í Reykjavík í fyrstu umferð í útvarp- inu og það þótti miður þá að sú keppni hefði ekki farið fram í sjón- varpinu því þessi lið voru með þeim bestu í keppninni og annað þeirra datt strax út,“ segir Viktor og bætir við: „Við erum í raun að skapa betra sjónvarpsefni. Við er- um að reyna að fá þær keppnir sem eru mest spennandi í Sjón- varpið í staðinn fyrir útvarpið. Einn stærsti galli Gettu betur hef- ur verið að keppnirnar eru ekki nógu spennandi þegar í Sjónvarpið er komið. En þar með er ekki sagt að skólarnir sem voru meðal þeirra átta bestu í fyrra verði góðir í ár. Það getur alltaf komið fram nýtt, sterkt lið og þá skiptir litlu máli á móti hverjum það keppir, því það á alltaf mjög góða möguleika á því að komast langt.“    Viktor segir að þetta hafi mikiðverið rætt í stýrihópnum, sem í sátu ásamt nemendunum Andrés Indriðason, Þórhallur Gunnarsson og Sigmar Guðmundsson. „Við vor- um sammála um að þetta myndi vonandi skapa skemmtilegra sjón- varpsefni og að það yrði til hags- bóta fyrir keppnina að sterkustu liðin frá því í fyrra lentu ekki strax á móti hvert öðru. Það ættu allir að græða á því að bestu liðin mætt- ust í Sjónvarpinu.“ Viktor tekur algjörlega fyrir það að þetta sé ósanngjarnt gagnvart öðrum liðum sem eigi þá kannski minni möguleika á að lenda á móti sínum jafningjum og komast eitt- hvað áfram. Hann bendir á að það séu aðeins átta skólar af 22 sem eigi það á hættu að lenda á móti þeim sem teljast sterkastir í það skiptið. Betra sjónvarpsefni AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir » „En þar með er ekkisagt að skólarnir sem voru meðal þeirra átta bestu í fyrra verði góðir í ár.“ Morgunblaðið/Eggert Sigurvegarar Lið Menntaskólans á Akureyri sigraði Verslunarskólann í úrslitum Gettu betur árið 2006. ingveldur@mbl.is SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600 Það segir í einhverri auglýsingu að Helga Möller sé rödd jólanna. Ég er eiginlega sammála því – mér fyndist jólin ekki vera eins ef ég heyrði ekki aðeins í Þú og ég eða Helgu sjálfri syngja jólalög. Á plötunni Hátíð- arskap syngur hún bæði gamla slag- ara úr eigin safni auk annarra þekktra jólalaga. Það sem einkennir plötuna er kyrrð og ró. Hér er ekki að finna diskó- fjörið frá í gamla daga – heldur rólegar og yfirvegaðar útsetningar Magnúsar Kjartanssonar sem sóma sér vel. Lagavalið á plötunni er mjög gott auk þess sem Helga virð- ist sjálf vera í stórgóðum gír og hafa meiri unun af söngnum hér en oft áður. Kannski kemur það ekki að sök að hún hefur dregið sig út úr popphasarnum því hér leyfir hún sér að njóta sín á miklu ánægjulegri vegu en ég hef áður kynnst. Ég get ekki sleppt því að minnast á lagið „Úti er alltof kalt“ en þar syngja þau Helga og Magnús saman þýð- ingu Kristjáns Hreinssonar á laginu „Baby its Cold Outside“. Flutningur þeirra ber vott um mikinn húmor. Meiriháttar. Hátíðarskap er skemmtileg jóla- plata í safnið – hún er þó frekar fyr- ir fullorðna en börn en það ætti ekki að koma að sök. Rödd jólanna? TÓNLIST Geisladiskur Helga Möller – Hátíðarskapbbbmn Helga Þórey Jónsdóttir ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. Vinsælustu valsarnir, óperettuaríur, fjör og frábær skemmtun. Hljómsveitarstjóri: Ernst Kovacic. Einsöngvari: Auður Gunnarsdóttir. Fim. 3. janúar kl. 19.30 nokkur sæti laus, fös. 4. janúar 19.30 örfá sæti laus og lau. 5. janúar kl. 17 örfá sæti laus og kl. 21, laus sæti. ■ Fim. 10. janúar kl. 19.30 Ungir einleikarar Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníuhljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. Sinfóníuhljómsveit Íslands óskar tónlistarunnendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Glæsilegur fatnaður í stærðum 38 til 60 Vertu þú sjálf - vertu bella donna Opnunartímar til jóla: laugardag 11.00-20.00 þorláksmessa 12.00-20.00, aðfangadagur 10.00-12.00 www.belladonna.is Skeifan 11d • 108 Reykjavík • 517 6460

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.