Morgunblaðið - 22.12.2007, Síða 54
54 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MÖRGUM er það enn í fersku minni
þegar þýski plötusnúðurinn Timo
Maas lék á Nasa í upphafi árs í
fyrra. Þá seldust allir miðar á ör-
skömmum tíma og margir sátu eftir
með sárt ennið. Nú verður leikurinn
endurtekinn í kvöld en þá kemur
Maas fram á fyrrnefndum skemmti-
stað við Austurvöll.
Ferill Timo Maas er með þeim
glæsilegri á danstónlistarsviðinu en
hann er ef til vill einn af fáum dans-
tónlistarmönnum sem hinn almenni
tónlistaráhugamaður kannast við.
Maas hefur komið fram og ferðast
með stórsveitum á borð við Depeche
Mode og Muse og tekið þátt í gerð
laga með ekki ómerkari tónlist-
armönnum en Kelis.
Sean Danke og
Dj Grétar hita upp
Timo Maas fæddist árið 1970 í
Hannover í Þýskalandi en náði ekki
almennri hylli fyrr en upp úr alda-
mótum. Fyrsta stóra breiðskífa Ma-
as, Loud, kom út árið 2002 en áður
hafði hann meðal annars gefið út
hljóðblöndunardiskinn Connected
sem hann vann með Paul Oakean-
fold. Platan Loud seldist vel og var
ein mest selda dansplata Evrópu ár-
ið 2002 og á henni var m.a. að finna
áðurnefnda Kelis. Árið 2005 gaf Ma-
as út plötuna Pictures sem innihélt
lagið „First day“ sem Brian Molko
úr Placebo syngur. Lagið varð á
stuttum tíma gríðarlega vinsælt og
heyrist enn þann dag í dag á öldum
ljósvakans.
Miðasala á Timo Maas er þegar
hafin í Allsaints í Kringlunni og
kostar miðinn 2.000 kr. Miðaverð á
tónleikastaðnum er 2.500 kr. Það eru
þeir Sean Danke og Dj Grétar G.
sem hita upp. Exo klárar kvöldið á
„tech-trance“-nótum.
Timo Maas snýr aftur
Stjarna Þeir eru ekki margir skífuþeytararnir sem njóta viðlíka vinsælda
og Timo Maas. Hann leikur fyrir Íslendinga á Nasa í kvöld.
Þjóðverjinn dansóði
kemur fram í þriðja
sinn á Íslandi
HIN þungaða Jessica Alba hefur
fengið þrjú tilboð frá tímaritum um
að sitja fyrir nakin. Nokkuð vinsælt
hefur verið hjá óléttum stjörnum að
sitja fyrir naktar. Meðal þeirra sem
hafa gert það eru Demi Moore,
Britney Spears og nú nýlega
Christina Aguilera.
„Jessica fær mikið af símtölum
frá tímaritum sem vilja að hún sitji
fyrir nakin þegar hún er komin um
sjö mánuði á leið. Þeir vita að það
mun selja blaðið,“ segir vinkona
leikkonunnar.
Alba er ekkert sérlega hrifin af
þessum tilboðum. „Hún ætlar sér
ekki að taka þeim. Henni finnst
meðganga persónulegt mál.“
Alba er 26 ára og á von á sínu
fyrsta barni með Cash Warren í
vor. Hún þykir ein fegursta leik-
kona Hollywood.
Vilja mynda Jessicu nakta
Reuters
Fönguleg Leikkonan Jessica Alba þykir snoppufríð og álfakroppur.
Sími 564 0000Sími 462 3500
Sími 551 9000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ*
We own the night kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Run fat boy run kl. 3 - 5:50 - 8 - 10:10
Saw IV kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Butterfly on a Wheel kl. 8 - 10:15 B.i. 14 ára
Dan in real life kl. 3 - 5:45
La vie en Rose kl. 5:20 B.i. 12 ára
Bobby Green snéri baki
við fjölskyldu sinni,
en þarf nú að leggja
allt undir til að bjarga
henni undan mafíunni.
DAN Í RAUN OG VERU
S T E V E
C A R E L L
Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum
frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr
Die Hard 4.0 í fantaformi.
NÚ VERÐUR ALLT VITLAUST!
ÍKORNARNIR ALVIN, SÍMON OG THEÓDÓR
SLÁ Í GEGN SEM SYNGJANDI TRÍÓ!
STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA OG JÓLAMYNDIN Í ÁR.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
eee
- V.J.V., TOPP5.IS
eee
GÓÐ SKEMMTUN
FYRIR YNGSTU BÖRNIN
- S.V. MBL
LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF
SÝND Í REGNBOGANUM
eee
- H.J., MBL
“Töfrandi”
eee
- Ó.H.T., Rás 2
“Grípandi!”
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI
SÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓI
eee
„...Raunsæ, hugljúf
og angurvær í senn“
-T.S.K., 24 Stundir
„Gamandrama sem
kemur á óvart“
-T.S.K., 24 Stundir
Duggholufólkið kl. 2 - 4 - 6 - 8 B.i. 7 ára
Hitman kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Dan in real life kl. 10
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíó, Smárabíó og Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
- Kauptu bíómiðann á netinu -
TILNEFND TIL TVEGGJA
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUNA M.A
FYRIR BESTA LEIK,
AMY ADAMS.
PATRICK DEMPSEY ÚR
GRAY’S ANATOMY
ÞÁTTUNUM OG AMY
ANDAMS ERU FRÁBÆR
Í SKEMMTILEGUSTU
ÆVINTÝRAMYND
ÁRSINS FRÁ
WALT DISNEY.
FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA.
Töfraprinsessan m/ísl. tali kl. 1 - 3:20 - 5:40 -8 - 10:20
Töfraprinsessan m/ísl. tali kl. 1 - 3:20 - 5:40 -8 - 10:20 LÚXUS
Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6
Alvin and the C... m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 -10
Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 4 - 6
Duggholufólkið kl. 4 - 6
Run fatboy run kl. 8 - 10
Saw kl. 8 - 10