Morgunblaðið - 22.12.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.12.2007, Qupperneq 60
Í HNOTSKURN »Í nýjum æskulýðslögum frámars þessa árs, er ráðning kynferðisbrotamanna til starfa með 18 ára og yngri bönnuð. » Í nýju frumvarpi til fram-haldsskólalaga er ekki að finna ákvæði um slíkt bann. Í NÝJU frumvarpi til laga um leik- og grunnskóla, er ákvæði sem bann- ar ráðningu starfsmanna sem dæmdir hafa verið fyrir kynferðis- brot. Slíkt ákvæði er ekki að finna í frumvarpi sem varðar framhalds- skóla. „Ég skil ekki að þetta hafi ekki ratað inn í frumvarpið til framhalds- skólalaga,“ segir Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu. Slíkt ráðningarbann er að finna í nýjum æskulýðslögum, sem sam- þykkt voru í mars sl. og nær það til þeirra sem hyggjast starfa með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri. Bragi Guðbrandsson segir að Barnaverndarstofa muni gera at- hugasemd vegna málsins í umsögn sinni um frumvarpið, sem skila eigi til menntamálanefndar fyrir 22. jan- úar nk. Sigurður Kári Kristjánsson, for- maður menntamálanefndar, segir full rök fyrir því að framhaldsskóla- lögunum verði breytt með tilliti til framhaldsskólanema yngri en 18 ára. | 31 Rataði ekki í frumvarpið Ákvæði sem bannar ráðningu dæmdra kynferðisbrotamanna er ekki að finna í nýju frumvarpi til framhaldsskólalaga Eldað Sophus Magnússon var ekki súr þótt maturinn væri það. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is STARFSMENN Hjólbarðaverk- stæðis Ísafjarðar gerðu sér og við- skiptavinum sínum glaðan dag í gær með stórri skötuveislu sem hófst í hádeginu og stóð fram eftir degi. Sophus Magnússon, einn hinna framtakssömu matgæðinga sem á verkstæðinu starfa, tjáði blaðamanni að um 100 manns hefðu látið sjá sig og tekið hraustlega til matar síns. Í skötuveislunni kenndi margra grasa. Auk tindabikkjunnar var þar boðið upp á súrsaða skanka, sels- hreifa, hrútspunga og lundabagga og jafnvel súrsaða selshausa sem vanir menn kalla gónur. Nafngiftin hlýst af því þegar selir stinga höfð- inu upp úr sjónum og góna á mann- fólk. Guðmundur Páll Óskarsson, einn veislugesta, kom færandi hendi með kippu af þriggja ára gömlum hákarli. „Í miðjunni á stykkinu var þessi fíni skyrhákarl, rosalega góður, sem hægt var að moka upp með skeið,“ segir Soph- us, „en svo gat maður sneitt úr stykkinu eftir smekk því yst var harður glerhákarl fyrir byrjendur. Þetta var eins og að stinga upp í sig konfektmola!“ Skötuboð fyrir lengra komna Ísfirðingar gæddu sér á „gónum“ og skyrhákarli Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Matarást Starfsmenn Hjólbarðaverkstæðis Ísafjarðar gerðu stormandi lukku með skötuveislu sinni í gær. SATURDAY 22. DECEMBER 356. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Tekjurnar aukast  Tekjur Reykjavíkurborgar munu aukast um 1.200 milljónir króna á næsta ári, með óbreyttum skatta- hlutföllum. Í þessari áætlun er tekið tillit til útgjalda einstaklinga og fyr- irtækja vegna bæði lóðaleigu af íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem og af fasteignasköttum. » Forsíða Fáir nýta sér úrræðin  Saksóknari hjá ríkissaksóknara telur núverandi ákvæði um nálgun- arbann gölluð, kerfið sé of þungt í vöfum. Marga mánuði getur tekið að fá úrskurð um nálgunarbann. » 2 Veitan áfram í eigu OR  Fallið hefur verið frá ákvörðun um að leita tilboða í hlutafé Gagna- veitu Reykjavíkur. Meirihluti stjórn- ar Orkuveitu Reykjavíkur sam- þykkti þetta á stjórnarfundi í gær. » 6 Lyfin dýr á Íslandi  Samanburður lyfjagreiðslunefnd- ar á heild- og smásöluverði 19 veltu- hæstu pakkninga sem Trygg- ingastofnun niðurgreiðir bregður birtu á mikla álagninu á lyfjum hér. » 8 SKOÐANIR» Staksteinar: Hvað veldur uppnámi þeirra? Forystugreinar: Hækkun á matvælaverði | Verðbólga og versnandi skilyrði UMRÆÐAN» Tvöföldun Suðurlandsvegar … Orðræða um erfðafræði Linkind og samstöðuleysi Varnarsvæði til sölu Lesbók: Gleðileg B-myndajól Aðventukransinn og kertanöfnin Börn: Jólaálfaspil Verðlaunaleikur vikunnar LESBÓK | BÖRN » "4"  "4 "  4 4 4"    5  ,6%' / %+ , 7   %% &%, / %  "4#  "4" "4"  4 4  4# 4  4" 4""  . 82 '  "  "4 "  4  4 4#   4 9:;;<=> '?@=;>A7'BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA'8%8=EA< A:='8%8=EA< 'FA'8%8=EA< '3>''A&%G=<A8> H<B<A'8?%H@A '9= @3=< 7@A7>'3+'>?<;< Heitast 2°C | Kaldast -3°C  Suðvestanátt. Víða 8-13 metrar á sekúndu og él. Léttir til aust- anlands síðdegis. Hiti nálægt frostmarki. » 10 Gettu betur hefst bráðum og spenn- andi að sjá hvort þeir átta skólar sem voru bestir í ár verði það á næsta ári. » 53 AF LISTUM» Getið enn betur? FÓLK» Hefur ekki áhuga á óléttustrípimynd. » 54 Einn þekktasti plötusnúður heims, Timo Maas, þeytir skífum í þriðja sinn á Íslandi, á Nasa í kvöld. » 54 TÓNLIST» Dansóður Þjóðverji TÓNLEIKAR» Naflakusk heldur tón- leika í Nonnabúð. » 57 PLÖTUDÓMUR» Benni Hemm Hemm fær þrjár stjörnur. » 51 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Gaf sig fram eftir frétt á mbl.is 2. Aldraðri konu nauðgað í Danmörku 3. Ósáttir við jólakort femínista 4. Nektarmyndir vekja reiði ráðherra  Jólasveinar | 27 BJÖRN Hlynur Haraldsson, leik- ari og leikstjóri, þurfti að takast á við eigin fordóma þegar hann ákvað að leggja í uppsetningu á rokkóperunni frægu, Jesus Christ Superstar, en verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 28. desember nk. Lausnina að endur- sköpun verksins fann hann svo í rokkurunum Krumma og Jenna, án þeirra hefði sýningin ekki orðið að veruleika, að sögn leikstjórans. Krummi segist hafa uppgötvað á sér nýjar hliðar í æfingaferli síð- ustu mánaða. | 50 Jesús og rokkar- arnir tólf Krummi sem Jesús. Krafturinn verður mikill í J.C. Superstar BILUN í einu vinnslukerfa Reikni- stofu bankanna, RB, olli því að greiðslukort sem og heima- og hrað- bankar virkuðu ekki sem skyldi á milli fjögur og sex síðdegis í gær. Að sögn Bjarna G. Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra vinnslusviðs RB, er þetta alvarlegasta bilunin sem kem- ur upp í um tvö ár. Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, sagði bilunina hafa valdið óþægindum, enda mikið að gera. Svanur Valgeirsson, starfsmanna- stjóri í Bónus, sagði bilunina hafa raskað afgreiðslu, síhringikort hefðu ekki virkað, og vildi hann sjá þjón- ustufulltrúa á vakt á bönkunum þeg- ar svona atvik kæmu fyrir. Kerfið klikkaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.