Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÁRNI Helgason, fyrr- verandi stöðvarstjóri Pósts og síma í Stykk- ishólmi, lést í gær- morgun á St. Francis- kusspítalanum í Stykkishólmi, á 94. ald- ursári. Árni var heið- ursborgari Stykkis- hólmsbæjar. Hann var fréttaritari Morgun- blaðsins í Stykkishólmi í meira en hálfa öld. Árni var fæddur í Reykjavík 14. mars 1914, sonur hjónanna Vilborgar Árnadóttur og Helga G. Þorlákssonar. Hann ólst upp á Eski- firði. Vann þar ýmis störf til sjós og lands þar til hann varð sýsluskrifari 1938. Árni flutti til Stykkishólms á árinu 1942, var þar sýsluskrifari og síðar stöðvarstjóri Pósts og síma frá 1954 þar til hann lét af störfum í lok árs 1984. Hann var einnig umboðs- maður Brunabótafélags Íslands, Loftleiða og Flugleiða og var stofn- andi og stjórnandi útgerðarfélaga. Árni var virkur í félagsmálum. Hann tók þátt í bæjarmálum í Stykk- ishólmi og stjórnmálum á vegum Sjálfstæðisflokksins og vann fyrir mörg félög og samtök. Hann var meðal stofn- enda Lúðrasveitar Stykkishólms, Tónlist- arfélags Stykkishólms og Lionsklúbbs Stykkis- hólms, stofnaði stúkuna Helgafell og var gæslu- maður barnastúkunnar Bjarkar. Árni gerðist fréttaritari Morgun- blaðsins á árinu 1943 og sendi blaðinu reglulega fréttir þar til fyrir fáein- um árum að Gunnlaug- ur sonur hans tók við. Hann var einnig fréttaritari Ríkisút- varpsins og Sjónvarpsins í mörg ár. Árni kvæntist Ingibjörgu Gunn- laugsdóttur kennara 1948. Hún lést 1994. Börn þeirra eru Gunnlaugur framkvæmdastjóri, Halldór skrif- stofustjóri, Helgi skólastjóri og Vil- borg Anna grunnskólakennari. Árni Helgason átti samleið með Morgunblaðinu í sjö áratugi, þar af fréttaritari í meira en hálfa öld. Við leiðarlok færir blaðið Árna þakkir fyrir frábær störf og vináttu við starfsmenn þess og sendir aðstand- endum hans innilegar samúðarkveðj- ur. Andlát Árni Helgason TVEIR voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir harðan árekst- ur við Vogaafleggjara á Reykja- nesbraut á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Mennirnir sem voru ökumenn í bílunum slösuðust mis- mikið, annar hlaut m.a. opið bein- brot á hné en hinn aðeins minni- háttar áverka. Bílarnir eru gjörónýtir. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Suðurnesjum var færð á Reykjanesbraut slæm þegar slysið varð og hálka mikil. Slysið varð með þeim hætti að ökumaður annars bílsins missti stjórn á öku- tæki sínu, sem aftur fór yfir á gagnstæðan vegarhelming og framan á aðvífandi bifreið. Loka þurfti Reykjanesbraut í um eina og hálfa klukkustund vegna slyss- ins. Umferðarslys hafa verið tíð við Vogaafleggjara að undanförnu, en þar hefur Reykjanesbraut ekki verið tvöfölduð. Framkvæmdir við tvöföldun hafa legið niðri síðan verktakafyrirtækið Jarðvélar sagði sig frá verkinu skömmu fyrir ára- mót. Í samtali við Morgunblaðið fyrir skemmstu sagði Jónas Snæbjörns- son, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, að áhersla yrði lögð á það þegar framkvæmdir hæfust að nýju að lokið yrði við gatnamótin við Voga- afleggjara, og býst hann við að á vormánuðum verði hægt að hleypa umferð á tvöfalda kaflann, alveg að Grindavíkurvegi. Reiknað er með að útboð á þeim hluta framkvæmda sem eftir er verði auglýst í byrjun næsta mán- aðar. Missti stjórn á bílnum í hálku HilmarBragi/Víkurfréttir Gjörónýtir Líkt og sést á myndinni var áreksturinn afar harður. Tveir fluttir á slysadeild Landspítala eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut AÐALFUNDUR SPRON sam- þykkti í gær breytingartillögu um lægri þóknan- ir stjórnarmanna í félaginu en upp- hafleg tillaga gerði ráð fyrir. Samkvæmt henni áttu stjórnar- menn að fá 200.000 krónur og formaður stjórnar 400.000 krónur fyrir störf sín. Stjórnin dró þessa tillögu hins vegar til baka að framlagðri tillögu Vil- hjálms Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra Samtaka fjárfesta, sem fól í sér að þóknun til stjórnarmanna yrði 120.000 krónur og formanns stjórnar 210.000 krónur og var sú tillaga sam- þykkt. | Viðskipti Stjórn dró tillögu sína til baka Vilhjálmur Bjarnason EINHVERJA hefur kannski rekið í rogastans þegar þeir urðu vitni að stórvirkum framkvæmdum við ósa Elliðaánna. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni skýrast framkvæmdirnar af því að verið er að leggja 132.000 volta háspennustreng frá tengivirki við Korpu að aðveitustöð í Borgartúni. Að sögn Eiríks Hjálm- arssonar, upplýsingafulltrúa OR, er áætlað að lagningu strengsins ljúki síðar á þessu ári. Aðspurður segir hann tímasetningu framkvæmdanna valda með það að mark- miði að valda lífríkinu sem minnstum skaða. Morgunblaðið/Ómar Unnið að lagningu háspennustrengs HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 37 ára gamlan karlmann í 2 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku, sem var að gæta barna hans. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða henni 750 þús- und krónur í bætur auk 1 milljónar kr. í sakarkostnað. Maðurinn fékk stúlkuna til að gæta sona sinna á kosningakvöldið í maí á síðasta ári en þau bjuggu í sama fjölbýlishúsi. Stúlkan fékk tvær vinkonur til að passa með sér og síðar um kvöldið komu fleiri ung- lingar í íbúðina. Var áfengi haft um hönd en þegar húsráðandinn kom heim kl. 6 um morguninn voru tvær stúlkur í íbúðinni. Önnur þeirra fór út í verslun og kom aftur um hálf- tíma síðar en í millitíðinni höfðu gerst atburðir, sem leiddu til ákæru. Stúlkan bar að maðurinn hefði káfað á brjóstum hennar og klætt hana úr buxum og nærbuxum og þuklað á henni. Hún hefði verið stjörf af hræðslu og ekki brugðist við fyrr en maðurinn leysti niður um sig og gerði sig líklegan til að hafa við hana samræði. Þá hefði stúlkan ýtt við honum og spurt hvort hann vissi ekki að hún væri aðeins 14 ára, síðan klætt sig í skyndingu og drifið sig á brott. Maðurinn neitaði sök Maðurinn neitaði alfarið sök. Fjöl- skipaður dómur héraðsdóms lagði hins vegar frásögn stúlkunnar til grundvallar og taldi sannað að mað- urinn hefði gerst sekur um þá beinu háttsemi, sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann hefði verið úti að skemmta sér, drukkið ótæpilega og komið ölvaður heim að morgni til tveggja sona sinna. Í stað þess að greiða stúlkunni fyrir pössunina þegar í stað, svo að hún kæmist heim, hefði maðurinn neytt yfir- burðaaðstöðu gagnvart stúlkunni, þegar hann fékk hana til að setjast í sófa í stofunni, sýndi henni grófa kynferðislega áreitni og hafði við hana þau kynmök, sem lýst væri í ákæru. Segir dómurinn, að því beri að sakfella manninn fyrir nauðgun. Málið dæmdu héraðsdómararnir Jónas Jóhannsson sem dómsformað- ur, Ingveldur Einarsdóttir og Páll Þorsteinsson. Verjandi ákærða var Sigmundur Hannesson hrl. og sækjandi Hulda Elsa Björgvinsdóttir, fulltrúi ríkis- saksóknara. Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun 37 ára karlmaður braut gegn 14 ára stúlku eftir barnapössun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.