Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 23
   Metnaðarfullar hugmyndir klúbbs- ins um framtíðarsvæði fyrir sigl- ingar og sjósport eru alveg við það að verða að veruleika, segir í til- kynningu stjórnarinnar, og frestun á þeim um nokkur ár sé ekki inni í myndinni. Stjórn Nökkva segist harðákveðin í að fylgja þessum nýj- ustu hugmyndum eftir og ætli að koma þeim í framkvæmd og það sé gleðiefni að sjá og heyra að bæj- arstjóri hafi síðustu daga ítrekað að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að styðja uppbyggingu klúbbsins á Leirunni. „Stjórn Nökkva vill jafn- framt koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa sent okkur stuðningsyfirlýsingar síðustu daga og sýnt málinu áhuga. Það gefur okkur mikinn styrk að sjá að fullt af siglingafólki, foreldrum og stjórnir annarra siglingaklúbba ásamt SÍL fylgist með málum og er tilbúið að láta heyra í sér þegar þess er þörf.“    Margrét Harðardóttir, arkitekt, fjallar um stöðu mannsins í bygg- ingum og manngerðum vistarverum í fyrirlestri á Amtsbókasafninu í dag kl. 17. Það eru Félag áhuga- fólks um heimspeki, Amts- bókasafnið, Háskólinn á Akureyri og Akureyrarstofa sem standa að fyrirlestrinum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 23 upp í tilefni hátíðarinnar. Annað kaffihúsið er á vegum listnáms- brautarnema en hitt er alþjóðlegt og þar bjóða nemendur skólans sem koma frá öðrum löndum, okkur hin- um að smakka framandi rétti, en það eru krakkar frá fjörutíu og fjór- um löndum við nám hér í skól- anum.“ Stelpurnar sækja á í húsgagnasmíðinni „Svo er hárgreiðslukeppni, líkamsmálning og naglasnyrting, tæknilegókeppni, keppt í dúklögn, og það er líka skrúfu- og negling- arkeppni, kennsla í að búa til leik- föng frá 1950, gítarsmíði, skraut- skrift, kennt hvernig á að smíða fuglahús, línudans og magadans, ljósmyndaramaraþon, flóamarkaður með notað og nýtt, hláturjóga og ótal margt annað.“ Sigurjóna segir að seinni dag Öðruvísi daga, semsagt í dag, sé meira um ferðir utan skóla. „Þá för- um við í leikhús, á söfn, upp á Hellis- heiði og byggingarnemar fara og skoða gömul hús og ný, svo eitthvað sé nefnt. Hún bætir við að eitt af því sem geri skólann svo fjölbreyttan sem raun ber vitni sé breitt ald- ursbil nemenda. „Hér er fólk á öll- um aldri við nám og kynjaskiptingin er ekki þannig að strákarnir séu all- ir í smíðinni og stelpurnar í hár- greiðslunni. Stelpurnar eru til dæm- is að taka yfir í húsgagnasmíðinni.“ Hár og förðun Líkamsmálun og hárgreiðslukeppni voru meðal þess sem er í boði og aldrei að vita nema fleiri fyrirsætur hafi státað af svo litríkri greiðslu. Leikfangasmíði frá 1950 Þessar stelpur voru áfjáðar í að prófa að smíða gamaldags bíla. Seinna um daginn hugðust þær síðan kynna sér starf keramikdeildarinnar. Alþjóðlegt kaffihús Það er fjölbreytt og fjölþjóðlegt úrvalið af réttum á nýbúakaffihúsinu, enda var þar að finna rétti frá Eþíópíu, Ítalíu, Kína, Kóreu, Brasilíu og Hondúras svo dæmi séu tekin. karókí Stelpurnar eru til dæmis að taka yfir í húsgagnasmíðinni. Allir þekkja Krummavísur JónsThoroddsen Krummi svaf í klettagjá, – kaldri vetrar nóttu á, verður margt að meini; fyrr en dagur fagur rann freðið nefið dregur hann undan stórum steini. En síðar segir í kvæðinu Á sér krummi ýfði stél einnig brýndi gogginn vel sem varð karli af Laugaveginum tilefni til að setja saman þessa limru: Ég einn veit, sem upp rís við dogg á óttu og brýnir sinn gogg eða ýfir sitt stél. Mér virðist hann vel með vísan í miðnæturblogg. Jón Thoroddsen kallar þessa stöku Sviðamessu: Etum, bræður, ákaft svið, oss svo hrokafyllum, höfum góðan sveitasið, sveltum þá á millum, eða höfum tóu’ og hunda sið, hungrum þá á millum. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af krumma HVAÐ skal borða og hvað ekki? Umræðan um hvað sé hollt er bæði orðin langdregin og ruglingsleg. Hins vegur setti bandaríska sjúkra- stofnunin MayoClinic nýlega niður á blað tíu bráðhollar matartegundir og það getur snarlega auðveldað valið í matvöruversluninni hjá villu- ráfandi. Þessi matvara inniheldur a.m.k. þrennt af eftirfarandi sem gerir það að verkum að hún er með allra bestu fæðu heimsins:  Trefjarík, rík að steinefnum og öðrum næringarefnum.  Rík að jurtanæringar- og and- oxunarefnum, s.s. A- og E- vítamínum og beta-karótíni.  Dregur úr hættu á hjartasjúk- dómum og öðrum sjúkdómum.  Með fáar hitaeiningar; stærri skammtar og færri hitaeiningar.  Alltaf til taks. Þessar tíu tegundir eru: 1. Möndlur 2. Epli 3. Bláber 4. Spergilkál 5. Rauðar baunir 6. Lax 7. Spínat 8. Sætar kartöflur 9. Grænmetissafi 10. Hveitikím Bráðhollt í gogginn Árvakur/Einar Falur Úr Þverá Lax er með hollustu mat- artegundum jarðarkringlunnar. alltaf á fimmtudögumVIÐSKIPTABLAÐ Málstofa um lífeyrismál Launafólk og lífeyriskjör Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Fundarstjóri Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands Í hverju liggur styrkur íslenska lífeyrissjóðakerfisins í alþjóðlegum samanburði? Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða Aldraðir og hlutverk almannatrygginga í velferðarþjóðfélaginu Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins Hlutur lífeyrissjóðanna í útrásinni og uppbyggingu atvinnulífs Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka Silfur Egils: Aldraðir Íslendingar og peningar Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður BSRB - húsinu Grettisgötu 89 föstudaginn 29. febrúar kl 13 - 15.30 Móttaka í boði SLFÍ að málstofu lokinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.