Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ var auðvelt að fá fram sam- stöðu sl. haust meðal Suðurnesja- manna við þeirri áskorun til sveit- arstjórnarmanna að Hitaveita Suðurnesja yrði í meirihlutaeign Suð- urnesjamanna. Á aðeins rúmri viku undirrituðu 5.169 kjós- endur á Suðurnesjum, en það er um 51% kjós- enda, varla nokkur mað- ur sem leitað var til neit- aði að skrifa undir áskorunina. Áskorun um að tryggt verði að orku- öflun, sala og dreifing á rafmagni verði til fram- búðar verkefni Hitaveitu Suðurnesja og að HS verði í meirihlutaeign sveitarfélaganna eins og segir m.a. í áskoruninni. Hannes Friðriksson, sem hefur kallað sig íbúa í Reykja- nesbæ, hafði forgöngu um að safna saman undirskriftum þeirra sem ekki hugnaðist að verðlagning á rafmagni, heitu og köldu vatni yrði komin undir duttlungum hlutafélaga sem spila á verðbréfamarkaði. Hannes afhenti stjórn Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum undirskriftalistana fyrir þremur mánuðum og fyrst nú liggur fyrir svar þeirra. Af svari þeirra má skilja að mál þetta sé þeim óviðkom- andi, þetta mál verði ekki leyst af sveitarfélögunum heldur verði að leysa það með lagasetningu á Alþingi. Hollt er að rifja upp að í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga var ekki í umræðunni að sveitarfélög eða ríki hefðu uppi nein áform um sölu hlutabréfa í HS og þaðan af síður að til greina kæmi að einkavæða fyrirtækið. Í kjölfar sölu ríkisins fór í gang at- burðarás sem hefur leitt til þeirrar stöðu sem við stöndum frammi fyrir í dag. Ef ég man rétt var tekið fram í stefnuskrá D-listans í Reykja- nesbæ að ekki stæði til að selja HS. Það er dapurt að sjá að stjórn SSS telji sig ekki geta haft aðkomu að þessu máli og telji einu lausnina vera hugs- anlega lagasetningu á Alþingi, án aðkomu sveitarfélaganna. Það vafðist ekki fyrir þessum sömu sveitarstjórnarmönnum að samþykkja alla þá gjörninga sem urðu til þess að staða hitaveitunnar er eins og hún er í dag. Þá var ekki hægt að bíða eftir lagasetningu um hvernig þessum málum yrði háttað til fram- tíðar. Það mun koma á daginn að það verða ekki aðeins þessir 5.167 sem undirrituðu áskorunina sem ganga munu eftir afstöðu frambjóðenda í næstu sveitarstjórnarkosningum held- ur verður málefni HS eitt þeirra mála sem kosið verður um í næstu kosn- ingum og þá verða þeir spurðir hvert var þeirra viðhorf í málefnum hitaveit- unnar, og hver þeirra framtíðarsýn er í því máli. Þá verður ekki hægt að skýla sér á bak við þögnina. Stöndum vörð um Hitaveitu Suðurnesja Eyjólfur Eysteinsson skrifar um eignarhald á Hitaveitu Suðurnesja » Það er dapurt að sjá að stjórn SSS telji sig ekki geta haft að- komu að þessu máli og telji einu lausnina vera hugsanlega lagasetn- ingu á Alþingi Eyjólfur Eysteinsson Höfundur er kominn á eftirlaun. HÁHÝSI, skemmur, hraðbraut og mislæg gatnamót, takk. Helst grátt, annars svart. Hvort sem við óskum okkur borgar af þessu tagi – með tilheyrandi bensínstöðvum og göngubrúm – eða miðborgar þar sem fólk fer um fótgangandi, hittist og heilsast, er eitthvað öðru- vísi en það á að vera. Til marks um það eru ítrekuð og langvarandi andmæli íbúa Reykjavíkur og ná- grannasveitarfélaga gegn frekleg- um brautalögnum, óhóflegum nýbygg- ingum og niðurrifi húsa. Samtímis þessu klifa sveitarstjórn- armenn á „uppbygg- ingu og miklum tæki- færum“. Svo var einnig þegar rífa átti Fríkirkjuveg 11 árið 1968 og reisa þar veg- legan seðlabanka. Nokkrum árum áður hafði bæjarráð Reykjavíkur staðið fyrir hugmynda- samkeppni um fegrun og útlit Tjarnarinnar. Ekki er ann- að að sjá en að allar tillögur sem bárust hafi falið í sér niðurrif timb- urhúsanna við Tjarnargötu. Þeirra í stað skyldu rísa nútímaleg há- hýsi. En turnatillögurnar gengu ekki eftir og þess vegna njótum við í dag einhverrar fegurstu götu- myndar á Íslandi. Húsaröðin er einnig mikilvægt sýnidæmi um heildstæðan byggingarstíl ákveð- ins tíma í borgarsögunni. En orð- ræða dagsins kallar á nánari skoð- un. Stöldrum við Undangengin og yfirstandandi atburðarás um húsvernd sýnir að endurskoða þarf þær forsendur sem friðun húsa byggist á. Það þarf einnig að endurskoða hvaða framkvæmdir liggja fyrir sem og fyrirkomulag kynninga um skipu- lagsmál til almennings. Við þurfum að staldra við. Endur- skoðunin snýst ekki um einstaka hús, göt- ur eða aðra afmarkaða reiti, heldur um heild- arsýn og stefnu ann- ars vegar og gegn- sæja, nútímalega stjórnsýslu hins veg- ar. Í því ljósi falla Frí- kirkjuvegur 11 og Tjarnargatan undir sömu rök og „kof- arnir“ við Laugaveg. Því eins og mál Jóns Hreggviðssonar sner- ist ekki um Jón Hreggviðsson, þá snýst mál gam- alla húsa ekki bara um gömul hús. Þetta er annað og stærra mál. Hvað er fleira í undirbúningi? Andófið gegn niðurrifi húsa við Laugaveg og víðar snýst einnig um það sem koma á í staðinn. Lítum nánar í kringum okkur. Á aust- urbakka gömlu hafnarinnar rís langþráð tónlistarhús. Mér er til efs að fólk geri sér almennt grein fyrir því hvílíkt ferlíki það verður. Ætla mætti að með nútíma tölvu- tækni væri lítið mál að kynna ít- arlega, myndrænt og á hlutlægan hátt þær byggingarframkvæmdir sem á döfinni eru. Fréttatengdur þáttur í sjónvarpinu væri upp- lagður í því skyni. Ein slík mynd hefði t.d. getað sýnt afstöðu tón- listarhússins í réttum hlutföllum við nánasta umhverfi og bakgrunn, út frá sjónarhorni vegfaranda sem gengur norður Lækjargötu. Mynd- irnar sem sýndar hafa verið eru unnar af hagsmunaaðilum. Þær sýna húsið ekki í víðara samhengi og eru svo stílfærðar að þær segja almenningi ekki neitt. Það gera heldur ekki loftmyndir af líkönum nýbygginga né tvívíðar tækniteikn- ingar af „uppbyggingu“ á Lauga- vegi sem skoða má á vef skipulags- og byggingasviðs borgarinnar. Í tengslum við tónlistarhúsið vakna fleiri spurningar. Hvað á að gera við Geirsgötu, verður þar Houston-steinsteypubílabrú eða göng? Og hvað um norðurhluta Kvosarinnar og Miðbakkann? Stendur til að stækka Tollhúsið og reisa þar við hliðina röð banka og hótela? Hvað finnst okkur um það? Hvernig hlúir sá virkisveggur að góðu mannlífi í miðborginni? Hvernig fellur slík áætlun að ný- valinni tillögu þaulreyndra og margverðlaunaðra arkitekta um nágrenni Lækjartorgs? Og vest- urhöfnin og Slippsvæðið? Á aftur, eins og við Skúlagötu og í Skugga- hverfi að byggja þétt og hátt við ströndina í ósamræmi við þá lág- reistu byggð sem næst liggur? Eða verður hún rifin líka? Hvað um hornið á Lækjargötu og Von- arstræti – hvað kemur þar? Hvað er að gerast í Þingholtsstræti 2, á horni Bankastrætis? Og hvað með Ingólfstorg og nágrenni þess – í hverju felst nýja útfærslan þar ná- kvæmlega? Og áfram. Fyrir hverja eru turnar Grand hótels og 19 hæða Höfðatorgs – varla fyrir íbúa í Teigahverfi og Túnum? Og hvað um væntanlegan Landspít- alaklettavegg? Eða Hverfisgötu, og Kirkjusand? Hvað um versl- unarmiðstöð á Klapparstígsreit við Laugaveg sem nú er rýmt fyrir? Hvað með heilu húsaraðirnar og svæðin sem eru í eigu eins aðila eða byggingafélaga? Geta þeir far- ið sínu fram eins og fyrrnefnd dæmi virðast sýna? Of mikið er lagt undir í senn, og við megum ekki takmarka það samtal sem í gangi er við gömul hús. Þetta hangir allt á sömu spýt- unni; þétting byggðar, einsleitt eignarhald og sú nýja ásýnd sem þrástefjuð er í viðkvæmustu hverf- um Reykjavíkur. Íbúasamtök miðbæjar Við hljótum að gera þá kröfu að stjórnendur borgarinnar – sama hverjir þeir eru, byggi ekki ákvarðanir sínar um skipulag á geðþótta eða þjónkun við verktaka og fjármagnseigendur. Ástandið hefur ef til vill skapast vegna ótta þeirra um að teljast afturhalds- samir dragbítar á uppbyggingu og þróun. Verið getur að stjórnvöld þurfi aukið aðhald. Ég kalla eftir íbúasamtökum miðbæjar. Hvernig borg má bjóða þér? Guðríður Adda Ragnarsdóttir skrifar um breytt borgarskipulag » Því eins og mál Jóns Hreggviðssonar snerist ekki um Jón Hreggviðsson, þá snýst mál gamalla húsa ekki bara um gömul hús. Þetta er annað og stærra mál. Guðríður Adda Ragnarsdóttir Höfundur er atferlisfræðingur og býr í Reykjavík. Mynd 2: Tjarnargata 2003. Ljósmynd: Ímynd / Guðmundur Ingólfsson Mynd 1: Ein tillagna í hugmyndasamkeppni um fegrun Tjarnarinnar. Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson, 1951. Birt í Tímaritinu Byggingarlistin, 1956. SIGURÐUR Magnússon, bæj- arstjóri á Álftanesi, rýfur loks þögn meirihlutans með Morgunblaðsgrein 22. febrúar. Greininni er sennilega ætlað að vera svar við þeirri gagnrýni sem á hon- um og meirihlutanum hefur dunið und- anfarna mánuði. Þar kveðst hann vera að svara grein minni í sama blaði 19. febr- úar. Í þeirri grein vakti ég athygli á nið- urstöðum Vísbend- ingar um drauma- sveitarfélagið og benti einfaldlega á þá staðreynd að síðan Á- listinn tók við völdum hefur Álftanes verið í frjálsu falli niður þann ágæta lista eða úr 5. í 36. sæti á milli ára. Við lestur grein- ar bæjarstjórans sannfærðist ég end- anlega um að Á- listinn er einnota stjórnmálaafl því öll hegðun hans er í þá veru að þau hafi ekki neinn áhuga á endurkjöri. Svo mikil og augljós er sú ranga stefna sem tekin hefur verið í stjórnsýslunni. Ég vakti líka athygli á þeim vanda bæjarstjórans að kunna ekki meira fyrir sér í rökræðu en þann hluta list- arinnar sem felst í rangfærslum, orð- hengilshætti og útúrsnúningingum. Með svari sínu sannar hann þessa fullyrðingu mína betur en ég hefði nokkurn tíma getað gert sjálfur. Takk fyrir það Sigurður. Ekki benda á mig Aftur og aftur fellur Sigurður í þá gildru að kenna öllum öðrum um vandamálin en sjálfum sér. „Ekki benda á mig“ syngur hann aftur og aft- ur í fullvissu þess að ef söngurinn sé endurtek- inn nógu oft muni hann breytist í sannleika. Samt er það nú þannig að flest- ir bæjarbúar sjá í gegn- um svona málatilbúnað. Í greininni lendir hann í bráðskemmtilegri mót- sögn við sjálfan sig þegar hann segir í fyrsta lagi að rekstrarárin 2005 og 2006 hafi verið á ábyrgð D- listans og þeir beri því ábyrgð á slakri útkomu Álftaness á lista Vísbend- ingar. Nokkru síðar vitn- ar hann í Grant Thorn- ton-endurskoð- unarskrifstofuna sem segir í niðurstöðu árs- reiknings rekstrarárið 2006 hafa ver- ið gott. Hvernig þessi málatilbúnaður á að sanna sig er ekki gott að sjá. Þar sem aðrar „röksemdir“ bæj- arstjórans hníga allar til sömu áttar mun ég ekki elta frekari ólar við hann um fjárhag sveitarfélagsins og stjórn Á-listans á honum. Nægilegt er að benda á ársreikninga sveitarfé- lagsins sem eru öllum aðgengilegir á vefsíðu þess, alftanes.is. Þar geta menn séð ástæðu fallsins svart á hvítu. Nýr forystumaður D-listans? Grein bæjarstjórans hefst reyndar á því að nefna mig sem nýjan forustu- mann D-listans á Álftanesi. Það þykir mér heldur vafasamur heiður úr hans hendi. Vænna hefði mér þótt um að upphefðin kæmi annars staðar frá en úr hans ranni. Staðreyndin er sú að honum hentar að spyrða hreyfinguna Verndum börnin – áhugahóp um barnvænt skipulag á Álftanesi við D- listann og afgreiða gagnrýni hreyf- ingarinnar sem flokkspólitískan nið- urrifsáróður. Tæplega 730 atkvæð- isbærir íbúar sáu ástæðu til að bregðast við áskorun hreyfing- arinnar og sendu inn skriflegar at- hugasemdir við mjög skýrt afmörkuð atriði í nýju miðbæjarskipulagi. Hreyfinguna skipar fólk úr öllum flokkum, meira að segja fjölmargir þeirra er studdu áður Á-listann. Krafa hreyfingarinnar er mjög ein- föld: Haldið Breiðumýri opinni og gerið Skólaveg þannig að gegn- umakstur verði mjög takmarkaður. Þetta er vel hægt en vilja bæjarstjór- ans og fylgifiska hans skortir. Það var því sem ríflegur meirihluti íbúa mótmælti. En eftir stendur einnota Á-listi, rú- inn trausti. Bæjarstjóra Álftaness svarað Sveinn Ingi Lýðsson svarar grein Sigurðar Magnússonar Sveinn Ingi Lýðsson » „Ekki benda á mig“ syng- ur hann aftur og aftur í fullvissu þess að ef söng- urinn sé end- urtekinn nógu oft þá muni hann breytast í sannleika. Höfundur er íbúi á Álftanesi og einn forsvarsmanna hreyfingarinnar Verndum börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.