Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 15 ERLENT Sameinuðu þjóðunum. AP. | Gert er ráð fyrir því að í lok ársins búi helm- ingur íbúa heimsins í þéttbýli og um 70% íbúanna búi í borgum árið 2050, samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna. Mannfjölgun- in er mest í borgum í Asíu og Afríku. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna er því spáð að um miðja öldina verði 27 borgir með að minnsta kosti tíu milljónir íbúa en nú eru nítján borgir með svo marga íbúa. Gert er þó ráð fyrir því að a.m.k. helmingur íbúa- fjölgunarinnar í þéttbýli verði í mörgum smærri borgum með færri en hálfa milljón íbúa. Samkvæmt nýjustu spá Samein- uðu þjóðanna fjölgar íbúum heims- ins úr 6,7 milljörðum í ár í 9,2 millj- arða árið 2050. Gert er ráð fyrir því að á sama tímabili fjölgi íbúum í þéttbýli úr 3,3 milljörðum í 6,4 millj- arða. „Gert er ráð fyrir því að mann- fjölgunin, sem spáð er á næstu fjór- um áratugum, verði á þéttbýlum svæðum sem dragi einnig til sín íbúa úr strjálbýlinu,“ segir í skýrslunni. „Þess vegna er áætlað að íbúum í strjálbýli taki að fækka eftir um það bil áratug og þeir verði 600 millj- ónum færri árið 2050 en nú.“ Skýrsluhöfundarnir leggja þó áherslu á að þetta gerist aðeins ef börnum fjölskyldna í þróunarlönd- um heldur áfram að fækka, einkum í Afríku og Asíu. Hania Zlotnik, yfirmaður mann- fjöldadeildar Sameinuðu þjóðanna, kvaðst vona að „mannfjölgunin í þéttbýli yrði í samræmi við hagvöxt- inn í heiminum“. Hún sagði að um 70% íbúa Evr- ópu, Norður-Ameríku og margra annarra auðugra iðnríkja byggju nú á þéttbýlum svæðum. Aðeins um 39% íbúa Afríku og 41% íbúa Asíu bjuggu í þéttbýli á síðasta ári og gert er ráð fyrir því að mannfjölg- unin í borgum og bæjum verði mest í þessum álfum á næstu áratugum. Gert er ráð fyrir því að íbúum í þéttbýli fjölgi um 1,8 milljarða í Asíu fyrir miðja öldina, um 900 milljónir í Afríku og 200 milljónir í Rómönsku Ameríku og Karíbahafslöndum. Um 40% íbúa Kína, fjölmennasta lands heims, búa núna í þéttbýli og gert er ráð fyrir því að hlutfallið hækki í 70% fyrir árið 2050. Á Indlandi, næstfjölmennasta ríki heims, búa aðeins 300 milljónir íbú- anna í þéttbýli, eða 29%, og gert er ráð fyrir því að aðeins 55% lands- manna, eða 900 milljónir, búi í borg- um um miðja öldina. Helmingur mann- kyns býr í borgum Áætlað að 70% íbúa heimsins búi í þéttbýli árið 2050         !"  #  $ %    "$ %   $&"  " '  (  !)  &  & *   +,         .*/. 0 ( 123.456.  ( *7879: .;19/<.  = ( >?9879: .;19/<. =0 ( .69/<.  ( 1@9AB. C ( *<D9E>                               =             ! "   0 #$#%0           !  !  "  "     #  #  #  #  # # # # # $ # $ # % # % #  # $ %   ! "    &' Opatowek. AP. | Iðnaðarsafnið í bænum Opatowek í Pól- landi hefur opnað sýningu þar sem saga nærfatnaðar kvenna er tíunduð, allt frá hnjásíðum nærbrókum og níðþröngum lífstykkjum frá byrjun aldarinnar sem leið til g-strengja nútímans. „Nærfötin máttu yfirleitt ekki sjást í gamla daga,“ sagði Ewa Sieranska, safnstjóri Vefnaðarsafnsins í Lodz. Safn hennar lánaði 140 nærklæði sem sýnd eru á sýningunni „Frá langbrókum til g-strengja“. „Í byrjun 20. aldarinnar gátu konur ekki sýnt nær- fötin og seinna bara smávegis, en núna sjást þau út um allt,“ bætti Sieranska við. Nærfatatískan þróaðist eftir því sem hlutverk kvenna í samfélaginu breyttist. Púkalegar nærbrækur viku fyrir nútímalegri undirfatnaði á þriðja áratug ald- arinnar sem leið, ásamt sokkaböndum fyrir konur sem hösluðu sér völl á vinnumarkaðnum. Á meðal klæða sem vakið hafa athygli á sýningunni eru hvít sokkabönd með bleikum hjörtum og spennum sem festar eru við uppháa sokka. Slík sokkabönd voru vinsæl á sjötta áratugnum áður en sokkabuxur voru þróaðar á sjöunda áratugnum. Á sýningunni eru einnig hnjásíðar langbrækur með blúndum, nærskyrtur, kvöldsloppar og tvískipt líf- stykki. Nælonsokkar voru í tísku á áttunda áratugnum en náttúruleg efni eins og bómull eru vinsæl núna. Sýningin var opnuð í janúar og henni lýkur í lok mars. „Þegar fólk kom hingað fyrst eftir að sýningin hófst voru viðbrögðin mjög mismunandi,“ sagði safnvörð- urinn Ewa Klysz. „En þessir munir hafa verið valdir með sögulegri rannsókn og við sýnum þá í fullri al- vöru.“ Heyra mátti þó fliss í hópum skólabarna sem skoð- uðu safnið fyrr í mánuðinum. Eldri konur á meðal gest- anna voru íbyggnari. „Þær vilja sjá hluti sem þær kannast ekki við, eða minnast klæða sem þær notuðu í gamla daga,“ sagði Klysz. „Stundum segja þær: „já, ég var vön að vera í þessu“ eða „úff, þessar voru hræði- lega óþægilegar“.“ Frá gamaldags langbrókum til nýtískulegra g-strengja AP Sögunám Skólapiltur kynnir sér sögu nærfata kvenna. Þróun nærfatnaðar kvenna tíunduð á sýningu í Póllandi UM 90 MÍNÚTNA sjónvarpskapp- ræður öldungadeildarþingmann- anna Baracks Obama og Hillary Clinton í fyrrakvöld eru ekki taldar hafa breytt stöðunni í baráttunni um hvort þeirra verði forsetaefni bandarískra demókrata í kosning- unum í nóvember. Þetta voru síð- ustu kappræður þeirra fyrir for- kosningar sem fram fara Ohio og Texas á þriðjudaginn kemur, en tal- ið er að Clinton þurfi að fá meiri- hluta kjörmanna í báðum ríkjunum til að eiga raunhæfa möguleika á að verða valin forsetaefni demókrata á flokksþingi þeirra í ágúst. Stjórnmálaskýrendur sögðu í gær að ólíklegt væri kappræðurnar hefðu gefið Clinton þann byr sem hún þarf til að tryggja sér sigur í Ohio og Texas. Í kappræðunum deildu Obama og Clinton um sjúkratryggingar, stríð- ið í Írak og viðskiptamál, einkum Nafta, fríverslunarsamning Norð- ur-Ameríkuríkja sem Bill Clinton samdi um á fyrra kjörtímabili sínu, en margir telja hann helstu ástæð- una fyrir því að Ohio og fleiri Mið- vesturríki hafa misst mörg fram- leiðslustörf. Obama og Hillary Clinton hafa bæði hvatt til þess að samið verði um breytingar á frí- verslunarsamningnum en á ólíkum forsendum. Á þriðjudag verður einnig kosið í Vermont og Rhode Island og alls verður barist um 370 kjörmenn. Ólíklegt að kappræðurnar hafi mikil áhrif á baráttuna Hillary Clinton Barack Obama DANSKA kven- réttindahreyf- ingin hleypir á laugardag af stokkunum átaki gegn kynlífs- kaupum en kann- anir sýna að um 15% danskra karla hafa keypt sér kynlífsþjónustu af vændis- konum, að sögn vefsíðu blaðsins Politiken. Opnuð hefur verið heimasíða, www.tagstillingmand.dk, þar sem bæði þekktir og óþekktir karlar í Danmörku geta lýst stuðningi við þá tillögu að kaup á kynlífsþjónustu verði bönnuð. Birt er mynd af þeim sem tjá sig á síðunni og stuttur rök- stuðningur þeirra. „Við verðum sem samfélag að taka afstöðu gegn þessu og senda öflugustu skilaboð sem við ráðum yfir. Og þau eru bann við vændi,“ segir Poul Erik Christensen, for- maður stéttarfélagsins 3F. Meðal annarra sem þegar hafa tekið af- stöðu eru Tøger Seidenfaden, rit- stjóri Politiken, leikarinn Peter Mygind, einnig forseti danska Al- þýðusambandsins, Harald Børsting. Taktu afstöðu, maður! STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.