Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 20% afsláttur af AEG eldhústækjum þegar keyptar eru HTH innréttingar Allt að BSRB stendur fyrir málstofu um lífeyrismál í BSRB-húsinu Grettisgötu 89 á morgun, föstu- dag, kl. 13 - 15.30. Erindi flytja Sigurður Einarsson stjórn- arfomaður Kaup- þings banka, Sig- ríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Hrafn Magnússon framkvæmda- stjóri Landssambands líeyrissjóða, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður og Ögmundur Jónasson formaður BSRB. Fundarstjóri er Kristín Á. Guðmundsdóttir. Málstofa um lífeyrismál Sigurður Einarsson Á MORGUN, föstudag, verður bök- uð lengsta súkkulaðikaka sem bök- uð hefur verið í Vesturbænum. Það mun gerast í safnaðarheimili Nes- kirkju og er hluti af söfnun fyrir ferðalag unglinga á æskulýðsmót í Prag. Að lokinni sunnudagsmessu kl. 11 mun gestum svo gefast tæki- færi til að bragða á kökunni. Súkkulaðikaka Í DAG, fimmtudag kl. 18-20, mun ungmennaskiptihópur frá Póllandi, Spáni, Portúgal og Frakklandi halda upp á evrópskt kvöld í Hinu húsinu. Evrópukvöldið er hluti af Cit- zens’R’US sem er ráðstefna sem stendur yfir dagana 22. febrúar-2. mars 2008. Þar mun ungt fólk frá ýmsum löndum hittast þar sem aðalumræðuefnið verður evrópsk borgarvitund og þátttaka ungs fólks í samfélaginu og á öllum svið- um lýðræðisins. Árvakur/Ómar Evrópukvöld í Hinu húsinu MIKIL fjölgun hefur orðið í ný- skráningu ökutækja fyrstu 53 daga ársins í samanburði við sama tíma- bil í fyrra. Þetta kemur fram í sam- antekt Umferðarstofu um nýskrán- ingar ökutækja. Hér er átt við öll ökutæki, en ekki aðeins bifreiðar. Á tímabilinu 1. janúar til 22. febrúar á þessu ári hafa 4.146 ökutæki verið nýskráð á Íslandi miðað við 2.824 ökutæki yfir sama tímabil á síðasta ári. Þetta er 46,8 % fjölgun milli ára. Það vantar aðeins 86 ökutæki upp á að náð sé sögulegu hámarki nýskráninga sem var árið 2006 yfir sama tímabil. Frá 1. janúar til 22. febrúar 2008 urðu 14.007 eigendaskipti á öku- tækjum miðað við 13.651 ökutæki á sama tímabili á síðasta ári en það er 2,6 % hækkun milli ára. Árvakur/Ómar Mikil aukning nýskráninga STUTT FORSVARSMENN nýstofnaðs Alþjóðahúss á Norðurlandi ehf. skrifa á morgun undir þriggja ára þjónustusamning við Akureyrarbæ. Að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Alþjóða- húss, er Alþjóðahús á Norðurlandi eitt þriggja dótturfyrirtækja Kosmos, eignarhaldsfélags Al- þjóðahússins, sem stofna á um þessar mundir, en fjórða dótturfélagið er Alþjóðahúsið á höfuðborg- arsvæðinu. Hin tvö eru einkahlutafélag um túlka- þjónustu Alþjóðahúss og um íslenskukennslu Al- þjóðahúss. Að sögn Einars mun allur mögulegur hagnaður af rekstri Alþjóðahúss á Norðurlandi renna til áframhaldandi starfsemi þess fyrirtækis, en allur hagnaður af fyrirtækjunum sem sinna túlkaþjónustu og íslenskukennslu mun renna til Alþjóðahúss á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta verða því góðgerðarfyrirtæki í samkeppnisumhverfi.“ Aðspurður segir Einar Al- þjóðahús á Norðurlandi munu verða til húsa þar sem Alþjóða- stofa er í dag þ.e. við Skólastíg, en núverandi starfsmaður Al- þjóðastofu verður fyrsti starfs- maður Alþjóðahúss á Norður- landi. Segi hann vonir standa til að hægt verði að bæta við starfsfólki í framtíðinni. Að sögn Einars er ekki útilokað að framhald verði á útrás Alþjóðahúss enda sé hug- mynd að koma upp Alþjóðahúsum víðar um land, fyrst um sinn á Austurlandi og hugsanlega í öðr- um landshlutum. Bendir hann á að mikið sé fengið með því að samræma þjónustuna milli landshluta, ákjósanlegt sé að auka sérhæfingu starfsfólks um leið og þjónustan verði staðsett nær notendum. „Auðvitað er ekki skilyrt að eignarhald á slíkum félögum sé á einni hendi, en æskilegt er að ríkið sleppi hendinni af starfsemi sem þessari og geri frekar þjónustusamninga við til þess bæra aðila og feli þeim verkefni á þessu sviði,“ segir Einar og tekur fram að hann sé með þessum orðum að vísa til starfsemi Fjölmenningarseturs á Ísafirði, sem er tilraunaverkefni á vegum félagsmálaráðu- neytisins. „Það færi betur á því að fela einstakling- um á Vestfjörðum að reka Fjölmenningarsetur með þjónustusamningum við ríki og sveitarfélög, enda skilgreini samningarnir vel það grunnhlut- verk sem eigi að sinna, heldur en að reka það sem hluta af félagsmálaráðuneytinu,“ segir Einar. Hann telur hugsanlegt að starfsemi ríkisins af þessu tagi brjóti gegn ákvæðum samkeppnislaga. Alþjóðahús á Norðurlandi eitt fjögurra dótturfélaga Hvetur ríkið til þess að sleppa hendinni af starfsemi Fjölmenningarseturs Einar Skúlason FRIÐRIK Ólafsson stórmeistari sýndi í gær hversu öflugur skák- maður hann er þegar hann tefldi fjöltefli við nemendur og kennara Iðnskólans í Reykjavík. Friðrik tefldi á 26 borðum og vann 22 skák- ir, gerði fjögur jafntefli en tapaði engri skák. Í Iðnskólanum standa þessa dag- ana yfir „Öðruvísi dagar“, en þá brjóta nemendur upp hefðbundið skólastarf. Friðrik þáði boð um að tefla fjöltefli til minningar um vin sinn Ingvar Ásmundsson, en hann var lengi í hópi öflugustu skák- manna þjóðarinnar. Ingvar var einnig í mörg ár skólameistari Iðn- skólans. Það er orðið langt síðan Friðrik hefur teflt fjöltefli. Það virtist ekki vefjast fyrir Friðriki að takast á við þetta verkefni, en hann varð 73 ára í vetur. Friðrik Ólafsson tefldi fjöltefli á 26 borðum í Iðnskólanum í Reykjavík Vann flestar skákirnar Árvakur/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.