Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 11 STUTT ÁRIÐ 2007 voru gerðar 2.876 breytingar á trúfélagaskráningu í þjóðskrá. Það svarar til þess að 0,9% landsmanna hafi skipt um trú- félag á árinu. Trúfélagaskiptum hefur heldur farið fjölgandi und- anfarin þrjú ár og hafa þær ekki verið hlutfallslega fleiri síðan 1996 en þá skiptu nærri 1% landsmanna um trúfélag. Flestar breytingar á trú- félagaskráningu má rekja til úr- sagna úr þjóðkirkjunni, eða 1.685. Alls gengu 1.484 fleiri úr þjóðkirkj- unni en þeir sem skráðu sig í hana á árinu. Árið áður voru brottskráðir úr þjóðkirkjunni 1.212 fleiri en ný- skráðir og 851 árið 2005. Árið 2007 fjölgaði þeim sem skráðu sig utan trúfélaga um 685 manns. Mest fjölgun í trúfélagi varð í Kaþólsku kirkjunni, en í hana skráðu sig 525 fleiri en sögðu sig úr henni. Næstmest var fjölgunin í Frí- kirkjunni í Reykjavík, eða um 445 manns. Í Fríkirkjunni í Hafnarfirði fjölgaði meðlimum um 185 manns og fjölgun varð um 106 manns í Ásatrúarfélaginu. Meðlimum í Búddistafélagi Ís- lands fjölgaði um 96 á árinu. Nánar á hagstofa.is                           Fleiri skipta um trúfélag Á FUNDI bæjarstjórnar Akraness á þriðjudag var samþykkt samhljóða að frítt verði í strætó sem keyrir innanbæjar á Akranesi frá og með 1. mars. Samkvæmt samþykktinni er gert ráð fyrir viðbótarkostnaði á árinu sem nemur um 2,3 milljónum króna. Í greinargerð sem fylgdi tillögu meirihluta bæjarstjórnar segir að umferð hafi vaxið gífurlega síðustu tvö árin með aukinni bifreiðaeign og fjölgun í bæjarfélaginu. Reiknað er með að samþykktin muni draga úr þessari miklu bílaumferð og minnka umferðarálag og slysa- hættu. Frítt í strætó á Skaganum ÞAR sem verið er að gera end- urbætur á hringveginum þar sem hann liggur í gegnum Borgarnes hefur veginum verið lokað en vel merktar hjáleiðir hafa verið opn- aðar. Framkvæmdirnar munu standa í um það bil þrjá mánuði en hluti vegarins verður þó opnaður fyrr. Endurbætur á hringveginum FRÉTTIR Bjóðum 10% kynningarafslátt og kaupauka Draumurinn um fullkomnun ... silkimjúk og hrukkulaus húð á augabragði Kringlan • Sími 533 4533www.laprairie.com the illusion of perfection Velkomin á kynningu í Hygeu Kringlunni í dag fimmtudag kl. 12-17 Í DAG, fimmtudag, standa íbúa- samtök Bústaðahverfis – Betra líf í Bústaðahverfi – fyrir opnum fundi um umferðarmál. Fundurinn verð- ur haldinn í Réttarholtsskóla og hefst hann kl. 20. Á fundinn koma fulltrúar fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar og kynna fyrirhugaðar gatnafram- kvæmdir, m.a. lokun beygju af Bú- staðavegi til norðurs inn á Reykja- nesbraut, undirgöng á Réttar- holtsvegi og strætóreinar á Miklu- braut. Að lokinni kynningu verður umræða um umferðarmál og önnur mál sem brenna á íbúum. Umferðarmál í Bústaðahverfi „ÞETTA er áhugavert innlegg sem þarf að skoða betur og í samhengi við gögn sem liggja fyrir og eru mikil að vöxtum og hafa sýnt greinilega meiri ár- angur af meðferð þunglyndislyfja en þarna er verið að gefa til kynna,“ segir Engilbert Sigurðsson, geð- læknir, yfirlæknir við geðsvið Landspítala, um nýja breska rannsókn sem fjallað hefur verið um í fjöl- miðlum að undanförnu þar sem rannsakendur telja sig hafa komist að þeirri niðurstöðu að áhrif þung- lyndislyfja séu e.t.v. minni en hingað til hefur verið talið, en þó mest hjá þeim sem hafa alvarlegustu einkennin. Í samtali við Morgunblaðið segir Engilbert best að draga ekki of víðtækar ályktanir út frá birtingu þessara rannsóknaniðurstaðna. Bendir hann á að almennt í læknavísindum sé vægi rannsóknarnið- urstaðna metið eftir því hvort þær birtast í virtum og vönduðum tímaritum eða ekki. „Það er vegna þess að virt og vönduð tímarit hafa allt aðra gæðastaðla gagnvart ritrýni og skoðun gagnanna og ályktan- anna, þ.e. hvort það sé gott sam- ræmi þar á milli,“ segir Eng- ilbert og bendir á að breska rannsóknin hafi aðeins verið birt í veftímariti og því viti hann ekki hvaða kröfur séu gerðar þar til ritrýni. Kostirnir meiri en ókostir „Samkvæmt íslenskri rannsókn sem gerð var ár- ið 2004 á viðhorfum Íslendinga til þunglyndislyfja, og kynnt hefur verið á læknaþingum bæði hérlend- is og erlendis, telja fjórir af hverjum fimm, sem not- að hafa lyf við þunglyndi, kostina við notkun þeirra hafa vegið þyngra en ókostina,“ segir Engilbert. Að sögn Engilberts hafa íslenskir læknar reynslu af notkun nýrrar kynslóðar þunglyndis- lyfja, þ.e. svokallaðra SSRI-lyfja, síðan 1991. „Það er ekki hægt að neita því að mjög mörgum hafa þessi lyf reynst vel, en það er oft persónubundið hvaða lyf henta hverjum og einum, bæði m.t.t. til verkunar og aukaverkana. Sumum henta þó óneit- anlega gömlu þunglyndislyfin betur. Þetta er sjaldnast þannig að lyfið sé það eina sem þurfi að gera, heldur er það liður í einstaklingsbundinni meðferðaráætlun,“ segir Engilbert og tekur fram að íslenskum geðlæknum sé raunar mikið í mun að auka aðgengi sjúklinga að samtalsmeðferð, t.a.m. í heilsugæslunni. Áhugavert innlegg sem þarf að skoða mun betur Yfirlæknir á geðsviði varar við því að of víðtækar ályktanir séu dregnar Engilbert Sigurðsson Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SAMGÖNGURÁÐHERRA brást skjótt við brýningu bæjarstjórans í Kópavogi um að tímabært væri fyrir ráðherrann að koma í margboðaða heimsókn á bæj- arskrifstofurnar í Kópavogi. Klukk- an níu var ráð- herrann mættur á skrifstofurnar. Þá var bæj- arstjórinn reynd- ar á fundi en var snöggur að losa sig af honum. Brýningin kom fram í stuttri grein eftir bæjarstjór- ann, Gunnar I. Birgisson, sem birtist í Morgunblaðinu í gær undir fyr- irsögninni „Hvar ertu, Kristján?“ Þar sagði Gunnar m.a. að sam- göngumál væru ofarlega á dagskrá í ört vaxandi bæjarfélagi. „Ég hlakka því mikið til boðaðrar heimsóknar Kristjáns L. Möllers samgöngu- ráðherra hingað á bæjarskrifstof- urnar í Kópavogi. Af henni hefur þó ekki orðið þessa níu mánuði sem hann hefur farið með æðstu stjórn vegamála. Þeir eru ófáir morgnarnir sem ég hef setið einn að rúnstykkj- unum og sætabrauðinu eins og hryggbrotin mær með þeim afleið- ingum sem sjá má á holdafari ljós- myndafyrirsætu ársins.“ Beið eftir boði Kristján lét ekki segja sér þetta tvisvar. „Ég var búinn að bíða alveg frá því við töluðum saman fyrst um að hann byði mér í heimsókn,“ segir Kristján. Heimsókn hefði a.m.k. tvisvar komið til tals, í annað skiptið í sextugsafmæli bæjarstjórans. Kristján sagðist ekki hafa viljað ger- ast boðflenna, heldur beðið eftir heimboði. „Þeir sem ætla að bjóða manni í heimsókn verða auðvitað að nefna stað og stund. Ég vissi ekkert hvar Gunnar vildi hitta mig. En svo las ég þetta eins og annað í Mogg- anum og dreif mig af stað og í heim- sókn. Það voru að vísu engin rún- stykki en vínarbrauðið var. Þannig að Gunnar þarf ekki að sitja lengur sem hryggbrotin mær,“ sagði hann. Vel hefði farið á með þeim og þeir verið sammála um að meiri peninga þyrfti að setja í samgöngumál á höf- uðborgarsvæðinu. Eins og siður er í kurteisis- heimsóknum var ákveðið að hittast aftur og þá til að samgönguráð- herrann og bæjarstjórinn gætu ekið saman um Kópavog og skoðað vegi í bænum sem bæjarstjórinn telur að sinni ekki einungis innanbæjar- umferð og Vegagerðin eigi því að greiða hluta af rekstrarkostnaði. Samgönguráðherra beið eftir boðinu og fór svo á fund bæjarstjórans í Kópavogi Engin rúnstykki, bara vínarbrauð Árvakur/RAX Unnið Víða er framkvæmt í Kópavogi, m.a. á Nýbýlavegi sem er annar af tveimur þjóðvegum í bænum. Hinn er Arnarnesvegur sem þarf að klára. Kristján L. Möller Á LANGÞRÁÐUM fundi Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi með Kristjáni L. Möller samgöngu- ráðherra sagði Gunnar m.a. frá þeirri skoðun sinni að Vegagerðin ætti að taka meiri þátt í stofnkostn- aði og rekstri á vegum sem fara í gegnum bæinn og eru, að sögn Gunnars, nýttir af mun fleirum en þeim sem eiga erindi í bæinn. Nefndi hann sérstaklega Vatns- endaveg og Vatnsendahvarf. Aðspurður sagði Gunnar að um- ferðartafir væru ekki óeðlilega miklar í Kópavogi. Undanfarið hefðu orðið tafir vegna brúargerð- ar á Fífuhvammsvegi en það verk væri langt komið. „Síðan mun koma tenging frá Digranesvegi, undir Reykjanes- braut inn í Lind- ir. Þar mun koma hringtorg á Lindarveg og Núpalind þannig að þeir sem ætla upp í Lindir geta sloppið við að fara í gegnum ljósin á gatnamótum á Dalvegi og Fífuhvammsvegi. Það eru miklar breytingar að gerast í vetur og sumar þannig að það verður allt annað landslag í umferðarmálunum í Kópavogi í haust.“ Arnarnesveg sárvantar Gunnar I. Birgisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.