Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 27 Fyrir nokkrum árum brydduðutveir íslenskir iðjuþjálfar, AuðurAxelsdóttir og Elín Ebba Ás-mundsdóttir, upp á nýjum aðferð- um í meðferð fólks með geðraskanir. Að- ferðafræði þeirra byggist á reynslu, sem þær hafa öðlast í störfum sínum um langt árabil og einnig á reynslu annarra þjóða, notendarannsóknum og samstarfi við sjúk- linga. Rauði þráðurinn í hugmyndafræði Auðar og Elínar er að virkja vilja og getu sjúk- linga með starfsendurhæfingu og greiða þeim leið á almennan vinnumarkað. Slík endurhæfing nýtist ein- staklingum í bataferli, sem vilja breyta lífsmynstri sínu, en þurfa stuðning og hvatn- ingu til að auka lífsgæði og/ eða auka þátttöku á vinnu- markaði. Árið 2005 greiddi Trygg- ingastofnun ríkisins 13 millj- arða króna í örorkubætur. Líf- eyrissjóðirnir greiddu 5 milljarða; samtals 18 milljarða króna. Talið er að af þessari fjárhæð hafi tæpur þriðjungur farið til einstaklinga með geð- raskanir. Þessar tölur hafa vafalaust hækkað síðan. Með öflugri starfsendurhæfingu væri unnt að draga úr nýgengi örorku og stuðla að þjóðhags- legum sparnaði, bæði hjá hinu opinbera og í atvinnurekstri. Vart þarf að nefna létti á þraut og þjáningu og uppreisn mannlegra gilda. Örorkubótaþegum hefur fjölgað mjög á síðustu árum. Árið 2006 voru þeir 13.230; karlar voru 5.132 og konur 8.098. Tíu árum fyrr, 1996, voru bótaþegar 7.577. Fólk á aldrinum 20-24 í hópi bótaþega reyndist 2,3% af íbúafjölda 2006. Á aldrinum 35-39 ára voru karlar 3,4% og konur 6,3%. Ef tekinn er aldurinn 16 til 66 ára þá voru 4,8% karla í hópi bótaþega og 8,1 kvenna, þegar tekið er mið af íbúa- fjölda. Í hagfræðiútreikningum, sem birtir voru í Svíþjóð fyrir nokkrum árum, var sýnt fram á, að fyrir hverja 1 krónu, sem varið var til endurhæfingar, skiluðu sér 9 krónur í lækkun útgjalda. Fyrir 2 árum var tal- ið, að ríkissjóður greiddi um 32 milljónir króna vegna hvers einstaklings, sem hæfi töku örorkubóta 25 ára. Miðað var við með- alaldur. Af þessu má ljóst vera, að hvert skref í átt til endurhæfingar og bata er gríðarlega mikilvægt. Fyrir fimm árum stofnuðu Auður og El- ín Ebba starfshópinn Hugarafl ásamt fjór- um notendum, sem nýttu sér reynslu þeirra á bataferli. Fljótlega bættust fleiri í hópinn og hefur Hugarafl haft veruleg áhrif á umræðu og afstöðu almennings til málefna fólks, sem glímir við geðraskanir. Fróðleik er komið á framfæri á fundum, ráðstefnum og með útgáfu upplýsinga- efnis. Hugarafl viðaði að sér bakhjörlum. Í þeim hópi eru ASÍ, SA, TR, Samtök lífeyr- issjóða og velferðarsvið Reykjavíkur. Einnig nokkrir einstaklingar og áhuga- menn um störf þeirra Auðar og Elínar Ebbu. Í framhaldi af góðri reynslu hjá Hugafli ákváðu þær stöllur að stofna félagið AE starfsendurhæfingu ehf. um rekstur hlut- verkaseturs. Til að koma fyrirtækinu á laggirnar þurfti talsverða fjármuni. Víða var leitað, allir voru jákvæðir og lýstu skilningi á þörfinni en stjórnarmenn gengu oft bónleiðir til búðar. Þó studdi fjárlaganefnd framtakið og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin hafa komið við sögu. Reykjavíkurborg gerði góðan samning við félagið En þessar framúrskarandi konur, Auður og Elín Ebba, létu ekki deigan síga, gáfust ekki upp og störfuðu linnulaust að fram- gangi hugsjóna sinna. Vera má að ein- hverjir hafi hnotið um einkahlutafélags- form AE starfsendurhæfingar. Það er hins vegar alveg skýrt að allur hugsanlegur arður af starfinu rennur til frekari upp- byggingar. Það væri þó krafta- verki líkast ef einhverjar krónur stæðu út af í lok rekstrarárs. Árangur erfiðisins blasir nú við. Hlutverkasetur hefur verið opnað við Laugaveg. Það er rek- ið í nánu samstarfi við Hugarafl, en markmið Hugarafls hefur ávallt verið að hafa áhrif á geð- heilbrigðisþjónustu, breytta nálgun að verkefnum og varpa ljósi á batahvetjandi leiðir. Í Hlutverkasetrinu er unnið eftir hugmyndafræði valdeflingar og líkaninu um iðju mannsins (MOHO) og flokkast félagið inn- an ströngustu skilgreininga um samfélagsleg fyrirtæki. Valdefling (enpowerment) fel- ur í sér, að taka stjórn á eigin lífi, hafa áhrif á umhverfi sitt og að vera virkur í samfélagi manna. Líkanið um iðju manns- ins er byggt á þeim veruleika, að dagleg verkefni skapi merkingu og tilgang í lífinu. Þegar árangri er náð í iðju, sem skiptir máli, eflist trú á eigin getu, áhrifa- máttur verður meiri og sjálfs- traust eykst. Í nýja Hlutverkasetrinu eru aðstæður fremur góðar, mættu þó vera betri. Þegar er ljóst, að mikil þörf er á stækkun seturs- ins enda bíður stór hópur þess að komast í þessa endurhæf- ingu. Í setrinu starfa iðjuþjálfar, rekstrarstjóri og hönnuðir og starfsmenn, sem hafa reynslu af geðröskunum, eru fyrirmynd og styðja við þá, sem þar stíga sín fyrstu skref á endurhæfing- arferlinu. Um 60 af hundraði þeirra, sem þarna vinna, hafa skerta starfsorku. Nokkur fyrirtæki hafa lýst áhuga á samstarfi við Hlutverkasetur, bæði til að geta veitt starfsmönnum og við- skiptavinum aðstoð og endurhæfingu. Allt horfir þetta til betri vegar og er það trú undirritaðs, að Hlutverkasetrið eigi eftir að gegna veigamiklu hlutverki við end- urhæfingu fólks, sem hefur vegna geðrask- ana horfið af vinnumarkaði, þurft að leita eftir örorkubótum og ekki séð aðra framtíð en óbreytt ástand. Í þessum hópi er mikill mannauður, þekking og reynsla. Starfsem- in er þjóðhagslega mjög hagkvæm og mik- ilvæg hverjum þeim sem er þátttakandi. Fátt er ljúfara en að sjá þær breytingar sem verða á einstaklingum sem á nýjan leik hverfa til þátttöku í samfélaginu, eign- ast nýja sjálfsímynd og reisn. Starf þeirra Auðar og Elínar Ebbu hefur fært mörgum nýja von og verulegan árangur í baráttunni við þann kvilla sem Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin segir verða stærsta heil- brigðisvandamál 21. aldarinnar. Þær stöll- ur stefna að því að opna kaffihús sem verður hluti af umhverfi endurhæfing- arinnar. Þar eiga að vinna einstaklingar með skerta starfsorku sökum geðrænna vandamála. Fjölbreytt störf verða í boði og atvinnuleg endurhæfing. Kaffihúsið verður öllum opið og er ætlað að verða skjól og vettvangur umræðna og samskipta. Starf- semi þess mun hafa mikið forvarnargildi og draga úr fordómum. Við, sem höfum reynt að styðja þær stöllur í baráttunni, vitum að stefnumið þeirra byggjast á traustum grunni. Starfið hefur þegar borið verulegan árangur og sá árangur mun aðeins vaxa og aukast fái þær fjárhagslegt svigrúm til að sinna stækk- andi hópi, sem bíður. Framúr- skarandi konur Eftir Árna Gunnarsson » Árangur erfiðisins blasir nú við. Hlutverkasetur hefur verið opnað við Lauga- veg. Það er rekið í nánu sam- starfi við Hugarafl, en markmið Hugarafls hefur ávallt verið að hafa áhrif á geðheilbrigðisþjónustu, breytta nálgun að verkefnum og varpa ljósi á batahvetjandi leiðir. Árni Gunnarsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og stjórnarmaður í AE starfsendurhæfingu. Auður Axelsdóttir Elín Ebba Ásmundsdóttir ru frá Bandaríkjunum, . Vonin núna er raun- Johnston. Hann segir eytt vitundinni um það og það sé ástæðan fyrir ð að taka þátt í verkefn- gu sé hægt að hjálpa verkefnið hér á Íslandi rlega mörgum til góðs segir Johnston, „fyrir nig sem maður dæmir urður hvað það sé sem raunverulega lagt fram s svarar hann hiklaust: yðja Auði. Hún getur komast til hins fyrir- ingarinnar.“ dir á að á rannsóknar- séð jákvæðan árangur kinn ákafa hjá mönnum n svo þarf að fara út af rannsóknarstofunni og yfirfæra starfið þar á raunverulega sjúklinga. Til að geta unnið með sjúklinga þarf tölur, tungumál vísindanna er tölur. Vonandi mun tölu- verður fjöldi sjúklinga sýna einhvern bata eftir nýja meðferð. Við vonumst til að Íslendingar styrki þróun nýrra hug- mynda, sem gætu orðið til góðs.“ Johnston segist vera mikill bjartsýnis- maður og því til staðfestingar deilir hann lítilli sögu með lesendum. „Fyrir um tíu árum tók ég þátt í yfirheyrslu í banda- ríska þinginu um mænuskaða. Þar vitn- aði einn mænuskaðaður maður í ræðu Martin Luther King. „Við höfum náð fjallstoppnum og við getum séð framtíð- ina. Sum okkar munu hafa það af, sum ekki.““ Á þessum áratug segir Johnston hlutina hafa breyst í fyrsta sinn. „Sumir eru að stíga inn í fyrirheitna landið, bók- staflega. Við eigum um langan veg að fara en nú er von, sem var ekki áður.“ Árvakur/Frikki aurance Johnston og Harry S. Goldsmith. LAURANCE Johnston hefur starfað á vegum íslenska heilbrigðisráðuneyt- isins í þrjú ár. Hann er að safna upplýs- ingum í alþjóðlegan gagnabanka um mænuskaða og er yfirmaður bankans. Auður Guðjónsdóttir var upphafsmað- urinn að starfinu en dóttir hennar slas- aðist fyrir mörgum árum. Upp úr því hófst Auður handa við að viða að sér upplýsingum alls staðar að úr heimi og komst að því að gríðarlegt magn upp- lýsinga var til en enginn samhæfður gagnabanki. Henni kom í hug að íslensk stjórnvöld stigju fram fyrir skjöldu og byðu sig fram í það verkefni að koma á fót hinum nauðsynlega, alþjóðlega gagnabanka. Hann hefur verið þýddur á spænsku og arabísku að mestu. Nú er unnið að þýðingu á kínversku og rúss- nesku en gagnabankinn er upprunalega á ensku. Íslendingar eru frumkvöðlar í þessu starfi. Mænuskaðastofnun Íslands hefur nú verið stofnuð og markmið hennar er að Ísland taki forystu í málaflokknum. Harry Goldsmith er skurðlæknir og brautryðjandi í mænuskaðalækningum. Hann hefur farið um víða veröld og er mikils metinn á sínu sviði. Goldsmith hefur lagt Auði lið í baráttu hennar og talað máli mænuskaðaðra um heim all- an. Vill hann líta á mænuskaða sem bráðatilfelli og kallaðir verði út skurð- læknar strax þegar fólk slasast. Ástæðan fyrir komu Johnstons og Goldsmiths nú er að verið er að gera vísinda- og starfsáætlun fyrir bankann. Ísland taki forystuna ns og við horfum á mál- em er í forystu fyrir rík- ð ég held meirihluti al- koma kosta og galla ir vega ekki upp á móti g reiknum við það? Það tt en á grundvelli þessa r mín afstaða óbreytt,“ ekki ætti að rugla sam- ðu á fjármagnsmarkaði gri tíma því að hvorki ptaka evru, sem tæki ein lausn á núverandi að umræðurnar um sjávarútvegsstefnu hefðu ekki farið fram í samhengi við hugsanlega aðild Íslands að ESB. Hann tók hins vegar fram að ESB vildi vera í sambandi við íslenzka sérfræðinga við endurskoðun sjávarút- vegsstefnu ESB, sem nú væri á byrjun- arstigi. „Ég bað forsætisráðherrann um að koma sérfræðingum sínum og emb- ættismönnum í samband við okkar, þannig að við fáum hugmyndir frá Ís- landi nú þegar við mótum framtíð okkar eigin sameiginlegu sjávarútvegsstefnu.“ Vilja efla efnahagsumræður Hann sagðist hins vegar vilja nota tækifærið og lýsa afstöðu Evrópusam- bandsins til umræðna um upptöku evru á Íslandi. „Okkar skilningur, ekki aðeins varðandi Ísland, heldur sérhvert svipað tilfelli, er að myntsamruni við evrusvæðið til lengri tíma litið komi aðeins til greina innan hins stærri ramma aðildar að Evr- ópusambandinu,“ sagði Barroso og bætti við að aðildarríki yrði að ganga í gegnum hið formlega ferli og uppfylla skilyrði sambandsins fyrir upptöku evru. Hann tók sömuleiðis skýrt fram að hann vildi ekki hafa nein áhrif á afstöðu Íslands til þess hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu. „Hins vegar er framkvæmdastjórnin reiðubúin að efla viðræður sínar um efnahagsmál við Ís- land,“ sagði Barroso og vísaði einnig til fundar Geirs með Joaquín Almunia, sem fer með gjaldmiðilsmál í framkvæmda- stjórninni. – Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir m.a. um Evrópumál: „Skýrsla Evr- ópunefndar verði grundvöllur nánari at- hugunar á því hvernig hagsmunum Ís- lendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslend- inga.“ ugmyndir Íslendinga varútvegsstefnunnar Í HNOTSKURN »Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-arinnar segir m.a. um Evr- ópumál: „Skýrsla Evrópunefndar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslend- inga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Kom- ið verði á fót föstum samráðsvett- vangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evr- ópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslendinga.“ » Í fylgdarliði Geirs Haarde íBrussel er m.a. Illugi Gunn- arsson, þingmaður og annar for- maður Evrópunefndar forsætisráð- herra. »Meðal hlutverka nefndarinnarer að „framkvæma nánari at- hugun á því hvernig hagsmunum Ís- lendinga verði best borgið í framtíð- inni gagnvart Evrópusambandinu.“ ræðu á fundi Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Javiers Sol- meðal annars aukin hernaðarumsvif Rússlands á norðurslóðum, um samstarf á sviði friðargæzlu. Geir sagði að það væri eins og erið Íslandi hliðhollur og þeir hefðu oft hitzt undanfarin tólf ár. Árvakur/Ólafur Stephensen eimsmálin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.