Morgunblaðið - 28.02.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 29
ÝMIS félög og samtök atvinnu-
rekenda hafa verið stofnuð og
þróast um langan tíma á Íslandi
enda ríkir félagafrelsi í landinu og
menn hafa löngum talið það væn-
legra til að ná árangri í hags-
munabaráttu að snúa bökum sam-
an í félagsskap en að róa hver
fyrir sig á mið löggjafar og stjórn-
sýslu. Fyrst í stað réð
starfsvettvangur
einkum slíkri hópa-
myndun, t.d. að fyr-
irtæki í sömu at-
vinnugrein, hvort sem
var í framleiðslu eða
þjónustu, stofnuðu
samtök til að vinna að
sínum málum. Reynd-
ar hefur þessi skipan
haldist að mestu til
dagsins í dag. Annars
gátu önnur atriði eins
og stærð fyrirtækja
ráðið þessu eða sá
markaður sem fyrirtækin voru að
vinna á ráðið því að fyrirtæki
fundu til skyldleika í hags-
munagæslu þó að þau væru ann-
ars mjög ólík. Vel má t.d. greina
hið síðastnefnda í samtökum
ferðaþjónustuaðila sem geta verið
að veita mjög ólíka þjónustu en
eru allir að vinna á sama markaði
og með sama markhóp. Allt er
þetta gott og blessað og oftar en
ekki skilar þetta félagsstarf sér í
hagsbótum fyrir aðildarfyrirtækin,
einkum þau sem eru virkust. Það
verður að vísu að segjast eins og
er, að því miður er félagsþroski
mismunandi í atvinnugreinum og
allt of mörg fyrirtæki taka ekki
þátt í starfi atvinnurekenda-
samtaka heldur njóta gjaldfrjálst
afraksturs þess starfs sem þar er
unnið. Þetta þjónar því miður
metnaði sumra atvinnurekenda og
segir meira en mörg orð um þá.
Aðild að samtökum atvinnurek-
enda er frjáls og þeir sem vilja
standa utan við geta það vand-
ræðalaust. Þeir hafa hins vegar
engin áhrif á að móta rekstr-
arumhverfi fyrirtækjanna eða
standa með öðrum fyrirtækjum að
framgöngu góðra mála fyrir sam-
félagið sem þeir starfa í.
Samtök atvinnulífsins, SA, eru
regnhlífarsamtök samtaka einka-
rekinna fyrirtækja að und-
anskildum samtökum stórkaup-
manna (FÍS) og bílgreinarinnar
(BGS). SA hafa mjög mótandi
áhrif á samfélag okkar og leiða á
ýmsum sviðum þróun vinnumark-
aðarins og efnahagsmála í sam-
starfi við samtök launþega, svo og
stjórnvöld á hverjum tíma. Þetta
eru því afar mikilvæg samtök og
samstarf aðildarsamtaka þeirra
innbyrðis og við SA hefur verið
með miklum ágætum frá stofnun
þeirra árið 1999. Vonandi verður
svo áfram og eins má gera að því
skóna að svipuð þróun eigi sér
stað meðal samtaka atvinnurek-
enda eins og úti á fyrirtækjamark-
aði, að stærri og sterkari einingar
verði til þar.
Sá sem þetta ritar átti þess kost
að taka þátt í undirbúningi að
stofnun SA, svo og þeirra samtaka
sem hann stýrir daglegu starfi
fyrir. Á þeim tíma sáu menn fyrir
sér að í fyllingu tímans þróuðust
samtök atvinnurekenda í ein stór
og kröftug hagsmunasamtök þar
sem hinir ýmsu hópar aðildarfyr-
irtækja ynnu að sínum sameig-
inlegu hagsmunamálum innan
sviða eða deilda, en undir einni
sameiginlegri yfirstjórn. Þessi
straumlínulögun hlyti að vera öfl-
ugri en mörg samtök með mis-
munandi fjárhagslega og faglega
getu til að vinna að málefnum að-
ildarfyrirtækja sinna. Einnig væri
þetta í samræmi við þá þróun sem
æskilegt þætti varðandi stjórn-
sýsluna, þ.e.a.s. að eitt atvinnu-
vegaráðuneyti yrði til úr þeim
ráðuneytum sem eru nú í stjórn-
arráðinu. Það er líka ruglingslegt
fyrir fyrirtæki að eiga tvíeina að-
ild að SA auk einhvers þeirra átta
starfsgreinasamtaka sem mynda
það. Það væri mun sterkara að
hafa aðeins eitt andlit gagnvart
atvinnulífinu.
Undirritaður hefur látið í ljós
þá skoðun að tímabært sé að at-
vinnurekendur fari að
blása rykið af þessum
hugmyndum og skoða
hvort ein sameinuð
samtök séu ekki eðli-
legt markmið, jafnvel
þótt fara þurfi þangað
í nokkrum skrefum.
Það er t.d. ljóst að
misvísandi skoðanir
varðandi gjaldeyr-
ismálið, en þó einkum
aðild að ESB tefja
fyrir algjörri samein-
ingu í ein samtök. Um
leið og ákveðin stefna
verður mörkuð um þau mál má
gera ráð fyrir að auðveldara verði
að hefja sameiningarferli hags-
munasamtaka atvinnurekenda.
Sameining ráðuneyta hlýtur líka
að flýta slíku ferli.
Umrædd sameining, hvort sem
hún yrði algjör eða í nokkrum
skrefum, myndi leysa mörg vanda-
mál sem í dag eru ágreiningsefni
meðal atvinnurekenda og samtaka
þeirra. Þannig má t.d. nefna iðn-
aðarmálagjaldið sem innheimt er
af ríkinu sem skattur af öllum fyr-
irtækjum sem reka framleiðslu og
viðgerðarstarfsemi og síðan afhent
einum samtökum að frádreginni
innheimtuþóknun. Mikill styr hef-
ur lengi staðið um þetta kerfi.
Nefna má líka s.k. markaðsgjald
sem lagt er á atvinnulífið til að
fjármagna starfsemi Útflutnings-
ráðs og ráðgjafaþjónustu sem það
hýsir. Þetta myndi væntanlega
einnig fela í sér endurskoðun
starfshátta og tilnefninga fulltrúa
og stjórnarmanna víða í atvinnulíf-
inu og stjórnsýslunni, en jafn-
framt auka vægi sameinaðra at-
vinnurekenda í þjóðmálaumræðu
og þjóðlífi. Vonandi næst fyrr en
síðar fram vilji til endurskoðunar
eins og hér hefur verið gerð að
umtalsefni. Fámenn þjóð með
stóra drauma þarf að skipa málum
þannig að flækjustig sé sem
minnst og árangur sem mestur
Hagsmunasamtök
atvinnurekenda
Sigurður Jónsson
skrifar um aðild að
samtökum atvinnurekenda
» Fámenn þjóð
með stóra
drauma þarf að skipa
málum þannig að
flækjustig sé sem
minnst og árangur
sem mestur.
Sigurður Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ-
Samtaka verslunar og þjónustu.
Í SAMNINGAFERLINU á ár-
unum 1995-1997, að svokölluðu
Kyotosamkomulagi, tókst íslenskum
stjórnvöldum undir forystu þáverandi
umhverfisráðherra að ná gríðarlega
mikilvægum árangri fyrir hönd ís-
lensku þjóðarinnar. Þar var farið af
stað með skýr markmið
um hvert skyldi stefna í
loftslagsmálunum og
uppskeran varð í þeim
anda sem að var stefnt
allan tímann. Íslenska
ákvæðið svonefnda, er
varðar nýtingu end-
urnýjaðrar orku, varð
að veruleika.
Á fundi Samtaka at-
vinnulífsins um hags-
muni Íslands í lofts-
lagsmálum flutti Pétur
Reimarsson for-
stöðumaður afar fróð-
legt erindi sem leiddi
vel í ljós þá hagsmuni
sem fólgnir eru í því
fyrir Íslendinga að vel
takist til í þeim samn-
ingum sem framundan
eru á þessum vett-
vangi.
Nú er annað samn-
ingaferli hafið og skip-
uð hefur verið nefnd
fjögurra ráðherra til að
undirbúa og setja niður
forgangskröfur Íslands í vænt-
anlegum samningum.
Afar brýnt er að þeim árangri sem
náðist í síðasta samningaferli verði
fylgt eftir og krafa okkar hlýtur að
vera sú að tryggt verði að við getum
sem þjóð haldið forræði okkar áfram
yfir endurnýjanlegum orkulindum
landsins.
Ég vil taka undir með Pétri Reim-
arssyni þegar hann segir að Íslend-
ingar hljóti að óska þeim allra heilla í
starfi sínu sem hafa með höndum
þetta vandasama hlutverk en að sama
skapi verði gerðar þær kröfur í vænt-
anlegum samningum að Íslendingar
geti áfram lifað á gæðum landsins til
sjávar og sveita; nýtt þær auðlindir
sem landið býr yfir til
frekari framfara í þágu
þjóðarinnar. Þegar aðr-
ar þjóðir reisa tilvist sína
á auðlindanýtingu sem
byggist á olíu, kolum eða
gasi, svo eitthvað sé
nefnt, þá búa Íslend-
ingar við það að breyta
endurnýjanlegum orku-
lindum sínum í afurðir,
t.d. ál, sem síðan er selt
til annarra landa.
Það er afar brýnt að
tekið verði tillit til þess-
arar sérstöðu landsins í
komandi samningaferli
því áherslur Íslendinga í
loftslagsmálum eiga
ekki og mega ekki snú-
ast um einstakar fram-
kvæmdir, fyrirtæki eða
virkjanir.
Áherslur okkar eiga
að snúast um það að Ís-
lendingar hafi óskorað
forræði yfir þeim auð-
lindum sem fólgnar eru í
endurnýjanlegum orku-
lindum þjóðarinnar.
Þjóðin á rétt á því að ráðherra-
nefndin standi dyggan vörð um hags-
muni Íslands í þessum efnum.
Hagsmunir Íslands
Kristján Þór Júlíusson fjallar
um áherslur Íslendinga
í loftslagsmálum
Kristján Þór Júlíusson
» ... gerðar
þær kröfur
í væntanlegum
samningum að
Íslendingar
geti áfram
lifað á gæðum
landsins...
Höfundur er þingmaður Norðvest-
urkjördæmis.
EXISTA hf. ı Ármúla 3 ı 108 Reykjavík ı Sími 550 8600 www.exista.com
AÐALFUNDUR EXISTA HF.
28. FEBRÚAR 2008
Aðalfundur Exista hf. verður haldinn í dag, fimmtudaginn 28. febrúar 2008,
á Hilton Reykjavík Nordica að Suðurlandsbraut 2 og hefst fundurinn kl. 17:00
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2007.
2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2007 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar vegna ársins 2007.
4. Kosning stjórnar.
5. Kosning endurskoðunarfélags.
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
7. Tillaga stjórnar um að samþykkja starfskjarastefnu Exista hf.
8. Tillaga um að samþykkja heimild stjórnar til þess að breyta og gefa út hlutafé í evrum.
9. Tillögur til breytinga á samþykktum Exista hf.:
a. Breyting á 2. mgr. 4. gr. um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um allt að 7.000.000.000 kr. að nafnverði
eða samsvarandi fjárhæð í evrum með útgáfu nýrra hluta.
b. Breyting á 1. mgr. 7. gr. um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutum.
10. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis. Ennfremur er hægt að
nálgast fundargögn á vefsíðu félagsins www.exista.com.
Aðalfundur Exista mun fara fram á ensku. Boðið verður upp á túlkun á íslensku.
Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 16:00 á fundarstað að Hilton Reykjavík Nordica.