Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 39
AÐALFUNDUR ICELANDAIR GROUP HF. 2008 DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins ef borist hafa. 5. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar. 7. Kosning stjórnar félagsins. 8. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags). 9. Önnur mál löglega fram borin. Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til stjórnar félagsins, aðalskrifstofu á Reykjavíkurflugvelli, skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% í félaginu. Óski hluthafi eftir að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum skal ósk hans komið skriflega til aðalskrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis viku fyrir fundinn, en verða síðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. Stjórn Icelandair Group hf. Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2008 kl. 16.00 að Hilton Reykjavík Nordica hotel. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 13 45 0 2/ 08 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 39 OFURSTÓRMEISTARAMÓTIÐ í Morelia í Mexíkó og Linares á Spáni er skipað átta af sterkustu skákmönnum heims og lauk fyrri helmingi mótsins um helgina í Mexíkó. Indverski heimsmeistarinn Viswanathan Anand (2.799) tapaði í fyrstu umferð gegn Armenanum Levon Aronjan (2.739) en tók sig svo á og leiðir nú mótið með 4½ vinning af sjö mögulegum. Heims- meistarinn fyrrverandi Veselin Topalov (2.780) frá Búlgaríu og Alexei Shirov (2.755) frá Spáni koma næstir með fjóra vinninga en þar á eftir koma áðurnefndur Ar- onjan og undrabarnið Magnus Carl- sen (2.733) með 3½ vinning. Azerinn Teimour Radjabov (2.735) og Úkra- ínumaðurinn Vassily Ivansjúk (2.751) hafa þrjá vinninga en Peter Leko (2.753) frá Ungverjalandi rek- ur lestina með 2½ vinning. Taflmennska keppenda hefur verið lífleg og sem fyrr vekur fram- ganga Norðmannsins unga, Carl- sens, mikla athygli. Hann tapaði fyrir Anand í annarri umferð en lagði Topalov að velli í þeirri fimmtu áður en hann laut í lægra haldi gegn Azeranum Radjabov í sjöttu umferð. Á lokadegi mótsins í Morelia mætti hann Armenanum Aronjan í áhugaverðri skák. Hvítt: Magnus Carlsen (2.733) Svart: Levon Aronjan (2.739) 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. a3 Bc5 9. c3 d6 10. d4 Bb6 11. h3 He8 12. Bg5 h6 13. Bh4!? Nú gefur hvítur svörtum kost á að vinna peð og það þiggur svartur. 13. … exd4 14. cxd4 g5 15. Bg3 g4 16. hxg4 Bxg4 17. Bh4 Rxd4 18. Rc3 Bxf3? Nauðsynlegt hefði verið fyrir svartan að leika 18. … c6 þar sem eftir t.d. 19. e5 dxe5 20. Re4 Rxe4! 21. Bxd8 Haxd8 stæði svartur vel að vígi. 19. gxf3 Kh8 20. Rd5 Hg8+ 21. Kf1 Svartur hefði unnið eftir 21. Kh1 Rg4 22. Bxd8 Rxf2+ 23. Kh2 Haxd8! 21. … Rg4 Drottningin er að sjálfsögðu frið- helg þar sem hvítur yrði mát eftir 22. Bxd8 Rh2#. Carlsen leysir vandamál hvíts með snjallri gagn- fórn. 22. Dxd4+! Svartur tapar nú óumflýjanlega manni þar sem riddarinn á g4 er nauðbeygður til að hreiðra um sig á h2 en þaðan á hann ekki aft- urkvæmt. 22. … Bxd4 23. Bxd8 Rh2+ 24. Ke2 Haxd8 25. Had1 Bxb2 26. Hh1 c6 27. Rf4 Be5 28. Rd3 Rxf3 29. Kxf3 Bg7 30. Hh5 Hvítur er nú manni yfir og þó að svartur hafi þrjú peð uppi er taflið tapað enda veikleikarnir í stöðunni of margir. Lok skákarinnar urðu: 30. … d5 31. exd5 Hd6 32. Hf5 cxd5 33. Hc1 Hf6 34. Hxf6 Bxf6 35. Hc6 Kg7 36. Rf4 Bg5 37. Rh5+ Kh8 38. Hxa6 d4 39. Ke4 Hg6 40. Ha7 og svartur gafst upp. Seinni helmingur mótsins hefst í Linares á Spáni fimmtudaginn 28. febrúar nk. og verður hægt að fylgjast með gangi mála á netinu, m.a. á vefslóðinni www.chess- base.com sem og heimasíðu móts- haldara http://www.ajedrezmorelial- inares.com.mx/. Gott gengi í Bunratty á Írlandi Fimm íslenskir skákmenn tóku þátt í Bunratty-helgarskákmótinu á Írlandi sem lauk sl. sunnudag. Al- þjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2.429), Björn Þorfinns- son (2.364), Ingvar Þór Jóhann- esson (2.338), Gunnar Björnsson (2.149) og Einar Kristinn Einarsson (2.067) voru á meðal 48 keppenda en stigahæsti skákmaður mótsins var enginn annar en rússneski stór- meistarinn og fimmti stigahæsti skákmaður heims, Peter Svidler (2.763). Sá rússneski vann mótið með 5½ vinning af 6 mögulegum en fyrrverandi landi hans, Alexander Baburin (2.542), sem nú teflir undir fána Írlands, lenti í öðru sæti með 5 vinninga. Björn Þorfinnsson og Ingvar Þór Jóhannesson gerðu sér lítið fyrir og lentu í 3.-6. sæti með 4½ vinning. Jón Viktor fékk 3½ vinning og lenti í 11.-17. sæti en bæði Gunnar og Einar fengu þrjá vinninga og lentu í 18.-29. sæti. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.skak.blog.is. Anand efstur í hálfleik SKÁK Morelia í Mexíkó 15. febrúar – 7. mars 2008 MORELIA/LINARES-MÓTIÐ 2008 Vinsæll Aðdáendur Carlsens flykkjast að honum eftir skák til að fá eiginhandaráritun. Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Bridsdeild Sjálfsbjargar Spilað var á níu borðum sl. mánu- dag. Úrslit urðu þessi í N/S: Guðjón Garðarsson – Kristján Albertss. 235 Birgir Lúðvígsson – Brynjar Olgeirsson 229 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 228 A/V Unnar Guðmss. – Jóhannes Guðmannss. 282 Jón Jóhannss. – Steingrímur Þorgeirss. 264 Jón Úlfljótsson – Þórarinn Beck 244 Þetta var fyrsta kvöldið af þrem- ur í tvímenningi þar sem besti ár- angur tveggja kvölda gildir til verð- launa. Nýir spilafélagar eru því vel- komnir í Hátún. Spilamennska hefst kl. l9. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 26. febrúar var spil- að á 15 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Sæmundur Björns. – Magnús Halldórs. 352 Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinss. 343 Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 342 Ragnar Björnss. – Jóhann Benediktss. 336 A/V Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínus. 375 Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 353 Ingólfur Þórarinss. – Sigfús Jóhannss. 347 Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 340 Íslandsmót kvenna í sveitakeppni Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður háð helgina 1.-2. mars. Keppnisgjald er 14.000 krónur á sveit. Mótið hefst klukkan 11 laug- ardaginn 1. mars og lýkur fyrir kvöldmat 2. mars. Þetta verður ekki betra … Mánudaginn 25. febrúar var spil- að fimmta kvöldið í sveitakeppni í Borgarfirði. Kópakallinn spilaði sveita best og skoraði 42 stig. Það hefur þegar tryggt honum sigur í mótinu enda bara ein umferð eftir. „Þetta verður ekki betra …“ sagði kallinn þegar uppskera kvöldsins og mótsins varð ljós. Annað sætið er nokk upptekið einnig en sex sveitir eiga raunhæfan möguleika á þriðja sætinu. Eftir fimm kvöld er staðan þessi: Kópakallinn (Eyjólfur, Jóhann, Egill og Bjarni) 206 Parasveitin (Rúnar, Dóra, Davíð og Sigríður) 171 Fjölnir Jónsson (Fjölnir, Kolla, Anna og Kristján) 157 Fjarkennsla Í byrjun apríl hefst hjá félaginu tilraunaverkefni í fjarkennslu í brids. Það er samstarfsverkefni fé- lagsins, Bridsskólans, Netskólans og feiri aðila. BSÍ hefur ákveðið að styrkja verkefnið og vonandi fást fleiri styrktaraðilar. Áhugi er tölu- verður fyrir námskeiðinu og von- andi er þetta vísir að öflugri brids- kennslu framtíðarinnar. Bridsfélögin á Suðurnesjum Mánudaginn 25. febrúar var spil- aður eins kvölds tvímenningur hjá Bridsfélaginu Munin í Sandgerði og Bridsfélagi Suðurnesja og voru 13 pör sem mættu. Skemmst er frá því að segja að þeir sem sigruðu með yfirburðum eða rúmlega 68% skori voru par sem er að spila saman í fyrsta skipti og nýlega byrjaðir að spila keppn- isbrids, þeir Kristjan Pálsson (for- maður UMFN) og Reynir Jónsson. Úrslit kvöldsins eru sem hér seg- ir: Kristján Pálsson og Reynir Jónsson 167 Egill Sigurðss. og Ólafur Ingimarss. 143 Guðjón Jensen og Jóhannes Sigurðss. 140 Kristján Kristjáns. og Garðar Garðars. 136 Vegna forfalla í kvöld á nokkrum pörum varð að fresta aðalsveitar- keppninni um eina viku út af keppn- isfyrirkomulaginu. Næstkomandi mánudag, 3. mars, hefst fimm til sex kvölda aðalsveit- arkeppni félaganna og verður spilað sveitarokk. Það er þannig að allir spila með öllum í sveit og tvö efstu pörin í þessari keppni verða okkar fulltrúar á kjördæmamótinu ásamt völdum pörum. Hvetjum við alla til að skrá sig í þetta skemmtilega mót tímanlega hjá Lilju Guðjónsdóttur í síma 868- 7313. Reykjanesmótið í tvímenningi verður haldið á Mánagrund laug- ardaginn 8. mars og hefst spila- mennskan kl. 11. Gefur þetta mót þátttökurétt í Íslandsmótið. Skrán- ing í mótið er hjá Garðari s. 421- 3632, Erlu s. 659-3013 og Lofti s. 897-0881. Spilað er alla mánudaga í félags- heimilinu á Mánagrund og hefst spilamennska á slaginu 19:15. Stjórnir félaganna hvetja alla þá sem áhuga hafa á brids til að láta sjá sig og vel verður tekið á móti nýjum spilurum. Alltaf er heitt á könnunni. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 25.2. Spilað var á 11 borðum. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S Einar Einarsson – Magnús Jónsson 259 Ægir Ferdinandss. – Oddur Halldórss. 240 Sæmundur Björnss. – Gísli Víglundss. 238 Árangur A-V Ragnar Björnss. – Guðjón Kristjánss. 277 Soffía Theodórsd. – Elín Guðmannsd. 269 Þröstur Sveinsson – Birgir Sigurðss. 259 Suðurlandsmót í sveitakeppni Suðurlandsmótið í sveitakeppni verður haldið laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. mars nk. Staðsetn- ing er ekki ljós ennþá, en verður einhvers staðar nálægt Selfossi. Spilamennska hefst stundvíslega kl. 10 báða dagana. Auk Suðurlands- meistaratitilsins verður spilað um 4 sæti á Íslandsmótinu í sveitakeppni. Skráningarfrestur er til fimmtu- dagsins 6. mars og er hægt að skrá sig hjá Ólafi í síma 898 2880 eða með tölvupósti ost@ms.is eða hjá Garðari í síma 844 5209. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.