Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í REGNBOGANUM * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ* Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 462 3500 Sími 564 0000 Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI eee - V.I.J., 24 STUNDIR eee - S.V, MBL eee DÓRI DNA, DV SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI EITTHVAÐ SKELFILEGT ER Á SVEIMI! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Skemmtilegasta rómantíska gamanmynd ársinsmeð Katherine Heigl úr Knocked up og Greys Anatomy í fantaformi. Missið ekki af þessari! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI - Kauptu bíómiðann á netinu - Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Þriðja besta mynd aldarinnar samkvæmt hinum virta vef IMDB „Day-Lewis sýnir þvílíkan leiksigur í myndinni. Eins eftirminnileg og kyngimögnuð frammistaða hefur ekki sést í háa herrans tíð” eeeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeee New York Times eeeee Timeout eeeee Guardian „Myndin lifir með þér í marga daga á eftir“ NJÓTTU MEÐAN Á NEFINU STENDUR LEIKSTÝRT AF SIDNEY LUMET 8 eeee - H.J. MBL eee - S.V. MBL Frá framleiðendum Devils Wears Prada Meet the Spartans kl. 4 - 6 - 8 Cloverfield kl. 10 B.i.14 ára Ástríkur á Ól.. m/ísl. tali kl. 3:40 „Einvala lið leikara í frábæru drama” eee - Ó.H.T. Rás 2 „Sláandi kvikmyndaupplifun!” - H.J. MBL „Virkilega góð og vönduð mynd” eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL eeee - T.S. 24 Stundir 27 dresses kl. 5:30 - 8 - 10:30 27 dresses kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Jumper kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Brúðguminn kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára 27 dresses kl. 8 - 10 Jumper kl. 5 - 10 Síðasta sýning B.i. 12 ára Ástríkur á Ól... kl. 5:50 Brúðguminn kl. 8 B.i. 16 ára 27 dresses kl. 5:30 - 8 - 10:20 Jumper kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Before the devil knows you’re dead kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Meet the Spartans kl. 6 - 8 - 10 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÉG er aðeins að liðka til,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri Rásar 1 og Rásar 2, spurð um orðróm þess efnis að til standi að gera breyt- ingar á dagskrá Rásar 2. Þrátt fyrir að rásin hafi komið best út í nýjustu skoðana- könnun Capacent Gallup segir Sigrún nauðsynlegt að gera einhverjar breytingar. „Rás 2 kemur mjög sterkt út, en við viljum hins vegar reyna að ná betur til yngra fólks. Við viljum ná meiri breidd, og það er mitt langtímamarkmið.“ Að sögn Sigrúnar verða meðal annars gerðar breytingar á morg- undagskrá rásarinnar, og mun þáttur Magnúsar R. Einarssonar, Brot úr degi, leggjast af. „Magnús er búinn að vera hér lengi, og hann ætlar að flytja sig yfir á Rás 1 þar sem hann fer í meira unna þætti,“ útskýrir Sigrún. „Svo erum við að byrja að skoða hvernig við ætlum að hafa daginn, þannig að það er svolítið snemmt að segja meira til um það. En hugsanlega ætlum við að gera daginn að einni heild, frá níu til fjögur, og búa til teymi sem dekkar þann tíma þannig að það verði heildstæðari áferð á deg- inum.“ Sigrún getur ekki sagt til um hvort einhverjir nýir útvarps- menn verði ráðnir til starfa, en hún segir hins vegar að sífellt sé verið að ráða nýtt fólk til Útvarps- ins. „En svo ætlar hún Erla Ragn- arsdóttir, sem hefur verið á morgnana á laugardögum, að ráða sig inn á fréttastofuna, sem mér finnst mjög flott fyrir hana. Ég lít svo á að Rás 2 eigi að vera byrj- unarreitur fyrir ungt og efnilegt fólk og Erla er dæmi um það.“ Fara fyrr af stað Þá segir Sigrún að einnig standi til að gera breytingar á dagskrá Rásar 1. „Strax eftir helgi munum við aðskilja Rás 1 og Rás 2 á næt- urnar. Það hefur staðið til nokkuð lengi en tafist vegna tæknilegra örðugleika, en gengur í gegn á mánudaginn. Þá verður létt klass- ísk tónlist frá miðnætti til sex á morgnana á Rás 1,“ segir Sigrún. „Svo hefur alltaf verið samtengt til korter fyrir sjö en núna munu þul- ir koma á vakt klukkan sex þannig að við verðum með lifandi viðveru frá klukkan sex. Ég tel að það sé betri þjónusta.“ Breytingar framundan á dagskrá Rásar 2  Vilja höfða til yngra fólks  Breytingar á Rás 1 einnig í bígerð Árvakur/Frikki Útvarpsmenn Félagarnir Freyr Eyjólfsson og Ólafur Páll Gunnarsson. Erla Ragnarsdóttir Magnús R. Einarsson Sigrún Stefánsdóttir BÚGARÐUR Michaels Jackson verður seldur á uppboði þann 19. mars n.k, nái poppstjarnan ekki að greiða 24,5 milljóna dollara skuld sem hvílir á eigninni. Talsmaður Jackson segir að unnið sé að því þessa dagana að fá lán til að greiða upp skuldina en Jackson hef- ur ekki búið á búgarðinum frá því í júni 2005. Þá var hann sýknaður af ákæru um að hafa misnotað börn kynferðislega. Neverland heitir eftir ímynduðum stað í barnasögunni Pétri Pan sem er í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum, eins og frægt er orðið. Búgarðurinn er í Los Olivos í Kaliforníu og hlýtur að teljast heldur óvenjuleg eign. Þar má finna m.a. tívolí með hringekjum, lestum og öðru tiheyrandi börnum til skemmtunar. Allar innréttingar og innanstokksmunir munu að öllum líkindum fylgja með og er þar sjálf- sagt margt skrautlegt að sjá. Neverland á uppboð Reuters Popparinn Jackson mætir til rétt- arahalda í júní árið 2005. BRESKA leik- konan Kate Beck- insale segist kalla sitt allra helgasta svæði „grafhýsi faraósins“. Beck- insale segir afar fáa karlmenn hafa litið inn á þann helga stað, hún hafi aðeins átt þrjá kærasta um ævina. „Örfáir hafa skyggnst inn í grafhýsi faraósins,“ er haft eftir henni í tímaritinu Allure. Að öðru leyti en því væri sá helgi staður einum of mikið einkamál til að ræða frekar í fjölmiðlum. Beckinsale bætir því þó við að menn hafi farið fögrum orðum um grafhýsið. Á öllu settlegri nótum segist Beck- insale hamingjusamlega gift kvik- myndaleikstjóranum Len Wiseman, þau séu eins og gömul hjón. Beck- insale er 34 ára. Grafhýsi faraósins Kate Beckinsale POPPDROTTNINGIN Madonna hefur gefið nýjustu plötu sinni sem væntanleg er 29. apríl nk. heitið Hard Candy. Þetta er sein- asta platan sem hún kemur til með að gefa út undir merkjum Warner Bros. Fyrsta lagið sem gefið verður út á smáskífu er „Fo- ur Minutes,“ þar sem Madonna nýtur aðstoðar Justins Timberlake. Pharrell Williams stýrði upptökum á einu laga plötunnar, „Candy Store,“ og Timberlake kemur einnig að upp- tökustjórn á plötunni. Titill plötunnar vísar í sambland hörku og sætleika. Eða eins og Madonna orðar það: „Ég ætla að sparka í rassinn á þér en þú átt eftir að njóta þess.“ Sæt harka Madonnu Madonna sparkar í rassa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.