Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND Húsavík | Stefán Jón Sigurgeirsson skíðamaður var útnefndur Íþrótta- maður Húsavíkur 2007. Að venju stóð Kiwanisklúbburinn Skjálfandi fyrir valinu í samráði við íþrótta- félögin í bænum. Í öðru sæti varð Berglind Ósk Kristjánsdóttir, frjálsíþróttamaður ársins 2007. Í þriðja sæti varð svo Hafrún Olgeirsdóttir, knattspyrnu- maður ársins í flokki 16 ára og yngri. Þá var veittur hvatningarbikar ÍF en hann er árlega veittur þeim ein- staklingi sem að mati bocciadeildar Völsungs og þjálfara hefur sýnt bestu ástundun og mestu framfarir. Að þessu sinni fékk Þorgerður Þórð- ardóttir hvatningarbikarinn en hún hefur starfað og keppt með boccia- deild Völsungs nánast frá upphafi og er því í hópi brautryðjenda íþrótt- arinnar á Húsavík. Fékk hvatn- ingarbikarinn á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ástundun Þorgerður Þórðardóttir með Hvatningabikar Í.F. sem veitt- ur er fyrir bestu ástundun og mestu framfarir hjá bocciadeildinni. Selfoss | Kjartan Björnsson, hár- skeri á Selfossi, hefur afhent Hér- aðsskjalasafni Árnesinga og Hér- aðsskjalasafni Rangæinga og V-Skaftfellinga 118 útvarpsþætti til varðveislu. Um er að ræða viðtöl sem hann tók í Útvarpi Suðurlands á árunum 1997 til 2002 við ýmsa Sunnlend- inga. Þá fékk safnið í Vest- mannaeyjum 11 viðtöl að gjöf. Alls voru viðtöl Kjartans í út- varpinu 134 en ekki náðist að taka alla þættina upp. 17 af viðmælend- unum eru látnir. „Mörg af þessum viðtölum eru merkileg og þau geyma í rauninni sögu Suðurlands, ekki síst atvinnu- söguna. Ég er stoltur af þessu verk- efni og mér finnst ánægjulegt að hafa getað gefið héraðsskjalasöfn- unum þættina til varðveislu,“ sagði Kjartan. Fjölmörg fyrirtæki, ein- staklingar og sveitarfélög á Suður- landi hafa styrkt verkefni hans með framlögum en stærstu einstöku framlögin eru frá Landsbanka Ís- lands á Selfossi og Menningarráði Suðurlands. Heimildir Skjalaverðirnir Björn Pálsson og Sverrir Magnússon tóku við út- varpsþáttunum á geisladiskum úr hendi Kjartans Björnssonar. Gaf skjalasöfnunum 118 útvarpsþætti Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Íbúar frá sjö þjóð- löndum kynntu land sitt, þjóð og menningu á þjóðahátíð sem haldin var í Þorlákshöfn á dögunum, í ann- að sinn. Auk þess var boðið upp á fjölda skemmtiatriða á sviði, verð- launagetraun, listsýningar og sýnd verkefni sem börn í leik- og grunn- skóla Þorlákshafnar unnu að vikurn- ar fyrir hátíðina. Í Sveitarfélaginu Ölfusi búa 212 íbúar af erlendum uppruna frá 20 mismunandi þjóðlöndum. Yfir helm- ingurinn er frá Póllandi eða 116 manns. Sambúðin hefur gengið vel en erfiðir tíma hafa verið undanfarna mánuði í kjölfar skerðingar þorsk- veiðiheimilda og uppsagna hjá fisk- vinnslufyrirtækjum. Nú eru enn um 50 manns á atvinnuleysisskrá í sveit- arfélaginu og því nauðsynlegra en oft áður að brjóta upp hversdaginn með hátíð þar sem fólk sýnir hvert öðru áhuga og kynnist. Dansar, ljóð og tónlist Auk kynninga íbúa Ölfuss, kynnti Árnesingadeild Rauða kross Íslands starfsemi sína og kynnt var hand- verk unnið af pakistönskum konum. Glæsilega skreyttir kynningarbásar mættu fólki í Ráðhúsinu og hægt var að fræðast, skoða myndir, gæða sér á þjóðlegu góðgæti og dást að ólíkum þjóðbúningum. Á Bæjarbókasafni Ölfuss var málverkasýning Sólrúnar Guðjónsdóttur og hægt að skoða bækur á ýmsum tungumálum en dagskrá á sviði var fjölbreytt og bættust við dagskráratriði eftir því sem leið á hátíðina. Kynnar voru Baldur Kristjánsson prestur og Raf- al Glazer rafvirki. Áhugavert var að sjá dansa frá ýmsum löndum, sjá spilað á taílensk hljóðfæri og hlusta á ljóð lesin á ýmsum tungumálum. Íbúar kynntu menningu sína Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Þjóðahátíð Nemendur yngsta stigs grunnskólans gerðu vinartré. Hér eru Kamila Kóscielecki frá Pólandi og Katrín Stefánsdóttir frá Íslandi. LANDIÐ Fljótsdalur | Stofnun Gunnar Gunn- arssonar á Skriðuklaustri efnir til ár- legs Lomberdags nk. laugardag. Spilin verða tekin upp kl. hálftvö og áætlað að spila fram á nótt. Halldóra Tómasdóttir, staðar- haldari á Skriðuklaustri, segir nýja lomberspilara velkomna og hvetur konur alveg sérstaklega til að mæta. Kennsla í lomber verði á staðnum og um að gera að mæta, bæði til að spila skemmtilegt spil, en einnig til að æfa fyrir Húnvetningaeinvígið sem háð verður í apríl og ef að líkum lætur í Eyjafirði. Að venju verður svo hægt að kaupa veitingar hjá Klausturkaffi á neðri hæði Skriðuklausturs. Halldóra segir Gunnar Gunnars- son skáld hafa verið mikinn lomber- spilara og af því tilefni sé lomber spilaður reglulega yfir veturinn á Skriðuklaustri, en hlé gert yfir vor- og sumarmánuði. Æ færri kunna hið göfuga spil Ágúst H. Bjarnason, sem skrifað hefur leiðbeiningar um lomberspilið, segir það um margt ólíkt öðrum spil- um. Það hafi mikið verið spilað á ár- um áður, en bridsinn smám saman orðið ofan á og kunni nú sífellt færri þetta göfuga spil. Nafnið lomber er líkast til dregið af spænska orðinu l’hombre; maður. Æft fyrir einvígi við Húnvetninga Ljósmynd/Skúli Björn Gunnarsson Einbeittir Hér eru miklir lomberspilarar sem setja sig ekki úr færi að grípa í spilin á Skriðuklaustri. Nú verður æft fyrir keppni í apríl. Neskaupstaður | Djúpið, leikfélag Verkmenntaskóla Austurlands, frumsýndi sl. föstudag leikritið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Tókst sýningin ágætlega, en alls verður verkið sýnt sjö sinnum á næstu tveimur vikum og lokasýningin hinn 7. mars nk. Leik- stjóri er Snorri Emilsson og 15 nemendur VA leika. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Eilífðarbörn á hnetti Andra Snæs Reyðarfjörður | Rúmlega áttatíu milljónir króna voru lagðar til sam- félagsverkefna úr samfélagssjóði Al- coa og af hálfu Alcoa Fjarðaáls í fyrra. Runnu fjárveitingar til verk- efna á Austurlandi og Norðurlandi og voru veittar félagasamtökum og stofnunum til að augða og efla sjálf- bært samfélag. Alcoa Fjarðaál veitti 26 milljónir í yfir 30 málefni á Austurlandi og fór stærsti styrkurinn til skíðasvæðisins í Stafdal, en fyrirtækið gaf hús á skíðasvæðið. Aðrir styrkþegar voru 700IS Hreindýraland, Menningar- miðstöðin á Eskifirði, Sprettur, Djasshátíð Egilsstaða á Austurlandi, Tengslanet austfirskra kvenna, vef- síðan birds.is, Kór Fjarðabyggðar og túlkaverkefni nýbúa. Samfélagssjóður Alcoa styrkti 10 verkefni á Íslandi og voru styrkir frá einni til sextán milljóna króna. Rann stærsta fjárhæðin til Þjóðminja- safnsins til byggingar gamla Sóma- staðabæjarins ofan álversins á Reyð- arfirði. Þekkingarsetur Austurlands, Nesskóli, Myndlistarsafn Tryggva Ólafssonar og Hollvinasamtök FSN nutu einnig góðs af. Fjármunir til samfélagsins Mörg góð málefni njóta ríflegs stuðnings Alcoa Fjarðaáls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.