Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 19 AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is STEMMNINGIN var skemmtileg í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarð- arsveit í gær þegar forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, komu í heimsókn. Skólinn hlaut Íslensku mennta- verðlaunin í fyrra og heimsóknin var af því tilefni. Ólafur Ragnar sagði mjög fróðlegt að heimsækja skóla sem fengið hefði áðurnefnd verðlaun og kynnast því hvernig nemendur sjálfir upplifðu skólann. Forsetahjónin renndu í hlað laust fyrir klukkan níu í gærmorg- un og þá var haldið til sam- verustundar í íþróttahúsinu, en þar koma allir nemendur og starfsmenn skólans saman einu sinni í mánuði. Slíkar stundir eru raunar við upphaf hvers skóladags hjá 1. – 7. bekk, vikulega á ungl- ingastigi og allir nemendur og starfsmenn eiga slíka stund saman einu sinni í mánuði. Tilgangurinn er að efla sam- kennd meðal nemenda og starfs- fólks, að fjalla daglega um efni tengt mannkostamenntun, að skapa vettvang til sameiginlegrar umræðu og tilkynninga og að end- urtaka og rifja upp sameiginleg markmið skólastarfsins. Hæfileikar „Ég kem í skólann til að læra og nýta hæfileika mína til fulls,“ sögðu nemendur einum rómi við upphaf samverustundarinnar. Þetta er skólaheitið þeirra. Nemendur fluttu skemmtiatriði, forsetinn ávarpaði þau og síðan fengu krakkarnir að spyrja hann að því sem þeim lá á hjarta – og margt skemmtilegt bar þar á góma. Eftir samverustundina fóru krakkarnir í frímínútur en for- setahjónin þáðu kaffisopa en síðan gengu þau í allar kennslustofur og spjölluðu við krakkana. „Við erum auðvitað himinsæl með að fá þessa heimsókn, hún skiptir okkur máli, bæði sem stofnun og samfélag. Það er mikils virði að skólastarfinu sé veitt eft- irtekt; það er gott að sjá hvaða augum aðrir líta það; við erum í sjálfu sér ekki að gera neitt annað en að vanda okkur,“ sagði Karl Frímannsson skólastjóri í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Karl sagði daginn hafa verið einstaklega ánægjulegan í Hrafna- gilsskóla. Dagskráin hefði verið frjálsleg og eins óformleg og mögulegt var og krakkarnir hefðu greinilega mjög gaman af því að fá forsetahjónin í heimsókn. „Litlu krakkarnir voru aðallega undrandi á öllum þessum ljósmyndurum!“ sagði Karl. „Það var mjög fróðlegt að koma í skóla sem hefur hlotið Íslensku menntaverðlaunin og fá að kynn- ast því hvernig nemendurnir upp- lifa skólann og hvað þeir hafa fram að færa. Að spyrja nem- endur um námið og skólann og skynja svo í svörum og framgöngu þeirra af hverju þetta er verð- launaskóli. Kannski er svona heimsókn á vissan hátt prófraun, því það er hægt að úthluta verð- launum eftir alls konar sjón- armiðum, en svona ítarleg heim- sókn þar sem við göngum í marga bekki, ræðum við yngstu krakk- ana og svo þau sem eru komin í 9. og 10. bekk fáum við ansi skarpa sýn á það merkilega starf sem verið er að vinna í þessum skóla og öðrum slíkum,“ sagði Ólafur Ragnar við Morgunblaðið. „Hér er verið að búa nýja kyn- slóð undir veröld sem enginn okk- ar veit hvernig mun verða. Við höfum upplifað gífurlegar breyt- ingar á síðustu 10-20 árum í þekk- ingu, upplýsingatækni og heims- mynd, en þær breytingar eru að dómi margra smámunir saman borið við það sem á eftir að gerast á æviskeiði þessara krakka. Og þá blasir við okkur sú grundvall- arspurning, hvernig eigi skólarnir að vera? Mér finnst hér verið að veita mjög athyglisvert svar, vegna þess að ekki er bara horft á kennslubækurnar og kunnáttunna heldur er hér líka verið að ala upp fólk með sjálfstæðan vilja og þroska.“ Forsetinn sagði áberandi að þegar spurt var hvað þau hefðu fyrir stafni utan skólatíma hefðu svörin verið margvísleg. Í skól- anum væri mikil samkennd, hver bæri mikla virðingu fyrir öðrum og samheldnin jafnvel meiri en í öðrum skólum, en námið væri samt svo einstaklingsbundið að börnin væru þroskuð á mjög at- hyglisverðan hátt sem ein- staklingar. „Þannig að skólinn sameinar það að byggja upp sam- félag og að þroska hvern ein- stakling, og það er ekki einfalt.“ Boðskapur Forsetinn sagðist líka telja það mikinn boðskap til landsmanna að jafn mikill metnaður og raun bæri vitni skyldi vera í tiltölulega fá- mennu byggðarlagi eins og Eyja- fjarðarsveit, til þess að byggja upp svona skóla og styðja það starf sem þar fer fram við að endurnýj- ast, eins og greinilega hefði gerst. „Það segir okkur að ekkert byggðarlag hefur afsökun fyrir því að vera ekki með góðan skóla. Ef hægt er að byggja upp fyrirmynd- arskóla í fremstu röð á flestum sviðum í svona litlu samfélagi þá eigum við Íslendingar að geta það alls staðar.“ „Við erum bara að vanda okkur“ Árvakur/Skapti Hallgrímsson Spurningar Krakkarnir spurðu forsetann spjörunum úr þegar tækifæri gafst til í samverustundinni í íþróttahúsinu. Margt forvitnilegt bar á góma. Árvakur/Skapti Hallgrímsson Hátíðarstund Dorrit, Ólafur Ragnar og Karl Frímannsson skólastjóri. Forsetahjónin heimsóttu Hrafna- gilsskóla í gærdag NEMENDUR í Hrafnagilsskóla lögðu ýmsar skemmtilegar spurningar fyr- ir forseta Íslands í samverustundinni í íþróttahúsinu í gærmorgun. Einn spurði: Lagar þú stundum til heima hjá þér? Ólafur svaraði því ját- andi. „Og stundum laga ég til eftir Dorrit,“ bætti við hann við og krökk- unum fannst það sniðugt. „Það er ekki alveg eins mikil regla á hlutunum hjá henni og hjá mér.“ Stúlka í salnum ávarpaði forsetann: Kæri Ólafur! Leikur þú þér mikið? „Nei,“ var þá svarað að bragði – það var forsetafrúin. Ólafur sagði rétt að hann hefði ekki mikinn tíma til þess, en þau færu þó stundum á skíði. Forsetinn var síðan m.a. spurður hversu hár hann væri, hverju hann væri stoltastur af og hvort hann hefði verið hræddur við tröll, drauga eða álfa þegar hann var lítill. Ferðu sjálfur í búðir til þess að kaupa það sem þig vantar? spurði einn. Ólafur sagði svo ekki vera, en stundum gerði hann það þó, og upplýsti að líklega væru ekki nema tveir dagar síðan hann keypti sér sokka. Lagar þú stundum til?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.