Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Einar GunnarJónsson fæddist á Akureyri 1. mars 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 17. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Almar Eð- valdsson sjómaður, f. 3. desember 1892, d. 30. maí 1974, og Jakobína Guðbjarts- dóttir verkakona, f. 26. júní 1899, d. 14. nóvember 1976. Systkini Einars Gunnars eru: Erna Heiðrún, látin, Halldóra Elín, maki Þórarinn Halldórsson, búsett á Ak- ureyri, og Bjarni Páll, maki Esther Elíasdóttir, búsett í Reykjavík. Einar Gunnar kvæntist 25. des- ember 1956 Erlu Sigurðardóttur, f. 15. janúar 1931, d. 10. febrúar 2000. Foreldrar Erlu voru Sig- urður Friðrik Einarsson múr- arameistari og Emilía Davíðs- dóttir, húsmóðir. Börn Einars Gunnar og Erlu eru: 1) Sigurður Emil, maki Guðný Skarphéð- insdóttir. Börn þeirra eru: a) Dav- íð, maki Gréta Guðmundsdóttir. Dóttir þeirra er Hólmfríður Erla. b) Erla, sambýlismaður Marcel Ostheimer. Sonur þeirra er Marc. spila með nýstofnuðum KK- sextetti. Síðar spilaði hann m.a. með Jose Riba í Silfurtunglinu og í Rondótríóinu. Um tíma gerði Ein- ar Gunnar hlé á spilamennsku sinni og gerðist kokkur á Fjall- fossi. Í Reykjavík starfaði hann m.a. á sendibílastöð, fasteignasölu, hjá Verslunarsambandinu og við sjálfstæðan verslunarrekstur. Árið 1970 fluttust Einar Gunnar og fjöl- skylda til Akureyrar. Hann vann um tíma hjá Sláturhúsi KEA en síðan hjá Olíuverslun Íslands, fyrst sem umsjónarmaður við nýbygg- ingu félagsins við Tryggvabraut en síðar sem verkstjóri. Því starfi gegndi hann þar til hann lét af störfum 1. maí 2000, þá sjötugur að aldri. Tónlistina lagði Einar Gunnar ekki á hilluna eftir að hann flutti norður til Akureyrar. Hann spilaði til margra ára með Lúðrasveit Akureyrar, með Hauki Ingimarssyni sem vildarvinir í Laufási við Eyjafjörð og í Þjón- ustumiðstöð aldraðra í Víðilundi. Félagsmálin skipuðu ætíð stóran sess í lífi Einars Gunnars. Hann var virkur félagsmaður í Verk- stjórafélagi Akureyrar og ná- grennis, Leikfélagi Akureyrar, Lionsklúbbi Akureyrar, Stang- veiðifélaginu Flúðum og Lúðra- sveit Akureyrar, þar sem hann sat sem formaður í mörg ár. Útför Einars Gunnars verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. c) Esther, maki Frið- rik Óskar Egilsson. Börn þeirra eru Aníta Björk, Eva Rut og Davíð Leó. 2) Ólaf- ur, maki Margrét Baldursdóttir. Börn þeirra eru: a) Kol- brún, maki Ásbjörn Kristinn Sigurðsson. Dóttir þeirra er Kristín. b) Birgir. c) Sólveig, sambýlis- maður hennar er Víðir Bjarkason. 3) Hafdís. Börn hennar eru: a) Berglind, maki Örn Traustason. Börn þeirra eru Linda Björk, Eva Hrönn, Tinna Karen og Trausti Ómar. b) Einar Már. c) Jón Almar. 4) Emilía Jarþrúður, maki Hilmar Baldvinsson. Börn þeirra eru: a) Halla Björk. b) Magnús Birkir. 5) Einar Jón, maki Hlín Pét- ursdóttir. Einar Gunnar gekk í Barnaskóla Akureyrar og fljótlega eftir ferm- ingu tók vinnan við. Hann vann við ýmis störf, bæði til sjós og lands. Árið 1946 vann hann á Hótel Norð- urlandi, bæði í fatageymslu og sem næturvörður. Það var þar sem tón- listaráhugi hans vaknaði. Einar Gunnar fluttist til Reykjavíkur árið 1949 þar sem honum bauðst að Nú er hann Einar allur, við kveðjum og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessum jákvæða og bjartsýna manni. Einar frændi, eins og hann er alltaf nefndur á mínu heimili, var „stór“ maður, það var fátt honum óviðkomandi. Þegar hann hætti að vinna, eins og sagt er, gat hann einbeitt sér að áhugamálum sínum, en þau voru mörg og margvísleg: félagsmál, lax- og silungsveiði, fluguhnýting- ar, matartilbúningur, spila- mennska og tónlist, svo fátt sé nefnt. Í gamla daga lék hann á tromm- ur í danshljómsveitum, síðar í lúðrasveitum, hann var annar tveggja í „húshljómsveitinni“ okk- ar, sem sá um að gleðja fólk sem kom í Gamla bæinn í Laufási á starfsdögum og við önnur tækifæri. Þeir komu alltaf saman á Löd- unni hans Einars, Haukur með harmónikkuna og Einar með trommusettið, glaðlegir, heilsuðu okkur innilega, spurðu frétta, stilltu upp og fengu sér svo smá bita og svo tók tónlistin völdin. Þrátt fyrir stóran hóp vina og kunningja var fjölskyldan í fyrir- rúmi. Einar missti Erlu eiginkonu sína fyrir nokkrum árum, eftir langvinn veikindi, hann annaðist hana af mikilli natni. Börnin, tengdabörnin og allir hans afkom- endur áttu hug hans, einnig systk- ini hans og þeirra afkomendur. Mér er í minni júlídagur fyrir nokkrum árum. Einar rennir í hlað, framundan er veiðiferð í Fnjóská, hann er búinn að bjóða Pétri syst- ursyni sínum með. Búinn að velja veiðistaðinn af kostgæfni, en þang- að þarf að vera hjólastólafært, allt tilbúið, smurt í kassa og kaffi á brúsa. Það voru ánægðir frændur sem komu heim með þann stóra þetta júlíkvöld. Við sendum öllum ástvinum Ein- ars okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Verið öll Guði falin. Minningin lifir. F.h. fjölskyldu minnar og starfs- fólks Gamla bæjarins í Laufási, Ingibjörg Siglaugsdóttir. Einar Gunnar Jónsson Með nokkrum fá- tæklegum orðum vilj- um við minnast mikill- ar mannkostakonu, Oddnýjar Þór- ormsdóttur. Oddu á Holti kynntumst við þegar hún tók að sér að gæta elsta sonar Oddný Þórormsdóttir ✝ Oddný Þór-ormsdóttir fæddist á Fossi í Fá- skrúðsfirði, 20. febrúar 1920. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Upp- sölum 30. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fáskrúðsfjarð- arkirkju 4. febrúar. okkar, Sigmars, fjög- urra ára, og síðar einn- ig Júlíu, sem fór fimm mánaða gömul í pössun að Holti. Útivinnandi móðir barnanna gat verið al- veg róleg. Umönnun barnanna var hjá traustri, hjartahlýrri konu. „Og bragð er að þá barnið finnur.“ Sig- mar fimm ára tjáði okkur að á Holti væri alltaf lax. Odda var glæsileg kona og allt lék í höndum hennar. Hún var mikil hannyrðakona, saum- aði, prjónaði og heklaði. Um árabil saumaði hún ungbarnaföt sem hún gaf og send voru til barnahjálpar utan landsteina. Odda dáðist að fegurð heimahaganna. Henni fannst óskilj- anlegt að við ætluðum að flytja suður. „Þið komið fljótt aftur, það er alveg ábyggilegt,“ sagði hún. Á Fáskrúðs- firði sleit hún barnsskónum, bjó sér og Óskari manni sínum og börnum ástríkt heimili sem bar húsmóðurinni fagurt vitni. Það var allt svo vandað sem Odda tók sér fyrir hendur. Hún var vönduð manneskja og sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Hún miðlaði okkur mörgu um lífið og tilveruna sem ekki er hægt að læra nema í skóla lífsins. Það gerði hún á sinn hátt, með glettni og mannkær- leika. Síðustu árin var Odda á Uppsölum. Þar hafði hún sama fallega útsýnið og frá Holti og að hennar mati og að- standenda góða umönnun í erfiðum veikindum. Við vottum fjölskyldu Oddu inni- lega samúð. Guðný, Helmuth og fjölskylda. Bjarni minn. Við þekktumst alla tíð. Við vorum vinir. Þú varst besti teiknarinn í heim- inum. Ég var sæmileg- ur, en allt sem ég lærði fékk ég frá þér. Í 4 ár var ég formaður Skóla- félags Flensborgarskóla. Ef á þurfti að halda varst þú tilbúinn. Hvílíkur Bjarni Jónsson ✝ Bjarni Jónssonlistmálari fædd- ist í Reykjavík 15. september 1934. Hann andaðist á heimili sínu 8. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 18. janúar. vinur. Hvernig sem á stóð. Ef ég þurfti að auglýsa einhverja uppákomu í skólanum varst þú tilbúinn. Allar auglýsingar varst þú tilbúinn að vinna. Þeg- ar ég þurfti að fá fé- lagsmerki fyrir FUS Stefni teiknaðirðu það með Ingólfi í Stefni. Frábært verk. Öll skiptin sem við komum saman á Öldu- slóðinni til að hlusta á djass. Allir voru í flott- um fötum. Ég var 17 ára en aðrir voru m.a. Jónas Árnason, Jón Múli Árna- son, Guðmundur Steingrímsson og margir fleiri. Þetta voru dýrðarstund- ir og allir voru fínir og í jakkafötum, en ekki í gallabuxum og gúmmískóm. Þó allir hafi verið flottir varst þú alltaf flottastur. Þegar ég var ritstjóri „Blaðsins“ teiknaðir þú „hausinn“ og þegar þú teiknaðir æskuheimili mitt frá 1946 þá vildir þú hafa það eins og það var þá. Öll listaverkin sem þú fram- kvæmdir voru stórkostleg. Þegar við vorum í Leikfélagi Hafn- arfjarðar kallaðir þú oft og sagðir: „Ævar, komdu.“ Svo vel treystirðu mér. Þú varst einstakur maður og þegar þú fórst úr Hafnarfirði sökn- uðum við þín öll. En þú fórst á góðar götur og kynnt- ist Astrid, þið voruð hamingjusöm. Ég sakna þín í dag og ég mun sakna þín alla tíð. Guð geymi þig og blessi þá sem sakna. Kæru Ernu sendi ég sérstakar kveðjur fyrir ástsamlegt samtal. Ævar Harðarson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR Skarðshlíð 29d, Akureyri, lést að Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 19. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. febrúar kl. 10.30. Kristján Árnason, Anna Lillý Daníelsdóttir, Böðvar Árnason, Stefán Árnason, Hólmfríður Davíðsdóttir, Elínborg S. Árnadóttir, Þormóður J. Einarsson, Bjarki Árnason, Bergljót Sigurðardóttir, og ömmubörnin. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR Ó. JOHNSEN, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 26. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Dóra Johnsen, Ástríður Johnsen, Gunnar V. Johnsen, Bergþóra Sigmundsdóttir, Guðni Ingi Johnsen, Helga Sæmundsdóttir, Inga Dóra Sigvaldadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR INGIMUNDARSON, Snarparstöðum, Núpasveit, sem lést mánudaginn 25. febrúar á Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga Húsavík, verður jarðsunginn frá Snarparstaðakirkju laugardaginn 1. mars kl. 14.00. Sigríður Guðný Kristjánsdóttir, Guðný María Sigurðardóttir, Jón Halldór Guðmundsson, Kristjana Ólöf Sigurðardóttir, Gunnar Bragi Ólason, Inga Friðný Sigurðardóttir, Sólmundur Oddsson, Halldóra Sigurðardóttir, Einar Guðjónsson og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR MAGNÚSSON rakarameistari, Grænuhlíð 18, Reykjavík, lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 12. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakotsspítala. Guðrún Helga Högnadóttir, Högni Valsson, Lilja Ástvaldsdóttir, Magnús Valsson, Ingileif Gunnarsdóttir, Einar Valsson, Olga Gylfadóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær faðir, tengdafaðir og afi, RAGNAR HALLDÓRSSON rafvélavirki, lést á Víðinesi mánudaginn 25. febrúar. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins mánudaginn 3. mars kl. 15.00. Björgvin Ragnarsson, Hólmfríður Oddsdóttir, Halldór Ragnarsson, Andrea Ólafsdóttir, Ólafur Hafsteinn Einarsson, Ingimundur Guðmundsson, Oddný S. Magnúsdóttir, Þórunn Katrín Björgvinsdóttir, Karen Mjöll Björgvinsdóttir, Jóhann Ari Björgvinsson, Ragnar Mikael Halldórsson, Þórarinn Ingi Halldórsson, Hinrik Örn Halldórsson, Sigríður Birna Ingimundardóttir, Þóra Björg Ingimundardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.