Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is UMRÆÐA er í Danmörku um hvort nauðsynlegt sé orðið að taka upp skipulagða skráningu á dönsk- um hagsmunavörðum (lobbíistum). Fram kemur í frétt Politiken í gær að meirihluti sé nú fyrir því innan forsætisnefndar danska þingsins að hafin verði skipulögð og opin skráning hagsmunavarða. Eru rökin m.a. sögð þau að hagsmuna- verðir beiti danska stjórnmála- menn sífellt meiri þrýstingi og nauðsynlegt sé að þessi starfsemi sé opin og gegnsæ. Allar líkur séu á að hagsmunaverðir muni sækja á danska stjórnkerfið og stjórnmála- menn með síauknum þunga á kom- andi árum. Fram kemur í Politiken að talið sé að allt að 300 hagsmuna- verðir hafi aðgang að danska þjóð- þinginu í Kristjánsborgarhöll. Hagsmunavarsla hefur verið umfangsmikil í bandaríska stjórn- kerfinu og vex hröðum skrefum í mörgum Evrópulöndum. Hags- munaverðir hafa þá atvinnu að reka gegn greiðslu erindi fyrir- tækja, þrýstihópa og hagsmuna- samtaka gagnvart stjórnvöldum og reyna að hafa áhrif á löggjöf og aðrar ákvarðanir stjórnmála- og embættismanna. Innan fárra mánaða verða vænt- anlega birtar skrár yfir hagsmuna- verði á vettvangi Evrópusam- bandsins. Í Politiken kemur fram að sú skrá muni ná til um 15 þús- und hagsmunavarða sem reyna að beita áhrifum sínum í Brussel. Fyrst um sinn verður þó ekki skylt að skrá hagsmunaverði innan ESB en til umræðu er að eftir eitt ár eða svo megi gera ráð fyrir að hags- munavörðum verði gert skylt að skrá sig. Hefur ríkisstjórn Dan- merkur lagt til að skylduskráning verði tekin upp hjá ESB og að að- eins þeir hagsmunaverðir sem eru á skrá geti náð eyrum stjórnmála- og embættismanna hjá samband- inu. Ekki verið rætt í forsætis- nefnd Alþingis Sturla Böðvarsson, forseti Al- þingis, segir að þessi mál hafi ekki komið upp innan forsætisnefndar Alþingis frá því hann tók við for- setaembættinu. Sagðist Sturla þeirrar skoðunar að ekki væri raunhæft að ætla að þörf væri á skráningu hagsmunavarða hér á landi. Danir vilja hefja skrán- ingu hagsmunavarða Reuters Þingmenn Margir hagsmunahópar þrýsta á danska þingmenn. SPRON-sjóðurinn ses. hefur veitt Krabbameinsfélagi Íslands 42 milljóna króna styrk til kaupa á úrlestrarstöðvum sem röntgen- læknar nota til að lesa úr stafræn- um brjóstamyndum. Úrlestrarstöðvarnar eru liður í umfangsmikilli tækjavæðingu á leitarsviði Krabbameinsfélagsins þar sem stafræn tækni er notuð við leit að brjóstakabbameini. Um er að ræða viðamikið verkefni með margvíslegum vélbúnaði og hugbúnaði fyrir tæplega 500 milljónir króna. Fengist hefur fjárstuðningur sem nemur um tveimur þriðju þessa stofnkostn- aðar, segir í frétt um gjöfina. Stafræna tæknin sem notuð verður auðveldar leit í þéttum brjóstvef, auk þess að auðvelda úrlestur gagna. 42 millj. styrkur SPRON-sjóðurinn afhendir Krabbameinsfélagi Íslands tækjabúnað Árvakur/Kristinn Ingvarsson Afhending F.v. Þröstur Árni Gunnarsson, fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins, Guðrún Agnarsdóttir, for- stjóri Krabbameinsfélags Íslands, Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á leitarsviði Krabbameinsfélagsins, Guð- mundur Hauksson, forstjóri SPRON, og Jóna Ann Pétursdóttir, framkvæmdastjóri SPRON-sjóðsins ses. N ýtt frumvarp iðn- aðarráðherra um breyt- ingu á lögum á auð- linda- og orkusviði verður væntanlega rætt á Alþingi í dag. Umfjöllun um frum- varpið hefur þó staðið í nokkurn tíma, ekki síst vegna þess að sumir a.m.k. biðu óþreyjufullir eftir að sjálfstæð- ismenn afgreiddu málið út úr þing- flokknum. Umræða um orkumál er að ýmsu leyti frekar skammt á veg kom- in, sér í lagi þegar komið er að hug- myndum um auðlindina sjálfa, hvernig fara skuli með hana, hvernig fara skuli með eignarhaldið og nánari útfærslu á nýtingu hennar. Þó hafa auðlindamál í víðara samhengi verið töluvert uppi á borðinu og þá ekki síst vegna sífelld- rar togstreitu um auðlindina í hafinu, fiskinn, sem við stólum svo mikið á. Á vettvangi ríkisstjórnarinnar hafa verið starfandi auðlindanefndir með það að markmiði að leita sátta og leiða til að samræma ólík sjónarmið í þessu mik- ilvæga hagsmunamáli okkar, kannski því mikilvægasta um langa hríð. Þess vegna skal engan undra, þótt þing- flokkur sjálfstæðismanna hafi viljað taka sér nokkurn tíma til að fara yfir þetta vandasama mál og kynna sér það áður en frumvarpið væri lagt fram á Alþingi. Frumvarpið geymir ákvæði um að um eignarhald á auðlindinni skuli gilda almenn lög þannig, að bann er lagt við framsali beint eða óbeint á eignarrétti á vatni sem hefur að geyma virkj- anlegt afl umfram 7 MW. Sú und- antekning er gerð að heimilt er að veita tímabundinn afnotarétt að rétt- indunum til allt að 65 ára. Í þessu ákvæði felst grundvallarbreyting frá því sem nú er og er vafalaust að þing- heimur sem og aðrir eiga eftir að fjalla um það hvað þetta ákvæði hafi í för með sér. Í mínum huga skiptir þar miklu máli að gætt sé bæði að sjón- armiðum þeirra sem vilja að eign- arrétturinn fái notið sín og hinna sem vilja tryggja aðkomu almennings að ákvörðunarferlinu. Ef unnt er að ná samkomulagi milli þessara hagsmuna er væntanlega búið að skapa frið um starfsemi orkufyrirtækjanna í bili a.m.k. En um leið og horft er til eign- arréttar að virkjanlegu vatni fjallar frumvarpið um fleiri grundvallaratriði. Ég ætla að tæpa á einu hér. Eftir all- an þann ólgusjó sem varð í Reykjavík- urborg í haust, með REI-málinu fræga, er hér leitast við að stoppa í gatið sem þar kom í ljós á umgjörð orkumála. Því skal samt haldið til haga, að orkufyrirtækin höfðu mörg haft verulegar athugasemdir um fram- kvæmd raforkulaga að því leyti til, að samkeppnin yrði ekki næg á raf- orkumarkaði, að erfitt yrði og jafnvel ómögulegt að skilja á milli einkaleyf- isstarfsemi og samkeppnisstarfsemi og að lokum: Mjög erfitt yrði fyrir þau fyrirtæki sem hefðu blandaðan rekst- ur, þ.e. hitaveitu og raforkufram- leiðslu, að aðgreina þessa tvo þætti í bókum sínum. Hins vegar kom berlega í ljós í haust, að það gengur engan veginn að blanda saman svo eðlisólíkum þáttum eins og sérleyfi vegna hitaveitu og t.d. orkuútrás svokallaðri í samkeppn- isrekstri. Ég veit ósköp vel að margir eru á þeirri skoðun, réttilega, að jafn- vel þótt sérleyfi og samkeppni yrði að- skilið ættu fyrirtæki í opinberri eigu samt ekki að standa í svo áhættusöm- um rekstri sem það er að byggja upp virkjanir í útlöndum. Ég er sammála því að menn hafa haft glýju í augunum yfir væntanlegum ábata af slíkum framkvæmdum og gleymt því hversu mikla þolinmæði þarf í fjárfestingar að því taginu, og ekki gert sér nægilega grein fyrir því að þær geta líka hæg- lega misheppnast. Það breytir ekki hinu grundvall- aratriðinu sem verður að ganga frá áð- ur en gengið er til þessarar umræðu PISTILL »… að tryggja hagsmuni þeirra sem hafa ekkert einasta val um það hvar þeir kaupa heita vatnið og eiga ekki að þurfa að þola það að farið sé með eigur þeirra í ævintýraferðalög til útlanda. Ólöf Nordal Orkuumræða á tímamótum sem er að tryggja hagsmuni þeirra sem hafa ekkert einasta val um það hvar þeir kaupa heita vatnið og eiga ekki að þurfa að þola það að farið sé með eigur þeirra í ævintýraferðalög til útlanda. Um þetta snerist ágreiningurinn í haust. Þar stóð Sjálfstæðisflokkurinn vaktina, eins og honum, sem og öðrum stjórnmálaflokkum, er skylt að gera, og galt það dýru verði. Það er allt í lagi miðað við þann himinháa prís sem við hefðum annars þurft að inna af hendi eins og málum var háttað. Við þessum vanda er brugðist í frumvarpi iðnaðarráðherra um breyt- ingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði. Því ættu sjálfstæðismenn í Reykjavík að fagna. KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands vill heiðra minningu knattspyrnusnillingsins Alberts Guðmundssonar, fyrsta íslenska atvinnumannsins í knattspyrnu, með því að láta gera af honum styttu í fullri stærð og koma henni fyrir við aðalinngang höf- uðstöðva KSÍ við Laugardalsvöll. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að málið sé á byrjunarstigi og það verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg. Við hæfi sé að heiðra minningu Alberts með þessum hætti enda hafi hann verið í hópi bestu knattspyrnumanna Evrópu á tímabili og hugsanlega verði styttan tilbú- in á næsta ári. Albert lék knattspyrnu með Val og á námsárum sínum í Bretlandi 1945 til 1947 lék hann sem áhugamaður með Glasgow Rangers og Arsenal. Hann skrifaði undir atvinnusamning við franska félagið Nancy 29. júlí 1947 og var meðal annars valinn í úrvalslið Frakklands um veturinn. Hann lék með ítalska liðinu AC Milan 1948 til 1949 og síðan franska liðinu Racing Club til 1953, en lauk atvinnumannaferlinum hjá Nice, sem hann lék með til 1955. Eftir að Albert flutti aftur til Íslands tók hann meðal annars virkan þátt í uppbygg- ingu knattspyrnunnar í Hafnarfirði. Hann var formaður KSÍ 1968 til 1973 og sneri sér síðan að stjórnmálum. Þar lét hann mikið að sér kveða, jafnt hjá Reykjavík- urborg sem á Alþingi, og var meðal ann- ars fjármálaráðherra. KSÍ hefur skipað sérstaka styttunefnd en í henni eru Ingi Björn Albertsson, Hall- dór Einarsson, Jón Gunnlaugsson og Júl- íus Hafstein. Stytta af Albert í Laugardal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.