Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ég vona bara að þetta heilsárs „stóla show“ okkar trufli ekki borgarstjórastörfin hjá þér Ólafur minn. Bankarnir eru í öruggum hönd-um Björgvins Sigurðssonar, viðskiptaráðherra. Það fer ekki á milli mála, eftir að umsögn hans um grein Illuga Gunnarssonar og Bjarna Benediktssonar hér í blaðinu í fyrradag hefur verið lesin en umsögn viðskiptaráðherra birt- ist í Morgunblaðinu í gær.     Björgvin upp-lýsir að nán- ast allt, sem Ill- ugi og Bjarni nefni í grein sinni sé á borði ríkis- stjórnar til úr- vinnslu eða skoð- unar. Björgvin er að hamast við að koma í gegnum þingið frumvarpi um sértryggð skuldabréf, sem á að styrkja stöðu bankanna við að afla fjármagns er- lendis. Er einhver sem efast um að Al- þingi geti með löggjafarstarfi sínu haft úrslitaáhrif á alþjóðlega lána- markaði?!     Björgvin upplýsir að ástandið áerlendum lánamörkuðum sé „tímabundið“. Það er gott. Hversu tímabundið? Af þessu má sjá, að bankarnir ís- lenzku eru í öruggum höndum Björgvins Sigurðssonar, við- skiptaráðherra.     Björgvin segir að staða fjármála-fyrirtækja á Íslandi sé ekki eins slæm og sú mynd, sem dregin er upp í grein Illuga og Bjarna. Hver veit það betur en Björgvin?!     Þá er bara ein spurning eftir:Hvernig stendur á því, að Glitn- ir lækkar laun stjórnarmanna og forstjóra, boðar fækkun starfs- manna, boðar sölu eigna, fækkun starfsstöðva?     Hvað er hann Þorsteinn Már eig-inlega að þusa?! STAKSTEINAR Björgvin G. Sigurðsson Hvað er Þorsteinn Már að þusa? VEÐUR SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                        ! "      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      # $"$ !%  # $"$ !%    !      # $"$ !%  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? &   '& '& &''  &'    & '& & & & & & & & &' & &'                                  *$BC $$$$                             !     "   #      *! $$ B *! ( )* $  $) $!    + <2 <! <2 <! <2 (*  $, % -$. /   C8- D                 *  $     %&          '#   &(  /    ) #        #*&   #'  %&  '#    <7       &  #    +#     !  ,  -   01 $ $22   $  $3!   $, % Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 26. feb. Póstur í sveitum Nú berast þau tíðindi að það eigi að spara með því að aka pósti á sveita- heimili aðeins þrívegis í viku í stað fimm sinnum eins og í þéttbýli, m.a. vegna þess að skjöl ber- ist á rafrænan hátt. Nú er það svo að tölvutengingar til sveita eru víða þann- ig að ekki er á vísan að róa í þeim efn- um … Í þessum efnum gæti jafnræðið fólgist í því að fækka póstakst- ursdögum en bjóða þjónustu sem ekki er þörf í þéttbýli. Meira: ingolfurasgeirjohannesson.blog.is Ólína Þorvarðardóttir | 26. febrúar Orðum fylgir ábyrgð Bloggið er að þroskast sem umræðuvettvangur – og sem betur fer fækkar þeim stöðugt sem misnota málfrelsi sitt á bloggsíðum. Þó eru enn of mikil brögð að því að menn vaði fram á þessum vettvangi eins og þeir séu stikkfrí. Eins og meiðandi ummæli, brigslyrði, dylgjur og persónuárásir eigi eitthvað skylt við málfrelsi. Sumir virðast álíta að þeir eigi „rétt“ á því að tala skefja- laust … Meira: olinathorv.blog.is Hannes Friðriksson| 27. febrúar 2008 Hvar er Samkeppn- isstofnun? Maður skilur enn ekki þann dag í dag af hverju sveitarfélögin gátu ekki náð samstöðu um að standa saman um þau 85% sem eftir voru nema ef vera skyldi að einkavæðing- ardraumar bæjarstjóra Reykjanes- bæjar hafi þar ráðið för þegar hann valdi að taka stöðu við hlið GGE og þar með mynda nýjan meirihlut innan Hitaveitu Suðurnesja. ... hvar er Sam- keppnisstofnun? Meira: smali.blog.isMeira: Þorsteinn Siglaugsson | 27. febrúar Roð, fiskar, færi og net Halldór Blöndal fjallar um nýju biblíuþýðinguna í ágætum pistli í Mogga um helgina. Sýnir hann fram á að máltilfinningu þýðingarnefndar virðist eitthvað ábótavant og tekur sem dæmi orðalagið að „leggja net til fiskjar“. Þessu svarar sr. Sigurður Pálsson í blaðinu í gær. Virðist hann misskilja gagnrýni Halldórs og halda að þeim síðarnefnda finnist ankannalegt að tala um netalögn. Það er bersýnilega ekki svo: Menn róa til fiskjar. Svo renna þeir fyrir fisk og kannski kemur fiskur að- vífandi og bítur á. Menn leggja net. En þeir leggja þau ekki til fiskanna heldur fyrir þá. Alveg eins og þeir renna fær- inu fyrir fiskana en ekki til þeirra. Al- veg eins og við leitum að einhverju, en ekki af því. Að skrifa texta er á margan hátt eins og að leggja net. En það net er ekki lagt fyrir fiska heldur orð. Netið er máltilfinning höfundarins. Hún fæst bara með því að lesa góðar bækur og hlusta á fólk sem hefur góða máltilfinningu. Ef netið er vel rið- ið raðast orðin í það fagurlega. En ekki ef það er gisið og götótt. Eins og Halldór Blöndal bendir rétti- lega á er margt ankannalegt í orðfæri nýju biblíuþýðingarinnar. Netið er feyskið og textinn því eins og bögglað roð fyrir brjósti lesandans. Slíkt gerist stundum þegar nefndir skrifa. Halldór hvetur Biblíufélagið til að prenta nýtt upplag af eldri útgáfu Bibl- íunnar. Ég tek undir það. Biblíufélagið á ekki að bjóða lesendum upp á ruður heldur fallegan afla veiddan með hag- lega gerðu neti. Meira: tsiglaugsson.blog.is BLOG.IS Kristinn Pétursson | 27. febrúar 2008 Gömlu víkingarnir í afbrýðisemiskasti? Velgengni íslenskra út- rásarfyrirtækja hefur farið í taugarnar á mörgum. Sérstaklega „gömlum víkingum“ í Danmörku og Skandin- avíu. Íslensku víking- arnir komu til baka fyrir nokkrum ár- um... Meira: kristinnp.blog.is TALSMENN Flugstoða eru bjart- sýnir á að skipulagssvið Reykjavík- urborgar samþykki 500 fermetra bráðabirgðahúsnæði fyrir innlands- flug Iceland Express gegnt núver- andi flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Iceland Express hyggst hefja inn- landsflug á næstunni og er ætlunin að umrætt bráðabirgðahúsnæði, ásamt flughlaði og bílastæðum, hýsi þjónustu félagsins þangað til allt inn- anlandsflugið á Reykjavíkurflugvelli færist inn fyrir veggi samgöngumið- stöðvarinnar, sem fyrirhugað er að hafi risið í Vatnsmýrinni árið 2010. Að sögn Matthíasar Imsland, for- stjóra Iceland Express, hefur ekki verið ákveðið hvenær flugið hefjist, komist málið á skrið muni undirbún- ingur ekki taka langan tíma. Flugstoðir annast rekstur Reykja- víkurflugvallar og að sögn Hrafn- hildar B. Stefánsdóttur, upplýsinga- fulltrúa fyrirtækisins, hefur Iceland Express ekki fengið úthlutað lóð, heldur bráðabirgðaaðstöðu. Fjár- mögnun hafi verið tryggð og Flug- stoðir sent skipulags- og byggingar- sviði Reykjavíkurborgar erindi þar sem framkvæmdaleyfis sé óskað. Aðdragandinn hafi verið sá að Ice- land Express hafi sóst eftir því að fá að reisa flugstöð á vellinum. Í framhaldi af þeim viðræðum hafi verið unnið að því að finna lausn á þessari bráðabirgðaaðstöðu og gengið út frá því að hún fengi inni í samgöngumiðstöðinni. Flugstoðir muni sjá um að koma þessari að- stöðu upp en Iceland Express greið- ir leigu fyrir notkunina. Reykjavík- urborg eigi hins vegar landið. Að sögn Helgu Bjarkar Laxdal, lögfræðings hjá skipulags- og bygg- ingarsviði Reykjavíkurborgar, hefur fyrirspurn Flugstoða frá 12. febrúar um bráðabirgðaflugstöð ekki verið tekin formlega fyrir á fundi skipu- lagsráðs. Ekki liggi fyrir nein af- staða skipulagsstjóra í Reykjavík, sem fyrirspurninni er beint til. Hægt væri að afgreiða fyrirspurnina á fundi skipulagsstjóra á föstudag þarfnist hún ekki frekari rýni. Bráðabirgðaflug- stöð í Vatnsmýri Árvakur/Árni Sæberg Flugið Frá Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.