Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 20
daglegtlíf Ferðalag á slóðir breskuskáldkonunnar Jane Austen er draumkenndtilhugsun í augum þeirra sem hafa lifað sig inn í skoplegt og rómantískt raunsæið í verkum henn- ar. Níu bókelskar konur á Suður- landi héldu upp í slíkt ferðalag í ágúst í fyrra. Konurnar, sem allar vinna eða hafa unnið á bókasöfnum, hafa verið saman í leshring í mörg ár og höfðu verið að lesa bækur eftir Jane Austen og fleiri breskar sögur frá því um 1800 þegar ein þeirra fékk hugmyndina um að feta í spor Jane. Eva Marín Hlynsdóttir á Flúðum tók að sér skipulagningu ferðarinnar og úr varð að skipta við lítið ferða- þjónustufyrirtæki í Bath, Chauf- feurlink, og nutu þær einstakrar þjónustulundar hjá bílstjórum þess. „Það var farið með okkur eins og prinsessur!“ segir Hlíf S. Arndal, forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði, og minnist þess hlæj- andi að þær hafi ekki mátt bera töskur og verið leiddar út úr bílnum. „Við fórum um einbreiða sveita- vegi til Winchester og byrjuðum þar með á öfugum enda því þar dó Jane Austen og er grafin,“ segir Hlíf og kveður afskaplega fallegt í Winchester og raunar á öllu Suður- Englandi, að auki sé fólk á þessum slóðum afar vingjarnlegt. Vinkvennahópurinn setti sig strax í enska gírinn og fór í lautarferð í garðinum fyrir utan dómkirkju Winchester sem var höfuðborg Eng- lands fram á 12. öld. Kirkjan er ægi- fögur í gotneskum stíl og fengu þær skemmtilega leiðsögn fléttaða sam- an við sögu Jane en hún hvílir undir gólfi kirkjunnar eins og allir sem máttu sín einhvers vildu gera. „Fín- ast þótti að vera undir miðju gólfinu en hún er jarðsett í norðurhliðar- gangi, það var ódýrara. Hún stóð illa fjárhagslega í lokin og hélt um tíma að hún yrði jörðuð utandyra eins og þeir sem ekkert áttu en það hafðist að öngla saman í legstað inni í kirkj- unni.“ Skáldkonan var prestsdóttir, fædd 1775 í Steventon í Hampshire, flutti þá til Bath, svo Chawton og síðustu vikur ævinnar árið 1817 leit- aði hún sér lækninga í Winchester. Hún giftist aldrei né heldur systir hennar Cassandra og voru þær sem ein manneskja. Cassandra mynd- skreytti gjarna fyrir Jane og eina myndin sem til er af Jane er eftir hana. Furðuleg upplifun Einhver heppni var yfir ferða- löngunum því „það hafði rignt enda- laust í Englandi þetta sumar og við komum með sólina með okkur“, að sögn Hlífar. Sólin skein skært á fæð- ingarstað Jane í Steventon: „Það var eins og maður væri kominn í para- dís, það heyrðist ekkert nema fugla- söngur.“ Við legstein föður Jane áttu þær svo smáhugleiðslustund enda jógaiðkendur á ferð. „Við sett- umst á steininn og það var rosalega skrítið því nokkrar okkar urðu fyrir furðulegri upplifun. Við heyrðum allt í einu óm af tónlist. Það var eng- inn í kirkjunni og prestssetrið langt í burtu svo ekki barst hljóðið þaðan. Þetta var eins og þytur í golunni; orgelleikur, kórsöngur. Svo þegar við vorum að fara birtust þrjár ekta breskar fullorðnar konur með blóm til að skipta um í körfu fyrir framan minningarskjöld um Jane í kirkj- unni. Þetta var eins og í bíómynd!“ Þar sem Austen-fólkið bjó í Chawton er að sögn Hlífar glæsilegt safn sem gefur góða mynd af lífi og starfi Jane, t.d. er hægt að sjá skrif- borðið hennar. Hinum bókfróðu kon- um þótti þó vanta Austen-bækur á íslensku og nú er þar að finna Hroka og hleypidóma (Pride and Prejudice) í báðum þýðingum. Þær höfðu fengið þær upplýsingar að það borgaði sig að koma sér í mjúkinn hjá umsjón- armanni safnsins, Tom Carpenter. „Hann var greinilega gamall pipar- sveinn og svolítið feiminn við allar þessar konur. Hann fór með okkur inn í það allra helgasta þar sem frumútgáfur af verkunum eru geymdar en aðeins útvaldir fá að líta bækurnar yfir öxlina á Carpenter sem handleikur þær hvítum hönsk- um.“ … allir Darcy-arnir okkar! Nokkrir gamlir og friðaðir bæir í Suður-Englandi eru vinsælir sem tökustaðir kvikmynda, t.a.m. skoð- aði ferðahópurinn þorpið Lacock sem var sögusvið einhverra nýrri Harry Potter-mynda og svið Lacock er líka notað í myndinni Hroki og hleypidómar. Í síðari hluta ferðarinnar fóru þær um Bath sem hefur oft verið valin fegursta borg Englands og er þekkt fyrir bogabyggingar sem sjá má í Jane Austen-kvikmyndum. Hlíf seg- ir borgina víða líta út eins og hún gerði á 18. öld og mjög gaman sé að skoða sig þar um. Jane hafi hins veg- ar ekki verið hrifin af því að flytja til Bath og sagt sé að liðið hafi yfir hana þegar hún vissi að það stæði til, og þessar neikvæðu tilfinningar gagn- vart Bath birtast svo einnig hjá aðal- sögupersónu Persuation. Og raunar fannst Hlíf og ferðafélögum að skáldkonunni væru varla gerð nógu góð skil í Bath. Í húsi Jane Austen hafði þeim svo verið lofað að fá te með engum öðr- um en hr. Darcy en persóna hans er minnisstæð (einhverjir vilja sjálf- sagt kveða fastar að orði) í með- förum leikarans Colins Firths í sjón- varpsþáttum eftir sögunni Hroki og hleypidómar. „Okkur fannst það voða spennandi. Við ímynduðum okkur að einhver leikari kæmi í gervi hr. Darcys til að drekka te með okkur en svo fengum við að vita að Darcy væri ekki á svæðinu,“ segir Hlíf með nokkurri eftirsjá, „en það var mynd af honum uppi á vegg!“ Enska teboðið hafi þó verið ósvikin vara. Rúsínan í pylsuendanum var svo myndataka í búningum frá um- ræddum tíma. „Þetta var mikið fjör, níu konur á öllum aldri að klæða sig svona upp,“ segir Hlíf hlæjandi. Áð- ur en haldið var heim skoðuðu þær m.a. hin frægu rómversku böð í Bath. Svo sýndu þær sig og sáu aðra að hætti gamalla tíma í Pump Room sem var eins konar samkomu- og skráningarstofa þess tíma og í Assembly Rooms, húsinu þar sem dansleikir voru haldnir í tíð Jane. „Þar eru núna settar upp sýningar á fatnaði frá ýmsum tímum og nú var þemað blómakjólar fram á okkar dag,“ segir Hlíf og er greinilega ánægð með ferðina. Það er heldur varla ónýtt að vera ein níu sunn- lenskra blómarósa sem fengu mörg tækifæri til að ímynda sér að þær væru „fínar frúr“ frá tímum Jane Austen. Hún segir móttökurnar heima ekki heldur hafa verið af verri endanum: „Það var mjög gaman því þegar við komum út úr fríhöfninni stóðu karlarnir okkar í röð og biðu eftir okkur, allir Darcy-arnir okkar!“ segir Hlíf glaðlega og tekur ferðina saman í lokin: „Þetta var einstaklega skemmtilegt og þjappaði okkur ennþá betur saman. Við erum kjarn- orkuhópur og erum strax farnar að hugsa um næstu ferð.“ thuridur@mbl.is Fögur borg Bath er þekkt fyrir bogabyggingar sem sjá má í kvikmyndum eftir sögum Jane Austen. Jane sjálf hlakkaði ekki til að flytja þangað. Mr. Darcy! Karlhetja Hroka og hleypidóma er hrokafull og ómót- stæðileg í höndum Colins Firths. Hefðardömur Hópurinn uppáklæddur í takt við réttan tíðaranda. F.v. Eva Marín Hlynsdóttir, Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Edda Björg Jónsdóttir, Margrét I. Ásgeirsdóttir, Hlíf S. Arndal, Val- gerður Sævarsdóttir, Rósa Traustadóttir og Elín Guðbrandsdóttir. Í Steventon Vinkonurnar settust á legstein föður Jane og nokkrar þeirra urðu fyrir merkilegri lífsreynslu: „Við heyrðum allt í einu óm af tónlist.“ Í Jane Austen-hlutverki Hún Hlíf S. Arndal, forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði, er afbragðsfín dama. Misstu af tedrykkju með hr. Darcy Fríður hópur sunn- lenskra kvenna hélt á slóðir skáldkonunnar Jane Austen í Suður- Englandi. Þuríður Magnúsína Björns- dóttir heyrði ferðasög- una hjá Hlíf S. Arndal sem segir m.a. frá und- arlegri uppákomu á fæðingarstað Jane. Jane Austen Eina myndin sem til er af skáldkonunni er eftir systur hennar, Cassandra Austen. Það er heldur varla ónýtt að vera ein níu sunnlenskra blóma- rósa sem fengu mörg tækifæri til að ímynda sér að þær væru „fínar frúr“ frá tímum Jane Austen. |fimmtudagur|28. 2. 2008| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.