Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 41 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl. 9, botsía kl. 10, útskurður og myndlist kl. 13, Granda- bíó – vídeóstund kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Bingó kl. 13.30. Hárgreiðsla, böðun, jóga, handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/ dagblöð, myndlist, hádegisverður, bókband, kaffi. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-16, leiðb./Hafdís Benediktsd. Lýður mætir með harm- onikkuna kl. 14. Guðsþjónusta kl. 15.10, prestur sr. Bjarni Karlsson. Félag eldri borgara í Garðabæ | Skrifstofan í Jóns- húsi við Strikið 6, er opin á fimmtudögum kl. 13-15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Leik- félagið Snúður og Snælda sýna í Iðnó, Flutningana eftir Bjarna Ingvarsson og inn í sýninguna er fléttað atriðum úr Skugga-Sveini eftir Matthías Joch- umsson. Sýningar verða 2.-6. og 9. mars kl. 14. Sími 562-9700. Félag kennara á eftirlaunum | Bókmenntaklúbbur í Kennarahúsinu við Laufásveg kl. 14. EKKÓ-kórinn æfir í KHÍ kl. 17. Nýjar raddir velkomnar. Félagsheimilið Gjábakki | Almenn leikfimi, ramma- vefnaður og málm- og silfursmíði fyrir hádegi, róleg leikfimi og bókband kl. 13, dönskukennsla kl. 16 og 17, myndlistarhópur starfar frá kl. 16.30. Á morgun, hlaupársdag, kl. 14 verður góugleði í með fjöl- breyttri dagskrá og vöffluhlaðborði. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna og ganga kl. 9, hádegisverður, kl. 13 handavinna, brids og jóga. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Bókband kl. 10, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12.40, karla- leikfimi kl. 13, botsía kl. 14, handavinnuhorn, nám- skeið í bútasaumi og námskeið í gler- og leir kl. 13. Skrifstofa FEBG opin kl. 13-15. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30, um- sj. Ragnhildur Ásgeirsd. djákni. Frá hádegi eru vinnustofur opnar, m.a. myndlist og perlusaumur. Á morgun kl. 10 er prjónakaffi/bragakaffi. Fjölbreytt leikfimi kl. 10.30 í ÍR heimilinu v/Skógarsel, á eftir er kaffi og spjall. Sími 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Smíðar og útskurður kl. 9, samverustund með handavinnu og söngívafi kl. 13.15, kaffiveitingar. Á föstudag koma Anna Sigga og Aðalheiður kl. 14.15. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl. 9, handa- vinna og postulínsmálun kl. 9-16.30, Líkamsrækt í Árbæjarþreki kl. 9, botsía kl. 10, leikfimi kl. 11, hádeg- ismatur, félagsvist kl. 14, kaffi. Breiðholtskirkja | Trú og stjórnmál. Biblíulestur í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar kl. 20. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl 10-12, leikfimi ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12, 6-9 ára starf kl. 16-17. Meme junior kl. 19.30-21.30. digraneskirkja.is. Dómkirkjan | Opið hús í safnaðarheimilinu Lækj- argötu 14a kl. 14-16, kaffi og spjall. Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30, prestur á staðnum. Hægt er að kveikja á bæn- arkerti. Grafarvogskirkja | Ingibjörg Sólrún Gísladóttir les 17. Passíusálm kl. 18. Foreldramorgnar kl. 10-12, ým- iskonar fyrirlestrar, kaffi og djús og brauð fyrir börn- in. TTT fyrir börn 10-12 ára í Víkurskóla kl. 15-16. Grensáskirkja | Hversdagmessa með Þorvaldi Hall- dórssyni kl. 18-19. Bænin, orð Guðs og altarisganga eru uppistaða messunnar en lögð er áhersla á að stilla töluðu máli í hóf. Hversdagsmessan einkennist af kyrrð og einfaldleika. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal á eftir. Háteigskirkja | Íhugað í söng, bæn og lestur Guðs orðs kl. 20. Máltíð Drottins er höfð um hönd, fyr- irbæn og smurning, fyrir þá sem þess óska. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Vinafundur í Setrinu kl. 14-16. Rifjaðar upp gamlar minningar, við- horf og skoðanir, rætt um hversdaginn og trúna, reynt að koma auga á hið heilaga í því hversdags- lega. Kristín sér um kaffið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund í kaffisal kirkjunnar kl. 20. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM kl. 20 á Holta- vegi 28. Fræðslumál KFUM og KFUK. Ragnar Snær Karlsson og Þorgeir Arason sjá um efni og hugleið- ingu. Kaffi eftir fundinn. Allir karlmenn eru velkomn- ir. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Léttur máls- verður í boði að stund lokinni. Helgistund kl. 15 í fé- lagsaðstöðunni á Dalbraut 18. Umsjón hefur sókn- arprestur. Adrenalín gegn rasisma kl. 17. (9.-10. bekkur), umsjón hefur sr. Hildur Eir Bolladóttir. Neskirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Slysavarnir barna, Herdís Storgaard sér um fræðslu. For- eldramorgnar eru alla fimmtudag kl. 10-12. Selfosskirkja | Fundur í Æskulýðsfélagi Selfoss- kirkju kl. 20. Fundurinn er ætlaður unglingum í 7. og 8. bekk og fer fram í safnaðarheimilinu. Vídalínskirkja Garðasókn | Biblíulestur kl. 21, kyrrð- ar- og fyrirbænastund kl. 22. Ath. breyttir tímar, tekið er við bænarefnum af prestum og djákna, kaffi í lok stundarinnar. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.20, tré- skurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Dansleikur 29. feb. kl. 20.30. Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Allir 60 ára og eldri velkomnir. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9-16 hjá Jó- hönnu, botsía kl. 10, félagsvist kl. 13.30, vinningar og kaffiveitingar í hléi. Böðun fyrir hádegi, hádeg- isverður. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsvist og skapandi skrif alla mánudaga. Bör Börson alla þriðjudaga. Þegar amma var ung, draumaprinsar og línudans alla fimmtudaga. Persónur Íslandssögunar alla föstu- daga o.fl. Myndlistarsýning Jörfa og Listasmiðju Hæðargarðs. Sími 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, föstudag, er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30, og lista- smiðjan opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.45, botsía karlaflokkur kl. 10.30, handverks og bókastofa kl. 13, postulínsmálun kl. 13, botsía kvennaflokkur kl. 13.30, kaffiveitingar. Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara mánud. og þriðjud. kl. 12, fimmtud. kl. 11. Norðurbrún 1 | Smíðastofa og handavinnustofa opnar kl. 9-16, leirlist kl. 9-12, botsía kl. 10, hug- mynda- og listastofa kl. 13-16. Hárgreiðslustofa, sími 588-1288. Fótaaðgerðarstofa, sími 568-3838. Sjálfsbjörg | Skák kl. 19, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Skaftfellingafélagið í Reykjavík | Myndakvöld verð- ur í Skaftfellingabúð kl. 20. Sýndar verða myndir frá ferðalögum yfir Skeiðarársand áður en brúað var og eins frá brúarframkvæmdum. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaaðgerðir og aðstoð v/böðun. Botsía, handavinna, spænska framhald, hádegisverður, kóræfing, leikfimi og kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband, morgunstund, botsía upplestur kl. 12.30, handa- vinnustofan opin, dvd-framhaldsmyndasýning kl. 15, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar alla daga, spilað kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10, salurinn opinn kl. 13, leikfimi kl. 13.15, bingó kl. 14. kaffiveitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Opið hús, söngstund með organista kl. 14 og kaffi á eftir. Klúbbur 8 og 9 ára barna kl. 17 og TTT-starfið kl. 18. Efni beggja fundanna er „spurn- ingakeppni“. 70ára afmæli. Í dag, 28.febrúar, verður sjötug Vilhelmína Norðfjörð Sigurð- ardóttir, Melateig 39, Akureyri. dagbók Í dag er fimmtudagur 28. febrúar, 59. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka. (Mt. 25, 42.) Samtökin ’78 efna til fyrirlestr-araðar á vormisseri í tilefni af30 ára afmæli félagsins. Næst-komandi föstudag kl. 12.15 í stofu 101 í Odda mun Árni Heimir Ing- ólfsson tónlistarfræðingur flytja erindið Hin dulda merking tónanna – Kyn- hneigð og sköpun hjá Tsjaíkovskí, Ra- vel, Copland og Britten. „Ég mun fjalla um fjögur tónskáld sem áttu það sameiginlegt að vera sam- kynhneigð, og velti upp þeirri spurn- ingu hvort kynvitund þeirra end- urspeglist að einhverju leyti í tónlistinni sem þeir sömdu,“ segir Árni Heimir. „Mörg tónskáld gegnum söguna hafa laðast að sama kyni og langur listi að telja þau öll upp. Auk þeirra Tsjai- kovskís, Ravels, Coplands og Britten má t.d. nefna Leonard Bernstein, John Cage og Samuel Barber, auk þess sem margt bendir til þess að Handel og Schubert hafi verið í þeim hópi,“ heldur Árni Heimir áfram, en tekur þó fram að hann ætli ekki að fjalla um ástarlíf tón- skáldanna sem slíkt: „Hugmyndin er eingöngu sú að skoða að hvaða leyti við getum rakið ákveðna þætti í tónlistinni til þess persónulega veruleika sem tón- skáldin bjuggu við, og kannski ekki síð- ur að skoða hvernig viðtökur á tónlist þeirra hafa markast af vitneskju, eða fá- fræði, um þennan þátt tilveru þeirra.“ Árni Heimir nefnir sem dæmi að fyrsta áratuginn eftir að Tsjaíkovskíj lést árið 1893 var sinfóníum hans lýst sem „karlmannlegum“ og „sterkum.“: „Um leið og ævisögur tóku að birtast þar sem leiddar voru líkur að því að hann hefði verið samkynhneigður sner- ist orðræðan algerlega við, og lýsing- arorð eins og „kvenleg,“ jafnvel „hys- terísk“ voru notuð til að lýsa tónlist hans,“ segir Árni Heimir. „Bandaríska tónskáldið Charles Ives lagði mikið upp úr því að semja „karlmannlega“ tónlist, m.a. strengjakvartett sem er hreint og beint svar hans við hinni „mjúku og fín- gerðu“ tónlist Ravels. Síðan er heil kyn- slóð af bandarískum tónskáldum, t.d. Copland, Bernstein og Barber, sem lögðu sig einmitt fram um að semja að- gengilega og að sumu leyti fíngerða tón- list á tímum þegar evrópskir kollegar þeirra lögðu allt kapp á að semja erfiða, móderníska tónlist. Það athyglisverða hér er ekki síst það að þrátt fyrir að þessi tónskáld væru á vissan hátt á jaðri samfélagsins vegna kynhneigðar sinn- ar, var tónlist þeirra hafin upp til skýjanna sem „þjóðartónlist“ Banda- ríkjanna“. Nánari upplýsingar á samtokin78.is Listir | Fyrirlestur um tónlist samkynhneigðra tónskálda á föstudag Kvenlegur Tsjaíkovskíj?  Árni Heimir Ingólfsson fæddist í Reykjavík 1973. Hann lauk BA- prófi í píanóleik og tónlistarsögu frá Oberlin Conserva- tory í Ohio 1997 og meistara- og síðar doktorsprófi í tón- listarfræði frá Harvard-háskóla 2003. Árni Heimir hefur starfað við LHÍ frá 2002, en hann tók nýverið við starfi tónl.stj. Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónlist DOMO Bar | Hrund Ósk Árnadóttir og Park Projekt á tónleikum Múlans á Domo kl. 21. Hljómsveitina skipa, auk Hrundar, Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Agnar Már Magnússon píanóleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari og Kristján Edelstein gítarleikari. Gamla bókasafnið í Hafnarfirði | Hljóm- sveitirnar Út/Exit, Hellvar og Spooky Jet- son leika. Húsið opnað kl. 19.30 og tónleik- arnir byrja kl. 20. Frítt inn. gamlabokasafnid.is. Glætan bókakaffi | Lifandi tónlist kl. 20- 22, ókeypis aðgangur. Tilboð á tertu og kaffi kr. 500. Besti bollinn valinn á morg- un, föstudag, hægt er að koma með bolla í dag. Iðnó | South River Band tónleikar kl. 16. SRB skipa: Matthías Stefánsson fiðla og gítar, Helgi Þór Ingason harmónika, Ólafur Sigurðsson mandólín, Gunnlaugur Helga- son banjó og gítar, Kormákur Bragason og Ólafur Þórðarson hryngítarar og Grétar Ingi Grétarsson kontrabassi og allir syngja. Organ | Íslenska rokksveitin Coral fagnar útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu með tón- leikum sem hefjast kl. 21. Platan ber heitið „The Perpetual Motion Picture“. Aðgangur er ókeypis og verður platan seld á afslátt- arverði. Leiklist Edinborgarhúsið | Leikfélag Mennta- skólans á Ísafirði, í samstarfi við Loftkast- alann, frumsýnir söngleikinn Rocky Horror eftir Richard O’Brien 29. feb. kl. 20. Leik- stjóri er Hrafnhildur Hafberg. Bækur Glætan bókakaffi | Við Guð erum vinir, eft- ir Kari Vinje, er bók vikunnar, klassísk barnabók sem tekur á ýmsum spurningum sem börn hafa. Mamma svarar spurningum Júlíu. Bókin er á tilboði á 980 kr. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Erindi um ástina: Þorgrímur Þráinsson heldur erindið: Hvernig á að gera makann hamingju- saman. Enginn aðgangseyrir. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands | Kjetil Skogrand frá Varnamálastofnun Noregs heldur fyr- irlestur 29. feb., um tvíhliða samskipti Nor- egs og Rússlands, í stofu 201 í Árnagarði. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir fyrirlestrinum í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Sjá einnig á http:// www.hi.is/ams. Kennaraháskóli Íslands | Málþing um Ol- weusarverkefnið gegn einelti verður haldið í Skriðu 29. febrúar. Skráning hefst kl. 8.30 og málþinginu lýkur 16.30. Mörg erindi og málstofur þar sem fjallað verður um marg- víslegar leiðir gegn einelti. Nánari uppl. og skráning á www.olweus.is. Landakot | Fræðslunefnd Rannsóknastofu í öldrunarfræðum kynnir fræðslufund kl. 12.15 í kennslusalnum á 7. hæð. Ása Guð- mundsdóttir sálfræðingur fjallar um hug- ræna atferlismeðferð. Sent út með fjar- fundabúnaði. Oddi, stofa 101 | Eyjólfur M. Sigurðsson, forstöðumaður Tungumálamiðstöðvar HÍ, heldur fyrirlestur um könnun sem gerð var á vegum ESB um tungumálakunnáttu íbúa þess og ber saman við könnun sem gerð var á Íslandi. Fyrirlesturinn er hluti af fyr- irlestraröð Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur og hefst kl. 16.30. Fréttir og tilkynningar Norðurbrún 1 | Aðstoð verður við gerð skattskýrslna í félagsmiðstöðinni 13. mars kl. 9-12. Tímapantanir í síma 411-2760. UNGLIÐAHREYFINGAR stjórn- málaflokkanna í Reykjavík standa fyrir opnum hádegisverðarfundi fimmtudaginn 28. febrúar kl. 12- 13.30 á Sólon, efri hæð, með ísl- amska trúarleiðtoganum dr. Moha- mad Bashar Arafat, en hann mun flytja fyrirlestur um líf múslima í Bandaríkjunum. Fundarstjóri er Ingólfur Bjarni Sigfússon frétta- maður. Dr. Mohamad Bashar Arafat er fæddur í Damaskus í Sýrlandi. Allir eru velkomnir. Líf múslima í Bandaríkjunum LIÐIN eru 20 ár frá vígslu Víði- staðakirkju í Hafnarfirði hinn 28. febrúar. Af því tilefni verður haldin hátíð í kirkjunni dagana 1.-2. mars. Laugardaginn 1. mars verða af- mælistónleikar í kirkjunni kl. 17, þar sem Kór Víðistaðasóknar og Stúlknakór Víðistaðakirkju munu koma fram ásamt einsöngvurunum Hrönn Hafliðadóttur og Sigurði Skagfjörð. Að tónleikum loknum verður opnuð ljósmyndasýning í safnaðarheimilinu þar sem sókn- arprestur sr. Bragi J. Ingibergsson sýnir myndir sínar. Sunnudaginn 2. mars hefst hátíð- in kl. 11 með fjölskylduhátíð á æskulýðsdaginn, þar sem fléttað er saman sunnudagaskóla og fjöl- skylduguðsþjónustu og þar mun hljómsveit ungs fólks, Stað- arbandið, m.a. sjá um tónlist- arflutning. Hápunktur afmælisins verður svo hátíðarguðsþjónusta kl. 13 þar sem biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, prédikar og sr. Sigurður Helgi Guðmundsson, fv. sóknarprestur, og sr. Bragi J. Ingi- bergsson, nv. sóknarprestur, þjóna fyrir altari. Kór Víðistaðasóknar, Stúlknakór Víðistaðakirkju og Sig- urður Skagfjörð barítón munu syngja undir stjórn Úlriks Ólasonar og Áslaugar Bergsteinsdóttur. Þess má einnig geta að í guðsþjónust- unni verður frumfluttur nýr sálmur eftir sóknarprest og organista sem gerður var sérstaklega af þessu til- efni. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni, segir í fréttatilkynningu. 20 ára vígslu- afmæli Víði- staðakirkju 60 ára afmæli. Sextugur erí dag, 28. febrúar, Her- mann A. Níelsson, íþrótta- kennari við Menntaskólann á Ísafirði. Hermann fagnar tíma- mótunum á Ísafirði með fjöl- skyldu, vinum og samstarfs- fólki næstkomandi laugardag. FRÉTTIR UNG Vinstri græn halda stjórn- málaskóla laugardaginn 1. mars fyrir ungt fólk á Akureyri og ná- grenni í fundarsal Hótels KEA kl. 11-15. Sérstakt erindi heldur Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Stjórnmálaskóli ungra í VG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.