Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is VINNINGSTILLAGA í samkeppni um hönnun nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut verður að öllum lík- indum kynnt í nóvember nk., hönn- unarvinna unnin á næsta ári og framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast sama ár eða árið 2010. Hægt verður að kynna sér verk- efnið á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Óhætt er að segja að nýtt há- skólasjúkrahús – áður hátækni- sjúkrahús – sé umdeild fram- kvæmd. Ekki síst hefur styr staðið um staðsetningu sjúkrahússins og aðgengi að stofnuninni. Árið 2002 var ákveðið að sjúkrahúsið myndi rísa við Hringbraut, en þegar ný nefnd um byggingu spítalans var skipuð síðastliðið haust, undir for- mennsku Ingu Jónu Þórðardóttur, var það eitt fyrsta verkefni hennar að fara yfir alla kosti að nýju. Auk Hringbrautar voru til skoð- unar Fossvogur, Vífilsstaðir og Keldur. „Í þessu endurmati okkar fórum við yfir samgöngur á höf- uðborgarsvæðinu. Við skoðuðum umferðaræðar, umferðarflæði og umferðarspár næstu ára og ára- tuga,“ sagði Inga Jóna á fundi með blaðamönnum í gærdag. Í Fossvogi var m.a. fundið að aðkomu að spít- alanum sem þykir helst til of þröng, Vífilsstaðir þykja ekki hentugur staður og þá sérstaklega þar sem umferðarspár gera ráð fyrir mun meiri umferðarþunga á næstu árum og áratugum heldur en nokkurn tíma við Hringbraut. Sömu sögu var að segja um land Keldna. Að öllu þessu virtu, þótti Hringbrautin standa upp úr. Áhersla á samgöngur Gert er ráð fyrir að nýbyggingar verði um 150 þúsund fermetrar að stærð, og er þá tekið tillit til upp- byggingar á vegum Háskóla Ís- lands og flutnings tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum. Sam- kvæmt ítrustu kröfum þurfa að vera um 3.600 bílastæði við nýtt há- skólasjúkrahús, en Inga Jóna segir aðra kosti í stöðunni. „Við ætlum að leggja mikla áherslu á að almenn- ingssamgöngur þjóni háskóla- sjúkrahúsinu vel í framtíðinni. [...] Eitt af því sem við munum gera er að bjóða upp á miklu fjölbreyttari samgöngumöguleika fyrir þá sem vinna hér og þurfa að sækja hingað þjónustu.“ Meðal þess sem nefndin ætlar að gera er að leggja til við yfirvöld al- mannasamgangna á höfuðborgar- svæðinu, að leiðakerfi taki mið af sjúkrahúsinu auk þess sem lokað verði fyrir umferð um gömlu Hringbraut, þ.e. nema fyrir al- menningssamgöngur og sjúkrabíla. „Þá leggjum við ríka áherslu á, að áður en fyrsti áfangi verður tekinn í notkun, verði samgönguæð eða vegur um Hlíðarfót [frá Hring- braut]. Hann er á aðalskipulagi Reykjavíkurborgar, kemur inn á mitt svæðið og liggur sunnan Öskjuhlíðar, að hluta til í göngum á því svæði. Hann mun flytja umferð til og frá suðursvæði höfuðborg- arsvæðisins, kemur upp við Kópa- vog. Þessi samgönguæð þarf að vera komin í gagnið um það leyti sem starfsemin flyst úr Fossvogi og hingað,“ sagði Inga Jóna. Ljóst er að verkefnið er risavaxið á íslenskan mælikvarða, og fram hefur farið mikill undirbúningur. Að sögn Ingu Jónu verður á loka- stigi undirbúningsins fenginn rýni- hópur til að fara yfir frumáætlun dönsku arkitektanna C.F. Möller. Hópurinn hefur næstu þrjá mánuði til stefnu. Samkeppnisgögn munu liggja fyrir í júlí og hafa þau teymi sem valin voru í forvali hönnunarsam- keppninnar þrjá mánuði til að vinna tillögur sínar. Inga Jóna segir mik- ilvægt að vanda vel til verks við undirbúninginn. „Hér er mjög stór framkvæmd, framkvæmd í hjarta Reykjavíkur, framkvæmd sem varðar alla þjóð- ina og hér er framkvæmd sem öll þjóðin á að vera stolt af. Þeir sem verða uppistandandi árið 2050 eiga að geta litið til baka og sagt: „Já, það var vel að verki staðið. Þeir vönduðu sig þarna í byrjun. Það var metnaður sem fylgdi verkefninu“.“ Framkvæmdir við fyrsta áfanga gætu hafist næsta ár Drög Meginlínur hafa verið dregnar upp um hvernig skipting rýmis verður. Enn á þó eftir að hanna útlitið. Eftir mikla skoðun kom á nýjan leik í ljós að Hringbraut er besti kosturinn fyrir nýtt háskóla- sjúkrahús Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FJÖLMENNT var á kynningar- fundi um byggingu háskólasjúkra- húss við Hringbraut í matsal Land- spítalans í Fossvogi í gær. Þar kynntu Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður undirbún- ingsnefndar, helstu niðurstöður þeirrar undirbúningsvinnu sem lok- ið er. Sérstaklega kynnti Inga Jóna endanlega niðurstöðu nefndarinnar, um að Hringbraut væri heppileg- asta staðsetningin sem völ er á með tilliti til umferðar, aðgengis og um- hverfis. Ákveðið var á síðasta ári að endurskoða forsendur staðsetning- arinnar og vega og meta öll rök fyr- ir henni, án þess þó að tefja fyrri undirbúningsvinnu sem þegar var hafin. Kostirnir grandskoðaðir Starfsfólki spítalans, sem fyllti salinn, sat í tröppum og stóð með- fram veggjum, gafst færi á að koma fyrirspurnum og athugasemdum á framfæri. Flestir virtust vilja líta fram á veginn, enda biðin eftir framkvæmdum orðin æði löng síðan undirbúningsvinna hófst árið 2002. Guðlaugur Þór tíundaði mikil- vægi þess að undirbúa verkið vel. „Við erum að byggja upp til langs tíma eina helstu grunnstoð heil- brigðiskerfisins. Það væri ábyrgð- arlaust af okkur að fara í þetta gríð- armikla verkefni án þess að skoða hlutina mjög vel. Nú þegar [frumáætlun] liggur fyrir er bara að slá í klárinn og kýla verkið áfram,“ sagði hann, en á þessu ári er áætlað að halda hönn- unarsamkeppni og ljúka forhönnun sjúkrahússins. Deiliskipulagsvinnu á að ljúka á árinu 2009 og að því loknu taka fyrstu skóflustunguna að hinu nýja sjúkrahúsi. „Það skal vel vanda sem lengi á að standa,“ sagði Inga Jóna í ávarpi sínu, en hún lýsti úttekt nefndarinn- ar á umferðaræðum til og frá Hringbraut og nauðsynlegum breytingum á gatnakerfinu sem geri að verkum að Hringbraut sé besti kosturinn. Einnig tilkynnti hún að á næstu dögum yrði gerð könnun meðal starfsfólks LSH um samgönguvenjur þeirra og óskir þeirra í þeim efnum á hinu nýja sjúkrahúsi, hvernig þeir vildu ferðast til og frá vinnustaðnum. Áfram samráð við starfsfólk Margrét Rögn Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, lýsti yfir ánægju sinni með að hreyfing væri að komast á hlutina og tilhlökkun yfir nýjum vinnustað. Kvaðst hún ánægð með að heyra tillögur nefnd- arinnar í samgöngumálum þar sem mikilla efasemda hefði gætt meðal starfsfólks um aðgengi að nýju sjúkrahúsi við Hringbraut. Annar starfsmaður, Sara Haf- steinsdóttir, vakti athygli á því að nú þegar væri eitt helsta úrlausn- arefni spítalanna að manna deildir hans. Hún spurði hvort fyrirhugað væri samstarf við önnur ráðuneyti, til dæmis menntamálaráðuneyti, um að gera átak í heilbrigðisgreinum og fjölga útskrifuðum nemendum í þeim fögum, svo að hið nýja og glæsilega sjúkrahús yrði örugglega starfhæft. Ráðherra svaraði því til að þegar hefði verið komið á reglulegum fundum fulltrúa þessara tveggja ráðuneyta til þess að ræða þessi mál, en mönnun spítalans væri vandamál sem ráðamenn væru með- vitaðir um og vildu takast á við. Inga Jóna lagði áherslu á að nefnd- in sem hún stýrir sinnti ekki bara undirbúningi háskólasjúkrahússins heldur ætti líka að greina ýmis vandamál sem steðja að LSH þar til það kemst í gagnið. Mönnun væri eitt þeirra. Ingibjörg Hjaltadóttir, sviðsstjóri hjúkrunar öldrunarsviðs, sagði mik- ilvægt að stjórnvöld hefðu áfram- haldandi samráð við starfsfólk Landspítalans um innri hönnun og skipulag spítalans. Starfsfólki umhugað um LSH Heilbrigðisráðherra og formaður nefndar um sameinað háskólasjúkrahús kynntu næstu skref í átt að framkvæmdum fyrir starfsmönnum Landspítalans í gær Í HNOTSKURN »Inga Jóna Þórðardóttir sagðilokarýnihóp áfram mundu starfa í samráði við starfsfólk spítalans um útfærsluatriði í hönnun sjúkrahússins. »Endurskoðuð niðurstaða, umað Hringbraut sé besta stað- setningin byggist á aðgengi, um- hverfi, nálægð við Háskóla og nálægð við gróið hverfi. Árvakur/Árni Sæberg Fullt Mæting á fundinn var góð og starfsmenn áhugasamir um framvindu mála. Annar fundur var haldinn á Landspítalanum við Hringbraut í gær. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær að breytingar á 11. gr. samþykkta Mjólkursamsölunnar í Reykjavík – nú Auðhumlu – á aðal- fundi 8. mars 2002, og samþykkt á bráðabirgðaákvæði því samfara, hafi verið ólögmætar. Þar með hafi félagið bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart mjólkurframleiðanda, sem var gert að innleysa séreign sína í séreigna- sjóði samsölunnar. Félagsbúið á Hálsi sendi Auð- humlu bréf 17. janúar 2007 þar sem fram kom að tekið hefði verið við ávís- un sem send var í júní 2002, upp á rúmar 147 þúsund krónur, í góðri trú, en talið væri nú að ráðstöfunin væri ólögmæt. Var vísað í dóm sem féll í Hæstarétti í desember 2006, þar sem MS var dæmt til að greiða bóndanum á Kiðafelli 1,6 milljónir króna úr sér- eignasjóði. Var farið fram á að upp- lýst yrði hvort félagsbúið ætti rétt til vaxta og verðbóta af inneign sinni auk hlutfallslegrar aukningar sem fólst í samþykktum aðalfundar, 19. mars 2004 og félagsfundar 28. desember 2006. Kröfunni var hafnað, og sagt að rök Hæstaréttar ættu ekki við. Óvíst um áfrýjun Niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur varð sú að með ákvörðun um breytingar á samþykktum hefði MS brotið gegn lögum um samvinnufélög. Í 72. gr. laganna segir að félagsfund- ur megi ekki taka ákvarðanir sem séu til þess fallnar að afla ákveðnum fé- lagsaðilum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra félagsmanna eða fé- lagsins. Héraðsdómur taldi sannað að félagsbúið hefði verið félagsaðili á þeim tíma. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst eru á milli fjögur og fimm hundruð einstaklingar í sömu sporum og félagsbúið. Guðbrandur Sigurðs- son forstjóri Auðhumlu sagðist eiga eftir að fara í gegnum dóminn með lögmanni sínum, og gat því ekki svar- að hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómarinn Símon Sigvalda- son kvað upp dóminn. Sigurbjörn Magnússon hrl. sótti málið af hálfu Félagsbúsins Hálsi og Þórunn Guð- mundsdóttir hrl. varði Auðhumlu. Auðhumla skaða- bótaskyld 400-500 gætu verið í sömu sporum SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur sent Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjanesbæ, Hafnarfjarðarbæ og Geysi Green Energy bréf þar sem veittur er frestur til andmæla við því sem hugsanlega gæti orðið niður- staða eftirlitsins vegna sölu Hafnar- fjarðarbæjar á hlut sínum í Hita- veitu Suðurnesja til OR. Hvorki Hjörleifur Kvaran, for- stjóri OR, né Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðarbæjar, sögð- ust geta tjáð sig efnislega um inni- hald andmælaskjalsins sem þeim hafði borist þar sem þeir vildu gæta trúnaðar við Samkeppniseftirlitið. Ekki endanleg niðurstaða Hjá Páli Gunnari Pálssyni, for- stjóra Samkeppniseftirlitsins, feng- ust þær upplýsingar að málið væri þar enn til meðferðar. „Við höfum aflað upplýsinga og erum að leita sjónarmiða um tiltekin atriði í mál- inu. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir.“ Frestur til andmæla er til 10. mars. Forkaupsréttarfrestur smærri eigenda á hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja rennur hins vegar út 8. mars. Andmæla- réttur til 10. mars ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.