Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.2008, Blaðsíða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ HÁSALIR 1 – KÓPAVOGI OPIÐ HÚS Í DAG FIMMTUDAG 28 FEBRÚAR 2008 KL. 18:00 – 18:30 Verulega fallegt parhús með frábæru útsýni. 5 svefnherbergi. Eign sem vert er að skoða. Tilboð óskast í eignina. Allar nánari upplýsingar veitir Baldvin Ómar í síma 898-1177 M bl 9 77 32 3 Baldvin Ómar Magnússon Löggiltur fasteignasali Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Varhugavert er að nýta sérpeningaskeyti á borð viðMoneyGram þegar greiðaá fyrir vörur og þjónustu sem keypt eru á netinu. Þau er ekki hægt að rekja og því heppilegar fyr- ir tölvuþrjóta sem hyggjast svíkja fé út úr grandalausu fólki. Kona sem Daglegt líf ræddi við hugðist kaupa sér bíl á netinu og flytja inn til landsins. Hún fór á upp- boðsvef eBay og þaðan inn á bílavef- inn (eBay motors) og fann þar fljót- lega bíl af gerðinni Chrysler Pacifica. Bíllinn var á tilboði, svo væri kaupandi fljótur að festa sér hann átti hann aðeins að kosta 9.900 dollara (um 660 þús. krónur) í stað 15-16 þúsund dollara sem er gang- verð á sambærilegum bíl. Þar sem ekki var um hefðbundið uppboð að ræða eins og gengur og gerist á eBay heldur tilboð var áhugasömum bent á að hafa samband í gegnum netfang sem gefið var upp á síðunni. Konan sendi tölvupóst þar sem hún sagðist vera áhugasöm og for- vitnaðist nánar um bílinn. Í svari seljandans kom í ljós að hann þyrfti að losna við bílinn og væri tilbúinn til að selja hann ódýrt þar sem hann væri fluttur til Portúgals. Eftir nokkur tölvupóstssamskipti ákvað konan að slá til. Maðurinn óskaði þá eftir því að konan borgaði 2.900 dollara (um 193 þúsund krón- ur) inn á bílinn sem staðfestingu á því að hún hygðist kaupa hann. Greiðslan átti þó ekki að fara til selj- andans heldur myndi eBay gæta innborgunarinnar þar til bíllinn væri kominn til kaupanda, þ.e. konunnar, og hún búin að staðfesta að hún væri sátt við vöruna. Í einum af tölvuskeytum seljand- ans kom fram að eBay myndi gang- ast í ábyrgð fyrir að greiðslur gengju eðlilega fyrir sig og að notast yrði við svokallað MoneyGram- greiðsluform. Konan myndi fljótlega fá sendar nánari upplýsingar um greiðslutilhögunina frá eBay. Stafsetningarvilla kveikti grunsemdir Þetta stóð heima. Innan tíðar kom tölvupóstur frá notendaþjónustu eBay (customers support) þar sem fyrrnefnd greiðsluábyrgð var tíund- uð nánar. Í öðrum tölvupósti frá not- endaþjónustunni komu upplýsingar um MoneyGram-fyrirkomulagið og var einnig vísað inn á heimasíðu (www.moneygram.com) fyrir þá sem vildu kynna sér þetta greiðsluform nánar. Stíla átti peningasendinguna á konu í Portúgal sem titluð var bílaumboðsmaður eBay (eBay motor agent). Bent var á að á Íslandi væri t.a.m. hægt að senda MoneyGram hjá Byr spari- sjóði. Að sögn íslenska kaupand- ans, konunnar, virtist ferlið allt ákaflega faglegt. Allur tölvupóstur sem kom frá eBay-notendaþjónust- unni var með sama sniði og myndum af sömu tenglum og var að finna inni á aðalsíðum eBay á netinu svo konan hafði enga ástæðu til að ætla annað en að þeir væru frá eBay. Reyndar gekk erfiðlega að smella á krækjur sem var að finna í póstinum og fannst konunni það undarlegt. Sömuleiðis vakti grunsemdir klaufa- leg stafsetningarvilla í því, sem virt- ist vera staðlaður texti frá notenda- þjónustunni. Á hinn bóginn var traustvekjandi að vita til þess að eBay tæki ábyrgð á greiðslunum svo konan ákvað að ganga skrefið alla leið og fór í Byr sparisjóð í Hafnar- firði til að senda peningana. Þegar þangað var komið impraði hún á því við þjónustufulltrúa hvort þetta væri nú ekki örugg aðferð við slík viðskipti. Eftir að hafa hringt í kollega í öðrum banka ráðlagði þjónustufulltrúinn henni að nota ekki þessa aðferð þar sem MoneyGram-peningasendingar væru órekjanlegar. Peningasendingar aldrei á ábyrgð eBay Við þetta runnu tvær grímur á konuna svo hún ákvað að afla sér betri upplýsinga hjá eBay áður en hún slægi til. Í þetta sinnið sendi hún ekki tölvupóst á „notendaþjón- ustuna“ sem hún hafði verið í tölvu- póstssamskiptum við heldur fór hún aftur inn á aðalsíðu eBay þar sem hún fann netfang sem sinnti fyrir- spurnum um örugg viðskipti á upp- boðsvefnum. Þangað sendi hún upp- lýsingar um viðskiptin sem voru í gangi og fyrirspurn um Money- Gram-greiðslufyrirkomulagið. Svarið lét ekki á sér standa. Þar kom fram að eBay tæki aldrei að sér milligöngu um greiðslur milli kaup- anda og seljanda og því væru ofan- greind bílakaup augljóslega svindl. Ráðið var eindregið frá því að sím- senda peninga, hvort sem það væri með MoneyGram eða öðrum sím- sendingaraðferðum, því ef varan sem kaupa átti skilaði sér ekki væri ekki nokkur leið að endurheimta greiðsluna. Þá var bent á þá einföldu staðreynd að þegar dýrir hlutir væru annars vegar og verð þeirra virtist of gott til að vera satt þá væri sú oftast raunin. Svindlarar á borð við seljanda „bílsins“ bæru sig oft ákaflega fagmannlega að, eins og var í þessu tilfelli. Netfang eBay- „notendaþjónustunnar“, sem var í tölvupóstssamskiptum við konuna, var þannig falsað eins og annað í þessum viðskiptum. Skemmst er frá því að segja að konan hætti snarlega við bílakaupin. Hún lét þó ekki deigan síga heldur keypti annan bíl á eBay og fylgdi þá í öllu ráðleggingum uppboðsvefjar- ins um örugg viðskipti. Bíllinn er nú kominn til landsins og bíður af- greiðslu úr tolli. Nóg að gefa upp sendingarnúmer Freydís Ármannsdóttir, ráðgjafi á einstaklingssviði hjá Byr sparisjóði, segir ekki ráðlegt að nota Money- Gram við að senda peninga nema sendandi viti ná- kvæmlega hver viðtak- andi er. „T.d. getur þetta hentað ef barnið þitt eða maki er staddur erlendis og lend- ir í því að týna kreditkortinu sínu og vantar peninga strax. Þetta er fljót- leg leið til að senda peninga út en um leið svolítið kostnaðarsöm.“ Þegar MoneyGram er sent er stofnað sér- stakt sendingarnúmer sem sendandi þarf að gefa viðtak- anda upp í gegnum síma. Við- takandi framvísar svo númerinu til að fá peningana en að sögn Freydísar er misbrestur á því hvort viðkomandi þarf að framvísa skil- ríkjum til að fá fjárhæðina afhenta. „Þess vegna er ekki hægt að rekja sendinguna og því varhugavert fyrir fólk að nota þetta í viðskiptum við ókunnuga.“ Fölsuð eBay-netföng og órekjanlegar peningasendingar Árvakur/Frikki Hér má finna ráðleggingar um hvernig gera má örugg bíla- viðskipti á eBay: http://pages.ebay.com/ ebaymotors/howto/passvehicles- buying.html. Netsvik Seljandinn óskaði eftir því að konan borgaði 2.900 dollara (um 193 þúsund krónur) inn á bílinn sem staðfestingu á því að hún hygðist kaupa hann en að hans sögn myndi eBay gæta greiðsl- unnar þar til bíllinn væri í höfn. Þegar almennt dýrir hlutir eru á það lágu verði að það virðist of gott til að vera satt, þá er það oftast raunin. heimsóknum í búðir. En hann þurfti ekki að leita lengi. Hann rápaði fljótt inn í Lystadún Marco í Mörkinni. Þar tók á móti Víkverja og ömmu hans mikil fag- kona sem fann rúmið hans Víkverja í annarri tilraun. Og í því hefur Víkverji legið síðan, aldrei hamingjusamari. x x x Víkverji segir skó-farir sínar hins vegar ekki sléttar. Eft- ir mikla leit fann hann þessa fínu kuldaskó í Steinari Waage sem bæði voru smart og þægilegir. Víkverji var svo ánægður að hann vildi helst ekki úr skónum fara, nema þá helst áður en hann fór upp í nýja fína rúmið sitt. En gleðin var skammvinn. Haldið til að renna rennilásnum upp og niður datt fljótlega af báðum skónum svo að Víkverji komst illa í þá og úr. Síðan losnaði innlegg í öðr- um skónum og Víkverji dreif sig því með þá aftur búðina. Þar var engu líkara en það væri Víkverji sjálfur sem væri til ama en ekki skórnir. Engu að síður fékk Víkverji skóna fljótt aftur í fínu ásigkomulagi. Þeir minnkuðu þó eilítið, sem Víkverji hafði sagt að myndi ekki koma að sök, en því fylgdi sú óheppni að Vík- verji fékk hælsæri sem þróaðist út í einhvers konar kúlu svo engu líkara er en að hællinn á Víkverja sé ólétt- ur. Síðan hafa renniláshöldin dottið tvisvar af og Víkverji sér fram á að þurfa að fara þriðju ferðina í búðina með rándýru skóna sína. Sem betur fer sefur Víkverji vel, annars myndi þetta eflaust fara í skapið á honum. Víkverji las nýverið íbók þá merku staðreynd að mann- eskjan eyðir lífi sínu bara á tveimur stöðum: í rúminu eða í skónum. Því þurfi hvort tveggja að vera vandað. Þessi orð töluðu til Víkverja. Hann vissi sem var að rúmið hans var orðið lúið og skórnir úr sér gengnir. Svo að Vík- verji ákvað að gera breytingar á lífi sínu. Hann byrjaði á því að fara í rúmleiðangur og tók ömmu sína með, enda hún sérfræðingur í rúmakaupum þó að hún hafi reynd- ar skilað næstum jafnmörgum rúm- um og hún hefur keypt. Víkverji bjóst við að þetta yrði langt og strangt ferli með mörgum              víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.